EPA

Tengsl á milli fjárframlaga til alþjóðastofnana og ráðninga Íslendinga

Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til alþjóðastofnana og verkefna á þeirra vegum hafa aukist eftir að Íslendingar voru ráðnir til starfa. Utanríkisráðuneytið segir aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skýra aukin framlög til alþjóðastofnana, auk þess sem það sé skýrt markmið að fleiri Íslendingar ráðist til starfa hjá alþjóðastofnunum.

Dæmi eru um að fjár­fram­lög íslenskra stjórn­valda til alþjóð­legra stofn­ana auk­ist þegar Íslend­ing­ar, nánar til­tekið fyrr­ver­andi stjórn­mála­menn, hefja störf hjá við­kom­andi stofn­un. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun apríl að íslensk stjórn­völd hafi ákveðið að styðja skrif­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna um eyði­merk­ur­samn­ing­inn (UNCCD) með beinu fjár­fram­lagi í fyrsta sinn. Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hóf nýverið störf hjá stofn­unni sem sér­­stakur ráð­gjafi fram­­kvæmda­­stjóra.

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sagði að fjár­veit­ingin teng­ist ekki starfs­manna­haldi skrif­stof­unn­ar. Hvað sem því líður er þetta í fyrsta sinn sem Ísland styður stofn­un­ina með beinu fjár­fram­lagi. Samn­ing­ur­inn felst í óskil­yrtu kjarna­fram­lagi til þriggja ára, alls rúm­lega 77 millj­ónum eða 25,8 millj­ónum til þriggja ára, 2021-2023.

Kjarn­inn óskaði í kjöl­farið eftir upp­lýs­ingum frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu um störf fyrr­ver­andi stjórn­mála­manna og aðstoð­ar­manna ráð­herra hjá alþjóða­stofn­unum og fjár­fram­lögum hins opin­berra til við­eig­andi stofn­ana.

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að ráðu­neytið heldur ekki skrár yfir íslenska rík­is­borg­ara sem ráð­ast til starfa hjá alþjóða­stofn­un­um. Ef farið er yfir fjár­fram­lög til stofn­ana þar sem Íslend­ingar hafa starfað má hins vegar finna dæmi um hækkun á fjár­fram­lagi til stofn­un­ar­innar í kjöl­far þess að íslenskur rík­is­borg­ari hefur störf..

Fjár­fram­lög til FAO tóku stökk við ráðn­ingu fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra

Árni M. Mathies­en, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Geirs H. Haarde 2005-2009 , sagði skilið við stjórn­málin eftir banka­hrun­ið.

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra. Mynd: Alþing

Í nóv­em­ber 2010 var hann ráð­inn aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri hjá Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, FAO. Íslensk stjórn­völd studdu umsókn Árna. FAO sinnir meðal ann­ars reglu­bundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fisk­veiða og þróun sjá­v­­­ar­út­­­vegs á heims­vísu. Í nóv­em­ber 2019 fól Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­gegs­ráð­herra, fisk­veiðisviði FAO, sem Árni stýrði, að gera úttekt á viðslipta­háttum útgerða í þró­un­ar­lönd­um. Úttektin var hluti af aðgerðum stjórn­valda til að auka traust á íslensku atvinn­u­­lífi í kjöl­far Sam­herj­­a­­máls­ins.

Kjarna­fram­lög íslenskra stjórn­valda til FAO frá 2009 nema 279,5 millj­ónum króna. 2009, ári áður en Árni hóf störf hjá FAO, var árlegt fram­lag til stofn­un­ar­innar tæpar 10,4 millj­ón­ir. Ári seinna var fram­lagið 9,1 millj­ón. Árni hóf störf hjá FAO í lok árs 2010. Árið eft­ir, 2011, námu fjár­fram­lögin 21,9 millj­ón­um.

Næstu ár á eftir héldu fram­lögin áfram að hækka og náðu hámarki 2016 þegar íslensk stjórn­völd greiddu 41,4 millj­ónir til FAO. Eftir það tóku þau að lækka á ný og voru á bil­inu 11,9 til 17,9 millj­ónir til árs­ins 2021. Árni lét af störfum hjá stofn­un­inni í árs­byrjun 2021 eftir rúm­lega tíu ára starf. .

Verk­efni sem Hanna Birna fór fyrir hjá UN Women styrkt sér­stak­lega

Einnig eru dæmi um að verk­efni sem íslenskir stjórn­mála­menn hafa verið í for­svari fyrir hafi verið styrkt sér­stak­lega. Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber 2019 að verk­efni sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vann að hjá UN Women var styrkt af íslenskum stjórn­völd­um.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, var ráðin til UN Women í byrjun árs 2019. Mynd: Facebook

Hanna Birna var ráðin sem tíma­bund­inn ráð­gjafi á aðal­­­­­skrif­­­stofu UN Women í New York í byrjun árs 2019. UN Women er stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna um kynja­­jafn­­rétti og vald­efl­ingu kvenna. Hún er jafn­­framt ein af áherslu­­stofn­unum Íslands á sviði þró­un­­ar­­sam­vinnu og sam­­kvæmt ramma­­samn­ingi við UN Women greiðir Ísland almenn fram­lög til stofn­un­­ar­inn­­ar, sem og fram­lög til ein­stakra verk­efna.

Hanna Birna var meðal ann­­ars ráðin til að vinna að verk­efn­inu Women's Polit­ical Empowerment and Leader­s­hip en það er eitt þeirra verk­efna sem íslensk stjórn­­völd ákváðu að styrkja árið 2018. Verk­efnið lýtur að póli­­tískri vald­efl­ingu kvenna og leið­­toga­hæfni víða um heim.

Heild­­ar­­stuðn­­ingur Íslands til stofn­un­­ar­innar frá árinu 2017 til dags­ins í dag nema tæpum 1,3 millj­örðum króna, eða um 216 millj­ónum árlega. Þar af voru kjarna­fram­lög tæpar 664 millj­ónir króna og fram­lög til sér­stakra verk­efna tæpar 539 millj­ónir króna. Árið 2019 var fram­lagið 234 millj­­ónir króna, þar af voru 69,9 millj­ónum varið til Women's Polit­ical Empowerment and Leader­s­hip, verk­efn­is­ins sem Hanna Birna var ráðin til.

Aukin fram­lög til alþjóð­legrar þró­un­ar­sam­vinnu skýri aukin fram­lög til alþjóða­stofn­ana

Fram­lög Íslands til alþjóða­stofn­ana hafa auk­ist umtals­vert á umliðnum árum.

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að sú þróun hald­ist meðal ann­ars í hendur við aukin fram­lög til alþjóð­legrar þró­un­ar­sam­vinnu. Árið 2020 nam fram­lag Íslands 0,26 pró­sent af vergum þjóð­ar­tekjum en á þessu ári er gert ráð fyrir að hlut­fallið verði hærra, alls 0,35 pró­sent.

Framlög Íslands til nokkurra alþjóðastofnana, meðal annars áherslustofnana Íslands á sviði mannúðar og þróunarsamvinnu, aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug
Tafla: Utanríkisráðuneytið

Þannig hafa fram­lög Íslands til nokk­urra alþjóða­stofn­ana, meðal ann­ars áherslu­stofn­ana Íslands á sviði mann­úðar og þró­un­ar­sam­vinnu, auk­ist jafnt og þétt und­an­far­inn ára­tug. Meðal áherslu­stofn­ana eru þró­un­ar­á­ætlun SÞ (UND­P), sam­ræm­ing­ar­skrif­stofa SÞ í manníð­ar­málum (OCHA), mann­fjölda­sjóður SÞ þjóð­anna (UN­FPA), Palest­ínu­flótta­manna­að­stoðin (UN­RWA), mat­væla­á­ætlun SÞ, auk FAO og UN Women.

Skýr stefna stjórn­valda að fjölga íslensku starfs­fólki hjá alþjóða­stofn­unum

Þá kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins að unnið hafi verið mark­visst að því að fjölga íslenskum íslenskum sér­fræð­ingum og stjórn­endum hjá alþjóða­stofn­unum und­an­far­ið. „Mark­miðið er meðal ann­ars að styrkja íslenska þekk­ingu og reynslu á þessum svið­um, sem og að auka sýni­leika og fram­lag Íslands til við­kom­andi stofn­ana en líka að gæta íslenskra hags­muna og auka áhrif Íslands innan þeirra,“ segir meðal ann­ars í svari ráðu­neyt­is­ins.

Stefna íslenskra stjórn­valda er, að því er segir í svari ráðu­neyt­is­ins, í sam­ræmi við stefnu ýmissa vina­þjóða sem hafa það bein­línis að mark­miði að fleiri úr þeirra röðum ráð­ist til starfa hjá alþjóða­stofn­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar