Í nýjasta riti Fjármálastöðugleika, ársfjórðungslegri skýrslu Seðlabanka Íslands, er nokkuð fjallað um þróun fasteignaverðs og þær hækkanir sem orðið hafa á íbúðaverði að undanförnu. Þróunin á Íslandi er meðal annars borin saman við önnur lönd en í skýrslunni segir að ekki séu merki um bólumyndun á fasteignamarkaðnum í heild. Engu að síður sé fasteignaverð orðið hátt á flesta mælikvarða í vissum hverfum Reykjavíkurborgar.
Gröfin hér að neðan eru unnin úr nýjasta hefti Fjármálastöðugleika og fylgigögnum, en ritið kom út í síðustu viku. Myndirnar varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað á markaði íbúða undanfarin misseri, þar sem spilað hefur saman aukin velta, hækkandi verð og vinsældir verðtryggðra lána.