Fyrirtækin að meta áhrifin - Veðjað á uppgang

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Kjara­samn­ing­arnir sem und­ir­rit­aðir voru skömmu fyrir þrjú á föstu­dag, í karp­hús­inu, eftir átaka­miklar við­ræður mán­uðum sam­an, fela í sér stórt og mikið veð­mál um að miklir upp­gangs­tímar séu framundan í íslensku efna­hags­lífi. Um það er við­mæl­endur Kjarn­ans sam­mála, en fyr­ir­tækin eru sum hver þegar byrjuð að greina áhrif­in. Bjart­sýni ríkir þó um að fyr­ir­tæki mun nú taka höndum saman um að reyna að vernda kaup­mátt, og fá hjól atvinnu­lífs­ins til að snú­ast hrað­ar. Þor­steinn Víglunds­son, fram­væmda­stjóri SA, segir að það sem mestu skipti sé að vernda kaup­mátt­inn og þann árangur sem náðst hefur að und­an­förnu.

Samn­inga­­nefnd­ir Fló­a­­banda­lags­ins, Stétt­Vest, Starfs­­greina­­sam­­bands­ins, VR og Land­­sam­­bands ís­­lenskra versl­un­­ar­­manna und­ir­­rit­uðu kjara­­samn­ing­ana við SA.

Skrifað verður und­ir þrjá mis­­mun­andi samn­inga, kjara­­samn­inga VR og LÍV, kjara­­samn­inga SGS og kjara­­samn­inga Fló­a­­banda­lags­ins.

Auglýsing

Samn­ing­arnir ná til meira en 65 þús­und vinn­andi ein­stak­linga. Lægstu launa­taxtar VR hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samn­ings­tím­an­um. Lág­marks­tekjur verða 300 þús­und krónur á mán­uði frá maí árið 2018, en for­sendur fyrir samn­ingnum eru meðal ann­ars að hann verði stefnu­mark­andi fyrir aðra kjara­samn­inga­gerð á vinnu­mark­aði og að kaup­máttur auk­ist. Ekki sér til lands í deilum rík­is­ins og BHM, en við­ræðum hef­ur  nú verið slit­ið. Verk­falls­að­gerðir hjá BHM halda því áfram, og hjá rúm­lega tvö þús­und starf­andi hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, en eins og for­sendur kjara­samn­ing­ana benda til þá vilja stjórn­völd að nýgerður kjara­samn­ingur á almennum vinnu­mark­aði verði leið­ar­stefið í við­ræðum við BHM. Þetta sættir samn­inga­nefnd BHM sig ekki við og vill öðru fremur að aukin menntun verði metin til hærri launa.

kjara

 

Verða að tala var­legaKristín Frið­geirs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Haga, sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann í gær ekki geta tjáð sig um hvernig kjara­samn­ing­arnir horfðu við henni, og hvaða áhrif þeir kynnu að hafa á rekstur og verð­lagn­ingu hjá Hög­um, sem rekur með­al  ann­ars Bónus og Hag­kaup. Ástæðan er sú að Hagar er skráð á mark­að, og því þurfi að tala var­lega um þessi mál. Jafn­framt sagði hún að stjórn og stjórn­endur Haga hefðu gert ráð fyrir hóf­legum launa­hækk­un­um, en nú tæki við að meta áhrif samn­ing­ana á rekst­ur­inn.

Upp­gangur for­senda þess að þetta gangi uppFor­sendan fyrir því að „hlut­irnir gangi upp“ eins og einn við­mæl­enda komst að orði, er að launa­hækk­an­irnar leiði ekki til þess að verð­bólgu­draug­ur­inn fari á stjá og vextir hækki það mik­ið, að allir hópi tapi. Til þess að þett geti orðið raunin þurfi upp­gangs­tímar að taka við í hag­kerf­inu, sem stuðli að auknum kaup­mætti. Eins og stjórn­endur Seðla­banka Íslands hafa ítrekað bent á, ekki síst Þór­ar­inn G. Pét­urs­son aðal­hag­fræð­ingur og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, þá er djarf­lega teflt með þessum kjara­samn­ingum þar sem ekki er víst að hag­kerfið muni standa undir launa­hækk­unum til lengdar lit­ið, ef ekki kemur til umtals­verð fram­leiðni­aukn­ing frá því sem nú er.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None