Tinna Laufey útskýrir framboð og eftirspurn

tinnalaufey.png
Auglýsing

„Fram­boð og eft­ir­spurn eru hug­tök sem lýsa afstöðu neyt­enda og selj­enda til þess sem þeir vilja gera á ákveðnum mark­aði. Eft­ir­spurnin lýsir afstöðu neyt­enda og fram­boðið afstöðu fram­leið­enda,“ sagði Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, dós­ent í hag­fræði, þegar hún útskýrði fram­boð og eft­ir­spurn fyrir Helga Seljan í síð­asta þætti af Ferð til fjár. Þátt­ur­inn var á dag­skrá síð­ast­liðið fimmtu­dags­kvöld á RÚV.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir útskýrir eftirspurn. Tinna Laufey Ásgeirs­dóttir útskýrir eft­ir­spurn. Kúr­van hallar nið­ur, því eftir því sem verð lækkar  þá eru neyt­endur til­búnir að kaupa meira magn af vör­unn­i.

„Eft­ir­spurnin lýsir afstöðu neyt­enda til þess sem þeir vilja kaupa. Sú afstaða [greiðslu­vilji] fer eftir marg­vís­legum þátt­um, eftir verði vör­unnar og verði á tengdum vörum sem neyt­endur gætu hugs­an­lega notað í stað þess­arar til­teknu vöru, og einnig eftir tekjum ein­stak­ling­anna og svo fram­veg­is,“ útskýrði Tinna Lauf­ey.

Auglýsing

Tinna Laufey útskýrir framboð. Tinna Laufey útskýrir fram­boð. Kúr­van hallar upp því eftir því sem verð hækk­ar, því meira magn eru fram­leið­endur til­búnir að fram­leiða af vör­unn­i.

„Fram­boðið lýsir hins vegar afstöðu fram­leið­end­anna, það er þeirra sem eru að bjóða vör­una á mark­aði. Það segir til um hversu mikið fram­leið­endur eru til í að fram­leiða miðað við verðið sem þeir fá fyrir vör­una og marg­vís­lega aðra þætti. Til dæmis skiptir máli verð á þeim aðföngum sem þeir nota og hvort þeir gætu hugs­an­lega notað aðföngin til þess að fram­leiða eitt­hvað annað sem gæfi betur af sér.“

Framboðs- og eftirspurnarkúrvurnar. Fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­kúrv­urn­ar. Mark­aðs­verð mynd­ast þar sem þær mæt­ast. Ef verð er of hátt þá kaupa neyt­endur ekki allt sem er fram­leitt og ef verð er of lágt þá eru fram­leið­endur ekki reiðu­búnir að fram­leiða nóg af vör­unn­i.

Tinna Laufey útskýrði síðan sam­spil eft­ir­spurn­ar­innar og fram­boðs­ins. „Það sem er mik­il­vægt að skilja er að þetta sam­spil, þar sem fram­boð og eft­ir­spurn mætast, myndar mark­aðs­verð vör­unn­ar, það er það verð sem við öll lút­u­m.“

Breki Karlsson og Helgi Seljan fara betur yfir útskýringar Tinnu Laufeyjar. Breki Karls­son og Helgi Seljan fara betur yfir útskýr­ingar Tinnu Lauf­eyj­ar.

Í sóf­anum hjá Helga og Breka Karls­syni, umsjón­ar­mönnum Ferðar til fjár, voru fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­kúrv­urnar ræddar enn frek­ar. „Ég er svo mikið að ná þessu, að ég þyk­ist vita að þetta er ekki svona ein­falt,“ sagði Helgi. Ályktun hans var að sjálf­sögðu kór­rétt.„Þetta er fram­boð og eft­ir­spurn í sinni ein­föld­ustu mynd. En yfir­leitt eru ein­hver önnur áhrif sem koma til,“ sagði Breki og tók dæmi af land­náms-hjón­unum Helga magra  Eyvind­ar­syni og Þór­unni hyrnu.

„Já, ég hefði nú betur sleppt því að fara í þessa verslunarferð til Vínlands,“ sagði Þórunn hyrna við eiginmann sinn, og samþykkti að best væri að halda fjárhagnum aðskildum. „Já, ég hefði nú betur sleppt því að fara í þessa versl­un­ar­ferð til Vín­lands,“ sagði Þór­unn hyrna við eig­in­mann sinn, og sam­þykkti að best væri að halda fjár­hagnum aðskild­um.

Helgi magri á hænu og reglu­lega selur hann Þór­unni tíu egg. „Þannig er betra að hafa þennan fjár­hag okk­ar, aðskilin enn sem komið er, þangað til þú ert orðin fjár­mála­læs,“ sagði Helgi heldur hroka­fullur við eig­in­konu sína, og skýrði hvers vegna hún þurfti að kaupa af honum egg­in!Tvær álnir vað­máls var verðið sem Þór­unn greiddi fyrir egg­in. En dag einn barst hjón­unum kon­ungs­bréf þar sem lagður var 50% skattur á öll egg umfram þrjú. Þessi skatt­ur, sem gerði það að verkum að Helgi þyrfti að láta af hendi stóran hluta vað­máls­ins, leiddi til þess að það borg­aði sig ekki fyrir hann að selja konu sinni egg­in.Skatt­lagn­ing kon­ungs, hvort sem hann var danskur eða norskur, er dæmi um hvernig margt annað en verð getur haft áhrif á sam­spil eft­ir­spurnar og fram­boðs. Það má ímynda sér að Þór­unn hafi þurft eð leita annað að eggjum og að verð hafi hækkað vegna skatt­lagn­ingar kon­ungs.

Kakan á 1.500 krónur

Eins og Tinna Laufey sagði Helga, þá kemur margt annað til við verð­lagn­ingu en kostn­aður við að fram­leiða hlut­ina. Helgi spurði sér­stak­lega út í verð á tertu­sneið, en í upp­hafi þátt­ar­ins bauð Breki honum að kaupa tertu­sneið á heilar 1.480 krón­ur. Verð­mið­inn er síður en svo fjar­stæðu­kennd­ur, en það vakti athygli síð­ast­liðið sumar að sneið af köku var seld á tæpar 1.300 krónur á vin­sælum ferða­manna­staði. Þótt kostn­aður við köku­gerð­ina hafi vafa­laust verið mun lægri en sölu­verð kök­unn­ar, þá mátu fram­leið­endur það svo að eft­ir­spurnin væri næg auk þess sem greiðslu­vilji neyt­end­anna, það voru mest­megnis ferða­menn, stæði undir svo hárri verð­lagn­ingu. Mark­aðsvirðið köku­sneið­ar­innar var þannig hærra en margir kærðu sig um, en rétt eins og Tinna Laufey benti á, þá er það verðið sem allir verða að lúta!

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None