„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið

Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.

Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
Auglýsing

Elmer Stewart Rhodes, stofn­andi öfga- og víga­sam­tak­anna the Oath Keepers, hefur verið fund­inn sekur um upp­reisn­ar­á­róður gegn banda­ríska rík­inu fyrir að skipu­leggja aðgerðir til að koma í veg fyrir emb­ætt­is­töku Joe Biden sem Banda­ríkja­for­seta.

Rétt­ar­höld yfir Rhodes og fjórum öðrum liðs­mönnum the Oath Keepers hafa staðið yfir síð­ustu tvo mán­uði vegna aðildar þeirra í óeirð­unum á þing­hús­ið. Fyrir áeggjan Don­alds Trump, sem þá bjó sig undir að láta af emb­ætti for­seta, braust æstur múgur inn í þing­húsið 6. jan­úar 2021.

Auglýsing
6. jan­úar á þessu ári, þegar ár var liðið frá árásinni, ávarp­aði Biden þjóð­ina og sagði Trump ábyrgan fyrir árásinni á þing­­húsið og sak­aði hann um að hafa reynt að gera út af við lýð­ræði í Banda­­ríkj­un­­um.

„Hann reyndi að koma í veg fyrir frið­­­sam­­leg valda­­skipti ættu sér stað þegar æstur múgur réðst á þing­hús­ið. En þeim mistókst. Þeim mistókst. Og á þessum degi þegar við minn­umst þess verðum við að tryggja að árás eins og þessi ger­ist aldrei aft­­ur,“ sagði Biden í ávarpi sínu þar sem hann var afar harð­orður í garð Trump. „Löskuð sjálfs­­mynd hans skipti hann meira máli en lýð­ræðið eða stjórn­­­ar­­skráin okk­­ar, hann getur ekki við­­ur­­kennt tap,“ sagði Biden.

Stofn­aði víga­sam­tökin eftir kjör Obama

Dag­inn sem öld­unga­­deild­­ar­­þingið stað­­festi kjör Biden hélt Trump fjölda­fund við Hvíta húsið þar sem hann hvatti stuðn­­ings­­menn sína til að „bjarga landi þeirra“. Stuðn­­ings­­menn tóku hann á orð­inu og réð­ust inn í þing­hús­ið, sumir vopn­aðir í hefð­bundnum skiln­ingi en fleiri vopn­aðir snjall­símum þar sem atburð­­ar­rásinni var streymt á sam­­fé­lags­mið­l­­um.

Þrír liðs­manna the Oath Keepers, þau Jessica Watk­ins, Kelly Meggs og Kenn­eth Harrel­son, fóru inn í þing­húsið í óeirð­un­um. Meggs var sak­felld fyrir upp­reisn­ar­á­róður líkt og Rhodes. Bæði eiga þau yfir höfði sér 20 ára fang­els­is­dóm.

Harrel­son, Watk­ins og fimmti liðs­mað­ur­inn, Thomas Cald­well, voru ekki sak­felld fyrir upp­reisn­ar­á­róður en öll fimm voru sak­felld fyrir að hindra störf opin­berra starfs­manna og emb­ætt­is­manna. Kvið­dóm­ur­inn var þrjá daga að kom­ast að nið­ur­stöðu.

Víga­sveitin the Oath Keepers eru öfga­hægri-­sam­tök þar sem her­þjálfun er grunn­þátt­ur. Starf­semi slíkra vopn­aðra sveita er form­lega ólög­leg í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna en þær hafa fengið að starfa að mestu óáreitt­ar. Rhodes stofn­aði sam­tökin eftir að Barack Obama var kjör­inn for­seti árið 2008. Rhodes sagði skoð­anir Obama stang­ast á við banda­rísku stjórn­ar­skránna og vildi grípa til sinna ráða.

Liðsmenn Oath Keepers komu fyrir þingnefnd fulltrúadeild Bandaríkjaþings í sumar. Leiðtogi þeirra, Stewart Rhodes, hefur nú verið sakfelldur fyrir þátt sinn í árásinni á þinghúsið í janúar í fyrra. Mynd: EPA

Fyrr­ver­andi fall­hlíf­ar­her­maður sem skaut sjálfan sig í augað

Mik­ill fjöldi víga­manna í sveitum sem þessum eru fyrrum eða núver­andi her- og lög­reglu­menn. Stewart Rhodes er 57 ára fyrr­ver­andi fall­hlífa­her­maður með lög­fræði­gráðu frá Yale-há­skóla. Útlit og eldræður Rhodes hafa vakið tölu­verða eft­ir­tekt en hann er með lepp fyrir vinstra aug­anu. Árið 1993 varð hann fyrir því óhappi að skjóta sjálfan sig í augað með 22 kali­bera skamm­byssu sem hann átti. Rhodes er með gervi­auga en kýs oft­ast að nota lepp sem hefur orðið að eins konar ein­kenn­is­tákni og er hann orð­inn þekktur sem „mað­ur­inn með lepp­inn“.

Rhodes hætti í hernum eftir að hann varð fyrir meiðslum við æfingar og nam stjórn­mála­fræði og starf­aði sem aðstoð­ar­maður Ron Paul, þing­manns Repúblikana, árið 2001. Hann útskrif­að­ist sem lög­fræð­ingur frá Yale-há­skóla árið 2004 og starf­aði sem lög­maður til árs­ins 2015 þegar hann var sviptur lög­manns­rétt­indum fyrir að brjóta gegn siða­reglum Hæsta­réttar í Mont­ana. Frá 2015 hefur hann því alfarið ein­beitt sér að Oath Keepers.

Lét eins og „hers­höfð­ingi á víg­velli“

Rhodes hætti sér ekki sjálfur inn í þing­húsið en sak­sókn­arar sögðu Rhodes hafa hagað sér eins og „hers­höfð­ingi á víg­velli“ fyrir utan þing­húsið á meðan óeirð­unum stóð. Ætl­un­ar­verk Rhodes hafi verið skýrt: Að hvetja til óeirða og ofbeldis til að hindra emb­ætt­is­skipti Joes Biden og Don­alds Trump og tryggja þannig að Trump yrði enn í emb­ætti.

Það mistókst og Rhodes á nú yfir höfði sér 20 ára fang­els­is­dóm.

Í rétt­ar­höld­unum kom meðal ann­ars fram að Rhodes og liðs­menn hans komu tugum vopna fyrir á hót­el­her­bergi í Virg­in­íu, handan við Potom­ac-ána sem skilur að Was­hington D.C. og Virg­in­íu. Liðs­menn the Oath Keepers bjuggu sig því undir að víg­bú­ast frekar ef þörf væri á.

Lög­menn Rhodes not­uðu það í vörn sinni að það að vopnin voru aldrei flutt til borg­ar­innar sýndu að aðgerðir víga­sveit­ar­innar voru fyrst og fremst varn­ar­sinn­að­ar. Ætlun þeirra hafi verið að vernda mót­mæl­endur og halda frið­inn fyrir utan þing­hús­ið, jafnt sem innan þess.

Lög­menn Rhodes ávörp­uðu fjöl­miðla fyrir utan dóms­húsið þegar nið­ur­staðan lá fyrir og sögð­ust ekki sáttir við nið­ur­stöð­una sem væri þó ekki óum­deildur sigur fyrir ákæru­vald­ið. Lög­menn fimm­menn­inn­g­anna hyggj­ast áfrýja öllum sak­fell­ingum máls­ins.

Fyrsta sak­fell­ingin um upp­reisn­ar­á­róður í tæp 30 ár

Sak­fell­ing fyrir sam­særi um upp­reisn­ar­á­róður er sjald­gæf í Banda­ríkj­un­um. Síð­ast var sak­fellt fyrir þessar sakir árið 1995 þegar tíu íslamskir víga­menn voru dæmdir fyrir að reyna að koma fyrir sprengjum við þekkt kenni­leiti í New York.

Til að vera sak­felldur fyrir sam­særi um upp­reisn­ar­á­róður gegn alrík­inu þurfa sak­sókn­arar að sýna fram á að tveir, eða fleiri, hafi lagt á ráðin um að „steypa af stóli, nið­ur­lægja eða koma vald­höfum frá völdum með átök­um,“ eða sanna að við­kom­andi hafi skipu­lagt að beita afli til að and­mæla stjórn­völd­um.

Alan Rozenshtein, laga­pró­fessor við háskól­ann í Minnesota og fyrr­ver­andi lög­fræð­ingur í banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­inu, segir sak­fell­ingu Rhodes vera þýð­ing­ar­mikla þar sem hún sýni fram á „raun­hæfa og lög­lega leið til að refsa fyrir allra alvar­leg­ustu and­lýð­ræð­is­legu hegð­un“ í land­inu.

Qanon-seiðmaðurinn varð fljótt að tákngervingi árásarinnar á þinghúsið. Mynd: EPA

Rann­sóknin á árásinni á þing­húsið er ein sú umfengs­mesta í sögu Banda­ríkj­anna. Búast má við að sak­fell­ingin verði for­dæm­is­gef­andi. Um 900 manns í nær öllum 50 ríkjum Banda­ríkj­anna hafa verið hand­tekin fyrir að taka þátt í árásinni á þing­hús­ið.

Rhodes bæt­ist nú í hóp fjölda óreirð­ar­seggja sem dæmdir hafa verið fyrir þátt­töku sína eða skipu­lag á árásinni á þing­hús­ið. Meðal þeirra má nefna „Qa­non-seið­­mann­inn“ Jacob Chans­ley, sem varð fljótt að eins konar tákn­gerv­ingi árás­ar­inn­ar. Chansley var hand­­tek­inn þremur dögum eftir árás­ina og var upp­­haf­­lega birt ákæra í sex lið­um, meðal ann­­ars fyrir að setj­­­ast í ræð­u­stól Mike Pence vara­­for­­seta. Hann ját­aði aðild sína að árásinni og hlaut 41 mán­aðar fang­els­is­dóm.

Rétt­ar­höld yfir fleiri liðs­mönnum the Oath Keepers fara fram fyrir ára­mót, auk rétt­ar­halda yfir liðs­mönnum ann­arra öfga­sam­taka, the Proud Boys. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveð­inn upp yfir Rhodes.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent