Meira af hugsanlegu braki MH 370 finnst á Réunion

mh370-brak.jpg
Auglýsing

Leit­ar­sveitir á frönsku eyj­unni Réunion í vest­an­verðu Ind­lands­hafi hafa fundið meira af flug­véla­braki á ströndum eyj­unnar heldur en brotið úr væng Boeing 777-þotu Mala­ysian Air­lines sem hvarf 8. mars í fyrra. Ekki er víst að nýfundið brakið til­heyri MH 370 þó stað­fest hafi verið að væng­brotið hafi til­heyrt þot­unni.

Réunion-eyja er undan aust­ur­strönd Madaga­skar og því hinu megin í Ind­lands­hafi frá leit­ar­svæð­inu undan ströndum Ástr­al­íu. Sam­hæf­ing­ar­mið­stöð Ástr­alíu gaf frá sér yfir­lýs­ingu þegar brakið fannst sem segir að sér­fræð­ingar séu vissir um að vélin hafi farið í hafið á skil­greindu leit­ar­svæði, miðað við haf­strauma í Ind­lands­hafi. Í grófum dráttum liggja þeir rang­sælis í hring í haf­inu, upp með strönd Ástr­alíu og Indónesíu, vestur fram hjá Ind­landi og suður með strönd Afr­íku.

Hvarf MH 370 á kortiSmelltu á lit­uðu flet­ina til að lesa meira.

Auglýsing

Leit­ar­svæðið er þó um 4.000 kíló­metra frá Réunion. Svæðið var síð­ast stækkað í apríl og þá tvö­faldað í 120.000 fer­kíló­metra. Tony Abbott, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, hefur sagt að leitin kosti nú þegar meira en 100 millj­ónir ástr­al­skra doll­ara, sem nemur um það bil 100 millj­örðum íslenskra króna. „Allar þær hund­ruð millj­óna mann­eskja sem fljúga eiga þetta inni hjá okk­ur. Það er undir okkur komið að reyna að tryggja að flug­ferðir séu eins öruggar og hægt er, til þess þurfum við að kom­ast til botns í þessum ömur­lega harm­leik,“ sagði Abbott.

Eftir að brakið fannst fyrir helgi, var það sent til Tou­louse í Frakk­landi til rann­sóknar á her­rann­sókn­ar­stofu. Frönsk yfir­völd vildu hins vegar ekki stað­festa að brakið væri úr MH 370 jafn­vel þó aðeins ein Boeing 777-þota hafi farist í sög­unni. Najib Razak, for­sæt­is­ráð­herra Malasíu, full­yrti þó að þarna hefðu fyrstu vís­bend­ing­arnar um þetta dul­ar­fulla hvarf fund­ist.

Þessi mis­vísand­i svör og sú óvissa sem þau skilja eftir hefur reitt aðstand­endur þeirra sem fór­ust með mala­sísku þot­unni. „Ég hef ekki heyrt stað­reynd­ir. Ég hef ekki heyrt neitt,“ sagði eig­in­maður konu sem var um borð. „Svo ég velti fyrir mér hvort hér hafi fólk kastað sér á fyr­ir­fram gefna nið­ur­stöðu í kapp­hlaup­inu um skýr­ing­ar.“

Ástæða þess að frönsk yfir­völd vilja ekki taka af allan vafa um að hér sé um brak úr MH 370 að ræða er að svo virð­ist sem að ekk­ert sýni­legt rað­númer sé á brak­inu. Það kemur hins vegar heim og saman við þjón­ustu­bækur Mala­ysian Air­lines, til þess að sann­reyna þetta þarf hins vegar frek­ari rann­sókn­ir.

Þá er allt eins mögu­legt að brakið sé úr ann­ari flug­vél, enda eng­inn skortur á flug­véla­braki á floti í heims­höf­un­um. BBC greinir frá því að þó nokkrar þotur hafi farist í Ind­lands­hafi og í nágreni Réunion síð­ustu tvo ára­tugi. Tvær stórar þotur hafa farist á þessu svæði; Yem­ensk þota af gerð­inni Air­bus 310 fórst 2009 og eþjópísk Boeing 767-þota fórs árið 1996.

AUSTRALIA MALAYSIA MISSING PLANE Ástr­alskir leit­ar­flokkar hafa kempt haf­flöt­inn vestan Ástr­alíu í leit að braki úr vél­inni. Sú leit hefur engan árangur bor­ið.

 

Verður ráð­gátan leyst?Brakið úr vél­inni sem fannst er svo­kallað væng­barð sem fest er aftan á væng þotu. Brakið sem hefur síðan fund­ist eru minni hlutir eins og glugga­hlífar og sætispúðar en strendur eyj­unnar Réunion eru nú kembdar eftir frek­ari vís­bend­ing­um.

Haf­fræð­ingar hafa reiknað líkön af því hvar brak vél­ar­innar ætti að hafa lent. Þar spila vind­ar, haf­straumar og öldur sam­an. David Griffin, haf­fræð­ingur hjá ástr­al­skri rann­sókn­ar­stofn­un, segir strendur Madaga­skar hafa verið lík­leg­asta lend­ing­ar­stað flug­véla­braks­ins. „Réunion er ekki svo langt frá því, séu hlut­irnir settir í sam­heng­i,“ sagði hann.

Dæmi eru um bát sem hvarf undan vest­ur­strönd Ástr­alíu í fyrra og fannst átta mán­uðum síð­ar, nærri heill vestan Madaga­sk­ar. Svo leit­ar­sveitir eru nú nokkuð sann­færðar um að þær séu að leita á réttum stað, með són­ar­tækj­um, á skil­greinda leit­ar­svæð­inu. Þar telja þeir að skrokkur vél­ar­innar sé.

Talið er að ýmis­konar brak úr vél­inni sé á floti á risa­stóru svæði í Ind­lands­hafi. Ástæðan fyrir því að væng­barðið er komið svo lang er vegna þess að það er holt að inn­an, svo það flýtur vel. Stað­setn­ing þessa braks gæti því hjálpað til við að áætla nán­ari brot­lend­ing­ar­stað­setn­ingu.

AUSTRALIA MALAYSIA MISSING PLANE Són­ar­tækni er notað til að kanna hafs­botn­inn í leit að skrokki vél­ar­innar sem enn er talið að sé á fyr­ir­fram skil­greindu leit­ar­svæði, þrátt fyrir fund braks úr vél­inni í mörg þús­und kíló­metra fjar­lægð.

 

Það eitt er hins vegar mik­ill vandi. „Ég hef rakið ferðir braks á hafi og fundið stað­setn­ingu skips­flaka, en þá hefur aðeins liðið einn til tveir dag­ar,“ segir David Mearns, skips­skaða­fræð­ing­ur, og bendir á að nú séu nærri 16 mán­uðir síðan MH 370 fórst.

Ljóst er að ekki verður kom­ist til botns í því hvað fór úrskeiðis þegar flug MH 370 hvarf fyrr en flug­ritar vél­ar­innar finn­ast. Stöku brak úr þot­unni mun ekki leysa neinar ráð­gát­ur, segir Greg Waldon, hjá flug­frétta­vefnum Flight­global, í sam­tali við BBC.

Eftir að flug­vélin og allir um borð hurfu spor­laust fyrir nærri einu og hálfu ári síðan spruttu margar kenn­ingar um hvað gerð­ist. Sé brakið sann­ar­lega úr þotu Mala­ysian Air­lines eru margar þeirra ólík­leg­ustu úr sög­unni. Kjarn­inn tók saman helstu kenn­ing­arnar um hvarf vél­ar­innar stuttu eftir að hún hvarf.

MALAYSIA MISSING PLANE Malasian Air­lines hefur misst tvær af vélum sínum með full­fermi far­þega síð­ustu 16 mán­uði. MH 370 hvarf spor­laust 8. mars 2014 og MH 17 var skotin niður yfir Donetsk í Úkra­ínu 17. júlí 2014. 537 fór­ust með þessum tveimur vél­um. Í júlí 2015 var nýr fram­kvæmda­stjóri ráð­inn til flug­fé­lags­ins og hefur hann sagt félagið „tækni­lega gjald­þrota“ og að árið 2017 verði allt merki fyr­ir­tæk­is­ins end­ur­skoð­að.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None