Frægastur danskra leikara

Hann fæddist í Kaupmannahöfn, lærði ballett og var atvinnudansari í 10 ár. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara. Heitir Mads Mikkelsen. Gleymska hafði einu sinni næstum orðið honum dýrkeypt.

Mads Mikkelsen Mynd: EPA
Auglýsing

Kjarn­inn end­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­ir. Frétta­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­sælda og sú sem er end­­ur­birt hér að neðan var upp­­haf­­lega birt þann 2. maí 2021. Nálg­­ast má hlað­varpið á slóð­inni að ofan og á helstu hlað­varpsveit­um.

Upp úr 10. nóv­em­ber árið 1965 átti Bente Christ­i­an­sen von á sér. Hún bjó í Kaup­manna­höfn, ásamt manni sínum Henn­ing Mikk­el­sen og árs­gömlum syni þeirra hjóna, Lars. Barnið sem Bente bar undir belti var ekk­ert að flýta sér í heim­inn og það var ekki fyrr en 22. nóv­em­ber sem til tíð­inda dró. Þá skaust hann í heim­inn dreng­ur­inn sem síðar fékk nafnið Mads.

Þau Bente og Henn­ing bjuggu á Norð­ur­brú og þar var yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbú­anna á þeim tíma lág­launa­fólk. Bente var sjúkra­liði og vann á sjúkra­húsi og Henn­ing var banka­starfs­maður sem drýgði tekj­urnar með því að aka leigu­bíl og varð síðar deild­ar­stjóri í banka. Hann lék sömu­leiðis smá­hlut­verk í nokkrum kvik­mynd­um.

Auglýsing
Synirnir hafa síðar lýst for­eldr­unum sem dæmi­gerðu launa­fólki sem hafði í sig og á en ekki mikið umfram það framan af ævinni. Bræð­urnir voru þeir einu í sínum bekkj­ar­ár­göngum sem fóru í nám, eftir að skóla­skyld­unni lauk. Þeir hafa báðir í við­tölum nefnt að for­eldr­arnir hafi sagt að þeir yrðu von­andi „al­menni­legar mann­eskj­ur“ en ekki lagt lífs­regl­urnar að öðru leyti. „Pabbi hafði gaman af leik­list, las oft fyrir okkur og kannski kveikti það ein­hvern neista,“ sagði Mads ein­hverju sinni í við­tali.

Lars

Lars Mikkelsen, eldri bróðir Mads. Mynd: EPA

Að loknu grunn­skóla­prófi fór Lars, eldri bróð­ir­inn, í her­inn og lauk stúd­ents­prófi að lok­inni her­skyldu. Hóf þá nám í líf­fræði en vann fyrir sér sem götu­lista­maður og lát­bragðs­leik­ari. Hann varð afhuga líf­fræð­inni en 27 ára gam­all komst hann inn í Kon­ung­lega leik­list­ar­skól­ann og útskrif­að­ist þaðan 31 árs, árið 1995. Lars er í hópi þekkt­ustu leik­ara Dana. Hann hefur leikið í fjölda kvik­mynda og sjón­varps­þáttar­aða og hlotið fjöl­margar við­ur­kenn­ing­ar, meðal ann­ars Emmy-verð­laun. Hann hefur sömu­leiðis alltaf leikið tals­vert á sviði og hlut­verkin þar orðin rúm­lega 40. „Þótt ég hafi á síð­ari árum einkum leikið í kvik­myndum og sjón­varps­þáttum lít ég frekar á mig sem sviðs­leik­ara.“

Mads

Þótt þeir bræð­ur, Lars og Mads, feti nú sömu braut­ina var upp­hafið mjög ólíkt. Mads var frá unga aldri mjög áhuga­samur um leik­fimi og ætl­aði sér að verða frjáls­í­þrótta­mað­ur. Ball­ett­inn heill­aði hann hins­vegar og hann þreytti inn­töku­próf við Ball­ett­skól­ann í Gauta­borg í Sví­þjóð. Eftir að nám­inu þar lauk starf­aði hann sem dans­ari um næstum 10 ára skeið, tók líka, á þessum árum, þátt í nokkrum söng­leikj­um. Árið 1992, þá orð­inn 27 ára, ákvað Mads að snúa baki við ball­ett­inum og læra til leik­ara, eins og það var iðu­lega kall­að.

Pus­her

Mads Mikkelsen  í kvikmyndinni Pusher.

Mads Mikk­el­sen lauk leik­ara­nám­inu árið 1996. „Þegar ég hafði nýlokið nám­inu bauð Nicolas Wind­ing Refn mér hlut­verk í kvik­mynd­inni Pus­her (díler­inn, fíkni­efna­sal­inn) sem hann var að und­ir­búa. Ég var miklu eldri en skóla­systkin mín og bjóst ekki við að atvinnu­til­boðin kæmu í stríðum straum­um, þannig að ég sló til. Leist líka vel á hand­rit­ið, fjár­magnið sem Nicolas hafði til umráða var mjög tak­mark­að, en ég hafði ekki áhyggjur af því.“

Þannig lýsir Mads Mikk­el­sen upp­hafi leik­ara­fer­ils­ins.

Þótt Pus­her, sem ger­ist í und­ir­heimum Kaup­manna­hafn­ar, hafi verið gerð fyrir lítið fé varð myndin mjög vin­sæl og síðar gerði Nicolas Wind­ing Refn tvær myndir til við­bót­ar, þær heita ein­fald­lega Pus­her II og Pus­her III. Mads Mikk­el­sen lék í tveimur fyrstu mynd­unum en ekki í þeirri þriðju.

Áhyggjur Mads Mikk­el­sen yfir tak­mörk­uðum atvinnu­mögu­leikum eftir að námi lauk reynd­ust áhyggju­laus­ar. Pus­her ruddi braut­ina og myndin varð líka stökk­pallur leik­stjór­ans Nicolas Wind­ing Refn.

Til­boðin streymdu inn

Vel­gengni Pus­her, og til­boðin sem fylgdu í kjöl­farið og enn er ekki lát á, varð til þess að Mads Mikk­el­sen hefur nær ein­göngu leikið í kvik­myndum og sjón­varps­þáttum síðan hann lauk námi. Í við­tölum hefur hann sagt að sum þess­ara hlut­verka hafi verið lít­il, en fyrir mann sem er að hasla sér völl skipti það ekki máli. „Ef maður kann sitt koma stærri og veiga­meiri hlut­verk með tím­an­um.“ Í pistli sem þessum er engin leið að telja upp öll þau hlut­verk sem Mads Mikk­el­sen hefur leikið á ferl­inum „sem byrj­aði svo seint“ eins og hann sjálfur orðar það.

Blinkende lygter og Rej­seholdet

Mads Mikkelsen í Blinkende Lygter.

Árið 2000 var kvik­myndin Blinkende lygter frum­sýnd. Höf­undur hand­rits og leik­stjóri var And­ers Thomas Jen­sen en hann er einn afkasta­mesti hand­rits­höf­undur í sögu danskra kvik­mynda. Blinkende lygter, sem fjallar í gam­an­sömum tón um fjóra smá­glæpa­menn, er ein vin­sælasta kvik­mynd sem gerð hefur verið í Dan­mörku. Þarna var Mads Mikk­el­sen í góðum félags­skap en aðrir helstu leik­arar voru Søren Pil­mark, Ulrich Thom­sen, Iben Hjej­le, Niko­lai Lie Kaas og Sofie Gråbøl. Allt leik­arar sem mikið hafa látið að sér kveða, í kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um, og eru enn í fullu fjöri.

Á árunum 2000-2004 sýndi danska sjón­varp­ið, DR1, sam­tals 32 þætti um rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar. Þætt­irnir sem heita Rej­seholdet nutu frá upp­hafi mik­illa vin­sælda og hafa margoft verið end­ur­sýndir í danska sjón­varp­inu og þeir hafa líka notið vin­sælda langt út fyrir danska land­steina. Þarna var val­inn maður í hverju rúmi, auk Mads Mikk­el­sen margir leik­arar sem hafa allar götur síðan verið áber­andi í dönskum kvik­mynd­um, og sjón­varps­þátt­um.

Casino Royale og nú Indi­ana Jones

Mads Mikkelsen sem skúrkurinn í Casino Royale.

Þótt Mads Mikk­el­sen hafi verið orð­inn þekktur leik­ari í heima­land­inu var það fyrst árið 2005 sem hann vakti fyrir alvöru athygli erlendra kvik­mynda­leik­stjóra. Þá var honum boðið lítið hlut­verk í James Bond kvik­mynd­inni Casino Royale. Síðan hafa til­boðin streymt til hans. Í nóv­em­ber var til­kynnt að Mads Mikk­el­sen taki við hlut­verki skúrks­ins Gell­ert Grindelwald í kvik­mynd­inni Fantastic Beasts 3, eftir að fram­leið­and­inn rak Johnny Depp. Myndin er, eins og nafnið gefur til kynna, sú þriðja í röð­inni en mynd­irnar eru byggðar á hand­riti J.K. Rowl­ing, höf­und bókanna um Harry Pott­er. Mads Mikk­el­sen hefur þó ekki gleymt upp­runanum og leikið í fjöl­mörgum dönskum mynd­um, síð­ast aðal­hlut­verkið í kvik­mynd­inni Druk. Sú mynd fékk nýverið Ósk­arsverð­launin sem besta erlenda mynd­in.

Nýjasta rósin í hnappa­gat Mads Mikk­el­sen er sú frétt að hann muni leika stórt hlut­verk í nýrri Indi­ana Jones kvik­mynd (þeirri fimmtu) en tökur á henni eiga að hefj­ast í sum­ar. Áætl­aður frum­sýn­ing­ar­dagur er 22. júlí 2022.

Með báða fætur á jörð­inni þrátt fyrir frægð­ina

Danskir kvik­mynda­sér­fræð­ingar eru á einu máli um að Mads Mikk­el­sen sé nú þekkt­asti leik­ari Dana. Í næstu tröppu fyrir neðan eru þeir Niko­laj Coster- Wald­eau og Jesper Christen­sen sem báðir hafa gert það gott í fjöl­mörgum kvik­mynd­um.

Mads Mikkelsen. Mynd: EPA

Sér­fræð­ing­arnir segja að fyrir utan það að vera leik­ari í fremstu röð hafi Mads Mikk­el­sen orð á sér fyrir að vera auð­veldur í sam­starfi og laus við alla stjörnu­stæla. Það skipti alltaf miklu máli, líka í Hollywood.

Í við­tali við danska sjón­varpið fyrir nokkrum dögum sagð­ist Mads Mikk­el­sen vera þakk­látur fyrir vel­gengni sína. „Ég hef verið mjög hepp­inn, fengið mörg tæki­færi sem ég hef reynt að nýta. Ég hlakka mjög til að taka þátt í Indi­ana Jones mynd­inni, en segi ekki meira um það.“

Var hepp­inn að klúðra ekki öllu

Í við­tali, fyrir nokkrum dög­um, við banda­ríska tíma­ritið Vult­ure sagði Mads Mikk­el­sen frá því að minnstu hefði munað að hann hefði klúðrað hugs­an­legum frama sín­um, að minnsta kosti í erlendum kvik­mynd­um. Hann var þá í flug­vél á leið­inni til Banda­ríkj­anna til að fara í prufu vegna Casino Royale. Hann var með hand­ritið með sér og lagði það frá sér í sætið við hlið­ina.

Þegar hann fór frá borði gleymdi hann hand­rit­inu en upp­götv­aði það ekki fyrr en hann var kom­inn út úr flug­vél­inni. Hann fékk ekki að fara aftur um borð. Í ljós kom að hrein­gern­inga­fólk, sem rauk um borð um leið og far­þeg­arnir voru farnir út, hafði hent hand­rit­inu í ruslið. „Ef ein­hver hefði áttað sig á hvað þetta var og komið því í fjöl­miðla hefði tvennt gerst. Ég hefði getað gleymt því að fá hlut­verk í erlendum kvik­myndum og sömu­leiðis hefði verið búið að ljóstra öllu upp um sögu­þráð­inn. Ég hef passað mig á að láta þetta ekki ger­ast aft­ur.“

Frétta­­skýr­ingin birt­ist fyrst 2. maí 2021. Hún er nú end­­ur­birt í tengslum við hlað­varpsum­­­fjöllun um hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar