San Francisco borg tapar á Airbnb - Vilja setja þak á fjölda gistinátta

SanFrancisco_0.jpg
Auglýsing

Víð­tæk notkun á hús­næð­is­leigu­miðl­inum Air­bnb í San Francisco í Banda­ríkj­unum hefur leitt til veru­legra hækk­ana á leigu­verði í borg­inni. Borg­ar­yf­ir­völd eru ugg­andi um nei­kvæð áhrif vef­síð­unnar á leigu­mark­að­inn og skoða nú þann mögu­leika að setja lög sem tak­marka enn frekar fjölda leyfi­legra gistin­átta í skamm­tíma­leigu.

Margir hús­næð­is­eig­endur í San Francisco sjá hag sínum betur borgið með útleigu til skamms tíma í gegnum Air­bnb, að hluta eða öllu leyti, í stað þess að leigja íbúðir sínar til lengri tíma. Þetta hefur leitt til sam­dráttar í fram­boði á leigu­í­búðum fyrir íbúa borg­ar­innar og til­heyr­andi hækk­unum á leigu­verði, sem hefur rokið upp um 15 pró­sent á síð­asta árinu. Í vin­sælum hverfum borg­ar­innar hefur fram­boð á leigu­í­búðum til lengri tíma dreg­ist saman um allt að 40 pró­sent.

Auglýsing


Í maí síð­ast­liðnum birtu borg­ar­hag­fræð­ingar San Francisco nýja skýrslu um hag­ræn áhrif Air­bnb í borg­inni. Nið­ur­staða þeirra er að sá kostn­aður sem hlýst af hækk­andi íbúða- og leigu­verði vegna Air­bnb sé mun meiri en tekj­urnar af þeim ferða­mönnum sem heim­sækja borg­ina og gista í Air­bnb íbúð­um, greiða fyrir það gjald, eyða pen­ingum í borg­inni auk þess sem leigusalar greiða gistin­átta­skatt vegna starf­sem­inn­ar. Nokk­urs konar ábata- og kostn­að­ar­grein­ing hag­fræð­ing­anna er því sú að heild­ar­á­hrif Air­bnb séu nei­kvæð fyrir borg­ina í dag.



Lausnin sem litið er til felst í áður­nefndu hámarki á fjölda gistin­átta í íbúða­hús­næði. Borg­ar­yf­ir­völd kanna meðal ann­ars þessar vik­urnar mögu­leika þess að inn­leiða lög sem setja 60 daga árlegt hámark á fjölda gistinótta. Þannig gæti íbúða­eig­andi aðeins leigt íbúð sína í skamm­tíma­leigu í sam­tals 60 daga á ári. Með laga­breyt­ing­un­um vilja stjórn­völd draga úr hvata íbúða­eig­enda til þess að leigja eign sína í gegnum Air­bnb og beina hags­munum þeirra í lang­tíma­leigu­samn­inga.

Deila við borg­ar­yf­ir­völd víða

Fyr­ir­tækið Air­bnb var ­stofn­að í San Francisco árið 2008 og eru höf­uð­stöðvar þess í borg­inni í dag, eins og höf­uð­stöðvar margra ann­arra nýrra og ört vax­andi fyr­ir­tækja í tækni­geir­an­um. Vöxtur Air­bnb und­an­farin ár hefur verið ótrú­leg­ur. Virði fyr­ir­tæk­is­ins miðað við síð­ustu hluta­fjár­við­skipti eru 24 millj­arðar doll­arar og er talið að tekjur Air­bnb í ár verði hærri en 900 millj­ónir doll­ara.



Vöxt­ur­inn hefur ekki komið fyr­ir­tæk­inu að kostn­að­ar­lausu og við­skipta­mód­el­ið, oft kennt við hið svo­nefnda deili­hag­kerfi, hefur mætt and­stöðu. Þrátt fyrir fyr­ir­hug­aðar laga­setn­ingu, þá er skiln­ingur borg­ar­yf­ir­valda í San Francisco á starf­semi Air­bnb tölu­vert meiri en í mörgum öðrum borg­um. Starf­semi félags­ins var til að mynda gerð lög­mæt í San Francisco seint á síð­asta ári. Heim­ilt er að leigja út íbúð sína í 90 daga í skamm­tíma­leigu á ári og ótak­markað ef aðeins er um að ræða her­bergi eða hluta hús­næð­is, og eig­andi þess er áfram búsettur í því.



Við­horfið hefur verið þver­öf­ugt ann­ars staðar í Banda­ríkj­un­um, til dæmis í New York borg, þar sem borg­ar­yf­ir­völd hafa vilj­að ­tak­marka starf­semi vef­síð­unnar veru­lega. Raun­ar þarf ekki að fara vestur um haf til að finna deilur vegna vin­sælda Air­bnb, í Reykja­vík hafa eft­ir­lits­að­ilar viljað sporna gegn útleigu í gegnum síð­una.

Borgin yrði af skatt­tekjum

Við­brögð stjórn­enda Air­bnb við skýrslu borg­ar­hag­fræð­ing­anna voru meðal ann­ars þau að opin­bera um þá skatta sem félagið greiðir í mán­uði hverjum til borg­ar­sjóðs, en skatt­arnir eru inn­heimtir af þeim sem leigja út íbúðir sínar á Air­bn­b.com. Í hverjum mán­uði greiðir Air­bnb rúm­lega eina milljón doll­ara í borg­ar­sjóð, eða jafn­virði um 130 millj­óna króna á mán­uði. Sam­kvæmt útreikn­ingum Air­bnb yrði San Francisco af um 50 millj­ónum doll­ara tekjum á næstu tíu árum, verði lög inn­leidd sem setja hámark við fjölda gistin­átta. Þá benda stjórn­endur Air­bnb á að fleiri ferða­menn komi til borga þar sem eru Air­bnb leigu­í­búð­ir, auk þess sem skamm­tíma­út­leiga hjálpi íbúða­eig­endum og -leigj­endum við að ná endum sam­an.

Matið þarf að vera rétt

Skýrsla borg­ar­hag­fræð­inga San Francisco er merki­leg fyrir margra hluta sakir, en tekið er fram að skortur á upp­lýs­ingum geri það að verkum að ekki sé hægt að reikna nákvæm­lega hvaða áhrif Air­bnb hefur á leigu­mark­að­inn í borg­inni og leigu­verð­ið. Reikni­líkan þeirra sýni þó að nei­kvæð áhrif þess að missa hverja íbúð af lang­tíma­leigu­mark­aði yfir á skamm­tíma­leigu­markað séu á bil­inu 250 til 300 þús­und doll­ar­ar, eða á bil­inu 33 til 40 millj­ónir króna.



Fram­lögð lausn er áður­nefnt þak á fjölda gistin­átta á ári hverju. Þetta þak má ekki vera of hátt, þannig að áhrif þess séu eng­in, né of lágt, þannig að leiga í gegnum Air­bnb yrði gerð nán­ast ómögu­legt, líka þeim sem ekki hafa tekið íbúðir af lang­tíma­leigu­mark­að­inum heldur leigja aðeins út eigin íbúð af og til. Eins og fyrr greinir er íbúða­eig­endum í San Francisco heim­ilt í dag að leigja út íbúðir sínar í allt að 90 daga á ári í skamm­tíma­leigu.



En stjórn­mála­menn vilja lækka þakið og hafa einkum rætt tvær til­lög­ur. Sú fyrri er að hækka þakið í 120 daga en láta það gilda um alla, sama hvort öll íbúðin sé til leigu eða ekki. Hin til­lagan gengur mun lengra og myndi setja hámarks­fjölda gistin­átta í 60 næt­ur. Vonir borg­ar­yf­ir­valda standa til að með réttu hámarki gistin­átta sjái eig­endur leigju­í­búða hag sinn í að leigja þær út í meiri mæli til langs ­tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None