Reynslumiklir oddvitar hverfa á braut og fylgi Miðflokks dvínar

Framboðslistar stærstu flokkanna í Norðausturkjördæmi munu sumir hverjir hafa nýja ásýnd í kosningunum í haust, en reynslumiklir þingmenn fara ekki fram að nýju. Fylgi Miðflokksins í kjördæmi formannsins er mun minna nú en árið 2017.

Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli. Hann er einn þriggja oddvita í Norðausturkjördæmi sem fara ekki fram að nýju.
Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli. Hann er einn þriggja oddvita í Norðausturkjördæmi sem fara ekki fram að nýju.
Auglýsing

Norð­aust­ur­kjör­dæmi teygir sig frá Trölla­skaga suð­austur að sveit­ar­fé­laga­mörkum Múla­þings og Horna­fjarð­ar. Í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra voru tæp 11,8 pró­sent kjós­enda á kjör­skrá í kjör­dæm­inu – tæp­lega 29.700 manns.

Innan við hálft ár er til næstu þing­­­kosn­­­inga, sem eiga að fara fram 25. sept­­­em­ber næst­kom­andi. Stjórn­­­­­mála­­­flokk­­­arnir eru í óða­önn við að ákveða hvaða ein­stak­l­ingar verði í fram­­­boði fyrir þá.

Þegar er ljóst að nokkur end­ur­nýjun mun verða á þing­liði kjör­dæm­is­ins, en odd­vitar þriggja af þeim fimm flokkum sem eiga í dag full­trúa í Norð­aust­ur­kjör­dæmi munu ekki fara fram að nýju.

Á lands­vísu er staðan þannig, og hefur verið í nokkurn tíma sam­­­kvæmt könn­un­um, að flókið gæti orðið að mynda starf­hæfa rík­­­is­­­stjórn eftir kosn­ing­ar. Stjórn­­­­­ar­­­flokk­­­arnir hafa allir tapað fylgi, stærstu stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­flokk­­­arnir ekki bætt næg­i­­­lega miklu við sig til að gera afger­andi kröfu á stjórn­­­­­ar­­­myndun og nýir flokkar sem hafa ekki átt sæti á Alþingi áður eru að banka á dyrn­­­ar. Ekki er úti­­­lokað að flokk­­­arnir á þingi verði níu tals­ins eftir að atkvæði hausts­ins verða tal­in, og hafa þá aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn fékk gögn frá MMR úr könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­­­­­mála­­­flokka síð­­­­­ustu þrjá mán­uði. Á meðal þeirra upp­­­lýs­inga sem þar er að finna er fylgi flokka eftir land­­­svæð­­­um. Tölur MMR miða þó ekki við kjör­­­dæmi í öllum til­­­vikum og því gefa þær fyrst og síð­­­­­ast vís­bend­ingu um hver staða stjórn­­­­­mála­­­flokk­anna er í hverju kjör­­­dæmi fyrir sig.

Und­an­farna daga hefur Kjarn­inn fjallað um stöðu fram­boðs­mála og fylgi við flokk­ana í Reykja­vík, Krag­anum og Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Nú er komið að Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem fimm flokkar eiga tvo full­trúa hver á þingi sem sakir standa.

Sjálf­stæð­is­flokkur leitar arf­taka Krist­jáns Þórs

Nið­ur­staða 2017 - 4.787 atkvæði - 20,3 pró­sent

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun fara með nýja for­ystu inn í kosn­inga­bar­átt­una. Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu frá því árið 2007 gaf það út fyrir skemmstu að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til þings að nýju.

Kristján Þór Júlíusson er að hætta á þingi. Mynd: Bára Huld Beck.

Njáll Trausti Frið­berts­son þing­mað­ur, sem skipað hefur annað sæti á Krist­jáni Þór í und­an­förnum kosn­ing­um, sæk­ist eftir því að taka við odd­vita­sæt­inu. Gauti Jóhann­es­son, for­seti bæj­ar­stjórnar í Múla­þingi og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Djúpa­vogi hefur einnig boðað að hann sæk­ist eftir efsta sæti á lista. Fjöl­mörg fleiri nöfn hafa verið nefnd til sög­unnar varð­andi efsta sætið hjá flokkn­um, en eng­inn hefur enn viljað kann­ast við að ætla sér að blanda sér í odd­vitaslag við þá Njál Trausta og Gauta.

Miðað við kann­anir MMR það sem af er ári má ætla að hver sem verður efstur á lista hjá Sjálf­stæð­is­flokki verði einnig fyrsti þing­maður kjör­dæm­is­ins, en flokk­ur­inn mælist með tæp­lega 24 pró­senta fylgi á Norð­ur­landi og rúm­lega 25 pró­senta fylgi á Aust­ur­landi það sem af er ári, nokkrum pró­sentu­stigum meira en í sam­bæri­legum könn­unum MMR fyrir kosn­ing­arnar árið 2017.

Óli leiðir Vinstri græn

Nið­ur­staða 2017 - 4.699 atkvæði - 19,9 pró­sent

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis og einn stofn­enda VG ætlar að hætta á þingi eftir að hafa setið þar óslitið frá 1983. Um miðjan febr­úar varð ljóst að Óli Hall­dórs­son sveit­ar­stjórn­ar­maður í Norð­ur­þingi myndi taka við odd­vita­sæt­inu af Stein­grími.

Sú nið­ur­staða for­vals var tölu­vert högg fyrir þing­flokks­for­mann­inn Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur, sem verið hefur í öðru sæti á fram­boðs­lista VG í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í und­an­förnum kosn­ing­um. Hún sagð­ist þurfa að hugsa sig um hvort hún tæki annað sætið á list­an­um, en ákvað síðan að gera það. Þriðja sæti list­ans skipar Jódís Skúla­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Múla­þingi.

Óli og Bjarkey leiða lista Vinstri grænna.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi hefur allt frá stofnun Vinstri grænna verið eitt sterkasta vígi flokks­ins á lands­vísu og það verður áhuga­vert að sjá hvort það hafi eitt­hvað að gera með per­sónu­fylgi Stein­gríms.

Nýj­ustu mæl­ingar MMR á Norð­ur­landi, þar sem þorri kjós­enda kjör­dæm­is­ins býr, það sem af er ári mæla flokk­inn á svip­uðu róli og hann var fyrir kosn­ing­arnar 2017, eða með um 15 pró­sent fylgi. Þegar talið var upp úr kjör­köss­unum haustið 2017 var fylgið þó nærri 20 pró­sent í kjör­dæm­inu,

Mið­flokkur Sig­mundar virð­ist dala á Norð­ur­landi

Nið­ur­staða 2017 - 4.388 atkvæði - 18,6 pró­sent

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son stofn­andi Mið­flokks­ins er odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu og ekki hefur heyrst að það komi til með að breyt­ast. Hann var áður odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu og hefur tölu­vert per­sónu­fylgi, sem sést kannski best á því að flokk­ur­inn skák­aði Fram­sókn­ar­flokknum þar árið 2017.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.

Lítið hefur almennt heyrst af fram­boðs­málum Mið­flokks­ins en þó hefur verið sagt frá því að Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­mað­ur, sem skip­aði annað sæti list­ans í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2017, gæti fengið sam­keppni um það sæti frá Þor­grími Sig­munds­syni vara­þing­manni úr Skútu­staða­hreppi sem var í þriðja sæti list­ans árið 2017.

Auglýsing

Fylgi flokks­ins á Norð­ur­landi er þó á allt öðrum stað en það var í aðdrag­and­anna kosn­inga árið 2017, sam­kvæmt mæl­ingum MMR, en á Aust­ur­landi mælist fylgið enn fremur mik­ið. Flokk­ur­inn er sam­kvæmt mæl­ingum MMR með um 8 pró­sent fylgi á Norð­ur­landi en hátt í 16 pró­senta fylgi á Aust­ur­landi. Í tveimur mæl­ingum MMR fyrir kosn­ing­arnar 2017 var fylgið um eða yfir 20 pró­sent í báðum lands­hlutum – í góðum takti við kjör­fylg­ið.

End­ur­nýjun hjá Fram­sókn?

Nið­ur­staða 2017 - 3.386 atkvæði - 14,3 pró­sent

Odd­viti list­ans í síð­ustu kosn­ingum var Þór­unn Egils­dótt­ir, en hún þurfti að segja skilið við þing­störfin vegna erf­iðra veik­inda. Líneik Anna Sæv­ars­dóttir þing­maður sótt­ist eftir odd­vita­sæt­inu í kjöl­far­ið, en það gerði einnig Ingi­björg Ólöf Ísaksen, bæj­ar­full­trúi flokks­ins á Akur­eyri.

Póst­kosn­ingu flokks­ins lauk 31. mars en ekki er búið að birta nið­ur­stöður henn­ar, enda var síð­asti dagur mars­mán­aðar síð­asti dag­ur­inn til þess að póst­leggja atkvæðin og atkvæðin liggja mögu­lega enn í ein­hverjum dreif­ing­ar­mið­stöðvum Íslands­pósts. Búist er við að nið­ur­staða verði kynnt upp úr miðjum mán­uði.

Jón Björn Hákon­ar­son, rit­ari flokks­ins og bæj­ar­stjóri í Fjarða­byggð, sótt­ist eftir 2. sæti á lista, rétt eins og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son bóndi og vara­þing­maður í Grýtu­bakka­hreppi, sem setið hefur tals­vert á þingi þetta kjör­tíma­bilið í fjar­veru Þór­unn­ar, og Helgi Héð­ins­son, odd­viti Skútu­staða­hrepps.

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður. Mynd: Bára Huld Beck.

Fram­sókn hefur löngum átt sterkt vígi á Aust­ur­landi og þaðan komu einmitt báðir þing­menn flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, Þór­unn frá Vopna­firði og Líneik frá Fáskrúðs­firði. Í nýj­ustu mæl­ingum MMR er flokk­ur­inn með hátt í 23 pró­sent fylgi í lands­hlut­an­um.



Fylgið á Norð­ur­landi er þó tölu­vert lægra en í öðrum lands­hlutum á lands­byggð­inni – ein­ungis rúm 13 pró­sent. Það er svipuð staða og árið 2017 er nið­ur­staða flokks­ins, 14,3 pró­sent, varð sú versta sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur fengið í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Hver verður með Loga á lista Sam­fylk­ing­ar?

Nið­ur­staða 2017 - 3.275 atkvæði - 13,9 pró­sent

Engar líkur eru á öðru en að Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Akur­eyr­ingur leiði lista flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi til kosn­inga í haust. Spurn­ingin hvað Sam­fylk­ingu varðar er hver verði með honum á list­an­um. Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir þing­maður ætlar ekki að gefa kost á sér að nýju og óljóst er hver hreppir annað sætið á list­an­um.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar.

Sam­fylk­ingin mælist í nýj­ustu könn­unum MMR með umtals­vert meira fylgi á Norð­ur­landi en fyrir kosn­ing­arnar 2017, eða tæp 18 pró­sent. Í sam­bæri­legum könn­unum MMR fyrir tæpum fjórum árum var fylgið í lands­hlut­anum að mæl­ast í tæpum 10 pró­sentu­stig­um. Á Aust­ur­landi hafa hart­nær 13 pró­sent þeirra sem taka afstöðu sagst ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una – fyrir kosn­ing­arnar 2017 voru það rúm 8 pró­sent.

Einar reynir aftur við þing­sæti fyrir Pírata

Nið­ur­staða 2017 - 1.295 atkvæði - 5,5 pró­sent

Ein­ar Brynj­­ólfs­­son, fram­halds­­­skóla­­kenn­­ari og fyrr­ver­andi þing­maður Pírata, mun leiða Pírata í Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi, en hann varð hlut­skarpastur í próf­kjöri sem fram fór í mars. Hrafn­dís Bára Ein­ars­dóttir verður í öðru sæti list­ans.

Einar Brynjólfsson leiðir Pírata á ný.

Einar var kjör­inn á þingi fyrir Pírata árið 2016 en náði ekki kjöri á ný árið 2017 þegar kosið var á ný. Með­al­tals­fylgi Pírata á Norð­ur­landi úr síð­ustu könn­unum MMR er tæp 9 pró­sent, en tæp 6 pró­sent á Aust­ur­landi.

Flokkur fólks­ins

Nið­ur­staða 2017 - 1.005 atkvæði 4,3 pró­sent

Lítið hefur heyrst af fram­boðs­málum Flokks fólks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Kjarn­inn fékk þær upp­lýs­ingar frá flokknum fyrir helgi að ekki væri enn komið að því að kynna odd­vita flokks­ins.

Það er þó alveg ljóst að Hall­dór Gunn­ars­son fyrr­ver­andi sókn­ar­prestur í Holti, sem leiddi flokk­inn árið 2017, gerir það ekki á ný. Hann sagði sig úr flokknum eftir Klaust­ur­málið og hvatti fólk til þess að snúa baki við Flokki fólks­ins, eins og tveir þing­menn flokks­ins höfðu þegar gert – og ganga í Mið­flokk­inn.

Á vef flokks­ins hefur verið kunn­gjört að þau Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Tommi á Ham­borg­ara­búll­unni (Tómas Andrés Tóm­as­son) muni fara í fram­boð fyrir flokk­inn.

Fylgi flokks­ins á bæði Norð­ur­landi og Aust­ur­landi er sam­kvæmt síð­ustu könn­unum MMR í takti við kjör­fylgið 2017, eða á milli 4-6 pró­sent.

Eng­inn kjós­andi Við­reisnar fannst fyrir austan

Nið­ur­staða 2017 - 495 atkvæði - 2,1 pró­sent

Við­reisn er þessa dag­ana að „af­hjúpa“ odd­vita sína í kjör­dæmum vítt og breitt um land­ið. Enn sem komið er hafa þó engin tíð­indi borist úr Norð­aust­ur­kjör­dæmi og lítið heyrst af vænt­an­legri upp­still­ingu flokks­ins þar.

Eins og rakið var í umfjöllun Kjarn­ans um kjör­dæmin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru þó fleiri um odd­vita­sætin þar en mögu­legt er að stilla upp í raun­hæf þing­sæti fyrir flokk­inn á suð­vest­ur­horn­inu. Það er því aldrei að vita nema Við­reisn færi kjós­endum í Norð­austri send­ingu að sunn­an.

En odd­vita­sæti Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er ólík­lega ávísun á þing­sæti. Flokk­ur­inn var með 2,1 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum og í nýj­ustu mæl­ingum MMR fer hann ekki yfir 4 pró­senta með­al­fylgi á Norð­ur­landi. Á Aust­ur­landi, þar sem svar­endur eru tæp­lega 100 tals­ins, fannst ekki einn ein­asti kjós­andi Við­reisnar í síð­ustu könn­unum MMR.

Bene­dikt Jóhann­es­son, þá for­maður Við­reisn­ar, náði kjöri fyrir flokk­inn í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2016 og varð fjár­mála­ráð­herra í kjöl­far­ið. Hann leiddi flokk­inn áfram í kjör­dæm­inu árið 2017 en náði ekki 500 atkvæðum í hús.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn

Sós­í­alistar hafa ekk­ert opin­berað um fram­boðs­mál sín fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Á Norð­ur­landi og Aust­ur­landi mælist flokk­ur­inn með á bil­inu 4-5 pró­senta fylgi.

Þingmenn Norðausturkjördæmis

Kjör­dæma­kjörnir

Krist­ján Þór Júl­í­us­son (D)

Stein­grímur J. Sig­fús­son (V)

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son (M)

Þór­unn Egils­dóttir (B)

Logi Ein­ars­son (S)

Njáll Trausti Frið­berts­son (D)

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir (V)

Anna Kol­brún Árna­dóttir (M)

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir (B)

Upp­bót­ar­þing­maður

Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir (S)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent