Togast á um framtíð Twitter

Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, hefur gert tilboð í samfélagsmiðilinn Twitter sem hljóðar upp á 43 milljarða bandaríkjadala. Enn er óljóst hvort kaupin gangi í gegn, en Musk ætlar sér stóra hluti með miðilinn nái hann yfirráðum.

Flestir hafa heyrt milljarðamæringsins Elon Musk getið, en hann hefur farið mikinn í tækniheiminum undanfarin ár.
Flestir hafa heyrt milljarðamæringsins Elon Musk getið, en hann hefur farið mikinn í tækniheiminum undanfarin ár.
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Elon Musk hefur boðið 43 millj­arða banda­ríkja­dala í sam­fé­lags­miðl­aris­ann Twitt­er. Upp­hæðin nemur rúm­lega 5,5 billjónum íslenskra króna, en Musk hefur sagt að kaupin séu ekki fjár­hags­legs eðl­is, þar eð að ætl­unin sé ekki að græða á eign­ar­hald­inu, heldur ein­göngu hug­mynda­fræði­leg. Meðal ann­ars vill Musk að Twitter verði raun­veru­lega það tól mál­frels­is­ins sem hann segir því ætlað að vera.

Flestir hafa heyrt millj­arða­mær­ings­ins get­ið, en hann hefur farið mik­inn í tækni­heim­inum und­an­farin ár. Fyrst um sinn var hann þekkt­astur fyrir aðild sína að stofnun raf­bíla­fram­leið­and­ans Tesla, en tveimur sögum fer reyndar af því hvort hann hafi raun­veru­lega komið að stofnun þess, eða hvort hann hafi ein­fald­lega keypt sig inn í fyr­ir­tæk­ið. Engum blöðum er þó að fletta um það að Musk er for­stjóri og stærsti eig­andi Tesla, fyr­ir­tækis sem hefur að miklu leyti leitt þróun raf­bíla og sjálf­stýr­ingar þeirra á heims­vísu. Þá er SpaceX, annað fyr­ir­tæki undir stjórn Musk, leið­andi á sviði fram­þró­unar geim­ferða fyrir almenn­ing. Bæði þessi fyr­ir­tæki velta billjónum og er Musk sjálfur met­inn á rúm­lega 260 millj­arða banda­ríkja­dala, sem er næstum tíföldun á um tveimur árum.

Auglýsing
Eins og áður segir hefur Musk boðið 43 millj­arða banda­ríkja­dala í Twitt­er, en ekki þykir nægi­lega ljóst hvernig hann hyggst fjár­magna kaupin né heldur hvort um sé að ræða und­ir­boð í sam­fé­lags­miðl­aris­ann. Musk hefur löngum verið virkur not­andi á Twitter og hefur þar yfir 82 millj­ónir fylgj­enda, en fyrr í mán­uð­inum höfðu borist fregnir af því að Musk hefði fjár­fest í Twitter og væri orð­inn einn stærstu hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins með 9,2 pró­sent hlut. Honum bauðst þá sæti í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins en afþakk­aði boðið og sagði ljóst að sam­fé­lags­mið­ill­inn gæti hvorki dafnað né þjónað til­gangi sínum í núver­andi formi.

Enda ætl­aði hann sér eitt­hvað stærra. Meðal þeirra breyt­inga sem Musk vill gera á Twitter er að gera það að einka­fyr­ir­tæki og auka þar mál­frelsi, en margir, og þá sér­stak­lega ein­stak­lingar á hægri­væng stjórn­mál­anna, hafa gagn­rýnt Twitt­er, sem og aðra sam­fé­lags­miðl­arisa, fyrir að rit­skoða efni með því að fjar­lægja ósannar og vill­andi upp­lýs­ingar og banna not­endur sem deila þeim. Meðal þeirra sem hefur orðið fyrir barð­inu á þess­ari rit­skoðun er Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, en aðgangi hans á Twitter var end­an­lega lokað tveimur dögum eftir inn­rás stuðn­ings­manna hans í þing­hús Banda­ríkj­anna í jan­úar á síð­asta ári. Fjöl­margir hafa fangað áformum Musk, en Trump hefur þó gefið það út að hann hygg­ist ekki snúa aftur á Twitt­er, þar sem hann fór mik­inn á for­seta­tíð sinni, þó Musk kaupi sam­fé­lags­mið­il­inn.

Ótt­ast afleið­ingar taki Musk yfir

Stjórn Twitter íhugar nú til­boð Musk og er meðal þess sem sagt er til skoð­unar að nota svo­kall­aða eit­urpillu (e. poi­son pill) til þess að hindra kaup­in, en þá eru mörk sett á það hversu stór hluti má vera í eigu hvers hlut­hafa, en um er að ræða þekkta aðferð við að bægja óæski­legum kaup­endum frá því að kaupa stóra hluti í fyr­ir­tækj­um. Musk hefur komið því á fram­færi að honum þætti eðli­legt að efnt yrði til atkvæða­greiðslu um til­boðið meðal hlut­hafa. Það séu þeir sem eigi fyr­ir­tæk­ið, ekki stjórn­in. Það er þó eigi víst að það myndi skila jákvæðri nið­ur­stöðu fyrir Musk, þar sem hlut­höfum virð­ist ekki mikið til til­boðs millj­arða­mær­ings­ins kom­ið.

Stjórn­endur og hlut­hafar eru ekki einir um efa­semdir vegna til­boðs Musk, en starfs­fólk Twitter hefur jafn­framt áhyggjur af hugs­an­legri yfir­töku Musk, sem er þekktur fyrir að vera óút­reikn­an­leg­ur. Sam­kvæmt heim­ildum New York Times hefur starfs­fólkið jafn­vel haft á orði að líkt sé og að Musk hafi króað fyr­ir­tækið af úti í horni í eins konar gísla­töku. Þá þykir starfs­um­hverfið á sam­fé­lags­miðl­inum afar gott og öllum opið, á meðan sögur af meintum ras­isma innan starfs­stöðva Tesla hafa verið á kreiki um nokk­urt skeið og hefur fyr­ir­tækið meira að segja verið dæmt til að greiða fyrrum starfs­manni sínum bætur vegna slíks.

Fram­tíðin óljós

Stjórnin mun lík­lega verja nokkrum dögum í að yfir­fara kost­ina í stöð­unni áður en hún til­kynnir um nið­ur­stöðu sína. Verði eit­urpillu­leiðin valin kemur það í veg fyrir að Musk eða nokkur annar geti orðið meiri­hluta­eig­andi í fyr­ir­tæk­inu. Fari stjórnin aðrar leiðir til að koma í veg fyrir kaup­in, svo sem með því að neita til­boð­inu með til­heyr­andi grein­ar­gerð um ástæð­urn­ar, svo sem efa­semdir um fjár­mögnun og sann­girni til­boðs­verðs­ins, gæti Musk hækkað til­boðið sitt eða leitað til ann­arra hlut­hafa og keypt hluta­bréfin beint af þeim.

Twitter hefur tækni­lega séð verið til sölu allt frá stofnun og nú þegar það er komið ræki­lega fram í sviðs­ljósið gæti eft­ir­spurn auk­ist og þó að einka­fjár­festar sjái kannski tak­mörkuð gróða­tæki­færi í sam­fé­lags­miðl­inum gætu tæknirisar á borð við Microsoft og Oracle, sem hafa bæði gert til­boð í rísandi sam­fé­lags­miðl­aris­ann Tikt­ok, haft áhuga. Í öllu falli virð­ast stórar breyt­ingar geta verið í far­vatn­inu hjá Twitt­er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar