Hvað ef Golfstraumurinn hættir að flæða?

golfstraumur_vef_2.jpg
Auglýsing

Búseta á Íslandi er oft sögð vera haf­inu að þakka. Hafið færir okkur fisk­inn sem Íslend­ingar hafa lifað á og auðg­ast í gegnum ald­irnar og hafið færir okkur mild­ara lofts­lag en við ættum kannski að búa við svo norð­ar­lega á hnett­in­um.

Ein­falt er að bera saman Ísland við eyj­arnar í Ber­ings­sundi, sem liggja á svip­uðum breidd­argráðum og Ísland. Þar eru eyj­arnar umluktar ís stóran hluta árs­ins sem gerir ferða­lög og fisk­veiðar erf­iðar í fram­kvæmd, eðli­lega. Sá hafís sem núorðið nær til Íslands hef­ur ­flotið mjög langan veg frá hörf­andi ísrönd í norðri. Í skýrslu um hafís við Íslands­trendur má sjá hvernig jökum hefur snar­fækkað á síð­ustu ára­tug­um.

Þessi hörf­andi ís á norð­ur­hveli hefur skapað mik­il­væg tæki­færi fyrir Íslend­inga. Stjórn­völd hafa beitt ­sér fyrir auknum umsvifum þjóð­ar­innar á norð­ur­slóð­um, gert við­skipta­samn­inga við fjar­læg lönd í öðrum heims­álfum og und­ir­búa sigl­ingar yfir Norð­ur­skaut­ið.

Auglýsing

Hlýnun Jarðar hefur því að öllum lík­indum skapað fleiri tæki­færi fyrir okkar litlu þjóð en vanda­mál. Ein­hverjir hafa jafn­vel gert að því skóna að hnatt­ræn hlýnun muni gera lofts­lag hér enn mild­ara en það er nú þeg­ar.

golfstraumur-twitter Golfstraum­ur­inn (rauð­ur) á upp­tök sín í Kar­ab­ía­hafi og rennur frá Flór­ídaskaga með aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Nýfundna­landi. Þar tekur hann stefn­una austur og suður af Hvarfi tvístr­ast straum­ur­inn. Kanarí­straum­ur­inn (gul­ur) rennur að ströndum Spánar og Afr­íku en Norður Atl­ants­hafs-­straum­ur­inn (grænn) rennur norð­ur. Hann dreif­ist svo að Bret­landseyj­um, Nor­egi og Íslandi. Smelltu á mynd­ina til að sjá hana stóra.

 

En það er víst ekki allt tekið út með sæld­inn­i. Hrað­ari bráðnun íss á Norðu­skaut­inu og úr Græn­lands­jökli hefur hægt mikið á hlýjum haf­straumum sem renna um Norður Atl­ants­haf­ið. Fyrir þessu eru færð rök í nýlegri rann­sókn sem birt var í hnatt­hlýn­un­ar­hefti tíma­rits­ins Nat­ure á dög­un­um.

Eftir að hafa rann­sakað haf­straumana í Norður Atl­ants­hafi og kort­lagt hegðun þeirra margar aldir aftur í tím­ann komst Stefan Rahms­torf, ásamt fleiri fræði­mönnum hjá rann­sókn­ar­stofnun um hnatt­ræna hlýnun í Pod­stdam, að því að strauma­kerfið er nú veik­ara en það hefur verið í 1.100 ár, mögu­lega ­vegna blönd­unar við fersk­vatn úr bráðn­andi Græn­lands­jökli.

Fyrr á ferð­inni en gert var ráð fyrirÍ lík­önum sem gerð hafa verið um þær breyt­ingar sem vænta má með auk­inni hlýnun Jarðar hefur verið gert ráð fyrir breyt­ingum á varma- og seltu­hringrás haf­anna. Þessar breyt­ingar mundu hafa mest áhrif í Norð­ur­-Atl­ants­hafi, sér­lega á Norð­ur­lönd­um, Bret­landseyjum og Frakk­landi þar sem lofts­lag mundi kólna. Golfstraum­ur­inn, ­upp­spretta milda lofts­lags­ins sem við njótum hér á Íslandi, átti í þessum lík­önum að veikj­ast mun hæg­ar en nú virð­ist vera raun­in.

Það mun halda áfram að hægj­ast á strauma­kerf­inu hér í Norður Atl­ants­hafi eins og lík­önin gera ráð fyrir með auk­inni hlýnun Jarðar en þau sýna þó engar ham­farir eða skyndi­legar breyt­ingar á þess­ari öld.

https://www.youtu­be.com/watch?v=3n­iR_-Kv4SM

Uppi­staðan í haf­strauma­kerfi Norður Atl­ants­hafs er hringrás þar sem hlýr sjór streymir norð­ur, þar sem hann kólnar og verður salt­ari (meðal ann­ars vegna ísmynd­un­ar) með þeim afleið­ingum að vatnið sekkur og streymir aftur suður á bóg­inn.

Rann­sóknir á styrk Golfstraums­ins ná aftur til miðrar 20. ald­ar. Síðan mæl­ingar hófust hafa vís­inda­menn merkt nokkuð flökkt á styrk straums­ins. Á átt­unda ára­tugnum minnk­aði styrkur straums­ins mik­ið, þar til hann óx aftur á tíunda ártugn­um. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort þetta flökkt (það mesta síðan mæl­ingar hófust) sé eðli­legt í sögu­legu til­liti. Rann­sókn­arteymi Rahms­torfs reyndi því að búa þessi gögn með forn­lofts­lags­fræði. Með þau gögn til hlið­sjónar sést að styrkur Golfstraums­ins í sögu­legu lág­marki.

Styrkleiki Golfstraumsins samkvæmt fornloftslagsgögnum rannsóknarteymisns. Dökka línan lengst til hægri í línuritinu sýnir mældar niðurstöður. Styrk­leiki haf­strauma í Norður Atl­ants­hafi ­sam­kvæmt forn­lofts­lags­gögnum rann­sókn­arteym­isns. Dökka línan lengst til hægri í línu­rit­inu sýnir mældar nið­ur­stöð­ur­.

Ein þeirra skýr­inga á þessu hrapi í styrk straumanna sem ­rann­sókn­arteymið leggur til er að hlýnun Jarðar eigi sök í máli. Í rann­sókn­inni er bent á að Græn­lands­jök­ull hefur verið að bráðna hratt und­an­farna ára­tugi og að blöndun ferskvatns­ins úr jökl­inum komi í veg fyrir að sjór­inn sem berst hingað norður úr Kar­ab­ía­hafi sökkvi og leiti aftur suð­ur. Því hefur hægst á hringrásinni.

Aðrir vís­inda­menn sem hafa kynnt sér rann­sókn­ina segja þarna vera merki­legar nið­ur­stöður á ferð­inni en setja þó fyr­ir­vara við forn­lofts­lags­gögnin og áreið­an­leika þeirra. Vox.com hefur eftir Tom Delworth, vís­inda­manni hjá Haf- og ­lofts­lags­rann­sókn­ar­stofnun Banda­ríkj­anna (NOAA) að allar skýr­ingar rann­sóknar Rahms­torfs bygg­ist á þessum gögn­um. „Ef þessi gögn eru áreið­an­leg, þá er þetta nokkuð mikið afrek hjá rann­sókn­ar­hópn­um. En sem vís­inda­maður vill maður alltaf sjá fleiri efn­is­greinar með skýr­ingum og heim­ild­um.“

Ekki aðeins kald­ara lofts­lag nyrstAf­leið­ingar þess að mikið hægist á Golfstraumnum til lengri tíma er mun kald­ara lofts­lag í Norður Atl­ants­haf, sam­kvæmt þeim lík­önum sem hönnuð hafa ver­ið. Þá mætti gera ráð fyrir því að fiski­stofnar sem við hér á Íslandi reiðum okkur á, ásamt fleirum, haldi sunnar í Atl­ants­haf með aug­ljósum afleið­ingum fyrir íslenskan efna­hag. Þá má gera ráð fyrir frek­ari breyt­ingum á líf­ríki sjávar við strendur lands­ins enda bera haf­straumar með sér svif og aðrar líf­ver­ur.

Makríll fiskur

Fyrir íbúa á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna mun hæg­ari Golfstraumur þýða hærra sjáv­ar­borð, til við­bótar við það vatn sem verður til við bráðnun íss. Haf­straumar eru þess eðlis að fyrir þeim miðjum er yfir­borð sjávar hærra en við jaðar þeirra. Til útskýr­ingar mætti ímynda sér þver­skurð haf­straums eins og staðl­aða norm­al­dreif­ingu í heimi töl­fræð­inn­ar. Har­aldur Sig­urðs­son, eld­fjalla­fræð­ing­ur, blogg­aði um þennan mögu­leika fyrir rúm­lega tveimur árum og setti í sam­hengi við styrk straums­ins hverju sinni.

