Hægt að nýta gott lánshæfismat – Frítt fyrir einstaklinga

andrea-ofurneytandi.jpg
Auglýsing

Í síð­asta þætti af Ferð til fjár fylgd­umst við með Andreu ofur­neyt­anda í bar­átt­unni um að bæta kjör sín sem víð­ast og auka yfir­sýn heim­il­is­bók­halds­ins. Hún fór meðal ann­ars með falda mynda­vél í bank­ann og ræddi við þjón­ustu­full­trúa í von um lægri korta­gjöld og betri inn­láns­kjör. Hér má sjá hvernig Andreu gekk. Það var sann­ar­lega ferð til fjár!

Áður en Andrea hélt í bank­ann þá hitti hún Tinnu Björk Bryde, við­skipta­stjóra hjá Credit­In­fo. Credit­Info er gagna­fyr­ir­tæki og reiknar meðal ann­ars láns­hæfi ein­stak­linga. Andrea fékk ein­kunn­ina B1 á skal­anum A til E úr sínu láns­hæf­is­mati, þar sem áhættu­minnstu Lán­tak­end­urnir fá A. Sam­kvæmt mat­inu eru lík­urnar á að Andrea lendi á van­skila­skrá aðeins 0,7%. Með þessi gögn að vopni, auk góðra ráða frá Aðal­steini Leifs­syni samn­inga-­sér­fræð­ingi, hélt Andrea á fund þjón­ustu­full­trú­ans.

Auglýsing

Frítt láns­hæf­is­mat

Með sam­starfi Ferðar til fjár og Credit­In­fo, þá býðst öllum ein­stak­lingum að fá láns­hæf­is­mat sitt að kostn­að­ar­lausu til 28. febr­úar næst­kom­andi. Það eina sem þarf að gera er að sækja um aðgang að þjón­ustu­vef Credit­Info.



Við fengum Stefán B. Önunda­son, mark­aðs­stjóra hjá Credit­In­fo, til að útskýra betur hvað býr að baki láns­hæf­is­mati. Hvað þýðir þetta allt saman og hvernig getur mat á láns­hæfi hjálpað okk­ur? Hann bendir á að góða ein­kunn úr láns­hæf­is­mati megi t.d. nota sem rök­stuðn­ing fyrir því að fá lægri vexti ef ein­stak­ling­ur­inn er að taka til dæmis bíla­lán eða fram­kvæmda­lán. „Það er minni áhætta að lána skil­vísum ein­stak­ling­um,“ segir Stef­án.



Hér að neðan má lesa það sem Stefán sagði um láns­hæf­is­mat­ið. Skýrt og fræð­andi!



„Það getur skipt heil­miklu máli að vera með­vit­aður um stöðu sína þegar samið er um kaup og kjör við lán­töku. Ein­stak­lingar með gott láns­hæf­is­mat standa betur að vígi og geta farið fram á betri kjör en ella, almennt stendur fólk betur að vígi ef það er með allar sömu upp­lýs­ing­arnar og gagn­að­ili þegar samið er.



Þegar ein­stak­lingur sækir um lán þá er láns­hæfi hans og staða könnuð af lán­veit­anda í sam­ræmi við neyt­enda­lög sem sett voru í lok árs 2013. Þá var fyr­ir­tækjum í lána­starf­semi gert skylt að kanna láns­hæfi umsækj­enda áður en til láns kæmi, þ.e. að gera svo­kallað láns­hæf­is­mat. Einnig geta trygg­inga­fé­lög, síma­fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki sem ein­stak­lingar eru í reikn­ings­við­skiptum við óskað eftir að gera láns­hæf­is­mat áður en samn­ingur er gerður um við­skipti.



Mis­jafnt er hvernig lán­veit­endur gera láns­hæf­is­mat en það er alltaf byggt á ein­hverjum gögnum um þann sem sækir um lán­ið. Ef til er við­skipta­saga þá er hún gjarnan notuð en ef lán­veit­and­inn á engin gögn um lán­tak­ann þá er hægt að nota láns­hæf­is­mat Credit­in­fo. Góðar og nákvæmar upp­lýs­ingar hjálpa lán­veit­and­anum að meta áhættu á tapi og öðrum vanda­mál­um.



Láns­hæf­is­mat er m.a. byggt á

  •  Sögu­legum van­skilum
  •  Upp­flett­ingum í van­skila­skrá
  •  Upp­lýs­ingum úr skatt­skrá
  •  Aldri og búsetu
  •  Hjú­skap­ar­stöðu
  •  Tengslum við fyr­ir­tæki

Láns­hæf­is­mat er lík­inda­reikn­ingur þar sem lík­urnar á því að ein­stak­lingur lendi í van­skilum eru metn­ar. Láns­hæf­is­mat segir ekk­ert til um það hversu mikið ein­stak­lingur getur greitt af láni, til þess er gert svo kallað greiðslu­mat.

Þú hefur aðgang að sömu upp­lýs­ingum

Credit­info er gagna­fyr­ir­tæki sem býður fyr­ir­tækjum upp á gerð láns­hæf­is­mats, en býður ein­stak­lingum aðgang að sömu upp­lýs­ingum um sjálfa sig (ekki um aðra). Allir Íslend­ingar sem náð hafa 18 ára aldri geta því verið upp­lýstir um hvað eykur eða dregur úr þeirra per­sónu­legu mögu­leikum á lán­töku. Þeir sem eru með gott láns­hæf­is­mat eru lík­legri til að hljóta fyr­ir­greiðslu heldur en þeir sem eru með slæmt mat.



Í til­efni af sam­starfi Credit­info við Stofnun um fjár­mála­læsi í þátt­unum „Ferð til fjár“ býður Credit­info nú öllum ein­stak­lingum að fá láns­hæf­is­matið sitt sér að kostn­að­ar­lausu til 28. febr­úar 2015. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um aðgang að þjón­ustu­vef Credit­info hér, þú færð lyk­il­orð sent í heima­bank­ann og getur sótt láns­hæf­is­matið þitt.

Hvernig á svo að nota láns­hæf­is­mat­ið?

Ef þú færð góða ein­kunn og þarft t.d. að taka bíla­lán eða fram­kvæmda­lán getur þú notað þær upp­lýs­ingar sem rök­stuðn­ing fyrir því að fá lægri vexti á lánið vegna þess að það er minni áhætta að lána skil­vísum ein­stak­ling­um. Mik­il­vægt er að hafa í huga að lán­veit­endur hafa nokk­urt frjáls­ræði um það hvaða gögn þeir nota við láns­hæf­is­mat og getur nið­ur­staðan verið breyti­leg eftir því.“



Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.



ferd-til-fjar_bordi



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None