Telja áform stjórnvalda um færslu skattrannsókna ganga gegn yfirlýstum tilgangi

Embætti skattrannsóknarstjóra telur að frumvarp sem færir rannsókn á meiriháttar skattrannsóknum til héraðssaksóknara muni valda meiri skaða en gagni. Hætta sé á að sérfræðiþekking tapist.

Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Hún er þó ekki skrifuð fyrir athugasemd embættisins heldur tveir aðrir starfsmenn þess.
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Hún er þó ekki skrifuð fyrir athugasemd embættisins heldur tveir aðrir starfsmenn þess.
Auglýsing

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins segir að verði áform um að breyta núver­andi skipan skatt­rann­sókna á þann hátt að færa rann­sókn á þeim brotum sem telj­ast meiri­háttar til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara, þá gangi það gegn til­gangi frum­varps til laga sem eigi að koma í veg fyrir tvö­falda refs­ingu og tvö­falda máls­með­ferð. 

Verði frum­varpið að lögum leggst emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins af sem sjálf­stæð stofnun en verður þess í stað ein­ing innan Skatts­ins sem ætlað verður að fara með rann­sókn þeirra skatta­laga­brota sem ætla má að ljúka megi innan skatt­kerf­is­ins.

Í athuga­semd sem emb­ættið hefur sent til efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem hefur frum­varpið til umfjöll­un­ar, segir að verði það að lög­um, og hér­aðs­sak­sókn­ari eigi að rann­saka öll skatta­laga­brot sem telj­ast meiri­háttar fyrir eigin mann­afla, muni reyn­ast nauð­syn­legt að koma hjá því emb­ætti upp við­bót­ar­starfs­liði með næga sér­þekk­ingu til að valda rann­sókn stórra og flók­inna skatt­brota­mála. „Mun þá þurfa að starf­rækja í tveimur stofn­unum slíkar sér­hæfðar ein­ingar sem vart þjónar æski­legri hag­ræð­ingu og skil­virkni í rík­is­rekstri. Að auki mun slíkt fyr­ir­komu­lag óhjá­kvæmi­lega að ein­hverju marki hafa í för með sér að sömu mál muni sæta end­ur­teknum rann­sóknum er þau byrja annað hvort sem minni eða meiri háttar mál reyn­ast við nán­ari skoðun ekki eiga heima í byrj­un­ar­flokki sínum heldur hinum meg­in. Virð­ist það geta farið í bága við bann við tvö­faldri máls­með­ferð, sbr. hins vegar til­gang­inn að baki ákvæða frum­varps­ins.“

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja, hefur þegar afgreitt frum­varpið til ann­arrar umræðu með nefnd­ar­á­liti. Þar er ekki tekið til­lit til athuga­semda skatt­rann­sókn­ar­stjóra og lagt til að lögin öðlist gildi 1. maí næst­kom­andi.

Ekki tekið fyrir tvö­falda refs­ingu í dómi

For­saga frum­varps­ins er sú að þann 18. maí 2017  komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirra nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­­ur.

Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins á þeim for­­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­­skatta­­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­­­vegis fyrir sama brot­ið.

Fram að þeim tíma hafði það tíðkast hér­­­lendis að þeir sem sviku stór­­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­­goldnu skatta sem þeir skyldu end­­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi auk þess sem við­kom­andi þarf að að greiða sekt.

Auglýsing
Þegar Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll­inn hafði kom­ist að nið­­ur­­stöðu þá þurfti að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­­bæri­­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­­ur­­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­­kvæmd.

dómur féll í lok sept­em­ber 2017. 

Í dómi Hæsta­réttar var því ekki tekið fyrir tvö­falda refs­ingu. Þar var hins veg­ar, með vísun í dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í norsku máli sem féll um ári áður og í mál Jóns Ásgeirs og Tryggva, sagt að sýna þyrfti fram á að sak­ar­efni sem sé til með­ferðar hjá bæði skatt­yf­ir­völdum og í saka­mála­rann­sókn séu þannig tengd að þau myndi eina sam­þætta heild að efni til. „Þetta feli ekki ein­göngu í sér að mark­miðin sem að er stefnt og aðferð­irnar til að ná þeim séu til fyll­ingar heldur jafn­framt að afleið­ingar þess lög­bundna fyr­ir­komu­lags feli það í sér að rekstur tveggja mála sé fyr­ir­sjá­an­legur og að gætt sé með­al­hófs,“ segir í dómi Hæsta­rétt­ar.

Kjarn­inn greindi frá því að í lok árs 2017 að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hafi þurft að fella niður 66 mál vegna þess að rann­sókn þeirra féll ekki innan þess tímara­mma sem dóm­ur­inn sagði til um. 

Telja frum­varpið ekki ná mark­miði sínu

Vegna þessa ákvað Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að leggja fram frum­varp sem hafði það meg­in­mark­mið að koma í veg fyrir fyrir tvö­falda refs­ingu og tvö­falda máls­með­ferð.

Í athuga­semdum skatt­rann­sókn­ar­stjóra­emb­ætt­is­ins er því þó hafnað að það mark­mið náist með frum­varp­in­u. 

Þar segir að í núver­andi fyr­ir­komu­lagi rann­saki skatt­rann­sókn­ar­stjóri mál vegna skatta­laga­brota til enda, en þau mál sem flokk­ist sem alvar­leg brot, einkum sam­kvæmt við­miði út frá und­an­dregnum skatti, séu send til hér­aðs­sak­sókn­ara til refsi­með­ferð­ar. 

Þegar það ger­ist þurfi starfs­menn hér­aðs­sak­sókn­ara að setja sig inn í hvert mál og efna til skýrslu­töku af sak­born­ingum þrátt fyrir að flestum málum sé haldið áfram á þeim grund­velli sem mót­aður hefur verið með rann­sókn­ar­skýrslu skatt­rann­sókn­ar­stjóra. „Að mati skatt­rann­sókn­ar­stjóra felur þessi til­högun í sér óæski­lega end­ur­tekna máls­með­ferð og ónóga skil­virkni. Vissu­lega er grein­ing máls og und­ir­bún­ingur til ákæru­með­ferðar nauð­syn­legt við­bót­ar­skref þannig að það er síður en svo álit skatt­rann­sókn­ar­stjóra að aðkoma hér­aðs­sak­sókn­ara sé létt­væg eða óþörf. Hins vegar telur skatt­rann­sókn­ar­stjóri að heppi­legra væri að rann­sak­endur máls hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra myndu kynna það og skýra fyrir sak­sóknurum en að starfs­lið hér­aðs­sak­sókn­ara tak­ist á hendur að koma sér frá grunni inn í skatt­rann­sókn­ar­mál til að und­ir­búa það fyrir sak­sókn­ara.“

Vilja að sak­sókn sé hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur lengi haft þá skoðun að sak­sókn skatt­rann­sókn­ar­mála ætti að vera hjá emb­ætti, en ekki hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Sú skoðun er ítrekuð í athuga­semdum emb­ætt­is­ins og sagt að með því fyr­ir­komu­lagi yrðu mál fullrann­sökuð í einni sam­felldri rann­sókn og þá bæði gagn­vart sak­ar­þætti sem og end­ur­á­kvörð­un­ar­þætt­i. 

Önnur leið til að sníða af þá agnúa sem séu á núver­andi fyr­ir­komu­lagi sé að sak­sókn­arar hér­aðs­sak­sókn­ara komi að rann­sóknum skatt­rann­sókn­ar­stjóra þegar sýnt þyki að um ræði mál sem sæta beri ákæru­með­ferð og að þeir geti hlut­ast til um fram­kvæmd rann­sókn­anna þannig að sak­ar­þáttur við­kom­andi til­viks sé rann­sak­aður til fulls í sam­ræmi við það sem sak­sókn­arar telji þörf á. „Þannig yrðu mál rann­sökuð með einni heild­stæðri rann­sókn án nokk­urrar end­ur­tekn­ing­ar, tví­verkn­aðar eða ann­arrar óskil­virkni. Er mjög litið á til­högun Svía á þessu sviði sem æski­lega fyr­ir­mynd af þeim sem til þekkja í skatt­kerfum Norð­ur­landa.“

Sér­fræði­þekk­ing gæti tap­ast

Af athuga­semd­unum er ljóst að þeir starfs­menn emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra sem taka þær saman hafa áhyggjur af því að sér­fræði­þekk­ing tap­ist ef frum­varpið verði að lög­um, enda yrði þá að halda úti slíkri sér­fræði­þekk­ingu í tveimur kerf­um. 

Afar mik­il­væg for­senda fyrir skil­virkum árangri við rann­sóknir skatta­laga­brota sé sá aðgangur sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi að upp­lýs­inga­kerfum skatt­yf­ir­valda, sem og hinar víð­tæku heim­ildir til að kalla eftir gögn­um. „Þessar heim­ildir eru mun víð­tæk­ari en um ræðir varð­andi rann­sóknir ann­arra brota. Hinar rúmu heim­ildir rétt­læt­ast af eðli mála­flokks­ins og án þeirra yrði lítt ágengt við rann­sóknir skatta­lag­brota.“

Það er mat höf­unda athuga­semd­anna að hér­aðs­sak­sókn­ari gæti ekki náð við­un­andi árangri við rann­sóknir slíkra brota án þess­ara heim­ilda. Ekki verði séð að stað­ist gæti hér­aðs­sak­sókn­ari fengi svo víð­tækan aðgang að emb­ættið gæti nýtt hann að vild í hvers kyns málum heldur yrði óhjá­kvæmi­lega að ein­skorða heim­ild­irnar við nýt­ingu við rann­sókn skatta­laga­brota. „Yrðu því að vera þétt skil milli þeirrar ein­ingar emb­ætt­is­ins sem hefði það hlut­verk að rann­saka skatta­laga­brot og ann­arra þátta starf­sem­inn­ar. Auk þessa er ekki víst að allir hlut­að­eig­andi aðilar væru fúsir að veita hér­aðs­sak­sókn­ara þann aðgang að kerfum sínum sem skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefur verið veitt­ur. Getur þetta m.a. gilt um erlend skatt­yf­ir­völd.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar