Styttri vinnudagur gæti aukið framleiðni – Deilt um hvort komi á undan

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Stytt­ing vinnu­vik­unnar og aukin fram­leiðni eru meðal helstu atriða til umfjöll­unar í kom­andi kjara­samn­ingum ýmissa stétt­ar­fé­laga og sam­taka vinnu­veit­enda. Ísland er eft­ir­bátur við­mið­un­ar­ríkja þegar kemur að fram­leiðni vinnu­afls, reiknuð sem lands­fram­leiðsla á hverja vinnu­stund. Því vilja bæði laun­þegar og atvinnu­rek­endur breyta, enda allra hag­ur. Heyra má sam­hljóm um vanda­málið þótt aðilar séu ekki endi­lega á einu máli um hvernig það megi leysa – og auka fram­leiðni íslensks vinnu­afls.

Það er í sjálfu sér ekki ný staða að Ísland komi illa út úr sam­an­burði við önnur ríki Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, þegar fram­leiðni vinnu­afls er borin sam­an. Slík hefur staðan verið um ára­bil. Árið 2013 var Ísland í 17. sæti á lista yfir fram­leiðni ríkj­anna. Í sam­an­burði við með­al­tal fram­leiðni tíu efstu ríkj­anna þá er fram­leiðni vinnu­afls á Íslandi aðeins um 73% af fram­leiðni tíu efstu ríkj­anna. Í skýrslu McK­insey frá 2012 um Ísland og vaxta­mögu­leika sagði að fram­leiðni á Íslandi væri að jafn­aði um 20% minni en í við­mið­un­ar­ríkj­um.

Auglýsing


Hér fyrir neðan má sjá fram­leiðni vinnu­afls, reiknað sem lands­fram­leiðsla á hverja vinn­stund í doll­ur­um, árið 2013. Sú stað­reynd að Ísland er yfir með­al­tali OECD ríkja þegar litið er til lands­fram­leiðslu á mann, en undir með­al­tali þegar litið er til fram­leiðni á vinnu­afls, segir ein­fald­lega að við sækjum hag­sæld með lengri vinnu­degi en aðrar þjóð­ir.





Grunn­laun­in dugi til fram­færslu



Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. Guð­mundur Ragn­ars­son, for­maður VM.

Guð­mundur Ragn­ars­son, for­maður félags Vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM), segir mik­il­vægt að auka fram­leiðni meðal sinna félags­manna og að lausnin felist í hækkun grunn­launa. Að hans mati er íslenskur vinnu­mark­aður fastur í víta­hring og ráð­ast þurfi í grund­vall­ar­breyt­ingar til þess auka fram­leiðni og kom­ast úr víta­hringn­um. „Da­vinnu­laun duga ekki fyrir fram­færslu. Því þurfa allir að vinna auka­vinnu til þess að fram­fleyta sér og fjöl­skyld­unni. Starfs­menn geta vel fram­kallað sama vinnu­fram­lag á átta tím­um, sem þeir gera í dag á tíu til tólf tím­um.,“ segir hann og bendir á að fram­leiðni á Íslandi hafi í sam­an­burði við aðrar þjóðir verið léleg í ára­tugi.



Rúm fjögur ár eru síðan VM fór að ræða þátt fram­leiðni af mik­illi alvöru og kort­leggja hvernig hana megi auka meðal félags­manna. Af aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands­ins, þá er VM komið einna lengst laun­þega­hreyf­inga í þess­ari vinnu.



Kröfur VM eru ekki að stytta 40 stunda vinnu­vik­una, heldur að vinda ofan af auka­vinnu og fram­kvæma það sama og gert er í dag á venju­legum vinnu­tíma á ásætt­an­legum dag­vinnu­laun­um, segir Guð­mund­ur.

Kúlt­úr­inn þarf að breyt­ast

Spurður hvort vanda­málið felist í íslenskum „vinnu­kúlt­úr“ tekur hann að að hluta undir það. „Bæði við og atvinnu­rek­endur verðum vör við breyttar áhersl­ur. Á síð­ustu tíu árum eða svo hefur ungt fólk komið út á vinnu­mark­að­inn og hefur allt annað við­horf en fyrri kyn­slóð­ir. Þau segja: Við ætlum að eiga líf eftir vinnu. Þetta sáum við til dæmis í lækna­deil­unni, þar sem læk­arnir sýndu að þeir ætli ekki að eiga heima á Land­spít­al­anum og vera ann­ars á bak­vakt heima hjá sér,“ segir hann.



„Á Íslandi við­gengst mik­ill vinnu­tími og orsökin er lág dag­vinnu­laun. Ég full­yrði að ef við hækkum þau þá gerum við það sama á átta vinnu­stundum og gert er í dag á tíu til tólf tím­um. Við verðum að kom­ast út úr þessum víta­hring með því að fram­kvæma vinn­una á styttri tíma. Fram­leiðni vinnu­afls mun þá mæl­ast eins og hjá sið­uðum þjóð­u­m,“ segir Guð­mund­ur.

Stærðar­ó­hag­kvæmni og rangir hvatar

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI. Bjarni Már Gylfa­son, hag­fræð­ingur SI.

Bjarni Már Gylfa­son, hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins, telur nokkrar á­stæður geta skýrt hvers vegna fram­leiðni íslensks vinnu­afls mælist svo illa í sam­an­burði. Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa látið þátt fram­leiðni sig sér­stak­lega varða og gáfu meðal ann­ars út blað í fyrra sem hét ein­fald­lega „Aukum fram­leiðni“.



„Ein ástæðna er sú að við erum þjökuð af stærð­ar­-ó­hag­kvæmni. Rekstr­ar­ein­ingar á Íslandi eru margar ótrú­lega litl­ar. Það eru þús­undir fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði og helm­ingur þeirra er með einn starfs­mann.“ Í þessu felst mikil óhag­kvæmni, þegar sami starfs­mað­ur­inn þarf að ganga í mörg, mis­mun­andi verk, segir Bjarni Már.



„Önnur mögu­leg skýr­ing snýr að opin­bera geir­an­um. Ýmsar grunn­stofn­anir eru að ákveð­inni lág­marks­stærð. Dæmi um slíka stofnun er Trygg­inga­stofn­un. Ef íbúa­fjöldi tvö­fald­ast þá þyrfti Trygg­inga­stofn­un, eða aðrar rík­is­stofn­an­ir, ekki að tvö­fald­ast að stærð,“ skýrir hann.



Þriðja skýr­ingin á lít­illi fram­leiðni vinnu­afls snýr að yfir­vinnu­tímum og röngum hvöt­um. „Við viljum öll standa okkur vel í vinn­unni en einnig bera sem mest úr bít­um. Á Íslandi er yfir­vinnu­tím­inn 80 pró­sent dýr­ari en dag­vinnu­tím­inn [þ.e. yfir­vinna greiðir 80 pró­sent meira en dag­vinna]. Í Hollandi, svo dæmi sé tek­ið, er yfir­vinnu­tím­inn 20 pró­sent dýr­ari. Það er hvati til staðar fyrir starfs­menn að reyna að ná í þess­ari launa­hærri vinnu­stund­ir.“ Bjarni segir þetta skapa ranga hvata til þess að reyna að vinna á hærri launa­taxta.

Hvort kemur á und­an?

Bjarni Már og Guð­mundur tala báðir um mik­il­vægi þess að unnið sé á vinnu­tíma, það er að starfs­fólk sé ekki að skreppa eða í per­sónu­legum útrétt­ingum á vinnu­tíma. Það dragi aug­ljós­lega úr fram­leiðni, það er vinnu­fram­lagi á hverri vinn­stund. Guð­mundur talar fyrir hærri dag­vinnu­laun­um, svo laun­þegar þurfi ekki að vinna yfir­vinnu, og Bjarni Már segir það til skoð­unar hvort breyta eigi eðli kjara­samn­inga þannig að greitt sé fyrir vinnu­fram­lag. Þessar nálg­anir á vand­ann eru ekki and­stæð­ur, þótt þær séu ekki nákvæm­lega eins.



En hvort er það sem kemur á und­an, laun eða fram­leiðni? Myndi launa­hækkun skila auk­inni fram­leiðni eða þarf aukna fram­leiðni til þess að hægt sé að hækka laun? Þessu er ekki auðsvar­að, að mörgu leyti snýst umræðan um þessa spurn­ingu og ekki myndu allir hag- eða sér­fræð­ingar á vinnu­mark­aði gefa sama svar­ið.

Viðar Ingason, hagfræðingur VR. Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur VR.

Viðar Inga­son, hag­fræð­ingur VR stétt­ar­fé­lags, skrifar athygl­is­verða grein í nýjasta tölu­blaði VR blaði. Þar segir hann: „Yf­ir­leitt er gert ráð fyrir því að fram­leiðni þurfi fyrst að aukast, svo hækki laun­in. Margar hag­fræði­kenn­ingar og rann­sóknir sýna að sam­bandið sé frá auknum launa­hækk­unum til auk­innar fram­leiðni. Hækkun launa getur vissu­lega haft áhrif á verð­lag en atvinnu­rek­endur leita oft ann­arra leiða til að mæta hækkun launa en að velta þeim út í verð­lag. Þeir reyna til að mynda að auka afköst með því að auka starfs­hæfni starfs­fólks og mennt­un­ar­stig sem getur leitt til virð­is­auka. Þannig eykst fram­leiðni eftir að laun hækka. Starfs­fólk getur einnig lagt sig meira fram eftir að laun þess hækka, þar sem nú er meira í húfi. Þannig virka launa­hækk­anir sem hvatn­ing til að gera bet­ur,“ skrifar Við­ar.



ferd-til-fjar_bordi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None