Þýska fyrirtækið Kurzgesagt - In a nutshell hefur síðan 2013 framleitt sjónrænar skýringar á heimsmálunum og vísindalegum fyrirbrigðum og dreift á YouTube. Í vikunni birti fyrirtækið svo fréttaskýringu um flóttamannastrauminn til Evrópu þar sem fjöldi flóttamanna þar er settur í samhengi við þann fjölda sem nú flýr átökin í Sýrlandi.
Kjarninn hefur fjallað um þennan mikla flóttamannavanda í Evrópu sem þegar er orðinn sá mesti síðan í seinni heimstyrjöldinni. Evrópulönd hafa átt erfitt með að koma sér saman um stefnu í málefnum þessa fólks sem leitar hælis frá heimalandinu sem er í rúst. Neyðarhróp hafa borist frá syðri landamæraríkjum Evrópusambandsins (ESB) til annara ríkja í álfunni enda sjá þau sér ekki fært að veita öllu því fólki sem þangað kemur hæli.
Flóttamannavandinn í Evrópu útskýrður
https://youtu.be/RvOnXh3NN9w
Hönnunarstúdíóið Kurzgesagt var stofnað árið 2013 af Pilipp Dettmer og Stephan Rether með það að markmiði að útskýra flókin málefni á einfaldan hátt í stuttum myndskeiðum. Á vefsíðu þeirra kurzgesagt.org segjast þeir „elska vísindi, minimalisma, liti og tónlist“ og þá helst þegar þessu er öllu steypt saman í frásögn.
Auðvelt er að týna sér á YouTube-rás fyrirtækisins þar sem finna má fjölda myndbanda sem útskýra furðuluegustu hluti alheimsins; hvernig þversögn Fermis virkar eða mislinga, hve veigamikil er mannsævi í samhengi við sögu mannkyns og rökin með og á móti kjarnorku útskýrð.
Hér að neðan má sjá nokkur af myndböndum Kurzgesagt. Öll myndböndin eru á ensku og hægt að horfa á þau með enskum texta.
Eru stríð úr sögunni?
https://youtu.be/NbuUW9i-mHs
Írak útskýrt — ISIS, Sýrland og stríð
https://www.youtube.com/watch?v=AQPlREDW-Ro
Kjarnorka útskýrð: Hvernig virkar hún?
https://youtu.be/rcOFV4y5z8c
Þrjár ástæður hvers vegna kjarnorka er skelfileg
https://youtu.be/HEYbgyL5n1g
Þrjár ástæður hvers vegna kjarnorka er frábær
https://www.youtube.com/watch?v=pVbLlnmxIbY
Golfstraumurinn útskýrður
https://youtu.be/UuGrBhK2c7U
Bankastarfsemi útskýrð
https://youtu.be/fTTGALaRZoc