Sjö átakamál sem Alþingi mun ræða á vorþingi

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Alþingi kemur saman á ný á þriðju­dag eftir jóla­frí. Kjarn­inn tók saman nokkur af stærstu mál­unum sem munu koma til kasta þings­ins á vor­þing­inu.

1. Kvóta­frum­vörp



Til stendur að breyta lögum um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og um veiði­gjöld. Frum­varpið hefur ekki verið kynnt form­lega, en í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að áfram verði unnið á grunni til­lögu sátta­nefndar í sjáv­ar­út­vegi, sem starf­aði á síð­asta kjör­tíma­bili.

Gert er ráð fyrir því að gerðir verði nýt­inga­samn­ingar til 23 ára um afla­heim­ildir og álagn­ing veiði­gjalda verði ein­föld­uð, þannig að þau verði aðeins lögð á útgerðir og verði inn­heimt miðað við afla­verð­mæti. Ekki verða gerðar breyt­ingar á pottum fyrir byggða­kvóta, strand­veiðar og leigu­kvóta.

Þá hefur komið fram að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hyggst mögu­lega leggja fram sér­stakt frum­varp um kvóta­setn­ingu mak­ríls, „vegna þeirra sér­stöku aðstæðna sem uppi eru um stjórn mak­ríl­veiða.“

Auglýsing

2. Evr­ópu­sam­bands­að­ild dregin til baka



Á síð­ustu vikum hafa Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra allir tjáð sig um fram­lagn­ingu þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Til­lagan var lögð fram á síð­asta þingi, vakti mjög hörð við­brögð og fór aldrei úr nefnd.

Sig­mundur Davíð sagð­ist í upp­hafi árs búast við því að ný til­laga yrði lögð fram á vor­þingi, Gunnar Bragi segir að afstaða hans hafi ekki breyst frá því hann lagði til­lög­una fram síð­ast og Bjarni segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni styðja til­lög­una komi hún fram. Gunnar Bragi hefur þó sagt að mögu­lega verði gerðar ein­hverjar breyt­ingar á til­lög­unni.

Búast má við alveg jafn hörðum við­brögðum við til­lög­unni nú eins og síð­ast þegar hún var lögð fram. Nú þegar hafa aðstand­endur úti­fund­anna sem haldnir voru þá sent frá sér yfir­lýs­ingu um málið þar sem þess er enn kraf­ist að haldin verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um það hvort halda eigi við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið áfram.

3. Breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu



Fjögur frum­vörp sem tengj­ast hús­næð­is­kerf­inu eiga eftir að koma fram á þing­inu. Helst ber að nefna frum­varp til laga um hús­næð­is­mál, hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög og breyt­ingar á húsa­leigu­lög­um. Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra er með þessi mál á sinni könnu, og til stendur að breyta skipu­lagi hús­næð­is­lána,efla hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög og breyta umgjörð leigu­mark­að­ar. Frum­vörpin byggja á til­lögum verk­efn­is­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála.

Þá hefur Eygló Harð­ar­dóttir boðað að staðið verði við kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins um að afnema verð­trygg­ingu, þrátt fyrir að meiri­hluti starfs­hóps um afnám verð­trygg­ingar hafi kom­ist að því að ekki ætti að banna verð­trygg­ingu með öllu.

4. Nátt­úru­vernd­ar­lög og ramma­á­ætlun



Sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar á að leggja fram breyt­ingar á lögum um nátt­úru­vernd, sem síð­asta rík­is­stjórn kom í gegn en Sig­urður Ingi Jóhanns­son vildi fella úr gildi. Nið­ur­staða þess máls var að gild­is­töku lag­anna var frestað til 1. júlí á þessu ári, en að breyt­ingar yrðu lagðar fram. Það kemur því vænt­an­lega í hlut Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, nýs umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, að leggja þessar breyt­ingar fram.

Ramma­á­ætl­un, áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, er í end­ur­skoðun og meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar vill að átta virk­un­ar­kostir séu færðir úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk, en áður hafði verið lagt til að virkj­ana­kostur í Þjórsá yrði færð­ur. Þessi mál eiga eftir að koma til ann­arrar umræðu í þing­inu.

5. Nátt­úrupass­inn



Ragn­heiður Elín Árna­dóttir lagði fram hið umdeilda frum­varp um nátt­úrupass­ann í des­em­ber en það hefur ekki verið tekið til umræðu á þing­inu. Það verður vænt­an­lega gert fljót­lega eftir að þingið kemur sam­an. Þrátt fyrir að form­leg umræða sé ekki hafin í þing­inu hefur frum­varpið verið gagn­rýnt tals­vert. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun þurfa að kaupa nátt­úrupassa fyrir 1500 krónur til þess að heim­sækja ferða­manna­staði á Íslandi.

6. Stað­göngu­mæðrun í vel­gjörð­ar­skyni



Þrjú ár eru liðin síðan Alþingi ályktaði að skipa starfs­hóp til að und­ir­búa frum­varp um að heim­ila stað­göngu­mæðrun í vel­gjörð­ar­skyni. Sam­kvæmt þeirri til­lögu átti að leggja fram frum­varpið svo fljótt sem verða mætti, og nú hafa drög að frum­varpi verið birt og til stendur að leggja frum­varpið fram nú í vor.

Þennan langa tíma sem liðið hefur má lík­lega skýra með því að verk­efnið þykir mjög flókið og nefndin sem samdi það stóð frammi fyrir mörgum erf­iðum úrlausn­ar­efn­um. Búast má við átökum í þing­inu þvert á flokkslínur þegar málið kemur þang­að.

7. Afnám lág­marks­út­vars



Fyrstu sex málin á list­anum eru öll mál sem ráð­herrar hafa eða munu leggja fram. Frum­varp um breyt­ingu á lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga, sem gerir ráð fyrir því að lág­marks­út­svar verði afnu­mið, er lagt fram af sex stjórn­ar­þing­mönn­um. Það eru þau Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Pétur H. Blön­dal, Vil­hjálmur Bjarna­son og Vil­hjálmur Árna­son. Frum­varp af þessu tagi hefur tvisvar verið lagt fram en ekki náð fram að ganga, en mun­ur­inn nú er sá að kveðið er á um afnám lág­marks­út­svars í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Því verður að telj­ast lík­legt að það nái lengra en fyrri frum­vörp­in.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None