„[...] árið 2000 var sjáv­ar­borð lægra og straum­ur­inn nær landi og sterk­ari, en árið 2011 var sja­var­borð við strönd­ina hærra og straum­ur­inn veik­ari. [...] Þegar straum­ur­inn hægir á sér þá rís sjáv­ar­borð við strönd­ina,“ skrif­aði Har­aldur og benti á að flóðin í New York og New Jersey sem fylgdu felli­bylnum Sandy í októ­ber 2012 hafi verið tengd sams­kon­ar hækkun sjáv­ar­borðs.

USA NEW YORK HURRICANE SANDY Felli­byl­ur­inn Sandy olli því að sjór gekk á land víða á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna. (Mynd: EPA)

 

Hlýnun sjávar suður af Íslandi og Græn­landi gæti, með hæg­ari hringrás sjáv­ar­straumanna, orðið hæg­ari en ann­ar­staðar í heim­in­um. Það mundi hafa áhrif á veð­ur­munstur bæði í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku vegna þess að það sem kallað er Norð­ur­-Atl­ants­hafs­sveiflan mundi verða fyrir trufl­un­um.

Norð­ur­-Atl­ants­hafs­sveiflan er í raun það sem ber ábyrgð á ítrek­uðum lægðum við Ísland yfir vetr­ar­mán­uð­ina og einn af aðal­orska­þáttum breyti­legs veð­ur­fars í Evr­ópu. Sveiflan sýnir loft­þrýs­ings­mun á milli Íslands og Asor­eyja, sunnar í Atl­ants­hafi, og segir til um stefnu og styrk vest­an­áttar yfir Norð­ur­-Atl­ants­hafi.

En þó svæð­is­bundnar breyt­ingar verði á haf­straumum í Norður Atl­ants­hafi með til­heyr­andi falli á hita­stigi verður að reikna með þeim hnatt­rænu breyt­ingum sem virð­ast hafa, þegar öllu er á botn­inn hvolft, hafið þessar breyt­ing­ar. Hlýnun Jarðar gæti þannig haldið hita­stigi stöð­ugu yfir Norð­ur­-Atl­ants­hafi.

Ófull­komin líkön og óvissaRann­sóknin sem birt­ist í hnatt­hlýn­un­ar­hefti Nat­ure kann að vera nýstár­leg og varpa ljósi á veru­leika sem tal­inn var vera í nokkuð fjar­lægri fram­tíð. Nið­ur­stöð­urnar eru þó ekki hafnar yfir allan vafa. Rann­sóknin hef­ur vakið athygli á hugs­an­legum göllum í lík­ön­unum sem gerð hafa verið af hnatt­rænni hlýnun og afleið­ingum henn­ar.

Í tíma­rit­inu er bent á að þau líkön sem stuðst hefur verið við gætu verið að fara á mis við mik­il­væg öfl eins og hraða bráðnun ísbreið­unnar á Græn­landi; hrað­ari bráðnun íss en nokkur hafði gert sér grein fyr­ir. Mich­ael Mann, einn höf­unda grein­ar­innar í Nat­ure, segir í sam­tali við Vox.com að nið­ur­stöð­urnar gefi enn aðra vís­bend­ingu um að hnatt­hlýn­un­ar­lík­önin geri ráð fyrir of litlum og hægum breyt­ing­um.

Aðrir vís­inda­menn sem hafa kynnt sér rann­sókn hóps­ins frá Pod­stdam segj­ast efast um að mik­illa breyt­inga sé að vænta í nán­ustu fram­tíð. ­Ger­ald Meehl, hjá Lofts­lags­rann­sókn­ar­mið­stöð Banda­ríkj­anna, seg­ist halda að lík­önin fangi enn aðal­at­rið­in. Delworth, hjá NOAA, tekur í sama streng og bendir á að enn séu óvissu­þættir í nýju rann­sókn­inni sem þurfi að skýra.

Það er því kannski ekki tíma­bært að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í nán­ustu fram­tíð. Þeim mun mik­il­væg­ara verð­ur­ að fylgj­ast með breyt­ingum á haf­straumum enda gætu þeir mótað örlög Íslend­inga, eins og þeir hafa raunar gert hingað til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None