Meira af hugsanlegu braki MH 370 finnst á Réunion

mh370-brak.jpg
Auglýsing

Leit­ar­sveitir á frönsku eyj­unni Réunion í vest­an­verðu Ind­lands­hafi hafa fundið meira af flug­véla­braki á ströndum eyj­unnar heldur en brotið úr væng Boeing 777-þotu Mala­ysian Air­lines sem hvarf 8. mars í fyrra. Ekki er víst að nýfundið brakið til­heyri MH 370 þó stað­fest hafi verið að væng­brotið hafi til­heyrt þot­unni.

Réunion-eyja er undan aust­ur­strönd Madaga­skar og því hinu megin í Ind­lands­hafi frá leit­ar­svæð­inu undan ströndum Ástr­al­íu. Sam­hæf­ing­ar­mið­stöð Ástr­alíu gaf frá sér yfir­lýs­ingu þegar brakið fannst sem segir að sér­fræð­ingar séu vissir um að vélin hafi farið í hafið á skil­greindu leit­ar­svæði, miðað við haf­strauma í Ind­lands­hafi. Í grófum dráttum liggja þeir rang­sælis í hring í haf­inu, upp með strönd Ástr­alíu og Indónesíu, vestur fram hjá Ind­landi og suður með strönd Afr­íku.

Hvarf MH 370 á korti



Smelltu á lit­uðu flet­ina til að lesa meira.

Auglýsing

Leit­ar­svæðið er þó um 4.000 kíló­metra frá Réunion. Svæðið var síð­ast stækkað í apríl og þá tvö­faldað í 120.000 fer­kíló­metra. Tony Abbott, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, hefur sagt að leitin kosti nú þegar meira en 100 millj­ónir ástr­al­skra doll­ara, sem nemur um það bil 100 millj­örðum íslenskra króna. „Allar þær hund­ruð millj­óna mann­eskja sem fljúga eiga þetta inni hjá okk­ur. Það er undir okkur komið að reyna að tryggja að flug­ferðir séu eins öruggar og hægt er, til þess þurfum við að kom­ast til botns í þessum ömur­lega harm­leik,“ sagði Abbott.

Eftir að brakið fannst fyrir helgi, var það sent til Tou­louse í Frakk­landi til rann­sóknar á her­rann­sókn­ar­stofu. Frönsk yfir­völd vildu hins vegar ekki stað­festa að brakið væri úr MH 370 jafn­vel þó aðeins ein Boeing 777-þota hafi farist í sög­unni. Najib Razak, for­sæt­is­ráð­herra Malasíu, full­yrti þó að þarna hefðu fyrstu vís­bend­ing­arnar um þetta dul­ar­fulla hvarf fund­ist.

Þessi mis­vísand­i svör og sú óvissa sem þau skilja eftir hefur reitt aðstand­endur þeirra sem fór­ust með mala­sísku þot­unni. „Ég hef ekki heyrt stað­reynd­ir. Ég hef ekki heyrt neitt,“ sagði eig­in­maður konu sem var um borð. „Svo ég velti fyrir mér hvort hér hafi fólk kastað sér á fyr­ir­fram gefna nið­ur­stöðu í kapp­hlaup­inu um skýr­ing­ar.“

Ástæða þess að frönsk yfir­völd vilja ekki taka af allan vafa um að hér sé um brak úr MH 370 að ræða er að svo virð­ist sem að ekk­ert sýni­legt rað­númer sé á brak­inu. Það kemur hins vegar heim og saman við þjón­ustu­bækur Mala­ysian Air­lines, til þess að sann­reyna þetta þarf hins vegar frek­ari rann­sókn­ir.

Þá er allt eins mögu­legt að brakið sé úr ann­ari flug­vél, enda eng­inn skortur á flug­véla­braki á floti í heims­höf­un­um. BBC greinir frá því að þó nokkrar þotur hafi farist í Ind­lands­hafi og í nágreni Réunion síð­ustu tvo ára­tugi. Tvær stórar þotur hafa farist á þessu svæði; Yem­ensk þota af gerð­inni Air­bus 310 fórst 2009 og eþjópísk Boeing 767-þota fórs árið 1996.

AUSTRALIA MALAYSIA MISSING PLANE Ástr­alskir leit­ar­flokkar hafa kempt haf­flöt­inn vestan Ástr­alíu í leit að braki úr vél­inni. Sú leit hefur engan árangur bor­ið.

 

Verður ráð­gátan leyst?



Brakið úr vél­inni sem fannst er svo­kallað væng­barð sem fest er aftan á væng þotu. Brakið sem hefur síðan fund­ist eru minni hlutir eins og glugga­hlífar og sætispúðar en strendur eyj­unnar Réunion eru nú kembdar eftir frek­ari vís­bend­ing­um.

Haf­fræð­ingar hafa reiknað líkön af því hvar brak vél­ar­innar ætti að hafa lent. Þar spila vind­ar, haf­straumar og öldur sam­an. David Griffin, haf­fræð­ingur hjá ástr­al­skri rann­sókn­ar­stofn­un, segir strendur Madaga­skar hafa verið lík­leg­asta lend­ing­ar­stað flug­véla­braks­ins. „Réunion er ekki svo langt frá því, séu hlut­irnir settir í sam­heng­i,“ sagði hann.

Dæmi eru um bát sem hvarf undan vest­ur­strönd Ástr­alíu í fyrra og fannst átta mán­uðum síð­ar, nærri heill vestan Madaga­sk­ar. Svo leit­ar­sveitir eru nú nokkuð sann­færðar um að þær séu að leita á réttum stað, með són­ar­tækj­um, á skil­greinda leit­ar­svæð­inu. Þar telja þeir að skrokkur vél­ar­innar sé.

Talið er að ýmis­konar brak úr vél­inni sé á floti á risa­stóru svæði í Ind­lands­hafi. Ástæðan fyrir því að væng­barðið er komið svo lang er vegna þess að það er holt að inn­an, svo það flýtur vel. Stað­setn­ing þessa braks gæti því hjálpað til við að áætla nán­ari brot­lend­ing­ar­stað­setn­ingu.

AUSTRALIA MALAYSIA MISSING PLANE Són­ar­tækni er notað til að kanna hafs­botn­inn í leit að skrokki vél­ar­innar sem enn er talið að sé á fyr­ir­fram skil­greindu leit­ar­svæði, þrátt fyrir fund braks úr vél­inni í mörg þús­und kíló­metra fjar­lægð.

 

Það eitt er hins vegar mik­ill vandi. „Ég hef rakið ferðir braks á hafi og fundið stað­setn­ingu skips­flaka, en þá hefur aðeins liðið einn til tveir dag­ar,“ segir David Mearns, skips­skaða­fræð­ing­ur, og bendir á að nú séu nærri 16 mán­uðir síðan MH 370 fórst.

Ljóst er að ekki verður kom­ist til botns í því hvað fór úrskeiðis þegar flug MH 370 hvarf fyrr en flug­ritar vél­ar­innar finn­ast. Stöku brak úr þot­unni mun ekki leysa neinar ráð­gát­ur, segir Greg Waldon, hjá flug­frétta­vefnum Flight­global, í sam­tali við BBC.

Eftir að flug­vélin og allir um borð hurfu spor­laust fyrir nærri einu og hálfu ári síðan spruttu margar kenn­ingar um hvað gerð­ist. Sé brakið sann­ar­lega úr þotu Mala­ysian Air­lines eru margar þeirra ólík­leg­ustu úr sög­unni. Kjarn­inn tók saman helstu kenn­ing­arnar um hvarf vél­ar­innar stuttu eftir að hún hvarf.

MALAYSIA MISSING PLANE Malasian Air­lines hefur misst tvær af vélum sínum með full­fermi far­þega síð­ustu 16 mán­uði. MH 370 hvarf spor­laust 8. mars 2014 og MH 17 var skotin niður yfir Donetsk í Úkra­ínu 17. júlí 2014. 537 fór­ust með þessum tveimur vél­um. Í júlí 2015 var nýr fram­kvæmda­stjóri ráð­inn til flug­fé­lags­ins og hefur hann sagt félagið „tækni­lega gjald­þrota“ og að árið 2017 verði allt merki fyr­ir­tæk­is­ins end­ur­skoð­að.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None