olia.jpg
Auglýsing

Horfur í efna­hags­málum Nor­egs hafa versnað nokkuð á und­an­förnu ári og ástæðan er nokkuð auð­sjá­an­leg; hröð verð­lækkun á olíu. Á mark­aði í morgun hélt hrá­olía áfram að lækka í verði og kostar tunnan nú 44 Band­ríkja­dali, en fyrir um ári síðan var verðið tæp­lega 110 Banda­ríkja­dal­ir. Fyrir olíu­fram­leiðslu­ríki eins og Nor­eg, sem hefur upp­lifað mikla efna­hags­lega upp­sveiflu á und­an­förnum árum, þá eru þetta nei­kvæðar frétt­ir. Fjöl­margir Íslend­ingar hafa flutt til Nor­egs á und­an­förnum árum, þar sem stöðuga og fjöl­breytta atvinnu hefur verið þar á fá, en 4.500 Íslend­ingar umfram aðflutta, hafa flutt til Nor­egs frá því árið 2009. Um 7.600 fleiri Íslend­ingar hafa flutt frá Ísland­i en til þess frá árinu 2009, og skýrir straum­ur­inn til Nor­egs stóran hluta þeirrar tölu.

Mikil marg­feld­is­á­hrif



Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans á laug­ar­dag þá telja sér­fræð­ingar hjá banda­ríska bank­anum Gold­man Sachs að verðið á olíu muni hald­ast fremur lágt á næsta ári, og geti jafn­vel farið niður í 20 Banda­ríkja­dali á tunn­una, þar sem offram­boðið á mark­aði sé meira en talið hafi verið til þessa. Aðeins ákvörðun olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC, um að draga úr fram­leiðslu geti leitt til verð­hækk­un­ar. En slík ákvörðun getur einnig verið sárs­auka­full fyrir ríkin sem eiga mikið undir olíu­fram­leiðslu og sölu, í það minnsta til skamms tíma.

Fram­legð olíu­við­skipta hefur mikil áhrif á norska hag­kerfið en Nor­egur er næst stæri útflytj­andi á nátt­úru­legu jarð­gasi og fimmta mesta olíu­fram­leiðslu­ríki heims­ins. Frá því árið 1969, þegar olía fannst fyrst í norskri lög­sögu, hefur hag­kerfið umturn­ast og orðið eitt það allra sterkasta í heimi, enda Nor­egur lítið land á flesta mæli­kvarða, með 5,1 millj­ónir íbúa. Vog­skorin strang­d­leggja og krefj­andi sam­göngur gerðu land­inu um margt erfitt fyrir í upp­bygg­ingu, áður en olía fannst.

Olíu klas­inn risa­vax­inn



Allt frá því olían fannst hafa norsk stjórn­völd lagt áherslu á tvö meg­in­mark­mið. Það er að nýta olíu­auð­inn fyrir kom­andi kyn­slóð­ir, og geyma fjár­mun­ina að lang­mestu leytu (95 pró­sent) í eignum utan Nor­egs, og síðan að byggja upp þjón­ustu­iðnað þar sem stuðst er við klasa-að­ferð­ar­fræð­ina. Klas­inn telur nú um 136 þús­und störf en við frum­vinnslu olíu starfa 22 þús­und manns. Stuðn­ings­þjón­usta við olíu­iðn­að­inn er því mun mik­il­væg­ari hag­kerf­inu en beina vinnslan sjálf.

Olíu­sjóður lands­ins nálg­ast hratt þús­und millj­arða dala mark­ið, eða sem nemur um 129 þús­und millj­örðum króna, en með­al­tals­á­vöxtun hans síð­ustu þrjú árin hefur verið um fimm pró­sent. Eigna­staða sjóðs­ins er sam­bæri­leg við ríf­lega sex­tíu­falda árlega lands­fram­leiðslu Íslands, en um fimmtán sinnum fleiri búa í Nor­egi en á Íslandi.

Auglýsing

Ekki mik­ill slaki nema á vissum svæðum



Enn sem komið er sést það ekki glögg­lega á hag­töl­unum í Nor­egi að það sé kom­inn slaki í þjóð­ar­bú­skap­inn. Atvinnu­leysi mælist 4,5 pró­sent og verð­bólga er um tvö pró­sent. Það eru helst viss svæði, þar sem þjón­usta við olíu­iðn­að­inn er fyr­ir­ferða­mik­il, sem hafa fundið fyrir lækk­andi olíu­verði og minnk­andi umsvif­um. Þar á meðal er Roga­land, þar sem Stavan­ger er mið­punkt­ur­inn með höf­uð­stöðvar Statoil innan sinna vébanda. Tæp­lega hálf­milljón manna býr í Roga­landi, eða 482 þús­und miðað við tölur frá árinu 2013. Í Stavan­ger búa 130 þús­und manns og í Roga­landi öllu búa lík­lega um sex þús­und Íslend­ing­ar, en heild­ar­fjöldi Íslend­inga í Nor­egi er nú um tíu þús­und manns, ef mið er tekið af tölum Hag­stof­unn­ar, sem er sam­bæri­legt við þann fjölda sem skráður er á Face­book síðu Íslend­inga í Nor­egi.

Á þessu svæði hefur hægst á hjólum atvinnu­lífs­ins. Fast­eignir selj­ast hægar en áður og mörg fyr­ir­tæki sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn hafa dregið saman segl­in. Sumir eru svart­sýnir á gang mála, og telja mikla erf­ið­leika framundan á næstu árum.



Til marks um hversu næmt atvinnu­lífið á þessu svæði er fyrir sveiflum í olíu­iðn­aði, að þá er talað um það í Nor­egi, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá við­skipta­vef­síð­unni Dag­ens Nær­ingsliv, að hagn­að­ar­markið þegar kemur að olíu­verði (br­eak even) sé um 63 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Það er óra­fjarri stöð­unni eins og hún er nú, og eins og áður segir þá virð­ist verðið ekki vera að hækka mikið á næst­unni

Sterkir inn­viðir og margar stoðir



Nor­egur hefur ekki aðeins olí­una til þess að reiða sig á heldur er landið að mörgu leyti hrá­vöru­stór­veldi. Álf­ram­leiðsla er mik­il, með Norsk Hydro sem stærsta fyr­ir­tæk­ið, og sjáv­ar­út­veg­ur, ekki síst eld­is­fisk­ur, er einnig meðal mik­il­væg­ustu geira atvinnu­lífs­ins. Mót­byr er á þessum víg­stöðum nú, eins og mörgum öðr­um. Norsk stjórn­völd hafa að und­an­förnu und­ir­búið gríð­ar­lega umfangs­miklar fjár­fest­ingar á sviði vist­vænnar orku, og eru nú á teikni­borð­inu allt að sex nýir sæstrengir sem selja á raf­orku um til Evr­ópu, þar á meðal til 750 kíló­metra langur strengur til Bret­lands sem þegar hefur verið samið um. Mark­mið Nor­egs er að innan tíu ára þá verði sala á vist­vænni raf­orku til Evr­ópu jafn mik­il­væg efna­hag Nor­egs og olíu­fram­leiðsl­an.

Þrátt fyrir að nú séu blikur á lofti í efna­hags­málum Nor­egs, og krefj­andi tímar framund­an, þá er tölu­vert í að það sé hægt að tala um kreppu. En eftir því sem tíma­bilið verður lengra, þar sem olíu­verð helst lágt á heims­mörk­uð­um, þá munu æ fleiri fyr­ir­tæki þurfa að grípa til sárs­auka­fullra aðgerða og haga seglum eftir efna­hags­legum vindi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None