Eigendur Íslandsbanka stefna að því að tvískrá bankann á markað. Hlutabréf bankans yrðu þá skráð á markað á Íslandi annars vegar og annað hvort á markaði í Skandinavíu eða London hins vegar. Áður en af því verður þarf þó að liggja fyrir með hvaða hætti hægt verður að greiða arð til nýrra eigenda, en fjármagnshöftin hindra slíkar í dag. Þetta hefur Bloomberg eftir Jóni Guðna Ómarssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka.
Kjarninn greindi frá því í desember 2013 að unnið væri að því að tvískrá Íslandsbanka á markað, og að horft væri til Noregs í þeim efnum ásamt því sem vilji var til að skrá bréf bankans í íslensku kauphöllinni. Þrotabú Glitnis er eigandi 95 prósent hlutar í Íslandsbanka. Stærstu kröfuhafar hans eru erlendir vogunar- og fjárfestingasjóðir.
„Project Puffin“
Síðan þá hefur slitastjórnin búið til hóp utan um verkefnið, sem gengur undir nafninu „Project Puffin“. Um miðjan janúar síðastliðinn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokkhólm og Kaupmannahöfn til að kanna áhuga fjárfesta á því að kaupa hlut í Íslandsbanka ef bankinn yrði tvískráður. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda á borð við DnB, Nordea og SEB. Auk þess var fundað með fulltrúum kauphalla.
Um miðjan janúar síðastliðinn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokkhólm og Kaupmannahöfn til að kanna áhuga fjárfesta á því að kaupa hlut í Íslandsbanka ef bankinn yrði tvískráður. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda
Þrátt fyrir að fundirnir hafi fyrst og fremst verið með bönkum þá var ekki verið að stefna að því að þeir yrðu einhverskonar kjölfestufjárfestar sjálfir, heldur myndu safna saman áhugasömum fjárfestum. Fundirnir staðfestu að Osló væri besti staðurinn til að skrá bankann, en áður hafði Stokkhólmur líka verið skoðaður. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjárfestar í Noregi eru taldir opnari fyrir óvenjulegum tækifærum auk þess sem bankar þar í landi hafa mikla þekkingu á kjarnaatvinnuvegum Íslendinga (sjávarútvegi, orku og ferðamennsku). Þeir atvinnuvegir eru líka uppistaðan í viðskiptavinaneti Íslandsbanka.
Mjög vel var tekið í hugmyndir um að tvískrá Íslandsbanka á markað og fulltrúar bankanna sem fundað var með töldu að fjárfestar væru orðnir áhættusæknari en þeir hefðu verið lengi. Þar hafi hjálpað til að fjárfestingar í bönkum sem hafa gengið í gegnum miklar krísur, á borð við Spán og Írland, gafa náð að skila góðri ávöxtun.
Bankinn yrði þá tvískráður á markað. Stærsti hluti bréfa hans í Kauphöllina í Osló en 10-20 prósent á Íslandi.
Erlendir vogunar- og fjárfestingasjóðir, oft nefndir hrægammasjóðir í daglegu tali, eiga stóran hlut krafna í þrotabú Glitnis. Innan þeirra raða er vilji til að selja Íslandsbanka fyrir gjaldeyri, til dæmis með því að skrá bréf bankans í erlenda kauphöll.
Ótvíræðir kostir
Íslandsbanki virðist vera ákjósanlegur fjárfestingakostur í augum erlendra fjárfesta, að nokkrum skilyrðum uppfylltum. Þar sem vaxtamöguleikar Íslandsbanka, sem er með 30-40 prósent markaðshlutdeild á Íslandi, eru litlir þá er fyrst og síðast verið að horfa til getu bankans til að borga arð. Hann væri hægt að auka með hagræðingu, til dæmis með því að fækka starfsfólki og ódýrari fjármögnun. Erlent eignarhald myndi tryggja slíkt.
Til að gerlegt verði að fara í hlutafjárútboð erlendis er þó talið að liggja verði fyrir undanþága fyrir erlendu hluthafanna frá fjármagnshöftum þess eðlis að þeir geti fengið arðgreiðslur sínar greiddar í erlendum gjaldeyri.
Kostirnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkrir. Kerfisleg áhætta myndi minnka, erlendir bankaferlar yrðu innleiddir og aðgangur að fjármagni yrði mun ódýrari. Auk þess yrði hluti snjóhengjunnar, krónueigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð
Verðið á bankanum myndi af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Ef þau verða áfram við lýði um fyrirsjáanlega framtíð þá gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Það er á pari við það virði sem þrotabú Glitnis bókfærir virði hans á. Á bilinu tíu til 20 prósent hans yrði síðan seldur í íslensku kauphöllinni og lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna.
Kostirnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þónokkrir. Kerfisleg áhætta myndi minnka, erlendir bankaferlar yrðu innleiddir og aðgangur að fjármagni yrði mun ódýrari. Auk þess yrði hluti snjóhengjunnar, krónueigna erlendra aðila, að engu við slíka gjörð. Það myndi vera skref í átt að afnámi hafta.
Gefa eftir krónurnar
Kröfuhafar Glitnisog Kaupþings virðast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjaldmiðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga enda telja þeir þær ekki hafa nein kerfisleg áhrif á íslenskt efnahagskerfi.
Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings virðast hafa sætt sig að þeir fá ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjaldmiðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga
Með því að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri myndu kröfuhafar Glitnis fá gjaldeyri fyrir Íslandsbanka, en bókfært virði hans er um 132 milljarðar króna. Þá myndi losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem er tilkomin vegna slita Glitnis og skref stígið í átt að afnámi fjármagnshafta.
Gangi þetta eftir virðast kröfuhafar tilbúnir að gefa eftir þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðlabanka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem myndi fjármagna nýju bankanna á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra.
Pólitísk ákvörðun
Hvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Íslandsbanki, sem er í 95 prósent eigu þrotabús Glitnis, verður ekki seldur nema sem hluti af nauðasamningsuppgjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönkunum sem óskað hafa eftir undanþágum frá fjármagnshöftum verði leyft að klára nauðasamninga eða hvort þeim verði gert að fara í gjaldþrot. Pólitísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrotabúanna um undanþágur hefur enn ekki verið svarað.