Ísland skarar framúr í tossaskap við innleiðingu EES-gerða

16749392536_f3230e5975_z.jpg
Auglýsing

Íslands er með langmestan halla allra ríkja sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í að innleiða tilskipanir og reglugerðir vegna hans. Innleiðingarhalli Íslands er líka langvarandi. Samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, eru 67 prósent þeirra samningabrotamála sem eru á borði stofnunarinnar gegn Íslandi og þrettán mál gegn Íslandi eru rekin fyrir EFTA-dómstólnum vegna innleiðinga EES-gerða.

Þetta er staðan þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt nýja Evrópustefnu í byrjun síðasta árs sem átti nánast að eyða innleiðingarhallanum á fyrri hluta árs 2015. Þess í stað hefur hann aldrei verið meiri.

Frammistaða Íslands mikið áhyggjuefni


Ríkisstjórn Íslands samþykkti það markmið í fyrra, í nýrri Evrópustefnu sinni, að innleiðingarhalli yrði undir einu prósenti á fyrri hluta ársins 2015. Samhliða samþykkti ríkisstjórn Íslands að ekkert dómsmál ætti að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs. Þau eru nú þrettán og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna nýs frammistöðumats stofnunarinnar sem sýnir þennan mikla innleiðingarhalla Íslands. Þar segir ennfremur að eitt af meginmarkmiðum EES-samningsins sé einsleitni löggjafar allra samningsaðila og „að einstaklingar og fyrirtæki njóta ávallt samsvarandi réttinda hvar svo sem þau eru á innri markaðnum á Evrópska efnahagssvæðinu, sem nú telur 31 ríki. Mikil ábyrgð hvílir á löggjafarstarfi hér á landi við að tryggja að þessu markmiði megi ná og viðhalda og þannig tryggja þessa réttarstöðu einstaklinga og fyrirtækja á öllum sviðum. Er hér um ítrustu hagsmuni að ræða.“

Samkvæmt nýju frammistöðumati ESA, sem sýnir stöðuna í nóvember 2014, er innleiðingarhalli Íslands 2,8 prósent. Í frétt vegna birtingar matsins á heimasíðu ESA er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni í ESA, að stjórnin hefði sérstaklega fagnað stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um framkvæmd EES-samningsins í fyrra. Nú geti hún „ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“

Framfarir við innleiðingu reglugerða


Með undirritun samningsins um Evrópska Efnahagssvæðið, sem tók gildi 1. janúar 1994, skuldbundu Ísland og hin EFTA-ríkin sig til að innleiða ýmsar tilskipanir og reglugerðir til að samþætta markaðssvæði sitt við innri markað Evrópusambandsins. Innleiðing þessarra tilskipana og reglugerða hefur oftast nær verið í töluverðum ógöngum á Íslandi. Lítið fjármagn hefur verið sett í að yfirvara þær og til að reyna að hafa áhrif á gerð þeirra. Því hafa þær að mestu borist til innleiðingar í íslensk lög óbreyttar. Innleiðingu hverrar tilskipunar og reglugerðar fylgir síðan ákveðinn aðlögunartími. Sé tilskipunin eða reglugerð ekki innleidd innan þess tíma er talað um innleiðingarhalla. ESA, sem hefur eftirlit með framkvæmd EES-samningsins, getur farið með, og gerir það ítrekað, mál fyrir EFTA-dómstólinn til að knýja á innleiðingu ef hún hefur ekki staðist gefin tímaramma.

Auglýsing

Tvisvar á ári er framkvæmt frammistöðumat sem sýnir hvernig Íslandi, Noregi og Liechtenstein gengur að innleiða þessar tilskipanir og reglugerðir innri markaðs Evrópu á réttum tíma. Í nýjasta frammistöðumatinu kemur fram að innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem jafngildir því að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á meðal EFTA-ríkjanna, og raunar allra ríkja sem eiga aðild að EES-samningnum. Hann er til dæmis tvö prósent hjá Norðmönnum (23 óinnleiddar tilskipanir). Innleiðingarhallinn innan Evrópusambandsins er að meðaltali 0,5 prósent og einungis Slóvenía er með innleiðingarhalla yfir einu prósentu á meðal aðildarríkja.

Ísland hefur hins vegar, samkvæmt frammistöðumatinu, tekið sig á hvað varðar innleiðingu reglugerða. Slíkum sem voru komin fram yfir gefin tímamörku fækkar um 42 á milli frammistöðumata og voru 34 í nóvember síðastliðnum. Samningsbrotamál á borði ESA voru alls 244 í nóvember. 164 þeirra, 67 prósent málanna, voru gegn Íslandi.

Ísland þarf að taka sig á


Helga Jónsdóttir segir að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki byggist á því að lagareglur um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni.  EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Félag atvinnurekenda fjállaði um innleiðingarvanda Íslands á heimasíðu sinni þann 8. apríl síðastliðinn. Þar segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, það vera brýnt hagsmunamál íslenskra fyrirtækja að sömu reglur gildi  hér á landi og annars staðar á EES, til að tryggja aðgang þeirra að hinum sameiginlega markaði. „Ríkisstjórnin hefur því miður ekki fylgt stefnu sinni eftir með því að ráðuneytin og sendiráð Íslands í Brussel fái þann mannskap og fjárveitingar sem þarf til að tryggja þessa hagsmuni. Það skaðar hagsmuni íslensks atvinnulífs. Nú þegar rúmt ár er liðið frá samþykkt stefnunnar án þess að hún hafi skilað sýnilegum árangri, hljóta menn að þurfa að endurskoða hvernig eftirfylgninni er háttað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None