Svíar út um neyðarútganginn

SAS flugfélagið hefur lengi átt í rekstrarerfiðleikum. Útlitið hefur aldrei verið dekkra og félagið sárvantar rekstrarfé. Svíar ætla ekki að opna budduna og vilja draga sig út úr SAS. Framtíð félagsins er í óvissu og nú boða flugmenn félagsins verkfall.

SAS flugvél
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 7. júní, boð­aði sænski atvinnu­mála­ráð­herrann, Karl-Petter Thorwalds­son til frétta­manna­fund­ar, með skömmum fyr­ir­vara. Á fund­inum til­kynnti ráð­herr­ann að Svíar væru ekki til­búnir að leggja SAS flug­fé­lag­inu til aukið fjár­magn. „SAS verður að leita annað eftir fjár­magni, sænski pen­inga­kass­inn er lok­að­ur,“ sagði ráð­herr­ann. Þessi yfir­lýs­ing ráð­herr­ans vakti athygli og verður ekki til að draga úr erf­ið­leikum SAS sem voru þó ærnir fyr­ir.

Nokkrum dögum fyrir frétta­manna­fund sænska ráð­herr­ans til­kynnti stjórn SAS að áætlun félags­ins sem sett var fram fyrr á þessu ári, nefnd SAS forward, um nið­ur­skurð og sparnað gengi ekki eft­ir. Nú þarf félagið nauð­syn­lega á auknu fé að halda, að mati stjórn­enda þess 6,8 millj­arða danskra króna (127 millj­arða íslenska) til að halda rekstr­inum gang­andi og SAS forward áætl­unin gangi upp. Nú virð­ist ljóst að þeir pen­ingar komi ekki úr sænska rík­is­kass­an­um. En í orðum sænska atvinnu­mála­ráð­herr­ans lá fleira.

Auglýsing

Vilja draga sig út úr SAS

Karl-Petter Thorwalds­son sagði á áður­nefndum frétta­manna­fundi að þótt sænska stjórnin styddi neyð­ar­á­ætlun SAS stefndi stjórnin jafn­framt að því að draga úr eign­ar­haldi sænska rík­is­ins í félag­inu. Sænska ríkið á nú 21.8 pró­senta hlut í SAS, danska ríkið á annað eins og aðrir aðilar afgang­inn. Félagið var skráð á hluta­bréfa­markað árið 2001.

Karl-Petter Thorwaldsson Mynd: EPA

Scand­in­av­ian Air­lines System, eins og félagið hét upp­haf­lega var form­lega stofnað 1. ágúst 1946. Til­gang­ur­inn með stofnun SAS, eins og félagið hefur frá upp­hafi verið kall­að, var að sam­eina milli­landa­flug þriggja félaga: Svensk Interkontinental Luft­trafik, Det Danske Luft­fartselskab og Det Nor­ske Luft­fartsel­skap. Félögin þrjú héldu áfram inn­an­lands­flugi, hvert í sínu landi, næstu árin en eftir 1950 náði starf­semi félags­ins (sem nú heitir Scand­in­av­ian Air­lines) einnig til inn­an­lands­flugs­ins.  

Norð­menn drógu sig út úr SAS árið 2018 og ef Svíar fara sömu leið standa Danir einir stofn­end­anna eft­ir.

Setur Dani í mik­inn vanda

Yfir­lýs­ing Svía kemur á afar óheppi­legum tíma fyrir SAS. Félag­ið, sem er mjög skuldugt, á í við­ræðum við lána­drottna um að breyta skuldum í hlutafé og ákvörðun Svía auð­veldar ekki þá samn­inga. Jafn­framt á félagið í við­ræðum við stétt­ar­fé­lög um breytt fyr­ir­komu­lag í því skyni að draga úr kostn­aði.

Danska rík­is­stjórnin hefur enn sem komið er lítið vilja segja en Nico­lai Wammen fjár­mála­ráð­herra sagði í við­tali við danska útvarpið að stjórnin myndi, um miðjan þennan mán­uð, greina frá áætl­unum sínum varð­andi fram­tíð SAS. Í við­tölum við fjöl­miðla hafa margir danskir stjórn­mál­menn lýst þeirri skoðun að mik­il­vægt sé að tryggja rekstur SAS, en áætl­anir þar að lút­andi verði að vera raun­sæjar og lúta ákveðnum skil­yrð­um.

Hverjir eru mögu­leik­arn­ir?

Ljóst er að SAS þarf nauð­syn­lega á auknu fjár­magni að halda til að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur. Spurn­ingin er hvaðan þeir pen­ingar geti kom­ið. Miðað við ummæli danskra stjórn­mála­manna, bæði stuðn­ings­flokka stjórn­ar­innar og stjórn­ar­and­stöð­unnar virð­ist lík­legt að þingið muni sam­þykkja að styðja við bakið á SAS.

Danskir fjöl­miðlar hafa leitað álits fjár­mála­sér­fræð­inga og spurt hverjir gætu hugs­an­leg haft áhuga fyrir að fjár­festa í SAS. Án þess að nefna til­tekna fjár­festa eða fyr­ir­tæki sögðu þeir sem leitað var til að lík­legt væri að kaup­endur fynd­ust að hlut í SAS, eða jafn­vel félag­inu öllu. Vitað er að þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hefur lengi rennt hýru auga til SAS og myndi að lík­indum íhuga alvar­lega að kom­ast þar til áhrifa.

Hver yrði staða Kastrup flug­vall­ar?

Í tengslum við hugs­an­legar breyt­ingar á eig­enda­hópi SAS, einkum ef nýir fjár­fest­ar, aðrir en danskir koma til sög­unnar vakna spurn­ingar varð­andi fram­tíð Kastrup flug­vall­ar. Þing­menn hafa í sam­tölum við fjöl­miðla lagt mikla áherslu á mik­il­vægi flug­vall­ar­ins. Í dag starfa um 14 þús­und manns á flug­vell­inum og fer fjölg­andi, fyrir kór­óna­veiruna vorum starfs­menn um 22 þús­und.

Ef erlendir fjárfestar kæmu að rekstri SAS er, að mati danskra sérfræðinga, ekki öruggt að Kastrup flugvöllur yrði sama ,,umferðarmiðstöðin“ og nú er. Mynd: Bára Huld Beck

Kaup­manna­höfn er vin­sæll ferða­manna­stað­ur, millj­ónir ferða­manna heim­sækja borg­ina ár hvert, og tekj­urnar vegna þeirra skipta veru­legu máli í danska þjóð­ar­bú­skapn­um. Ef erlendir fjár­festar kæmu að rekstri SAS er, að mati danskra sér­fræð­inga, ekki öruggt að Kastrup flug­völlur yrði sama „um­ferð­ar­mið­stöð­in“ og nú er. Troels Lund Poul­sen, fyrr­ver­andi atvinnu­mála­ráð­herra og fjár­mála­tals­mað­ur, Ven­stre, stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, sagði í við­tali við danska útvarp­ið, að allt þetta yrði að taka með í reikn­ing­inn þegar rætt væri um fram­tíð SAS. „Að mati okkar í Ven­stre má SAS ekki fara í þrot.“

Flug­menn boða verk­fall ef ekki semst

Að morgni síð­ast­lið­ins fimmtu­dags, 9. júní, sendi félag flug­manna hjá SAS, Dansk Pilot­for­en­ing, frá sér til­kynn­ingu. Þar kom fram að eftir margra mán­aða samn­inga­við­ræð­ur, sem engu hefðu skil­að, væri boðað til verk­falls frá og með 24. júní, ef samn­ingar nást ekki fyrir þann tíma. Um er að ræða þús­und flug­menn, í Dan­mörku, Sví­þjóð og Nor­egi. Hen­rik Thyregod, for­maður Dansk Pilot­for­en­ing, sagði í við­tali að flug­menn hefðu lagt sig alla fram en stjórn SAS stæði þversum í öllum samn­inga­málum og verk­fall væri síð­asta úrræði flug­manna.

Ein helsta krafa flug­manna er að SAS stofni ekki ný dótt­ur­fé­lög í því skyni að ráða flug­menn á öðrum og lak­ari kjörum en þeir búa nú við. ,,Þessu hefur SAS ekki viljað lofa“ sagði Hen­rik Thyregod. Nokkrum klukku­stundum eftir til­kynn­ingu flug­manna sendi yfir­stjórn SAS frá sér yfir­lýs­ingu. Þar segir að hót­anir flug­manna sýni algjört skiln­ings­leysi þeirra á stöðu félags­ins og þeir setji eigin hags­muni ofar öðru. „Verk­fall flug­manna gæti orðið bana­biti SAS,“ segir í yfir­lýs­ingu yfir­stjórn­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar