Sögulegur dómur

Hæstiréttur Danmerkur hefur úrskurðað glæpasamtökin Loyal to Familia ólögleg. Dómsmálaráðherra Danmerkur segir dóminn marka tímamót í baráttu gegn glæpasamtökum.

Félagar í glæpasamtökunum Loyal to Familia
Félagar í glæpasamtökunum Loyal to Familia
Auglýsing

Sum­arið 2018 til­kynnti Søren Pape Poul­sen þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Dana að glæpa­sam­tökin Loyal to Familia (LTF) yrðu bönn­uð. Þá hafði danski rík­is­lög­mað­ur­inn kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að for­sendur væru fyrir bann­inu. Eftir að ráð­herr­ann til­kynnti bannið form­lega kærði LTF ráð­herr­ann. Rétt­ar­höld í mál­inu hófust árið 2019. Bæj­ar­réttur Kaup­manna­hafnar úrskurð­aði, í jan­úar 2020 ákvörðun dóms­mála­ráð­herr­ans lög­mæta, LTF áfrýj­aði til Lands­rétt­ar, sem stað­festi dóm Bæj­ar­rétt­ar, í nóv­em­ber sama ár. LTF fékk leyfi til að áfrýja til Hæsta­réttar Dan­merk­ur. Sem hefur nú, eins og áður sagði stað­fest að ráð­herra sé heim­ilt að banna starf­semi LTF, og bannið frá 2018 standi.

Spurn­ing um félaga­frelsi

Það er síður en svo sjálf­gefið að heim­ilt sé að áfrýja málum til Hæsta­rétt­ar. Um slíkt ríkja ákveðnar reglur sem horft var til í þessu til­viki. Málið var talið for­dæm­is­gef­andi, því það fjall­aði um grund­vall­ar­at­riði í dönsku stjórn­ar­skránni um félaga­frelsi. Þótt í Dan­mörku ríki félaga­frelsi eru í lögum ákvæði sem gera stjórn­völdum kleift að banna slíka starf­semi við sér­stakar kring­um­stæð­ur. Hæsti­réttur Dan­merkur taldi starf­semi LTF falla undir þessa skil­grein­ingu.

Søren Pape Poulsen fyrrverandi dómsmálaráðherra Dana. Mynd: EPA

Bann­inu er ætlað að binda enda á skálmöld

Søren Pape Poul­sen hafði lengi talað fyrir því að gripið yrði til aðgerða í því skyni að binda enda á skálmöld sem ríkt hafði í und­ir­heimum Kaup­manna­hafn­ar. Þegar hann greindi frá fyr­ir­hug­aðri máls­sókn kom fram að síðan snemma árs 2015 hefði oftar en 40 sinnum verið hleypt af skotum í átökum glæpa­gengja í Kaup­manna­höfn. Átök þessi hefðu kostað þrjú manns­líf og tugir særst. Að sögn lög­reglu höfðu félagar í sam­tök­unum LTF nær alltaf komið við sögu í þessum átök­um, verið annar „stríðs­að­il­inn“ eins og tals­maður lög­reglu komst að orði.

Auglýsing

Ætl­uðu sér stóra hluti í und­ir­heimunum

Sam­tökin Loyal to Familia urðu til haustið 2012. Stofn­end­urnir voru flestir inn­flytj­endur eða af erlendu bergi brotn­ir. Flestir voru þeir fyrr­ver­andi félagar í sam­tökum sem kenndu sig við Blågårds Plads á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn. LTF ætl­uðu sér frá upp­hafi stóra hluti í und­ir­heimum höf­uð­borg­ar­inn­ar, einkum í nágrenni inn­flytj­enda­hverf­is­ins Mjølnerpar­ken. Þar voru hins vegar fyrir á fleti nokkur önnur sam­tök, Brot­has, Bandidos og fleiri. Þau tóku þessum nýju sam­tökum ekki fagn­andi. Að mati lög­regl­unnar voru félagar í LTF haustið 2018, þegar dóms­mála­ráð­herr­ann bann­aði sam­tök­in, tals­vert á þriðja hund­rað tals­ins.

Barist um yfir­ráðin á Norð­ur­brú

Eins og áður sagði var Norð­ur­brú frá upp­hafi „heima­völl­ur“ LTF. Sam­tökin Brot­has höfðu um ára­bil litið á Mjølnerpar­ken sem sitt yfir­ráða­svæði og voru ekki til­búin að gefa það eft­ir. Af þeim sökum skarst iðu­lega í odda með Brot­has og LTF. Glæpa­gengin nota margs­konar aðferðir til fjár­mögn­un­ar. Verslun með eit­ur­lyf vegur þar þungt en enn fremur neyða sam­tökin eig­endur versl­ana og veit­inga­staða til að borga það sem þau kalla „vernd­ar­gjald“. Sé það ekki gert er haft í hót­unum og margir sem hafa neitað að borga goldið það dýru verði. Rúður í versl­unum og veit­inga­stöðum brotn­ar, allt inn­an­dyra brotið og bramlað og jafn­vel kveikt í að næt­ur­lagi.

Frá Norðurbrú í Kaupmannahöfn Mynd: Wiki Commons

Ekki haldið kyrru fyrir

Þótt LTF sam­tökin hafi verið bönnuð árið 2018 hafa félag­arnir ekki haldið kyrru fyr­ir. Síðan bannið tók gildi hafa verið gefnar út 87 ákærur á hendur LTF félögum og fjöl­margir hlotið dóm. 43 félagar í sam­tök­unum sæta nú far­banni eða sitja í gæslu­varð­haldi. Frá stofnun sam­tak­anna árið 2012 hafa 372, fyrr­ver­andi og núver­andi LTF félagar hlotið dóma, sam­tals 1409 ára fang­elsi. Fyrir morð, ofbeldi, hót­anir og afbrot tengd eit­ur­lyfj­um.

Hvað þýðir bann­ið?

Það að sam­tök eins og LTF séu bönnuð þýðir að félag­arnir mega ekki láta húð­flúra sig með merki og bók­stöfum sam­tak­anna, mega ekki vera klæddir fatn­aði merktum LTF. Svartar hettu­peysur merktar sam­tök­unum í bak og fyrir eru bann­aðar og þeir sem sýna sig í þeim verða umsvifa­laust hand­teknir og mega búast við refs­ingu. Sama gildir um húfur og bux­ur. Lög­maður sam­tak­anna sagði, eftir að dómur Hæsta­réttar féll, að hægt væri að banna allt mögu­legt en vin­áttu­bönd fólks sem hefði þekkst frá barn­æsku breytt­ust ekki.

David Saus­dal, sér­fræð­ingur við háskól­ann í Lundi í Sví­þjóð, sagði í við­tali við danskt dag­blað að erfitt væri að meta áhrifin af bann­inu. „Bannið er tákn­rænt en það getur líka haft þau áhrif að sam­tökin eigi erf­ið­ara með að fá til sín nýja félaga. Ímyndin er hluti aðdrátt­araflsins og ómerkt hettu­peysa hefur ekki sömu áhrif og sú sem er kirfi­lega merkt.“

Nick Hækkerup dómsmálaráðherra Dana. Mynd: EPA

Dóms­mála­ráð­herra og lög­regla ánægð með dóm­inn

Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra Dana lýsti ánægju með nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Hann kvaðst vona að þessi dómur væri aðeins fyrsta skref í upp­ræt­ingu skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi í Dan­mörku. Ráð­herr­ann sagði að þótt dóm­ur­inn tæki aðeins til LTF gæfi hann ákveðna vís­bend­ingu gagn­vart öðrum sam­tökum af svip­uðum toga. Torben Svar­rer yfir­lög­reglu­þjónn í Kaup­manna­höfn sagði að lög­reglan fagn­aði dóms­nið­ur­stöð­unni. „Við þurfum ekki að sjá merktar peysur til að þekkja LTF félaga en gagn­vart almenn­ingi er mik­il­vægt að sam­tökin hafi verið bönnuð og geti ekki aug­lýst sig með sama hætti og áður.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar