Mynd: Bára Huld Beck Sólveig Anna Jónsdóttir
Mynd: Bára Huld Beck

Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars

Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl. Aðgangurinn var virkur eftir að Sólveig Anna var endurkjörin sem formaður Eflingar og eftir að hún tók aftur við því embætti. Í álitsgerð lögmanns segir að athæfið sé brot á persónuverndarlögum og Sólveig Anna ætlar að tilkynna málið til Persónuverndar.

Agnieszka Ewa Ziólkowska, þá starf­andi for­maður Efl­ing­ar, óskaði þann 11. jan­úar 2022 eftir því að fá aðgang að tölvu­póst­hólfum Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, sem hafði hætt sem for­maður stétt­ar­fé­lags­ins í nóv­em­ber 2021, og Við­ars Þor­steins­son­ar, sem hafði hætt sem fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar á sama tíma. Í tölvu­pósti sem hún sendi til upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu­að­ila Efl­ingar stóð: „Can you setup for með the access to Sól­veig and Viðar email? It should be conn­ected to my out­look account.“ 

Til stuðn­ings beiðn­inni var vísað í álit lög­manns sem var dag­sett sama daga. Í álit­inu hafði umræddur lög­maður svarað spurn­ingu Ólafar Helgu Adolfs­dótt­ur, þáver­andi vara­for­manns Efl­ing­ar, um hvort stjórn­endur félags­ins hefðu „leyfi til að fara inn í tölvu­póstana þeirra eða þurfum við að fá leyfi frá þeim til þess?“. Svar lög­manns­ins var að þau hefðu „til þess leyfi, þ.e. til þess að nálg­ast tölvu­pósta sem til­heyra félag­in­u.“

Sá sem með­tók beiðn­ina hjá upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu­að­ila Efl­ingar hafn­aði beiðn­inni. Hún var hins vegar end­ur­nýjuð degi síðar og þá með vísun í álit lög­manns Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) sem jafn­framt er per­sónu­vernd­ar­full­trúi Efl­ing­ar. 

Í kjöl­far þessa var tölvu­póst­hólf bæði Sól­veigar Önnu og Við­ars hjá Efl­ingu tengt við tölvu­póst­kerfi Agni­ezku. Tölvu­póstur þeirra var því opinn til vinnslu fyrir hana að minnsta kosti frá 12. jan­úar til 13. apríl 2022, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu­að­il­an­um, án þess að nokkrar hömlur væru á aðgengi Agni­ezku að póst­hólf­unum og án þess að Sól­veig Anna og Viðar vissu að því að aðgengið hefði verið veitt.

Á þessu tíma­bili, nánar til­tekið 15. febr­ú­ar, var Sól­veig Anna end­ur­kjörin sem for­maður Efl­ingar eftir bar­áttu við lista sem Ólöf Helga leiddi. Hún tók aftur við stjórn­ar­taumunum 8. apríl 2022. Því var tölvu­póst­hólf hennar opið Agni­ezku í tæp­lega tvo mán­uði eftir að Sól­veig Anna var end­ur­kjörin og í að minnsta kosti fimm daga eftir að hún tók við sem for­maður Efl­ingar á ný þann 8. apríl síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í álits­gerð sem lög­maður vann fyrir Efl­ingu og er dag­sett í gær, 5. októ­ber. Kjarn­inn hefur álits­gerð­ina undir hönd­um. 

Í nið­ur­stöðu álits­gerð­ar­innar segir lög­mað­ur­inn það vera skoðun sína að brotið hafi verið gegn rétti Sól­veigar Önnu og Við­ars „við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga úr tölvu­póst­hólfi þeirra, þegar starf­andi for­manni Efl­ingar var veitt óheft aðgengi að póst­hólfi fyrr­ver­andi starfs­manna Efl­ing­ar.“ Hann gerir líka sér­staka athuga­semd við ákvörðun per­sónu­vernd­ar­full­trúa Efl­ingar þar sem hann úrskurðar um lög­mæti þeirrar vinnslu sem farið var fram á, enda hafi hann aukið líkur á hags­muna­á­rekstrum með því að taka beina ákvörðun um vinnsl­una án þess að rann­saka hvort vinnslan væri lög­mæt. „Þannig hafi hann úti­lokað að hann gæti tekið ákvörðun síðar um lög­mæti vinnsl­unnar ef hinn skráði myndi kvarta til hans vegna vinnsl­unn­ar.“

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, var endurráðinn til félagsins fyrr á þessu ári sem fræðslu- og félagsmálastjóri.
Mynd: Bára Huld Beck

Það sé því mat lög­manns­ins að til­kynna eigi málið til Per­sónu­vernd­ar. Þá sé rétt að Efl­ing yfir­fari verk­lag sitt vegna með­ferðar tölvu­pósts starfs­manna og setji upp skýrt og og upp­lýsandi verk­lag í sam­ræmi við lög og reglur um per­sónu­vernd. 

Komust að mál­inu fyrir til­viljun

Í tölvu­póst­unum voru ýmsar per­sónu- og trún­að­ar­upp­lýs­ingar um bæði Sól­veigu Önnu og Viðar og ekki síður um ýmsa ein­stak­linga sem sett höfðu sig í sam­band við þau frá vor­inu 2018, þegar þau hófu störf hjá Efl­ing­u. 

Sól­veig Anna segir að hún hafi kom­ist að því að farið hafi verið inn í tölvu­póst­inn hennar fyrir til­vilj­un. „Á stjórn­ar­fundi í Efl­ingu 22. sept­em­ber vitn­aði Ólöf Helga í tölvu­póst­sam­skipti milli mín og Drífu Snæ­dal. Ég og aðrir urðum hálf undr­andi og spurðum hvernig hún vissi hvað ég hefði verið að skrifa í tölvu­póst­sam­skiptum við Drífu? Það kemur á hana og Ólöf Helga seg­ist ekk­ert þurfa að segja okkur það.“

Sól­veig Anna segir að hún hafi ekki hugsað meira um málið á þessum tíma­punkti heldur ein­fald­lega dregið þá ályktun að Ólöf Helga og Drífa hefðu verið í miklum sam­skiptum í fyrra­vet­ur.

Fyrir viku síðan hafi hún, ásamt starfs­manni Efl­ing­ar, þurft að nálg­ast gögn á skrif­stofu vara­for­manns Efl­ing­ar, Agnieszku Ewu. Þar hafi meðal ann­ars verið öll frum­rit af kjara­samn­ing­um, ráðn­ing­ar­samn­ingar við starfs­fólk og fleira. Þegar verið var að fara í gegnum vinnu­tengd skjöl hafi Sól­veig Anna fundið útprent­aða tölvu­pósta frá sér sem sendir voru frá 20 til 25. októ­ber 2020. „Þetta voru tölvu­póstar milli mín og tveggja starfs­manna sem hvor­ugir eru Agnieszka. Þetta var út­prentað og ég verð mjög undr­and­i.“

Degi síðar hafði hún sam­band við umsjón­ar­að­ila upp­lýs­inga­tækni­mála hjá Efl­ingu og spurði hvort það gæti verið að Agnieszka hefði fengið aðgang að tölvu­pósti sín­um. Á end­anum fékk hún þau svör að svo hafi verið og að einnig hafi verið veittur aðgangur að tölvu­pósti Við­ars Þor­steins­son­ar.

Sent á alla með­limi mið­stjórnar ASÍ

Sól­veig Anna segir að eftir að hún sagði af sér í fyrra­haust hafi bæði hún og Viðar afhent öll gögn sem til­heyrðu Efl­ingu. Þar á meðal voru vinnu­tengd gögn á USB-lykl­um. Sam­hliða fengu þau tæki­færi til að sækja per­sónu­lega muni á starfs­stöð Efl­ing­ar. Sam­hliða hafi hún látið loka aðgangi sínum að ýmsum kerfum og spurt sér­stak­lega hvað myndi ger­ast ef ein­hver myndi reyna að kom­ast inn í tölvu­póst­hólfið henn­ar. „Ég fékk þau svör að það myndi ekki ger­ast, og ef það gerð­ist væri um grafal­var­legt per­sónu­vernd­ar­mál að ræða.“

Agnieszka Ewa Ziólkowska var formaður Eflingar um skeið og er enn varaformaður félagins.
Mynd: Bára Huld Beck

Að sögn Sól­veigar Önnu hefur verið tekin ákvörðun um að til­kynna málið til Per­sónu­verndar á næstu dög­um. Hún seg­ist ekki vera viss um hvað annað hún ætli að gera vegna þessa. „Ég er ekki komin þang­að.“

Málið var rætt á mið­stjórn­ar­fundi í ASÍ í gær að frum­kvæði Sól­veigar Önnu. Á meðal þeirra sem sitja í mið­stjórn er Agnieszka, en hún mætti ekki á fund­inn. 

Eftir að fund­inum lauk sendi Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­maður ASÍ, tölvu­póst á alla mið­stjórn­ar­með­limi sem inni­hélt svar sem lög­fræð­ingur ASÍ hafði sent 12. jan­úar til Ólafar Helgu þegar hún óskaði eftir áliti um hvort fara mætti inn í tölvu­pósta Sól­veigar Önnu og Við­ars.

Í þeim tölvu­pósti segir lög­fræð­ing­ur­inn að sitt álit sé „eftir að búið er að gefa þeim færi á að fara yfir póst­hólfið (sem og þau gerðu) þá er restin eign félags­ins og ber félag­inu í raun skylda til þess að passa upp á þau gögn svo að mál ónýt­ist ekki o.s.frv. Að sjálf­sögðu gilda ennþá reglur per­sónu­verndar og frið­helgis um þær per­sónu­grein­an­legu upp­lýs­ingar sem þar er að finna, hvort sem um er að ræða upp­lýs­ingar er varðar þau sjálf eða ein­hverja aðra. Með vísan í allt fram­an­greint tel ég enga þörf með vísan í við­eig­andi rétt­ar­heim­ildir að fá leyfi frá fyrr­ver­andi for­manni og fram­kvæmda­stjóra um aðgang að gögnum sem eru eign félags­ins. Það er mitt álit sem bæði lög­maður hjá ASÍ og sem per­sónu­vernd­ar­full­trúi Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags.“

Seg­ist bundin trún­aði

Kjarn­inn hafði sam­band við Ólöfu Helgu vegna máls­ins en hún er í dag rit­ari stjórnar Efl­ing­ar. Hún sagð­ist lítið geta sagt um málið þar sem hún væri ekki búin að kynna sér það í þaula og væri auk þess bundin trún­aði. „Þetta er mál sem ég get ekki talað um, ég er bundin trún­aði um það sem ég geri sem vara­for­maður þannig ég get hvorki talað um hvort þetta sé rétt eða ekki.“

Ólöf Helga Adolfsdóttir.
Mynd: Þórunn Hafstað

Ólöf Helga var vara­for­maður Efl­ingar á umræddu tíma­bili, frá jan­úar fram í apríl á þessu ári. Þegar henni var sagt að Sól­veig Anna ætl­aði að leita til Per­sónu­verndar vegna máls­ins sagði Ólöf Helga það vera gott hjá henni. „Það er bara frá­bært. Það er mjög eðli­legt að hún leiti til þess bærra aðila ef hún telur að eitt­hvað brot hafi átt sér stað, ég held að það sé bara mjög gott hjá henni, mjög mik­il­vægt skref.“

Kjarn­inn reyndi að ná tali af Agnieszku í morgun en hún gat ekki rætt við blaða­mann á þeim tíma og sagð­ist ætla að hringja til baka. Hún hafði ekki haft sam­band þegar frétta­skýr­ingin var birt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar