Íslandsbanki staðfestir vilja til að skrá bankann á markað erlendis

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Eig­endur Íslands­banka stefna að því að tví­skrá bank­ann á mark­að. Hluta­bréf bank­ans yrðu þá skráð á markað á Íslandi ann­ars vegar og annað hvort á mark­aði í Skand­in­avíu eða London hins veg­ar. Áður en af því verður þarf þó að liggja fyrir með hvaða hætti hægt verður að greiða arð til nýrra eig­enda, en fjár­magns­höftin hindra slíkar í dag. Þetta hefur Bloomberg eftir Jóni Guðna Ómars­syni, fjár­mála­stjóra Íslands­banka.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber 2013 að unnið væri að því að tví­skrá Íslands­banka á mark­að, og að horft væri til Nor­egs í þeim efnum ásamt því sem vilji var til að skrá bréf bank­ans í íslensku kaup­höll­inni. Þrotabú Glitnis er eig­and­i 95 pró­sent hlutar í Íslands­banka. Stærstu kröfu­hafar hans eru erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir.

„Project Puffin“



Síðan þá hefur slita­stjórnin búið til hóp utan um verk­efn­ið, sem gengur undir nafn­inu „Project Puffin“. Um miðjan jan­úar síð­ast­lið­inn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokk­hólm og Kaup­manna­höfn til að kanna áhuga fjár­festa á því að kaupa hlut í Íslands­banka ef bank­inn yrði tví­skráð­ur. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norð­ur­landa á borð við DnB, Nor­dea og SEB. Auk þess var fundað með full­trúum kaup­halla.

Um miðjan jan­úar síð­ast­lið­inn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokk­hólm og Kaup­manna­höfn til að kanna áhuga fjár­festa á því að kaupa hlut í Íslands­banka ef bank­inn yrði tví­skráð­ur. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda

Auglýsing

Þrátt fyrir að fund­irnir hafi fyrst og fremst verið með bönkum þá var ekki verið að stefna að því að þeir yrðu ein­hvers­konar kjöl­festu­fjár­festar sjálfir, heldur myndu safna saman áhuga­sömum fjár­fest­um. Fund­irnir stað­festu að Osló væri besti stað­ur­inn til að skrá bank­ann, en áður hafði Stokk­hólmur líka verið skoð­að­ur. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjár­festar í Nor­egi eru taldir opn­ari fyrir óvenju­legum tæki­færum auk þess sem bankar þar í landi hafa mikla þekk­ingu á kjarna­at­vinnu­vegum Íslend­inga (sjáv­ar­út­vegi, orku og ferða­mennsku). Þeir atvinnu­vegir eru líka uppi­staðan í við­skipta­vina­neti Íslands­banka.

Mjög vel var tekið í hug­myndir um að tví­skrá Íslands­banka á markað og full­trúar bank­anna sem fundað var með töldu að fjár­festar væru orðnir áhættu­sækn­ari en þeir hefðu verið lengi. Þar hafi hjálpað til að fjár­fest­ingar í bönkum sem hafa gengið í gegnum miklar krís­ur, á borð við Spán og Írland, gafa náð að skila góðri ávöxt­un.

Bank­inn yrði þá tví­skráður á mark­að. Stærsti hluti bréfa hans í Kaup­höll­ina í Osló en 10-20 pró­sent á Íslandi.

Burlington á vef Erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, oft nefndir hrægamma­sjóðir í dag­legu tali, eiga stóran hlut krafna í þrotabú Glitn­is. Innan þeirra raða er vilji til að selja Íslands­banka fyrir gjald­eyri, til dæmis með því að skrá bréf bank­ans í erlenda kaup­höll.

Ótví­ræðir kostir



Ís­lands­banki virð­ist vera ákjós­an­legur fjár­fest­inga­kostur í augum erlendra fjár­festa, að nokkrum skil­yrðum upp­fyllt­um. Þar sem vaxta­mögu­leikar Íslands­banka, sem er með 30-40 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á Íslandi, eru litlir þá er fyrst og síð­ast verið að horfa til getu bank­ans til að borga arð. Hann væri hægt að auka með hag­ræð­ingu, til dæmis með því að fækka starfs­fólki og ódýr­ari fjár­mögn­un. Erlent eign­ar­hald myndi tryggja slíkt.

Til að ger­legt verði að fara í hluta­fjár­út­boð erlendis er þó talið að liggja verði fyrir und­an­þága fyrir erlendu hlut­haf­anna frá fjár­magns­höftum þess eðlis að þeir geti fengið arð­greiðslur sínar greiddar í erlendum gjald­eyri.

­Kost­irnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkr­ir. Kerf­is­leg áhætta myndi minn­ka, erlendir banka­ferlar yrðu inn­leiddir og aðgangur að fjár­magni yrði mun ódýr­ari. Auk þess yrði hluti snjó­hengj­unn­ar, krónu­eigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð

Verðið á bank­anum myndi af ein­hverju leyti ráð­ast af áætl­unum um afnám hafta. Ef þau verða áfram við lýði um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð þá gætu erlendir fjár­festar verið til­búnir að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bank­ans fyrir hlutafé í hon­um. Það er á pari við það virði sem þrotabú Glitnis bók­færir virði hans á. Á bil­inu tíu til 20 pró­sent hans yrði síðan seldur í íslensku kaup­höll­inni og líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­festum gert kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 millj­arða króna.

Kost­irnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkr­ir. Kerf­is­leg áhætta myndi minn­ka, erlendir banka­ferlar yrðu inn­leiddir og aðgangur að fjár­magni yrði mun ódýr­ari. Auk þess yrði hluti snjó­hengj­unn­ar, krónu­eigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð. Það myndi vera skref í átt að afnámi hafta.

Gefa eftir krón­urnar



Kröfu­hafar Glitn­isog Kaup­þings virð­ast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjald­miðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga enda telja þeir þær ekki hafa nein kerf­is­leg áhrif á íslenskt efna­hags­kerfi.

­Kröfu­hafar Glitnis og Kaup­þings virð­ast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjald­miðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga

Með því að selja Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri myndu kröfu­hafar Glitnis fá gjald­eyri fyrir Íslands­banka, en bók­fært virði hans er um 132 millj­arðar króna. Þá myndi losna um tæpan helm­ing þeirrar snjó­hengju íslenskra króna í eigu útlend­inga sem er til­komin vegna slita Glitnis og skref stígið í átt að afnámi fjár­magns­hafta.

Gangi þetta eftir virð­ast kröfu­hafar til­búnir að gefa eftir þorra krónu­eigna sinna með því að taka lágu til­boði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðla­banka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skulda­bréf sem myndi fjár­magna nýju bank­anna á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjár­magns­kostnað þeirra.

Póli­tísk ákvörðun



Hvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórn­valda. Íslands­banki, sem er í 95 pró­sent eigu þrota­bús Glitn­is, verður ekki seldur nema sem hluti af nauða­samn­ings­upp­gjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönk­unum sem óskað hafa eftir und­an­þágum frá fjár­magns­höftum verði leyft að klára nauða­samn­inga eða hvort þeim verði gert að fara í gjald­þrot. Póli­tísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrota­bú­anna um und­an­þágur hefur enn ekki verið svar­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None