„Bankar brjóta ekki gegn lögum, bankamenn gera það.“ Þannig hefst umfjöllun The New York Times um nýlega tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þar sem því er heitið að rannsóknir og saksóknir muni nú beinast að æðstu stjórnendum banka og fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Til þessa hafa engir af æðstu yfirmönnum stærstu fjármálafyrirtækjanna verið lögsóttir, þrátt fyrir að þau hafi mörg hver viðurkennt lögbrot og greitt samtals yfir 30 milljarða Bandaríkjadala í sektagreiðslur.
Sektir og saksóknir
Þessi opinbera stefnubreyting kom mörgum á óvart og ýmsir óttast að nú sé pólitískur þrýstingur að hafa áhrif á það hvernig sækjendur í málum sem tengjast bönkum muni horfa til mála sem tengjast bankastarfsemi. En hin hliðin er sú, að margir hafa undrað sig á því hvernig rannsóknum á umfangsmiklum málum sem tengjast markaðsmisnotkun á markaði með vaxtaálag (CDS) og skuldabréf, einkum á árunum 2007 til 2009, hefur verið lokið. Eitt dæmið snýr að stærsta banka Frakklands, BNP Paribas, sem viðurkenndi að hafa brotið gegn lögum í rekstri sínum og greiddi 8,9 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 1.200 milljarða króna, í bætur. Bankamennirnir, sem sannað var að hefðu brotið gegn lögum og bankinn viðurkenndi raunar sjálfur, sluppu hins vegar. Fjöldi sambærilegra mála hefur komið upp á yfirborðið og himinháar sektagreiðslur í ríkissjóð látnar duga til að ljúka málunum fyrir fullt og allt.
Stefnubreyting er ekki ávísun að aðra niðurstöðu
David A. O'Neill, sem þar til fyrir skömmu var að yfirmaður saksóknaradeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir í viðtali við New York Times að stefnubreyting í þessum málum, sem nú hefur verið boðuð, þurfi ekki að breyta því hvernig þróunin verði fyrir dómstólum. Málin séu erfið í sönnun, ef ekki liggja fyrir alveg skýr gögn sem að mati dómara eru hafin yfir vafa um sekt. Í flestum málunum, þar sem grunurleikur á glæpsamlegum athöfnum bankamanna, þá sé mögulegt að búa til sterkar varnir sem skapi vafa um sekt. Oft ljúki málunum því ekki með dómum. Í þessu ljós sé ákvörðunin um hvort ákært skuli málum oft snúin.
Í nýlegum málum þar sem tveir sjóðsstjórar hjá Bear Sterns og miðlarar hjá JP Morgan voru saksóttir, þá vísuðu dómstólunum málunum frá eða sýknuðu. Undirbúningur málanna hafði staðið árum saman, og rannsóknin var ítarleg, og afleiðingar brotanna var miklar fyrir allan fjármagnsmarkað og höfðu meðal annars áhrif á húsnæðislánavexti. Líkt og í mörgum öðrum málum, reyndust sannanirnar ekki nægilega traustar, að mati dómara.
Deputy Attorney General Sally Quillian Yates spoke about new policy on individual liability in corporate wrongdoing pic.twitter.com/MhyUHmERRw
Auglýsing
— NYU Law (@nyulaw) September 10, 2015
Horft til langs tíma
Yfirvöldum hafa þó nokkuð traust land undir fótum í fjölmörgum málum, þar sem sektað hefur verið fyrir tiltekna hegðun og þeim lokið með viðurkenningu á brotum. Ólíkt því sem margir telja, þá hafa samningar um þessar sektagreiðslur ekki útilokað dómsmál á hendur þeim einstaklingum sem ábyrgð báru á lögbrotunum. Sally Yates, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu sem hún hélt við lagadeild NYU á fimmtudag, að nú væri kominn upp tími þar sem ekki væri verið að velja úr tiltekin mál. Með þessari nýlegu stefnubreytingu, væri verið að horfa til langs tíma, og að áherslan yrði að vera á öll afbrot einstaklinga en ekki fyrirtækjasamsteypur. „Það er allt, eða ekkert,“ sagði hún og lagði áherslu á að enginn ætti að geta varið hafinn yfir lögin eða geta samið sig frá lögbroti sem sannarlega var framið. Þá væri ekki framhjá því horft, að ef það festi rætur í viðskiptaheiminum, að það væri raunverulega hægt að komast upp með umfangsmikla glæpi, sem hefðu mikl áhrif á almannahag, þá væri það alvarlegt mál. Slíkt mætti ekki gerast.
https://www.youtube.com/watch?v=EGrHu0aj_xA