Margar vikur síðan að ljóst var að tilboð Glitnis myndi ekki mæta stöðugleikaskilyrðunum

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

Skila­boðum var komið á fram­færi við stærstu kröfu­hafa Glitnis fyrir nokkrum vikum að fyrra til­boð þeirra um stöð­ug­leika­fram­lag myndi ekki full­nægja stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda. Það var Seðla­banki Íslands, sem hefur það hlut­verk að meta hvort slit búa föllnu bank­anna hafi nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfnuð Íslands, sem kom skila­boð­unum á fram­færi. Þessi sam­skipti áttu sér stað áður en fund­ar­höld stærstu kröfu­hafa Glitnis og fram­kvæmda­hóps um losun fjár­magns­hafta hófust á ný 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Í morgun var til­kynnt að íslenska ríkið væri að fara að eign­ast annan banka, Íslands­banka, að öllu leyti. Fyrir á ríkið Lands­bank­ann. Eini stóri við­skipta­bank­inn sem verður ekki nán­ast að fullu í rík­i­s­eigu að loknu slita­ferli gömlu bank­anna verður því Arion banki. Þetta var nið­ur­staða funda sem ráð­gjafar stærstu kröfu­hafa Glitn­is, núver­andi eig­anda 95 pró­sent hlutar í Íslands­banka, og fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta áttu vegna breyt­inga á stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­haf­anna.

Talið að skil­yrðin væru upp­fyllt en svo var ekki



Þegar áætlun um losun hafta var kynnt 8. júní síð­ast­lið­inn var sam­tímis greint frá því að fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta hefði þróað svokölluð stöð­ug­leika­skil­yrði með til­liti til greiðslu­jafn­að­ar. Þau eru þrí­þætt. Í fyrsta lagi þurftu slitabú föllnu bank­anna að gera ráð­staf­anir til að draga nægi­lega úr nei­kvæðum áhriflum af útgreiðsl­um  and­virðis eigna í íslenskum krón­um. Í öðru lagi að öðrum inn­lendum eignum þeirra í erlendum gjald­eyri yrði breytt í lang­tíma­fjár­mögnun „að því marki sem þörf kref­ur“. Í þriðja lagi að tryggt yrði að lána­fyr­ir­greiðsla stjórn­valda í erlendum gjald­eyri sem veitt var nýju bönk­unum í kjöl­far hruns á fjár­mála­mark­aði yrði end­ur­greidd.

Til að mæta þessum skil­yrðum áttu slita­búin að greiða svo­kallað stöð­ug­leika­fram­lag.

Auglýsing

Við­ræður milli stjórn­valda og stærstu kröfu­hafa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans, sem að mestu eru risa­stórir banda­rískir fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóð­ir, hófust með mik­illi leynd í lok febr­úar 2015. Sumir sjóð­anna eiga kröfur á alla þrjá bank­ana og ýmsa aðra hags­muni í íslensku við­skipta­lífi. Þeim við­ræðum lauk með til­lögum sem lögð voru fram 7. og 8. júní. Í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu sem birt var í kjöl­farið kom fram fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta teldi að þær aðgerðir sem kynntar voru í til­lögum slita­bú­anna féllu að stöð­ug­leika­skil­yrð­unum sem mótuð höfðu ver­ið. Því ættu þær að duga til að fá und­an­þágu frá gjald­eyr­is­lögum til að ljúka nauða­samn­ingi bank­anna. Sumar aðgerð­anna væru þó skil­yrtar og háðar frek­ari áreið­an­leika­könn­un.

Fjármála- og efnahagsráðherra gerir ekki ráð fyrir því að Arion banki lendi í fangi ríkisins líka. Hann telur það ennfremur ekki vera framtíðarlausn að íslenska ríkið eigi allt hlutafé í Íslandsbanka. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra gerir ekki ráð fyrir því að Arion banki lendi í fangi rík­is­ins líka. Hann telur það enn­fremur ekki vera fram­tíð­ar­lausn að íslenska ríkið eigi allt hlutafé í Íslands­banka.

Skila­boðum komið á fram­færi 



Slita­búin hafa öll fengið sam­þykki fyrir því á kröfu­hafa­fundum sínum að greiða stöð­ug­leika­fram­lag til rík­is­sjóðs. Sam­tals á það að lág­marki að nema 334 millj­örðum króna. Það gæti hækkað um allt að 50 millj­arða króna ef Glitnir fengi gott verð þegar búið myndi selja Íslands­banka.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru nauða­samn­ings­drög Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans nokkuð nálægt því að mæta upp­settum stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Stóra vanda­málið hefur verið Glitn­ir, það slitabú sem á að greiða uppi­stöð­una í stöð­ug­leika­fram­lag­inu. Og fyrir nokkrum vikum var ljóst að end­ur­skoða þyrfti til­boð bús­ins.

Skila­boðum var komið á fram­færi við stærstu kröfu­hafa Glitnis að fyrra til­boð þeirra myndi ekki full­nægja stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda. Það var Seðla­banki Íslands, sem hefur það hlut­verk að meta hvort slit búa föllnu bank­anna hafi nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfnuð Íslands, sem kom skila­boð­unum á fram­færi. Þessi sam­skipti áttu sér stað áður en fund­ar­höld stærstu kröfu­hafa Glitnis og fram­kvæmda­hóps um losun fjár­magns­hafta hófust á ný 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þær við­ræð­ur, sem stóðu yfir til 13. októ­ber, lauk með því að kröfu­haf­arn­ir­breytt til­lögu sinni um stöð­ug­leika­fram­lag. Sam­kvæmt breyttu til­lög­unni mun ríkið eign­ast 95 pró­sent hlut Glitnis í Íslands­banka og þar með eiga bank­ann að fullu.

Hvað næst?



Það er ekki svo að íslenska ríkið sé búið að eign­ast Íslands­banka. Nú er bolt­inn hjá Seðla­banka Íslands sem þarf að gefa grænt ljós á að nýja til­boðið upp­fylli stöð­ug­leika­skil­yrðin og í fram­hald­inu að veita slita­búi Glitnis und­an­þágu frá gjald­eyr­is­lögum til að ljúka við gerð nauða­samn­ings síns. Heim­ildir Kjarn­ans herma að búist sé við þeirri nið­ur­stöðu innan viku.

Þegar hún liggur fyrir mun slita­stjórn Glitnis boða til kröfu­hafa­fundar með þriggja vikna fyr­ir­vara, svo kröfu­hafar bús­ins geti ann­ars vegar sam­þykkt eða hafnað breytta ráð­stöfun eigna og hins vegar sam­þykkt eða hafnað nauða­samn­ingi. Sá fundur ætti að geta farið fram um miðjan nóv­em­ber.

Sam­þykki kröfu­hafar Glitnis nauð­samn­ing á fund­inum mun stýri­hópur um losun hafta, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fer fyr­ir, þurfa að leggja blessun sína yfir hann áður en að nauða­samn­ing­ur­inn verður lagður fyrir dóm­stóla til sam­þykkt­ar. Þetta þarf allt að ger­ast fyrir 31. des­em­ber, ann­ars fellur 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á Glitni.

Bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn þurfa að fara í gegnum sama ferli.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði  í bréfi til InDefence-hópsins í lok september að álagning stöðugleikaskatts hefði þann annmarka að hún  meiri hættu á eftirmálum og lagalegum ágreiningi sem myndi leiða til þess að losun fjármagnshafta myndi ganga hægar en ella. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði í bréfi til InDefence-hóps­ins í lok sept­em­ber að álagn­ing stöð­ug­leika­skatts hefði þann ann­marka að hún meiri hættu á eft­ir­málum og laga­legum ágrein­ingi sem myndi leiða til þess að losun fjár­magns­hafta myndi ganga hægar en ella.

Loka­talan liggur ekki fyrir



Það er ljóst að mik­ill vilji er á meðal þeirra ráða­manna sem að ferl­inu koma að ljúka slitum búanna með nauða­samn­ing­um. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði til að mynda í bréfi til InDefence-hóps­ins í lok sept­em­ber að álagn­ing stöð­ug­leika­skatts hefði þann ann­marka að hún  meiri hættu á eft­ir­málum og laga­legum ágrein­ingi sem myndi leiða til þess að losun fjár­magns­hafta myndi ganga hægar en ella. Sú skoðun Más rímar við það sem Kjarn­inn hefur heyrt innan úr röðum kröfu­hafa föllnu bank­anna: ef skatt­ur­inn verður lagður á munu þeir and­mæla honum fyrir dóm­stól­um.

Það liggur ekki alveg fyrir hversu stór talan sem íslenska ríkið mun sitja eftir með verð­ur, gangi nauða­samn­ing­ar­ferli föllnu bank­anna eft­ir. Það fer í raun allt eftir því hversu mikið íslenska ríkið mun fá fyrir Íslands­banka þegar það ákveður að selja bank­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None