Ríkisstjórnin kolfallin, níu flokkar á þingi og Framsókn með pálmann í höndunum
Tveir stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru að mælast með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni frá því að hún var keyrð fyrst í vor. Sá þriðji, Framsókn, er hins vegar vel yfir kjörfylgi og erfitt er að sjá að hægt sé að mynda ríkisstjórn án hans. Fjórir dagar eru til kosninga og níu flokkar mælast nú inni á þingi.
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú með 45 prósent samanlagt fylgi samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar. Samanlagða fylgið hefur ekki mælst lægra nú í aðdraganda kosninga, sem fara fram á laugardag, en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur fengu samtals 7,9 prósentustigum meira í kosningunum 2017 en þeir mælast með nú.
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli voru yfir 60 prósent í lok síðasta mánaðar. Nú eru þær líkur komnar niður í 31 prósent og hafa lækkað nokkuð hratt með hverri keyrðri kosningaspá.
Sú ríkisstjórn sem er sennilegust eins og er, að teknu tilliti til útilokunar sumra flokka á samstarfi með öðrum og raunsæju mati á að ekki sé gerlegur samstarfsgrundvöllur vegna persónulegra aðstæðna hjá ákveðnum flokkum, er ríkisstjórn Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar og Framsóknarflokks, en þær eru 55 prósent. Skammt á eftir kemur ríkisstjórn fjögurra miðjuflokka: Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Líkurnar á því að þeir flokkar nái meirihluta, eru nú 52 prósent og hafa aukist í mánuðinum. Reykjavíkurmódelið svokallaða mælist svo með 41 prósent líkur á því að verða að veruleika.
Fimm flokka stjórn áðurnefndra flokka allra flokka sem nefndir eru hér að ofan á 98 prósent möguleika á því að ná meirihluta og gæti verið einn skýrasti valkosturinn sem í boði verður, nái níu flokkar inn á þing og ógjörningur verður að mynda fjögurra flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokks.
Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar. Í hverri sýndarkosningu er vegið meðaltal þeirra skoðanakannana sem kosningaspáin nær yfir hverju sinni líklegasta niðurstaðan en sýndarniðurstaðan getur verið hærri eða lægri en þetta meðaltal og hversu mikið byggir á sögulegu fráviki skoðanakannana frá úrslitum kosninga.
Flokkur fólksins tekur stökk
Líkt og rakið hefur verið í greiningum Kjarnans á kosningaspánni undanfarna daga og vikur hefur staða ríkisstjórnarinnar versnað nokkuð skarpt, og hefur aldrei verið verri nú þegar fjórir dagar eru í kosningar. Fram undan eru leiðtogakappræður á þremur mismunandi miðlum: á mbl.is á miðvikudag, hjá miðlum Sýn á fimmtudag og á RÚV á föstudag. Slíkar kappræður hafa áður getað reynst dýrmætar til að snúa töpuðu tafli upp í að minnsta kosti varnarsigra.
Sá flokkur sem hefur tapað mestu fylgi á því tímabili er Sjálfstæðisflokkurinn, en fylgi hans hefur lækkað um 2,8 prósentustig og stendur nú í 21,5 prósentum. Það er eitt minnsta fylgi sem hann hefur nokkru sinni mælst með í kosningaspá Kjarnans í aðdraganda kosninga, en þetta eru þriðju þingkosningarnar sem Kjarninn keyrir spánna. Fimm dögum fyrir kosningarnar 2017 mældist fylgi hans til að mynda 23,6 prósent. Flokkurinn hresstist á lokametrunum og daginn fyrir kosningarnar í október 2017 mældist fylgi hans 24,2 prósent og hann fékk svo 25,3 prósent þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Þá byrjaði uppsveiflan hins vegar rúmum tíu dögum fyrir kosningarnar, í kosningabaráttu sem var afar snörp vegna eðlis þeirra kosninga, sem voru boðaðar með nokkurra vikna fyrirvara um miðjan september sama ár eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk. Brynjar Níelsson, þingmaður flokksins sem situr í baráttusæti hans í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði í sjónvarpsþætti á Hringbraut í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki taka sæti í ríkisstjórn nema hann myndi fá yfir 25 prósent atkvæða. Flokkurinn þarf að bæta við sig 3,5 prósentustigum á fjórum dögum til að ná því marki.
Verður Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra?
Vinstri græn hafa aldrei mælst lægri í keyrðum kosningaspám í ár en flokkurinn gerir nú, en 11,2 prósent segjast ætla að kjósa hann.
Fjöldi þingsæta | DVB | PCSB | DV | VPSB | VPSC | DBMF |
---|---|---|---|---|---|---|
>=41 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=42 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=41 | 0% | 1% | 0% | 1% | 0% | 0% |
>=40 | 0% | 2% | 0% | 2% | 1% | 0% |
>=39 | 1% | 3% | 0% | 3% | 2% | 0% |
>=38 | 2% | 5% | 0% | 6% | 3% | 1% |
>=37 | 3% | 9% | 0% | 10% | 6% | 1% |
>=36 | 5% | 14% | 0% | 16% | 9% | 2% |
>=35 | 9% | 21% | 0% | 24% | 15% | 5% |
>=34 | 15% | 30% | 0% | 33% | 22% | 8% |
>=33 | 22% | 40% | 0% | 44% | 31% | 13% |
>=32 | 31% | 52% | 0% | 55% | 41% | 19% |
>=31 | 42% | 62% | 0% | 65% | 52% | 27% |
>=30 | 54% | 72% | 1% | 75% | 63% | 37% |
>=29 | 65% | 81% | 2% | 83% | 73% | 48% |
>=28 | 75% | 88% | 4% | 89% | 82% | 59% |
>=27 | 84% | 93% | 7% | 94% | 88% | 69% |
>=26 | 90% | 96% | 12% | 96% | 93% | 78% |
>=25 | 94% | 98% | 19% | 98% | 96% | 85% |
>=24 | 97% | 99% | 29% | 99% | 98% | 91% |
>=23 | 98% | 99% | 40% | 100% | 99% | 95% |
>=22 | 99% | 100% | 53% | 100% | 99% | 97% |
Verði það niðurstaða kosninga munu Vinstri græn tapa þriðjungi fylgis síns. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook í gær eftir að nýjasta könnun Gallup, sem vigtar mest í nýjustu kosningaspánni, sýndi Vinstri græn með 10,2 prósent fylgi að hún teldi einsýnt, yrði það niðurstaða kosninga, að „Vinstri græn verði utan ríkisstjórnar. Skilaboðin eru skýr.“ Bjarkey eyddi síðar færslunni.
Framsóknarflokkurinn virðist stefna í að verða sigurvegari þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Hann siglir lygnan sjó með 12,3 prósent fylgi, sem er 1,6 prósentustigi meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum, og virðist eiga nokkuð greiða leið inn í flest, ef ekki öll, gerleg ríkisstjórnarmynstur. Sú staða er orðin afar raunveruleg að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands.
Katrín með einstaka stöðu hjá kjósendum annarra flokka
Ástæða þess er sú að ósennilegt er að krafa um forsætisráðherrastól komi frá Samfylkingu, Pírötum eða Viðreisn.
Líklegt er til að mynda að Samfylkingin myndi falast eftir fjármálaráðuneytinu fyrir Kristrúnu Frostadóttur ef flokkurinn kemst í ríkisstjórn. Miðað við samræður við stjórnmálamenn undanfarin misseri er ekki gert ráð fyrir því að Píratar sækist eftir því að leiða ríkisstjórn, standi þeim til boða að taka þátt í að mynda slíka. Í ljósi þess að Viðreisn hefur mælst minnst þeirra fimm flokka á miðjunni og til vinstri sem líklegastir eru til að mynda ríkisstjórn miðað við stöðu mála í dag, og að einungis 6,6 prósent nefndu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem þann stjórnarmálamenn sem þeir vildu að tæki við lyklunum í stjórnarráðinu í nýlegri könnun Íslensku kosningarrannsóknarinnar, (ÍSKOS) þá er ósennilegt að sá ráðahagur verði ofan á.
Þrátt fyrir mikið yfirvofandi fylgistap gætu Vinstri græn þó einnig gert tilkall til þess að fá forsætisráðherraembættið í ljósi mikilla vinsælda Katrínar Jakobsdóttur út fyrir raðir flokksins og á grunni þess að áðurnefnd könnun ÍSKOS sýndi að rúmlega 40 prósent kjósenda vildi hana sem næsta forsætisráðherra. Hún er eini flokksforinginn sem nýtur stuðnings í embætti forsætisráðherra umfram fylgi þess flokks sem hún leiðir.
Í könnuninni sögðust til að mynda 16 prósent vilja Bjarna Benediktsson og 9,5 prósent Sigurð Inga.
Fjöldi þingsæta | D | V | P | S | B | C | M | J | F |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
>=22 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=21 | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=20 | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=19 | 4% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=18 | 6% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=17 | 9% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=16 | 12% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=15 | 15% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=14 | 15% | 0% | 1% | 1% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=13 | 13% | 1% | 1% | 3% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% |
>=12 | 10% | 2% | 3% | 6% | 4% | 1% | 0% | 0% | 0% |
>=11 | 6% | 4% | 7% | 10% | 7% | 2% | 0% | 0% | 0% |
>=10 | 3% | 8% | 12% | 14% | 12% | 6% | 0% | 0% | 0% |
>=9 | 1% | 13% | 16% | 18% | 16% | 11% | 0% | 1% | 0% |
>=8 | 1% | 17% | 18% | 17% | 17% | 17% | 1% | 3% | 1% |
>=7 | 0% | 18% | 17% | 14% | 16% | 21% | 3% | 7% | 2% |
>=6 | 0% | 16% | 12% | 9% | 12% | 19% | 8% | 14% | 7% |
>=5 | 0% | 11% | 7% | 5% | 7% | 13% | 15% | 20% | 13% |
>=4 | 0% | 6% | 4% | 2% | 3% | 6% | 20% | 21% | 19% |
>=3 | 0% | 2% | 1% | 1% | 1% | 2% | 14% | 12% | 14% |
>=2 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 3% | 1% | 2% |
>=1 | 0% | 1% | 1% | 0% | 0% | 1% | 12% | 7% | 11% |
>=0 | 0% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 23% | 14% | 31% |
Þær kannanir sem liggja til grundvallar nýjustu kosningaspánni eru eftirfarandi:
- Skoðanakönnun Maskínu í samstarfi við Fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis 8 – 13. september (11,4 prósent)
- Skoðanakönnun Prósent í samstarfi við Fréttablaðið 13– 16. september (16,5 prósent)
- Skoðanakönnun MMR í samstarfi við Morgunblaðið 15 – 17. september (vægi 18,2 prósent)
- Netpanell ÍSKOS/Félagsvísindastofnunnar 10 – 19. september (20,2 prósent)
- Þjóðarpúls Gallup 13 -19. september (vægi 26,7 prósent)
Sýndarkosningarnarnar sýna að nær engar líkur eru á því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn miðað við þessa niðurstöðu. Einungis eitt mynstur nær eitt prósent líkum, tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Hvað er kosningaspáin?
Fyrir hverjar kosningar um allan heim birta fjölmiðlar gríðarlegt magn af upplýsingum. Þessar upplýsingar eru oftar en ekki tölfræðilegar, byggðar á skoðanakönnunum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upplifir stjórnmálin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar keppast svo við að túlka niðurstöðurnar og veita almenningi enn meiri upplýsingar um stöðuna í heimi stjórnmálanna.
Allar þessar kannanir og allar mögulegar túlkanir á niðurstöðum þeirra kunna að vera ruglandi fyrir hinn almenna neytanda. Einn kannar skoðanir fólks yfir ákveðið tímabil og annar kannar sömu skoðanir á öðrum tíma og með öðrum aðferðum. Hvor könnunin er nákvæmari? Hverri skal treysta betur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vandinn er að hinn almenni kjósandi hefur ekki forsendur til að meta áreiðanleika hverrar könnunar.
Þar kemur kosningaspáin til sögunnar.
Kosningaspálíkan Baldurs Héðinssonar miðar að því að setja upplýsingarnar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyrirliggjandi skoðanakannanir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosninga. Niðurstöður spálíkansins eru svo birtar hér á Kjarnanum reglulega í aðdraganda kosninga.
Lestu meira:
-
11. janúar 2023Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
-
10. janúar 2023Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
-
10. janúar 2023Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
-
8. janúar 2023Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
-
8. janúar 2023Sögulegur en dýrkeyptur kosningasigur þingforsetans
-
7. janúar 2023BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann
-
7. janúar 2023Litlu fjölmiðlarnir með eldspýturnar
-
7. janúar 2023Með hverjum stendur þú?
-
6. janúar 2023Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
-
6. janúar 2023Guðrún Hafsteinsdóttir segist taka við dómsmálaráðuneytinu í mars