Ísland skarar framúr í tossaskap við innleiðingu EES-gerða

16749392536_f3230e5975_z.jpg
Auglýsing

Íslands er með langmestan halla allra ríkja sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í að innleiða tilskipanir og reglugerðir vegna hans. Innleiðingarhalli Íslands er líka langvarandi. Samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, eru 67 prósent þeirra samningabrotamála sem eru á borði stofnunarinnar gegn Íslandi og þrettán mál gegn Íslandi eru rekin fyrir EFTA-dómstólnum vegna innleiðinga EES-gerða.

Þetta er staðan þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt nýja Evrópustefnu í byrjun síðasta árs sem átti nánast að eyða innleiðingarhallanum á fyrri hluta árs 2015. Þess í stað hefur hann aldrei verið meiri.

Frammistaða Íslands mikið áhyggjuefni


Ríkisstjórn Íslands samþykkti það markmið í fyrra, í nýrri Evrópustefnu sinni, að innleiðingarhalli yrði undir einu prósenti á fyrri hluta ársins 2015. Samhliða samþykkti ríkisstjórn Íslands að ekkert dómsmál ætti að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs. Þau eru nú þrettán og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna nýs frammistöðumats stofnunarinnar sem sýnir þennan mikla innleiðingarhalla Íslands. Þar segir ennfremur að eitt af meginmarkmiðum EES-samningsins sé einsleitni löggjafar allra samningsaðila og „að einstaklingar og fyrirtæki njóta ávallt samsvarandi réttinda hvar svo sem þau eru á innri markaðnum á Evrópska efnahagssvæðinu, sem nú telur 31 ríki. Mikil ábyrgð hvílir á löggjafarstarfi hér á landi við að tryggja að þessu markmiði megi ná og viðhalda og þannig tryggja þessa réttarstöðu einstaklinga og fyrirtækja á öllum sviðum. Er hér um ítrustu hagsmuni að ræða.“

Samkvæmt nýju frammistöðumati ESA, sem sýnir stöðuna í nóvember 2014, er innleiðingarhalli Íslands 2,8 prósent. Í frétt vegna birtingar matsins á heimasíðu ESA er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni í ESA, að stjórnin hefði sérstaklega fagnað stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um framkvæmd EES-samningsins í fyrra. Nú geti hún „ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“

Framfarir við innleiðingu reglugerða


Með undirritun samningsins um Evrópska Efnahagssvæðið, sem tók gildi 1. janúar 1994, skuldbundu Ísland og hin EFTA-ríkin sig til að innleiða ýmsar tilskipanir og reglugerðir til að samþætta markaðssvæði sitt við innri markað Evrópusambandsins. Innleiðing þessarra tilskipana og reglugerða hefur oftast nær verið í töluverðum ógöngum á Íslandi. Lítið fjármagn hefur verið sett í að yfirvara þær og til að reyna að hafa áhrif á gerð þeirra. Því hafa þær að mestu borist til innleiðingar í íslensk lög óbreyttar. Innleiðingu hverrar tilskipunar og reglugerðar fylgir síðan ákveðinn aðlögunartími. Sé tilskipunin eða reglugerð ekki innleidd innan þess tíma er talað um innleiðingarhalla. ESA, sem hefur eftirlit með framkvæmd EES-samningsins, getur farið með, og gerir það ítrekað, mál fyrir EFTA-dómstólinn til að knýja á innleiðingu ef hún hefur ekki staðist gefin tímaramma.

Auglýsing

Tvisvar á ári er framkvæmt frammistöðumat sem sýnir hvernig Íslandi, Noregi og Liechtenstein gengur að innleiða þessar tilskipanir og reglugerðir innri markaðs Evrópu á réttum tíma. Í nýjasta frammistöðumatinu kemur fram að innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem jafngildir því að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á meðal EFTA-ríkjanna, og raunar allra ríkja sem eiga aðild að EES-samningnum. Hann er til dæmis tvö prósent hjá Norðmönnum (23 óinnleiddar tilskipanir). Innleiðingarhallinn innan Evrópusambandsins er að meðaltali 0,5 prósent og einungis Slóvenía er með innleiðingarhalla yfir einu prósentu á meðal aðildarríkja.

Ísland hefur hins vegar, samkvæmt frammistöðumatinu, tekið sig á hvað varðar innleiðingu reglugerða. Slíkum sem voru komin fram yfir gefin tímamörku fækkar um 42 á milli frammistöðumata og voru 34 í nóvember síðastliðnum. Samningsbrotamál á borði ESA voru alls 244 í nóvember. 164 þeirra, 67 prósent málanna, voru gegn Íslandi.

Ísland þarf að taka sig á


Helga Jónsdóttir segir að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki byggist á því að lagareglur um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni.  EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Félag atvinnurekenda fjállaði um innleiðingarvanda Íslands á heimasíðu sinni þann 8. apríl síðastliðinn. Þar segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, það vera brýnt hagsmunamál íslenskra fyrirtækja að sömu reglur gildi  hér á landi og annars staðar á EES, til að tryggja aðgang þeirra að hinum sameiginlega markaði. „Ríkisstjórnin hefur því miður ekki fylgt stefnu sinni eftir með því að ráðuneytin og sendiráð Íslands í Brussel fái þann mannskap og fjárveitingar sem þarf til að tryggja þessa hagsmuni. Það skaðar hagsmuni íslensks atvinnulífs. Nú þegar rúmt ár er liðið frá samþykkt stefnunnar án þess að hún hafi skilað sýnilegum árangri, hljóta menn að þurfa að endurskoða hvernig eftirfylgninni er háttað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None