Mynd: Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir Mynd: Stjórnarráðið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar ásamt hinum formönnum stjórnarflokkanna í dag.
Mynd: Stjórnarráðið

Stjórnvöld smyrja kjarasamninga með nýjum íbúðum, hærri húsnæðisbótum og nýju barnabótakerfi

Kjarasamningar voru undirritaðir í dag við stóran hóp á almennum vinnumarkaði, og þar með er búið að semja út janúar 2024 við um 80 prósent hans. Laun hækka um 6,75 prósent í 9,3 prósent verðbólgu en þó aldrei meira en um 66 þúsund krónur.

Samn­ing­arnir sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins und­ir­rit­uðu við VR, LÍV og sam­flot iðn­að­ar­manna í dag gilda frá 1. nóv­em­ber síð­ast­liðnum og til 31. jan­úar 2024. Í þeim fel­ast að almennar launa­hækk­anir verða 6,75 pró­sent og þær taka gildi frá 1. nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Hækk­unin getur þó að hámarki orðið 66 þús­und krón­ur, sem þýðir að þak hennar er rétt undir einni milljón króna mán­að­ar­laun­um. Þá var samið um að des­em­ber­upp­bót fyrir næsta ár verði 103 þús­und krónur og orlofs­upp­bót 56 þús­und krón­ur. 

Hag­vaxt­ar­auk­inn svo­kall­aði, sem átti að taka gildi 1. apríl næst­kom­andi, fellur sam­hliða nið­ur. Það þýðir að hag­vaxt­ar­auk­inn fellur inn í launa­hækk­un­ina. Auk þess taka nýjar launa­töflur gildi hjá fólki sem vinnur sam­kvæmt taxta sem leiða til ein­hverra hækk­ana umfram almennu hækk­un­ina.

Þetta kemur fram í kynn­ingu Sam­taka atvinnu­lífs­ins á samn­ing­un­um. Með þeim er búið að ljúka skamm­tíma­samn­ingum við meiri­hluta almenns vinnu­mark­að­ar, en áður hafði verið samið við Starfs­greina­sam­band­ið. Um er að ræða 80 þús­und manna hóp. Enn á eftir að semja við um 20 pró­sent af almenna vinnu­mark­að­inum og er stærsti bit­inn þar Efl­ing, næst stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Til við­bótar við þann hóp starfa um 61 þús­und manns á opin­bera mark­að­inum og hjá öðrum aðil­u­m. 

Gerðir eru skamm­tíma­samn­ingar vegna við­sjár­verðra aðstæðna í efna­hags­líf­inu sem birt­ast í mik­illi þenslu og hárri við­var­andi verð­bólgu, sem mælist nú 9,3 pró­sent. Mikil alþjóð­leg óvissa vegna stríðs­á­taka og ann­arrar svipt­inga vigta þar líka inn í.

Mjög margir karlar skrifuðu undir kjarasamning í dag. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem tók ekki þátt í myndatöku að undirritun lokinni.

Samn­ing­arnir eru fram­leng­ing á lífs­kjara­samn­ingnum sem gerður var í apríl 2014 og með því er við­ræðum um öll önnur atriði en launa­lið­inn frestað fram í næstu lotu við­ræðna, sem stefnt er að því að ljúka seint á næsta ári. Þá er von­ast til að verð­bólga verði farin að hjaðna veru­lega og því betri for­sendur til að semja til lengri tíma. 

Ríkið hækkar hús­næð­is­bætur

Til að liðka fyrir gerð samn­inga lögð stjórn­völd til ýmsar aðgerðir sem auka eiga ráð­stöf­un­arfé lág- og milli­tekju­hópa á Ísland­i. 

Þessar aðgerðir snúa að hús­næð­is­mál­um, hús­næð­is­stuðn­ingi og auknum barna­bót­um. Sumar þeirra hafa verið kynntar áður, en aðrar eru nýjar af nál­inni þótt þeirra hafi verið getið í stjórn­ar­sátt­mála. 

Á meðal end­ur­nýttra aðgerða eru upp­bygg­ing 35 þús­und íbúða á næsta ára­tug, en nýja bragð­efnið í þeim pakka er að 30 pró­sent þeirra verði hag­kvæmar og á við­ráð­an­legu verði og fimm pró­sent þeirra félags­leg­ar. Þá verður áfram unnið að stækkun almenna íbúða­kerf­is­ins, sem rekið er af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lög­um, og stofn­fram­lög til þeirra verða fjórir millj­arðar króna á  næsta ári. 

Hús­næð­is­bætur til leigj­enda verða hækk­aðar um 13,8 pró­sent í byrjun næsta árs og tekju­skerð­ing­ar­mörk hús­næð­is­bóta verða hækkuð um 7,4 pró­sent. Þetta kostar 1,1 millj­arð króna og eftir hækk­un­ina verða hús­næð­is­bætur alls 9,6 millj­arðar á næsta ári. Áætl­anir gera ráð fyrir að 16.800 heim­ili fái hús­næð­is­bætur á árinu 2023. 

Eigna­skerð­ing­ar­mörk í vaxta­bóta­kerf­inu hækka um 50 pró­sent í upp­hafi árs 2023 og  almenn heim­ild til nýt­ingar á sér­eign­ar­sparn­aði til kaupa á íbúð­ar­hús­næði til eigin nota eða ráð­stöf­unar inn á höf­uð­stól verður fram­lengd til árs­loka 2024

Þá á að taka fyr­ir­komu­lag sér­staks hús­næð­is­stuðn­ings og hús­næð­is­bóta til leigj­enda til skoð­unar á samn­ings­tím­anum með það að mark­miði að tryggja jafn­ræði og ein­falda kerfið fyrir leigj­end­ur. 

Nýtt barna­bóta­kerfi

Stóra nýja kerf­is­breyt­ingin sem kynnt er til leiks snýr að barna­bóta. Það er gert með því að ein­falda kerfið þar sem dregið er úr skerð­ingum og jað­ar­skattar af völdum barna­bóta verða lækk­að­ir. Þá verða teknar upp sam­tíma­greiðslur barna­bóta sem þýða að þær fara að greið­ast í síð­asta lagi fjórum mán­uðum eftir að barn fæð­ist í stað þess að bíða þurfi fram að næstu ára­mótum til að fá barna­bæt­ur. Þessi breyt­ing á að skila því að fjöl­skyldum sem fá barna­bætur fjölgað um 2.900. 

Heild­ar­fjár­hæð barna­bóta verður fimm millj­örðum krónum hærri en í óbreyttu kerfi á næstu tveimur árum eftir að breyt­ingin tekur gildi.

Á meðal ann­arra mála sem stjórn­völd ætla að vinna að á samn­ings­tím­anum eru stuðn­ingur til að auka aðhald á neyt­enda­mark­aði, með því að veita tíu nýjum millj­ónum króna í það verk­efni. Þá á að skoða  leiðir til að auð­velda líf­eyr­is­sjóðum að fjár­festa í íbúð­ar­hús­næði til útleigu og leggja mat á greiðslur og hámarks­fjár­hæðir í fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði og ábyrgð­ar­sjóði launa með það að mark­miði að þær verði end­ur­skoð­aðar 2024. 

Heild­ar­end­ur­skoðun atvinnu­leys­is­trygg­inga á svo að  ljúka eigi síðar en í lok apríl 2023 og á að leiða tii inn­leið­ingar á umbót­u­m. 

Þá verða mál­efni og fjár­mögnun vinnu­staða­náms­sjóðs end­ur­skoðuð í tengslum við fjár­mála­á­ætlun til að styðja við mark­mið um aukið vægi starfs­náms.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar