Mynd: Eyþór Árnason bjarni katrín sigurður ingi
Forsvarsmenn ríkisstjórnar Íslands.
Mynd: Eyþór Árnason

Ríkissjóður getur sótt næstum 15 milljarða með því að hækka fjármagnstekju- og bankaskatt

Með því að hækka fjármagnstekjuskatt um þrjú prósentustig væri hægt að auka tekjur vegna hans um rúma fimm milljarða króna. Ríkustu tíu prósent landsmanna myndu greiða 87 prósent þeirrar hækkunar. Ef bankaskattur yrði hækkaður aftur upp í það sem hann var myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 9,4 milljarða króna.

Ef fjár­magnstekju­skattur yrði hækk­aður úr 22 í 25 pró­sent myndi það skila tæp­lega 5,3 millj­örðum króna í tekju­aukn­ingu fyrir rík­is­sjóð á ári. Af þeirri upp­hæð myndu þau tíu pró­sent lands­manna sem eru með hæstu tekj­urnar greiða 4,6 millj­arða króna, eða tæp 87 pró­sent. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem skrif­stofa skatta­mála fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vann að beiðni efna­hags- og við­skipta­nefndar og var skilað til hennar 17. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Þar kemur einnig fram að ef banka­skatt­ur­inn svo­kall­aði yrði hækk­aður aftur úr 0,145 í 0,376 pró­sent af heild­ar­skuldum þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­arða króna myndi það auka tekjur rík­is­sjóðs af inn­heimtu skatts­ins úr 5,9 í 15,3 millj­arða króna á næsta ári. Þar munar 9,4 millj­örðum króna. 

Rík­is­stjórnin ákvað að lækka banka­skatt­inn árið 2020 og kynnti þá lækkun sem við­bragð við efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að skatt­byrði vegna banka­skatts­ins legg­ist ekki að öllu leyti á banka, heldur líka á við­skipta­vini þeirra. Þannig leiði auknar álögur á banka til þess að vaxta­munur auk­ist. Þróun vaxta­munar – mis­mun­ar­ins á því sem bankar borga fyrir að fá fjár­magn að lán og því sem þeir rukka heim­ili og fyr­ir­tæki fyrir að lána þeim fjár­magn – hefur ekki verið þannig síðan að banka­skatt­ur­inn var lækk­að­ur. Þvert á móti lækk­aði vaxta­munur frá 2016 og fram yfir þann tíma. Í fyrra var hann 2,3 til 2,8 pró­sent. Á fyrstu níu mán­uðum yfir­stand­andi árs var hann 2,8 til 3,2 pró­sent. 

Þá var óskað eftir því að reiknað yrði út hvaða áhrif það myndi hafa á tekjur rík­is­sjóðs að leggja 50 pró­senta stærð­ar­á­lag á veiði­gjöld frá og men fjögur þús­und þorskígildistonn­um, en álagið myndi þá ein­ungis leggj­ast á stærstu útgerðir lands­ins. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið taldi sig ekki geta svarað þeirri spurn­ingu þar sem mál­efna­sviðs heyri undir mat­væla­ráðu­neyt­ið. 

Hærri vaxta­bætur lenda hjá milli­tekju­hópum

Nefnd­ar­menn í efna­hags- og við­skipta­nefnd ósk­uðu líka eftir því að kostn­aður við að hækka öll eigna­skerð­ing­ar­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins ym 50 pró­sent og skipt­ingu á því hvernig ábat­inn af því myndi dreifast eftir tekju­tí­und­un­um.

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að tekjur heim­ila vegna vaxta­bóta, sem hafa farið hratt lækk­andi á und­an­förnum árum, hafi verið tveir millj­arðar króna í fyrra. Miðað við þá tölu myndu tekjur heim­ila aukast um 700 til 800 millj­ónir króna ef eigna­skerð­ing­ar­mörkin yrðu hækkuð um 50 pró­sent. Sú upp­hæð myndi að stærstum hluta lenda hjá milli­tekju­hóp­um, tekju­tí­undum fjögur til sex, en efstu tekju­tí­und­irnar tvær myndi ekki fá neitt í sinn hlut. 

Skrif­stofa skatta­mála taldi nauð­syn­legt að til­taka í minn­is­blað­inu að hækkun á grunn­fjár­hæð hús­næð­is­bóta um tíu pró­sent og hækun frí­tekju­mark sömu bóta um þrjú pró­sent, sem ráð­ist var í fyrr á þessu ári, hafi aukið tekjur heim­ila um einn millj­arð króna á árs­grund­velli. 

Gátu ekki reiknað út áhrif band­orms­ins á „með­al­fjöl­skyldu“

Að lokum bað nefndin um að reiknað yrði út hversu mik­ill kostn­að­ar­auki með­al­fjöl­skyldu yrði vegna band­orms­ins svo­kall­aða, sem fylgir með fjár­laga­frum­varpi hvers árs og hækkar allskyns gjöld. 

Í svari skatta­skrif­stof­unnar segir að það sé erfitt að áætla þann kostn­að­ar­auka án þess að gefa sér of margar for­send­ur. „Engin leið er til þess að vita hver kostn­aður „með­al­fjöl­skyldu“ gæti verið með til­liti til t.d. neyslu á áfengi og tóbaki og hvort og hvernig bif­reið/-ir hún gæti átt svo dæmi séu tek­in. Þá má nefna að bif­reiðir í eigu þeirra sem fá greiddan örorku­styrk, örorku­líf­eyri, bens­ín­styrk eða umönn­un­ar­greiðslur vegna örorku barna frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins eru und­an­þegnar bif­reiða­gjaldi og þá greiða aðeins þeir sem eru á aldr­inum 16-70 ára gjald í Fram­kvæmda­sjóð aldr­aðra og sér­stakt gjald vegna Rík­is­út­varps­ins.“

Breyt­urnar séu ein­fald­lega of margar og því engin auð­veld leið til að reikna út slíkan kostn­að­ar­auka. „Þess má geta að 7,7 pró­sent upp­færsla krónu­tölu­gjalda til sam­ræmis við verð­lags­spá hefur áhrif til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs og eru þau áhrif áætluð 0,2 pró­sent í frum­varp­inu. Þá munu fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á vöru­gjaldi á öku­tæki jafn­framt leiða til 0,2 pró­sent hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs. Í því sam­hengi ber að líta til þess að ráð­staf­anir sem auka tekjur rík­is­sjóðs draga úr þenslu í hag­kerf­inu og þar með úr almennum verð­bólgu­þrýst­ingi. Þannig styður rík­is­fjár­mála­stefnan við verð­stöð­ug­leika og dregur úr þörf fyrir hækkun stýri­vaxta. Auk þess draga þessar ráð­staf­anir úr halla rík­is­sjóðs og gera hann þannig betur í stakk búinn að draga úr nið­ur­sveiflum fram­tíð­ar. Þessi almennu áhrif vega þyngra gagn­vart efna­hags­legum stöð­ug­leika en bein áhrif verð­lags­upp­færslu krónutölu­gjalda á vísi­tölu neyslu­verðs.“

Efsta lagið tekur til sín nán­ast allar fjár­magnstekjur

Fjár­magnstekjur hafa verið umtals­vert í umræð­unni und­an­farna mán­uði. Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­­­tí­und­um, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­­­­­is­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­­­sent lands­­­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­­­­skyld­­­­­­­ur, var með tæp­­­­­­­lega 147 millj­­­­­­­arða króna í fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­­asta ári. Heild­­­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­­­uðu um 57 pró­­­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Hjá þeim heim­ilum í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­­­­uðu ráð­­­­­stöf­un­­­­­ar­­­­­tekjur að með­­­­­al­tali um ríf­­­­­lega tíu pró­­­­­sent, að lang­­­­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­­­­­­­magnstekja. 

Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­­­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­­­­stöf­un­­­­­ar­­­­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­­­­aði að með­­­­­al­tali um 5,1 pró­­­­­sent í fyrra.

Þetta þýðir að ráð­­­­stöf­un­­­­ar­­­­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­­­uðu mun meira hlut­­­­falls­­­­lega en ann­­­­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­­­­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­­­­­­­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­­­­­­­ast launa­­­­tekjur á síð­­­­asta ári. 

Rað­stöf­un­ar­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­uðu lang­mest

Fjár­­­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­­tekj­­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­­ir.Alls um níu pró­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­magnstekj­­­ur. Fjár­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­urnar eru. 

Þetta þýðir að ráð­­­­stöf­un­­­­ar­­­­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­­­uðu mun meira hlut­­­­falls­­­­lega en ann­­­­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­­­­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­­­­­­­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­­­­­­­ast launa­­­­tekjur á síð­­­­asta ári. 

Í nýlegu Mán­að­­­­­ar­yf­­­­­ir­liti ASÍ kom fram að skatt­­­­­byrði hafi heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­­­­fall tekju- og fjár­­­­­­­­­magnstekju­skatts af heild­­­­­ar­­­­­tekj­­­­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­­­­sent af heild­­­­­ar­­­­­tekjum í 23,4 pró­­­­­sent.

Skatt­­­­byrði efstu tíund­­­­­ar­innar dróst hins vegar sam­­­­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­­­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­­­­sent í fyrra. Skatt­­­­­byrði allra ann­­­­­arra hópa, hinna 90 pró­­­­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Í minn­is­­­­­­­blaði um áður­­­­­­­­­­­nefnda grein­ing­u sem lagt var fyrir rík­­­­­­­is­­­­­­­stjórn í sum­ar. Þar kom fram að hækk­­­­­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­­­­­tí­und­­­­­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­­­­­­­­­ast til­­­­­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­­­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­­­­­sent af öllum fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekju­skatti.

Tugir millj­arða greiddir út úr bönk­unum á ári hverju

Allir stóru bank­­­­arnir þrír; Lands­­­bank­inn, Arion banki og Íslands­­­­­banki, birtu upp­­­gjör sitt vegna fyrstu níu mán­aða árs­ins í lið­inni viku. Þar kemur fram að sam­an­lagður hagn­aður þeirra á tíma­bil­inu var 50,2 millj­­arðar króna. Arion banki hagn­að­ist um 20,4 millj­­arða króna, Íslands­­­banki um 18,5 millj­­arða króna og Lands­­bank­inn um 11,3 millj­­arða króna. 

Gangi bönk­­unum jafn­­vel á síð­­asta árs­fjórð­ungi og þeim hefur gengið hingað til á árinu mun sam­eig­in­­legur hagn­aður þeirra vera um 67 millj­­arðar króna á yfir­­stand­andi ári. 

Það er minna en þeir högn­uð­ust um í fyrra, þegar þeir höl­uðu inn 81,2 millj­­örðum króna. Þann fyr­ir­vara verður þó að hafa á þeim hagn­aði að hann var gríð­­ar­­leg­­ur, eða 170 pró­­sent meira en bank­­arnir þrír högn­uð­ust um árið 2020. 

Auk þess hafa bank­arnir greitt háar fjár­hæðir út til hlut­hafa sinna. Alls greiddi Arion bank­i út arð eða keypti eigin bréf af hlut­höfum fyrir 31,5 millj­­­­arða króna ​á síð­­­­asta ári. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022 hefur Arion banki skilað 28,9 millj­­­örðum króna til hlut­hafa sinna í gegnum arð­greiðslur og end­­­ur­­­kaup á bréf­­­um. Því hefur Arion banki greitt yfir 60 millj­­­arða króna út til hlut­hafa sinna á tveimur árum. Bank­inn hefur þegar boðað áform um að greiða enn meira út til þeirra í fyr­ir­­­sjá­an­­­legri fram­­­tíð þannig að útgreiðsl­­­urnar nálgist 90 millj­­­arða króna. 

slands­­­­­banki greiddi hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­­arða króna í arð vegna síð­­asta árs. Auk þess kom fram fyrr á þessu ári að stjórn bank­ans stefni að því að greiða út 40 millj­­­­arða króna í umfram eigið fé fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið sam­­þykkt end­­ur­­kaupa áætlun fyrir 15 millj­­arða króna í ár. 

Banka­ráð Lands­­­­bank­ans sam­­þykkti á aðal­­fundi í mars að greiða 14,4 millj­­­­arðar króna í arð vegna árs­ins 2021. Banka­ráð sam­­þykkti auk þess fyrr í ár að greiða út sér­­staka arð­greiðslu upp á 6,1 millj­­arð króna. Arð­greiðslur Lands­­bank­ans fara nær allar í rík­­is­­sjóð.

Svig­rúm þeirra til að greiða hærri banka­skatt er því umtals­vert.

Alls 71 pró­sent af kök­unni verður eftir hjá útgerð­unum

Frá árinu 2009 hefur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins hagn­­ast um 533 millj­­arða króna. Mestur var hagn­að­­ur­inn í krónum talið á tíma­bil­inu í fyrra, árið 2021, þegar geir­inn hagn­að­ist um 65 millj­­arða króna. Hann jókst um 124 pró­­sent á milli ára og var 36 millj­­örðum krónum meiri í fyrra en árið 2022.

Á sama tíma­bili, frá 2009 og út síð­­asta ár, hefur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn greitt 219,3 millj­­arða króna í opin­ber gjöld, þar af 85,9 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld. Auk þess er um að ræða tekju­skatt og trygg­inga­gjald. Sú tala dregst frá áður en hagn­aður sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja er reikn­að­ur auk þess sem búið er að taka til­­lit til fjár­­­fest­ingar í geir­an­um, sem býr til eign. 

Opin­beru gjöldin voru 22,3 millj­­arðar króna í fyrra, sem var 28 pró­­sent meira en árið 2020. Á sama tíma og hagn­að­­ur­inn sem sat eftir hjá sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­unum jókst um 36 millj­­arða króna milli ára juk­ust opin­beru gjöldin um 4,9 millj­­arða króna.

Hagn­aður geirans áður en hann greiddi veið­i­­­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjald í rík­­is­­sjóð var sam­tals 752,3 millj­­arðar króna frá 2009 og út síð­­asta ár. Af þessum hagn­aði sat tæp­­lega 71 pró­­sent eftir hjá útgerðum lands­ins en rétt um 29 pró­­sent fór í opin­ber gjöld.

Þegar tekið er til­liti til 143 millj­arða króna arð­greiðslna út úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum frá 2010, og vexti á eigin fé þeirra frá 2008, liggur fyrir að hagur sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækj­a hefur vænkast um 575,2 millj­­­­arða króna frá hrun­i. 

Þar er því svig­rúm til að greiða hærri greiðslur í opin­bera sjóði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar