Kjörbréfanefndar þingsins bíður langþyngsta úrlausnarefni aldarinnar

Kjörbréfanefndin sem tekur til starfa á Alþingi í næstu viku fær mun þyngra verkefni í fangið en aðrar slíkar nefndir sem starfað hafa það sem af er öldinni.

Þrátt fyrir að þing verði ekki kallað saman strax getur kjörbréfanefnd til bráðabirgða hafið störf strax eftir helgi.
Þrátt fyrir að þing verði ekki kallað saman strax getur kjörbréfanefnd til bráðabirgða hafið störf strax eftir helgi.
Auglýsing

Birgir Ármanns­son þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur setið í kjör­bréfa­nefndum Alþingis allt frá árinu 2007. Hann var for­maður þeirra nefnda sem skip­aðar voru eftir alþing­is­kosn­ing­arnar 2013, 2016 og 2017. Góðar líkur mega því telj­ast á því að Birgir verði til­nefndur til for­mennsku í þeirri kjör­bréfa­nefnd sem ráð­gert er að taki til starfa strax eftir helgi, í kjöl­far þess að lands­kjör­stjórn útdeilir kjör­bréfum til nýrra þing­manna síð­degis í dag.

Sú nefnd mun hafa það hlut­verk að skoða gildi kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og önnur álita­mál, en álit nefnd­ar­innar verður síðan borið undir atkvæða­greiðslu í þing­inu. Ekki er úti­lokað að þingið ákveði að upp­kosn­ing muni fara fram í kjör­dæm­inu, þ.e. að það verði kosið aft­ur. Lands­kjör­stjórn gaf það út í gær að kjör­bréfum til nýrra þing­manna verði úthlutað síð­degis í dag, sem er fyrr en áætlað hafði ver­ið, en til stóð að úthluta kjör­bréf­unum þann 5. októ­ber.

Willum Þór Þórs­son, sem er starf­andi for­seti Alþing­is, hefur sagt við fjöl­miðla und­an­farna daga að hann reikni með því að svo­nefnd „und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd“ gæti komið saman og hafið störf strax á mánu­dag, en ekki er hægt að skipa kjör­bréfa­nefnd form­lega fyrr en við þing­setn­ingu. Það verður þó örugg­lega sama fólkið í báðum nefnd­un­um, þeirri sem starfar til bráða­birgða og þeirri sem form­lega verður skip­uð.

Birgir Ármannsson er líklegur til þess að taka formannshlutverkið í kjörbréfanefnd að sér fjórða kjörtímabilið í röð. Mynd: Bára Huld Beck.

Það má með sanni segja að við kjör­bréfa­nefnd Alþingis hafi ekki blasað verk­efni sem er eins flókið eða umdeilt og nú. Lands­kjör­stjórn hefur gefið það út að frá yfir­kjör­stjórn­inni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi ekki borist nein stað­fest­ing á því að með­ferð kjör­gagna í kjör­dæm­inu hafi verið full­nægj­andi og komið hefur nokkuð skýrt fram í fjöl­miðlum und­an­farna daga að kosn­inga­lög voru brotin hvað með­ferð kjör­gagna varðar á taln­ing­ar­stað í Borg­ar­nesi.

Inn­sigli voru ekki notuð eins og lög gera ráð fyrir og leikur því vafi á um hvort hægt sé að full­tryggja að ekki hafi verið átt við atkvæða­seðla á milli fyrstu og ann­arrar taln­ingar atkvæða.

Þetta er í reynd for­dæma­laus staða í kosn­ingum til Alþing­is. Nú hafa veru­legar efa­semdir verið settar fram um hvort fimm jöfn­un­ar­þing­menn jafn­margra kjör­dæma, sem fá kjör­bréf sín síðar í dag, geti talist rétt­kjörnir í ljósi þess hvernig með­ferð kjör­gagna var háttað í Borg­ar­nesi. Fram­bjóð­endur í kosn­ing­unum hafa boðað að kærur verði lagðar fram, til lög­reglu og kjör­bréfa­nefnd­ar­innar sjálfr­ar.

Þá hefur verið bent á að for­dæmi frá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, í belgísku máli sem fjallar um það að þjóð­þing skeri úr um vafa­at­riði í kosn­ing­um, myndi geta átt við um Ísland, ef málið ratar alla leið til Strass­borg­ar. Magnús Davíð Norð­dahl lög­maður og fram­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefur látið að því liggja að hann muni fara með málið í þann far­veg, ef ekki verði gripið til upp­kosn­ingar í kjör­dæm­inu.

Það er ekki án for­dæma að kærur ber­ist vegna fram­kvæmdar kosn­inga. Það ger­ist reyndar eig­in­lega alltaf, en full­yrða má að kæru­efnið og úrslausn­ar­efni kjör­bréfa­nefndar nú sé veiga­meira en fyrr. Kjarn­inn kíkti á það helsta sem hefur verið í verka­hring kjör­bréfa­nefnda frá árinu 2003 til sam­an­burð­ar.

Kallað eftir end­ur­taln­ingu allra atkvæða árið 2003

Eftir alþing­is­kosn­ing­arnar árið 2003 lagði full­trúi Frjáls­lynda flokks­ins sál­uga fram kæru til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna meints vafa um úrslit kosn­ing­anna og krafð­ist þess að öll atkvæði á land­inu yrðu talin aft­ur.

Sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðs­ins fór Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fram á end­ur­taln­ingu sökum þess að litlu mun­aði í atkvæðum á lands­vísu til þess að veru­legar breyt­ingar yrðu á því hverjir teld­ust rétt kjörnir alþing­is­menn, en flokk­ur­inn þurfti ein­ungis 13 atkvæði til við­bótar á lands­vísu til þess að fá odd­vita sinn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður inn sem jöfn­un­ar­mann á kostnað fram­bjóð­anda Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Flokk­ur­inn færði þau rök fyrir máli sínu að svo virt­ist sem það hefði ekki verið sam­ræmi í vinnu­brögðum á milli kjör­dæma hvað með­ferð vafa­at­kvæða varð­aði og bent var á 58 atkvæði hafi verið ógild í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður en 131 í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. „Sami fjöldi kjós­enda er í báðum þessum kjör­dæmum og munur á ógildum atkvæðum því mik­ill og bendir það einnig til þess að mis­mun­andi for­sendur hafi ráðið mati á atkvæða­seðlum við taln­ing­u,“ sagði auk ann­ars í kærunni frá full­trúa Frjáls­lynda flokks­ins.

Auglýsing

Meiri­hluti kjör­bréfa­nefndar taldi hins vegar enga ástæðu til að draga lög­mæti kosn­ing­anna í efa og áleit ekki for­sendur til upp­taln­ing­ar, upp­kosn­ingar eða til þess að aðhaf­ast frek­ar. Minni­hluti kjör­bréfa­nefndar taldi á móti ástæðu til að rann­saka málið frekar og fá skýrslur úr öllum kjör­dæmum um með­ferð kjör­gagna og skil­aði sér­á­liti um það. Sú til­laga var felld við atkvæða­greiðslu þings­ins, með 30 atkvæðum gegn 25, og í kjöl­farið var tilllaga meiri­hlut­ans sam­þykkt með 51 atkvæði gegn hjá­setu fjög­urra þing­manna Frjáls­lynda flokks­ins.

Náðug nefnd­ar­seta árið 2007

Kjör­bréfa­nefnd átti náð­uga setu árið 2007. Þá barst engin kosn­inga­kæra heldur þurfti ein­ungis að taka afstöðu til sjö ágrein­ings­at­kvæða úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Þau voru öll metin gild.

Misvægi atkvæða leiddi til kosn­inga­kæru 2009

Kjör­bréfa­nefnd­inni sem sat árið 2009 barst kæra, þar sem þess var kraf­ist að kjör allra þeirra þing­manna sem höfðu fengið kjör­bréf í hendur yrði úrskurðað ólög­mætt, á grund­velli þess að misvægi atkvæða á milli kjör­dæma lands­ins stæð­ist ekki stjórn­ar­skrá. Kjör­bréfa­nefndin hafn­aði þessu og sagði stjórn­ar­skrár­gjafann hafa fall­ist á það misvægi atkvæða sem væri til staðar ef það væri ekki umfram það að tvö­falt fleiri kjós­endur væru á bak­við hvert þing­sæti í einu kjör­dæmi en öðru. Þegar það ger­ist, eins og reyndar gerð­ist í kosn­ing­unum núna árið 2021, fær­ist eitt þing­sæti á milli kjör­dæma í næstu kosn­ing­um.

Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar.

Einn nefnd­ar­mað­ur, Mar­grét Tryggva­dóttir þing­maður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagð­ist reyndar gera þann fyr­ir­vara við með­ferð nefnd­ar­innar á kærunni að hún væri í grund­vall­ar­at­riðum sam­mála henni og teldi misvægi atkvæða brjóta á mann­rétt­indum sínum sem kjós­anda í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Jafnt vægi atkvæða milli flokka til umræðu 2013

Árið 2013 þurfti kjör­bréfa­nefndin að takast afstöðu til fimm kæru­mála. Þeirra á meðal var kæra frá fram­boði Dög­unar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, sem kærði mis­jafnt atkvæða­vægi undir sömu for­merkjum og gert hafði verið árið 2009 og var því svarað á sama hátt og hafði verið gert fjórum árum fyrr, en einnig önnur kæru­mál sem voru af öðrum meiði og kjör­bréfa­nefndin taldi sig ekki þurfa að taka sér­staka afstöðu til.

Þetta ár kom í fyrsta sinn í lengri tíma upp sú staða að vægi atkvæða á milli stjórn­mála­flokka var skakkt og eitt fram­boð fékk auka­mann á kostnað ann­ars. Það hefur síðan gerst árin 2016, 2017 og núna árið 2021, fernar kosn­ingar í röð. Kjör­bréfa­nefndin árið 2013 minnt­ist sér­stak­lega á þetta og segir í áliti hennar að til þess að ná mark­miðum stjórn­ar­skrár um jöfnun á milli flokka hefðu jöfn­un­ar­sæti þurft að vera fleiri á kostnað kjör­dæma­sæta.

Misvægi kært á ný 2016

Árið 2016 var kosið á ný og á ný beindi fram­boð Dög­unar kæru til kjör­bréfa­nefndar vegna misvægis atkvæða á milli kjör­dæma og einnig kærði fram­boðið 5 pró­sent þrösk­uld­inn sem þarf til að fá jöfn­un­ar­menn kjörna. Kjör­bréfa­nefnd taldi sem fyrr að kæru­efni af þessum meiði væru ekki til þess fallin að draga lög­mæti kosn­ing­anna í efa.

Einnig barst kæra frá kjós­anda, sem hafði verið hafnað um að fá kjör­seðil sendan á dval­ar­stað sinn erlend­is. Kæran beind­ist einnig að því að ekki væri búið að breyta kosn­inga­lögum á þann hátt að þau end­ur­spegl­uðu nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu frá 2012 hvað per­sónu­kjör og atkvæða­vægi jarð­ar. Kjör­bréfa­nefndin taldi að ekki ætti að ógilda kosn­ing­arnar á þessum for­sendum og kom það eflaust lítið á óvart.

For­maður Sam­fylk­ingar í eina kæru­mál­inu 2017

Þegar kosið var til Alþingis að nýju árið 2017 barst ein­ungis ein kæra til kjör­bréfa­nefnd­ar. Hún var eilítið óvana­leg, en hún sner­ist um það að for­maður stjórn­mála­flokks, sem greiddi atkvæði í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, hefði brotið kosn­inga­lög með því að fara með dóttur sína inn í kjör­klef­ann og þetta hefði kjör­stjórnin á Akur­eyri sagt í sam­ræmi við kosn­inga­lög.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck.

Umræddur for­maður var Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem tók 12 ára dóttur sína með inn í kjör­klef­ann er hann greiddi atkvæði á Akur­eyri. Í sam­tali við Vísi sagði hann að hann teldi lang­sótt að dóttir sín gæti sann­fært sig um að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. En þessa kæru fékk kjör­bréfa­nefndin til sín og nið­ur­staða hennar var sú að þetta væri ekki efni sem Alþingi ætti að úrskurða um. Ekk­ert benti heldur til þess að slíkir gallar hefðu verið á fram­kvæmd kosn­inga í Norð­aust­ur­kjör­dæmi að verða til þess að úrskurða bæri kosn­ing­arnar ógild­ar.

2021?

Kjör­bréfa­nefndin sem tekur til starfa eftir helgi mun fá það vanda­sama verk­efni að skoða það sem fram hefur komið um fram­kvæmd nýlið­inna alþing­is­kosn­inga. Rætt var við Her­dísi Kjer­úlf Þor­geirs­dóttur lög­mann, sem á sæti í Fen­eyja­nefnd, í Pall­borð­inu á Vísi í gær og sagði hún ljóst að það þyrfti að rann­saka málið til hlítar af hálfu Alþing­is.

Sama hvernig fer, sagði Her­dís, er ein lexía sem verður dregin af þessu máli:

„Héðan í frá mun engin kjör­stjórn þora öðru en að fara eftir lögum í hví­vetna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar