Mynd: Bára Huld Beck

Telja að stjórnsýslulög hafi verið þverbrotin með skipun Páls sem ráðuneytisstjóra

Það hefur vart farið framhjá mörgum að skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu kærði ráðningu á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningamálaráðuneytinu til kærunefndar jafnréttismála, og vann. Flestir hafa auk þess orðið varir við að ráðherra málaflokksins fór í kjölfarið í mál við skrifstofustjórann, sem tapaðist fyrir héraðsdómi. Einhverjir vita að skrifstofustjórinn kvartaði líka yfir ráðningunni til umboðsmanns Alþingis. En fæstir vita innihald þeirrar kvörtunar. Það verður rakið hér að neðan.

Mál Haf­dísar Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, skók stjórn­málin í fyrra þegar kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hefði verið á henni með ráðn­ingu Páls Magn­ús­sonar sem ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þann 1. nóv­em­ber 2019.

Við­brögð Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, ráð­herra mála­flokks­ins, við nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar vöktu ekki síður athygli. Hún ákvað að íslenska ríkið myndi stefna Haf­dísi Helgu per­sónu­lega til að fá úrskurð kæru­nefnd­ar­innar ógild­an. Í mars í ár hafn­aði hér­aðs­dómur Reykja­víkur öllum máls­á­stæðum Lilju og sagði í nið­ur­stöðu sinni að ekki hafi verið fyrir hendi neinir „ann­markar á máls­með­ferð kæru­nefnd­ar­innar sem leitt geti til ógild­ingar á úrskurði henn­ar.“ 

Lilja ákvað að áfrýja dómnum rúmum fjórum klukku­stundum eftir að hann hafði fall­ið. Við­búið er að mála­rekstur fyrir Lands­rétti standi fram á næsta ár, og þar af leið­andi fram yfir kom­andi þing­kosn­ing­ar, sem fara fram 25. sept­em­ber. 

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála var ekki eina fyr­ir­bærið innan stjórn­sýsl­unnar sem Haf­dís Helga vís­aði mál­inu til. Í júní 2020 var greint frá því í fjöl­miðlum að hún hefði líka vísað mál­inu til umboðs­manns Alþing­is. Lítið hefur spurst til þess máls síð­an. 

Auglýsing

Kjarn­inn hefur nú undir hönd­unum fjöl­mörg gögn um með­ferð umboðs­manns á kvörtun Haf­dísar Helgu, sem lögð var fram í byrjun árs 2020. Hér á eftir verður efn­is­legt inni­hald þess máls rak­ið.

Skadd­aður pakki

Haf­dís Helga fór upp­runa­lega fram á að fá gögn máls­ins afhent 12. nóv­em­ber 2019, ell­efu dögum eftir að greint var frá því að Páll Magn­ús­son, sem hefur ára­tugum saman gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn, hefði verið ráð­inn í stöðu ráðu­neyt­is­stjóra mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Sú beiðni var svo end­ur­tekin með bréfi sem hún sendi til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins 2. des­em­ber 2019. Erindið var ítrekað þrí­vegis fyrir jól það ár, án árang­urs.

Haf­dís Helga kvart­aði því til umboðs­manns Alþingis 28. jan­úar 2020. Eftir að sú kvörtun var send inn fékk hún til­kynn­ingu um að send­ing biði hennar á póst­húsi. Um var að ræða gögnin frá ráðu­neyt­inu.

Í bréfi sem lög­maður hennar sendi til umboðs­manns Alþingis í byrjun febr­úar 2020 segir að með pakk­anum hafi fylgt bréf sem væri dag­sett 13. jan­ú­ar. „Kann umbjóð­andi minn ekki skýr­ingar á því af hverju bréfið var svo lengi á leið til henn­ar, en þess má geta að það var mjög illa farið og umslagið rifið á mörgum stöðum og með því fylgdi til­kynn­ing um að umslagið hefði komið skaddað á dreif­ing­ar­stöð Pósts­ins.“

Tryggvi Gunnarsson var umboðsmaður Alþingis þegar kvörtunin var send til embættisins. Hann lét af störfum fyrr á þessu ári.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í gögn­unum kom meðal ann­ars fram að aug­lýs­ingu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um stöðu ráðu­neyt­is­stjóra hafi verið breytt á síð­ustu stundu þannig að í stað þess að gera að skil­yrði að umsækj­endur hefðu „yf­ir­grips­mikla þekk­ingu og reynslu af verk­efna­sviði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins“ var gerð krafa um að umsækj­endur hefðu „þekk­ingu á verk­efna­sviði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins“. Þá var kröfu um „yf­ir­grips­mikla þekk­ingu og reynslu á sviði opin­berrar stjórn­sýslu“ breytt í kröfur um „reynslu af opin­berri stjórn­sýslu“.

Taldi Lilju hafa brotið stjórn­sýslu­lög

Eftir að Haf­dís Helga kvart­aði til umboðs­manns Alþingis fékk erindið máls­með­ferð­ar­núm­er. Í kvörtun­inni kom fram að Haf­dís Helga teldi að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefði „brotið gegn ákvæðum laga um Stjórn­ar­ráð Íslands, nr. 115120 ll, reglum um ráð­gef­andi nefndir er meta hæfni umsækj­enda um emb­ætti við Stjórn­ar­ráð Íslands, nr. 393/2012, ákvæðum stjórn­sýslu­laga, nr. 37/1993 og meg­in­reglum stjórn­sýslu­réttar með því að skipa Pál Magn­ús­son í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þann l. des­em­ber 2019, en kvart­andi var einn af umsækj­endum um emb­ætt­ið. Kvart­andi telur að það hafi verið bæði form­legir og efn­is­legir ann­markar á ákvörðun ráð­herra um skipun í emb­ættið og hafi ann­mark­arnir verið veru­leg­ir. Telur hún að gengið hafi verið fram­hjá sér við skipun í emb­ætt­ið.“

Í nán­ari útlistun á kvörtun­inni kom fram að Haf­dís Helga teldi að hæfn­is­nefndin sem skipuð var til að fara yfir umsækj­endur um starf ráðu­neyt­is­stjóra hafi ekki upp­fyllt skil­yrði reglna þar sem að innan hennar hafi ekki verið til staðar þekk­ing á starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins, hlut­verki ráðu­neyt­is­stjóra né mál­efna­sviði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Haf­dís Helga taldi auk þess að það hefði verið brotið gegn rétt­indum hennar til að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sín­um, að brotið hafi verið gegn rétti hennar til aðgangs að gögnum máls­ins, að brotið hafi verið gegn rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga við með­ferð máls­ins, að veru­legur mis­brestur hafi verið á skrán­ingu helstu nið­ur­staðna við­tala við umsækj­end­ur, að ann­marki hafi verið á rök­stuðn­ingi vegna skip­unar ráðu­neyt­is­stjóra, að brotið hafi verið gegn meg­in­reglum stjórn­sýslu­réttar með því að ákvarð­anir um að skera hóp umsækj­enda niður hafi ekki verið teknar af ráð­herra heldur af hæf­is­nefnd og að farið hafi verið gegn vönd­uðum stjórn­sýslu­háttum þegar til­kynnt var opin­ber­lega um skipun í emb­ættið áður en að umsækj­endur höfðu fengið upp­lýs­ingar um mál­ið.  

Talaði við aðstoðarmenn og þá sem unnu álit fyrir ráðuneytið

Áætlað er að kostnaður vegna málareksturs Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, verði um tíu milljónir króna.

Til viðbótar við ofangreindan kostnað vegna málarekstursins kostaði það ríkissjóð fimm milljónir króna að skipa í embættið, en uppistaðan í þeim kostnaði var vegna starfa hæfisnefndar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um málið sem birt var á vef Alþingis í júní.

Í kjölfar þeirrar niðurstöðu héraðsdóms að hafna málatilbúnaði íslenska ríkisins gegn Hafdísi Helgu sagði Lilja að í þeim lögfræðiálitum sem hún hefði aflað sér áður en hún tók þá ákvörðun að fara með málið fyrir dóm í fyrrasumar hefði komið fram að kærunefnd jafnréttismála hefði ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig kæranda var mismunað á grundvelli kynferðis. Hún teldi að efnislega byggði dómur Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði kærunefndar jafnréttismála og því hefði verið áfrýjað. Hún sagði við fjölmiðla í mars að ákvörðunin um að áfrýja niðurstöðunni hafi verið ígrunduð.

Í svarinu við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar, sem var birt tveimur mánuðum eftir þá yfirlýsingu ráðherra, kom fram að ákvörðun um að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar, hefði verið tekin á fundi Lilju með tveimur aðstoðarmönnum hennar og tveimur lögmönnum, sem unnið höfðu umdeilt lögfræðiálit um málið, strax eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Rúmum fjórum tímum eftir dómsuppsögu hafði ráðherra tilkynnt að niðurstöðunni yrði áfrýjað. Á áðurnefndum fundi kom einnig fram „sú staðfasta skoðun þeirra sem komu að skipan í starf ráðuneytisstjóra að rétt hefði verið staðið að málum og jafnréttislög hefðu ekki verið brotin.“

Auglýsing

Síðan gerð­ist nán­ast ekki neitt mán­uðum sam­an. 

Tafð­ist ... vegna COVID

Þann 14. apríl í fyrra sendi lög­maður Haf­dísar Helgu tölvu­póst til umboðs­manns Alþingis þar sem spurst var fyrir um stöðu kvört­un­ar­inn­ar. Í svari sem barst dag­inn eftir kom fram að það hefði „hægt nokkuð á starf­semi á skrif­stofu umboðs­manns síð­ustu vikur vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana og for­falla sem tengj­ast þeim. Ég vænti þess að fram­hald máls­ins skýrist núna í apríl og biðst vel­virð­ingar á töf­un­um.“

Úrskurður kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála gegn mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þar sem kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að ráð­herra hefði brotið gegn jafn­rétt­islögum með því að hafa van­metið kon­una Haf­dísi Helgu í sam­an­burði við karl­inn Pál, féll svo 27. maí 2020. 

Þegar lög­maður Haf­dísar Helgu kann­aði stöðu máls hennar hjá umboðs­manni Alþingis tæpri viku síðar fékk hún þau svör að umboðs­manni hefði ekki verið kunn­ugt um að mál Haf­dísar hefði verið til með­ferðar hjá kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála sam­hliða því að það var til athug­unar hjá umboðs­manni. „Af úrskurði nefnd­ar­innar sem var kveð­inn upp 27. maí sl. verður ekki annað ráðið en að þar sé að ein­hverju leyti fjallað um sömu atriði og kvörtun þín f.h. Haf­dísar til umboðs­manns lýtur að, einkum mat á hæfni umsækj­enda um starf ráðu­neyt­is­stjóra. Get­urðu vin­sam­leg­ast veitt umboðs­manni upp­lýs­ingar um hvaða atriði í kvörtun­inni standa eftir og er að þínu mati til­efni til að fjalla sér­stak­lega um af hálfu umboðs­manns?“

Lög­maður Haf­dísar Helgu svar­aði þessum tölvu­pósti sam­dæg­urs og benti á fjöl­mörg atriði og sagði ljóst að kvörtunin til umboðs­manns Alþingis og kæra til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála hafi alls ekki snúið að öllu leyti að sömu atriðum og að fullt til­efni væri til að umboðs­maður myndi fjalla um kvörtun­ina. Var þar sér­stak­lega bent á skipan og störf hæf­is­nefnd­ar­innar og meint brot gegn fjöl­mörgum ákvæðum stjórn­sýslu­laga og meg­in­reglum stjórn­sýslu­réttar því til stuðn­ings.

Taldi ekki rétt að taka kvörtun­ina til frek­ari athug­unar

Fyrir rúmu ári, 24. júní 2020, til­kynnti Víðir Smári Pet­er­sen, settur rík­is­lög­maður í mál­inu, lög­manni Haf­dísar Helgu um það með tölvu­pósti að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefði ákveðið að höfða mál á hendur Haf­dísi Helgu til að fá úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála ógild­an. Sú ákvörðun byggði á lög­fræði­á­liti sem Víðir Smári og annar lög­mað­ur, Guð­jón Ármanns­son, unnu fyrir ráð­herr­ann.  

Auglýsing

Sex dögum síðar sendi þáver­andi umboðs­maður Alþing­is, Tryggvi Gunn­ars­son, bréf til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra þar sem henni var greint frá því að hann hefði lokið athugun sinni á kvörtun Haf­dísar Helgu. Það gerði hann vegna þess að ráð­herr­ann hafði höfðað mál gegn Haf­dísi. Umboðs­maður taldi „ekki úti­lokað að í dóms­mál­inu kunni að reyna að ein­hverju leyti á þau sömu atriði og fjallað er um í kvörtun Haf­dísar Helgu til mín. Það er því nið­ur­staða mín að ekki sé rétt að ég taki kvörtun Haf­dísar Helgu til frek­ari athug­un­ar. Telji hún rétt að bera fram nýja kvörtun að gengnum end­an­legum dómi í mál­inu mun ég hins vegar líta svo á að skil­yrði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, um umboðs­mann Alþing­is, þ.e. um að kvörtun sé borin fram innan árs frá því stjórn­sýslu­gern­ingur sá sem um ræðir var til lykta leidd­ur, standi því ekki í vegi að ég geti tekið kvörtun­ina til athug­unar enda ber­ist þá ný kvörtun í beinu fram­haldi af end­an­legum dómi.“

Hlut­leysi umboðs­manns gæti verið dregið í efa

Í bréfi sem umboðs­maður sendi til lög­manns Haf­dísar Helgu sama dag, 30. júní 2020, kom fram að hann væri með það til athug­un­ar, að eigin frum­kvæði, skipan og störf hæf­is­nefnda við ráðn­ingar í störf hjá hinu opin­bera og aðferðir og efni sam­an­burðar milli umsækj­enda og mat á þeim, til dæmis þegar við­höfð er sér­stök stiga­gjöf fyrir ein­staka hæfn­is- og mats­þætt­i. 

Nokkrum dögum síð­ar, 8. júlí, sendi umboðs­maður bréf til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem hann sagði að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála hafi ekki brugð­ist við athuga­semdum sem henni hefðu borist frá emb­ætt­inu, þótt bent hafi verið á ann­marka í störfum hennar og umboðs­maður gert athuga­semdir við að hún færi út fyrir vald­svið sitt. Til­efnið var að frum­varp ráð­herra til nýrra jafn­rétt­islaga og stjórn­sýslu jafn­rétt­is­mála hafði verið sett í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Þótt ekk­ert væri minnst á mál Haf­dísar Helgu og Lilju í bréf­inu var það sett í sam­hengi við málið í öllum helstu fjöl­miðlum sem fjöll­uðu um það

Páll Magnússon starfaði sem bæjarritari Kópavogs áður en hann var ráðinn sem ráðuneytisstjóri. Hann hefur lengi starfað innan Framsóknarflokksins og bauð sig meðal annars fram til formanns árið 2009.
Mynd: Kópavogur.is

Og í bréfi sem lög­maður Haf­dísar Helgu sendi til umboðs­manns Alþingis 16. júlí í fyrra segir að „auð­velt sé að tengja fram­an­greinda umfjöllun umboðs­manns við það dóms­mál sem hann telur „liggja fyrir" að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið muni höfða gegn umbjóð­anda mín­um. Telur umbjóð­andi minn mjög óheppi­legt að umboðs­maður blandi sér með þessum hætti í umræðu um ein­stök mál og að slíkt geti leitt til þess að hlut­leysi umboðs­manns verði dregið í efa ef mál umbjóð­anda míns kæmi aftur til með­ferðar hjá umboðs­mann­i.“

Nokkrum dögum síð­ar, 21. júlí 2020, var Haf­dísi Helgu birt stefna íslenska rík­is­ins á hendur henn­i. 

For­dæmi hunsað

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála fund­aði 7. ágúst 2020 til að ræða bréf umboðs­manns og bregð­ast við því. Í fund­ar­gerð hennar er sér­stak­lega vakin athygli á því að í bréf­inu hafi þess ekki verið getið að reynt hefði á atriði sem umboðs­maður gerði athuga­semdir við í dómi Hæsta­réttar frá 15. jan­úar 2015 í máli sem sneri að ráðn­ingu innan Land­spít­al­ans. 

Í mál­inu hafði Land­spít­al­inn höfðað mál á hendur karl­kyns starfs­manni og krafð­ist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, þar sem kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu að spít­al­inn hefði brotið af sér við ráðn­ingu í starf yfir­læknis þar sem starfs­mað­ur­inn var tal­inn hæf­ari til að gegna starf­inu en sú kona sem ráðin var. 

Auglýsing

For­dæmi Hæsta­réttar í mál­inu leið­ir, að mati sér­fræði­grein­inga sem Kjarn­inn hefur aðgang að, til þess að mat dóm­stóla á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála ætti ein­ungis að snúa að því hvort nefndin hafi beitt lög­mætum aðferðum við úrlausn sína eða farið út fyrir vald­svið sitt eða verk­svið. 

Innan við mán­uði síð­ar, 1. sept­em­ber 2020, var stefna íslenska rík­is­ins gegn Haf­dísi Helgu þing­fest. Ríkið tap­aði mál­inu fyrir hér­aðs­dómi, áfrýj­aði og það bíður nú þess að verða tekið fyrir í Lands­rétt­i. 

Miðað við mála­stöðu þess dóm­stigs er ekki búist við því að málið verði tekið fyrir fyrr en á næsta ári, rúmum tveimur árum eftir að ráð­herra mennta- og menn­ing­ar­mála átti að hafa brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Og mörgum mán­uðum eftir að Alþing­is­kosn­ingar eru yfir­staðn­ar. 

Eng­inn veit hver verður mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra eftir kosn­ingar og hvort sá hafi áhuga á að halda áfram mála­rekstr­inum gegn Haf­dísi Helgu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar