Tjón Heiðars nálgast þrjá milljarða - Það verði „séð til þess“ að Seðlabankinn axli ábyrgð

heidargud.jpg
Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur og fjár­fest­ir, segir að tjón hans, vegna inn­gripa Seðla­banka Íslands í við­skipti fjár­festa­hóps sem hann leiddi, og ætl­aði sér að kaupa stóran hlut í trygg­ing­ar­fé­lag­inu Sjó­vá, nálg­ast þrjá millj­arða.

Hann hefur höfðað skaða­bóta­mál gegn Seðla­bank­anum og kraf­ist bóta upp á tæpa tvo millj­arða, en eins og áður sagði metur hann tjónið mun meira.

Stefnan er byggð á því að bind­andi sam­komu­lag hafi verið gert milli félags Heið­ars og Seðla­bank­ans og Eigna­safn Seðla­banka Íslands ehf. (ESÍ) hinn 10. júlí 2010 um kaup á hluta­bréfum í Sjóvá auk réttar til kaupa á frek­ari hlutum á fyr­ir­fram ákveðnu gengi. Seðla­bank­inn og ESÍ hafi hins vegar sam­mælst um að hætta við við­skipt­in, þar sem gjald­eyr­is­við­skipti Heið­ars voru til rann­sóknar hjá gjald­eyr­is­eft­ir­liti bank­ans á sama tíma.

Auglýsing

Sjóvá var í opnu sölu­ferli á þessum tíma en Seðla­bank­inn og ESÍ ­sátu uppi með stóran hlut í fyr­ir­tæk­inu, eftir hrun­ið, en ríkið lagði því til fé þegar það var í fjár­hags­erf­ið­leikum til að bjarga því.

Málið var rann­sak­að, eins og áður seg­ir, og vísað áfram til efna­hags­brota­deildar RLS, sem nú er hluti af emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, en fellt niður af rík­is­sak­sókn­ara hinn 27. febr­úar 2012. Ekki var talið að lög hafi verið brot­in, og engin ástæða til ákæru.

„Þetta er tjón sem nálg­ast þrjá millj­arða.  Það er hækkun verð­mæta hluta­bréf­anna frá þeim tíma sem mér var hent útúr við­skipt­un­um.  Ríkið hefði fengið 1,5 millj­arðs hærra verð ef gengið hefði verið að við­skiptum við minn hóp á sínum tíma, um 10,9 millj­arða, í stað 9,4 sem fyr­ir­tækið var svo selt á.  Ríkið tap­aði því 1,5 millj­arði og ég tap­aði um tvö­faldri þeirri fjár­hæð.  Ríkið var til­neytt til að selja á þessum tíma, enda ESA og fleiri að gagn­rýna yfir­töku rík­is­ins á fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­mark­að­i,“ segir Heið­ar.

Hann seg­ist aðspurð­ur, ekki búast við því að Seðla­bank­inn muni aðhaf­ast neitt, eða axla ábyrgð á þeim aðgerðum sem gripið var til gagn­vart honum án þess að lög­mætar ástæður væru þar að baki. „Ég tel ekki að Seðla­bank­inn geri neitt, hann hefur enga til­burði sýnt í þá veru. Ég tel hins vegar að þeir sem bera ábyrgð á Seðla­bank­an­um, ráðu­neyti og Alþingi muni sjá til þess að Seðla­bank­inn axli ábyrgð á mis­tökum sín­um,“ segir Heið­ar.

Umboðs­maður gagn­rýnir



Heiðar kvart­aði til Umboðs­manns Alþingis 22. nóv­em­ber 2010, vegna málsm­ferð­ar­innar í seðla­bank­an­um, og skil­aði hann áliti sínu 6. októ­ber 2015, eða fyrir rúm­lega tveimur vik­um. Í því kemur meðal ann­ars fram að hann hafi sjálf­ur, strax við ­upp­haf athug­unar hans í lok árs 2010,  stað­næmst sér­stak­lega við þá leið sem farin var í lögum þegar gjald­eyr­is­höftin voru tekin upp haustið 2008. Þar var Seðla­banka Íslands fengin heim­ild til að gefa út, að fengnu sam­þykki ráð­herra, reglur um gjald­eyr­is­mál. Hinar eig­in­legu efn­is­reglur um gjald­eyr­is­höftin voru í regl­unum og brot gegn þeim gátu varðað refs­ing­um. Umboðs­maður taldi vafa leika á því að þetta fyr­ir­komu­lag upp­fyllti þær kröfur sem leiða af reglum um lög­bundnar refsi­heim­ildir og skýr­leika refsi­heim­ilda. Til við­bótar komu síðan atriði sem lutu að sam­þykki ráð­herra á regl­unum og birt­ingu þess, en eins og fram hefur kom­ið, þá felldi Seðla­bank­inn niður 23 mál á dög­un­um, þar sem sér­stakur sak­sókn­ari telur regl­urnar gall­að­ar. Eng­inn ein­stak­lingur hefur fengið dóm fyrir brot á gjald­eyr­is­lög­um, frá því fjár­magns­höft voru lög­fest í nóv­em­ber 2008, eða fyrir tæpum sjö árum.

Tryggvi Gunnarsson, Umboðsmaður Alþingis. Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is.

Þá gagn­rýnir Umboðs­maður einnig stofnun ESÍ, sem heldur utan um miklar eignir Seðla­bank­ans, og telur laga­legan grund­völl stofn­unar þess félags vera á veikum grunni.

Umboðs­maður Alþingis sendi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, banka­ráði Seðla­banka Íslands, seðla­banka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis bréf 2. októ­ber þar sem hann gerði grein fyrir athugun sem hann hefur unnið að á síð­ustu árum vegna atriða tengdum rann­sóknum Seðla­banka Íslands vegna gruns um brot á reglum um fjár­magns­höft. Kemur fram í bréf­inu að laga­legur grund­völlur Seðla­bank­ans til aðgerða gegn ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um, vegna meintra brota gegn gjald­eyr­is­lög­um, hafi verið um margt óljós. Í bréf­inu áréttar umboðs­maður einnig að þess verði gætt í fram­tíð­inni að vanda betur til laga­setn­ingar um sam­bæri­leg mál, sér­stak­lega um fram­setn­ingu refsi­heim­ilda og þar með um grund­völl athug­ana og rann­sókna stjórn­valda þegar grunur vaknar um brot sem sætt geta við­ur­lög­um.


Þor­steinn Már gagn­rýnir Seðla­bank­ann



Fleiri mál en Heið­ars hafa verið í brennid­epli, sem snúa að rann­sóknum og ákvörð­unum um kærur hjá Seðla­banka Íslands, vegna meintra brota gegn gjald­eyr­is­lög­um. Sér­stakur sak­sókn­ari féll frá mál­sókn gegn Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, og sam­starfs­mönnum hans,  vegna meintra gjald­eyr­is­brota Sam­herja og tengdra félaga, í byrjun sept­em­ber. Á fjórða ár var þá liðið frá því hús­leit var gerð í höf­uð­stöðvum Sam­herja vegna máls­ins, bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri. Seðla­bank­inn kærði málið tví­vegis til sér­staks sak­sókn­ara, og var það að mat sak­sókn­ara að ekki væri til­efni til ákæru, og mál­inu er nú end­an­lega lok­ið. Þor­steinn Már hefur gagn­rýnt Seðla­bank­ann harð­lega fyrir hvernig hann hefur staðið að mál­um, og sagt að í mál­inu gegn Sam­herj­a­fólki hafi verið farið með „ill­vilj­ann að vopni“ gegn sak­lausu fólki. Stjórn Sam­herja hefur sent bréf til banka­ráðs Seðla­banka Íslands, þar sem hún krefst þess að Seðla­bank­inn beri ábyrgð á mis­tökum sín­um.




Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, hefur þver­neitað því að ill­vilji hafi búið að baki aðgerðum seðla­bank­ans gegn Heið­ari, Þor­steini Má eða öðrum ein­stak­ling­um. Þvert á móti hafi bank­inn talið það vera hans laga­skyldu, að grípa til aðgerða, þegar það hefur verið gert. Seðla­bank­inn hefur ekki enn svarað athuga­semdum Umboðs­manns Alþingis og birt þau opin­ber­lega, en boðað hefur verið að það verði gert.


Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri.



 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None