Veiran skæða kallar á viðbrögð og takmarkanir víða um Evrópu

Stutt er síðan að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út að Evrópa væri nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins. Víða um álfuna er verið að herða aðgerðir – ýmist gagnvart öllum eða þá sértækt gagnvart þeim sem hafa kosið að sleppa bólusetningu.

Kona á ferð í gegnum jólamarkað í miðborg Berlínar í gær. Haldið fjarlægð, hnerrið í olnbogabótina og gleðileg jól.
Kona á ferð í gegnum jólamarkað í miðborg Berlínar í gær. Haldið fjarlægð, hnerrið í olnbogabótina og gleðileg jól.
Auglýsing

Eins og ýmsir höfðu ótt­ast eða spáð breið­ist kór­ónu­veirupestin COVID-19 nú um Evr­ópu á miklum hraða sam­fara kóln­andi veðri og auknum manna­mótum inn­an­dyra. Framundan gætu verið erf­iðir mán­uð­ir, sér í lagi í þeim ríkjum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er ekki hátt.

Hér á landi var boðað fyrir innan við mán­uði síðan að stefnt væri að aflétt­ingu allra tak­mark­ana í sam­fé­lag­inu þann 18. nóv­em­ber, eða á fimmtu­dag, ef allt gengi vel. Skemmst er frá því að segja að allt gekk ekki vel og veiran fór á flug.

Þess í stað er búið að herða aðgerðir tvisvar og eru nú 50 manna fjölda­tak­mörk í gildi og skerð­ingar á opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og kráa, auk ann­ars. Sótt­varna­læknir hefur sagt að stjórn­völd þurfi að vera til­búin að grípa til enn harð­ari aðgerða.

Staðan er ekki ýkja ólík í mörgum löndum Evr­ópu. Þar sem búið var að kveðja tak­mark­anir og bjóða veiru­lausa tíma vel­komna er nú verið að grípa til hertra aðgerða þar sem ljóst þykir að brestir komi í heil­brigð­is­kerfi ef álagið verður við­var­andi um lengri tíma.

Kjarn­inn tók saman hvernig stjórn­völd víða um álf­una hafa verið að bregð­ast við þeirri nýju stöðu sem upp er komin í far­aldr­inum – að veiran geisi og valdi ama þrátt fyrir að nóg sé til af bólu­efni handa öllum sem vilja í þess­ari auð­ugu heims­álfu.

Hol­land tekur skref til baka

Í Hollandi tóku nýjar tak­mark­anir á lands­vísu gildi síð­asta laug­ar­dag. Þær fela auk ann­ars í sér að allar versl­anir sem selja annað en nauð­synja­vörur þurfa að loka dyrum sínum kl. 18 og mat­vöru­versl­anir og veit­inga­staðir þurfa að vera búnir að loka kl. 20. Áhorf­endur eru ekki leyfðir á íþrótta­við­burðum – karla­lands­lið Hollands í fót­bolta spilar fyrir luktum dyrum gegn Nor­egi í kvöld.

Rík­is­stjórnin hefur sett fram áætl­anir um breyttan kór­ónu­veirupassa, sem fæli þá í sér að ein­ungis þeim sem eru bólu­settir eða hafa nýlega fengið COVID-19 yrði hleypt inn á ákveðna staði. Þessi nýi passi myndi leysa þann eldri, sem gerði kröfu um nýtt nei­kvætt próf fyrir óbólu­setta, af hólmi.

Þetta er þó umdeilt og var til umræðu í hol­lenska þing­inu í dag. Ekki er sögð sam­staða innan rík­is­stjórn­ar­innar um að úti­loka óbólu­setta frá því að sækja almenn­ings­staði á borð við kaffi­hús – og hol­lenska stúd­enta­hreyf­ingin hefur lagst harð­lega gegn því að háskóla­stúd­entar verði úti­lok­aðir frá stað­námi vegna þess að þeir hafi ekki látið bólu­setja sig.

Aust­ur­ríki von­ast til þess að geta þvingað fleiri í bólu­setn­ingu

Nýjar tak­mark­anir í Aust­ur­ríki sem tóku gildi í gær hafa stolið fyr­ir­sögn­unum í heims­press­unni und­an­farna daga, en þær í reynd úti­loka óbólu­sett fólk, alveg niður í 12 ára ald­ur, frá þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Óbólu­sett fólk má þannig ein­ungis fara út úr húsi til þess að sækja sér nauð­syn­leg­ustu þjón­ustu.

Lög­reglan í Aust­ur­ríki hefur fengið það verk­efni í fangið að fylgj­ast með fólki á almanna­færi og athuga hvort það geti fram­vísað bólu­setn­inga­vott­orði eða vott­orði um nýleg veik­indi vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þetta hefur mælst ansi mis­jafn­lega fyrir og mót­mæli hafa átt sér stað all­víða um land­ið.

Auglýsing

Ein­ungis um 65 pró­sent Aust­ur­rík­is­manna eru full­bólu­sett, sem er lágt á evr­ópskan mæli­kvarða, en merki eru þegar sögð um að fleiri séu að skila sér í bólu­setn­ingu eftir að hinar umdeildu aðgerðir tóku gildi.

Þessar þving­un­ar­að­gerðir gagn­vart bólu­setn­ingum í Aust­ur­ríki bera með sér ákveðin lík­indi við þær sem frönsk yfir­völd gripu til í júlí­mán­uði, en þá var Frökkum tjáð að bólu­setn­ing­ar­vott­orðs yrði kraf­ist ef fólk ætl­aði sér að sækja ýmsa við­burði og þjón­ustu í land­inu.

Í kjöl­farið hefur hlut­fall þeirra sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni risið úr 54 pró­sentum í rúm 76 pró­sent – og enn sem komið er hið minnsta er haust­bylgja COVID-19 í Evr­ópu lítið að trufla Frakka.

Þjóð­verjar hugsa sinn gang

Veiran er byrjuð að setja mark sitt á þýskt sam­fé­lag svo um mun­ar. Smit­fjöldi er þar í hæstu hæðum frá upp­hafi far­ald­urs­ins, sér­stak­lega í aust­ur- og suð­aust­ur­hluta lands­ins, þar sem hlut­fall bólu­settra er víða all­nokkuð undir lands­með­al­tal­inu – sem er þó ekki nema rúm 67 pró­sent.

Í Þýska­landi hafa sam­bands­ríkin sextán þó hingað til fengið nokkuð frelsi til þess að ákvarða hvert um sig hvernig skuli bregð­ast við veirunni, en það kann að fara að breyt­ast.

Ný rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata, Græn­ingja og Frjálsra demókrata, sem kynnir stjórn­ar­sátt­mála sinn á næst­unni, hefur sam­kvæmt Deutsche Welle sam­mælst um að nýjar tak­mark­anir verði lagðar fyrir þingið í vik­unni, sem fela meðal ann­ars í sér skyldu­bólu­setn­ingu fólks sem starfar með við­kvæmum hóp­um, t.d. á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Staðan er sérstaklega þung hvað veirumálin varða í austur- og suðvesturhluta Þýskalands, en bólusetningar þar eru vel undir landsmeðaltali, sem er þó ekki sérlega hátt. Mynd: EPA

Flokk­arnir þrír eru einnig sagði hafa sam­mælst um að ein­hvers­konar kór­ónu­veirupassi verði tek­inn upp á lands­vísu og að fólk verði að sýna fram á bólu­setn­ingu, afstaðin veik­indi eða nei­kvæð próf, til þess að fá að stíga um borð í lestir og rút­ur. Þá er einnig til skoð­unar að grípa til ein­hverra fjölda­tak­mark­ana bæði í almanna­rýmum og í heima­húsum – en til stendur að ræða þetta nánar í rík­is­þing­inu á fimmtu­dag.

Læknar kenna stjórn­mála­mönnum sumir um vöxt far­ald­urs­ins og þau við­horf heyr­ast að það hefði átt að kippa í brems­una fyrir all­nokkru. Sus­anne Johna, sem leiðir stétt­ar­fé­lag lækna, sagði nýlega við rík­is­sjón­varps­stöð­ina Tagesschau að varn­að­ar­orðum hefði verið vísað á bug sem hræðslu­á­róðri.

„Áríð­andi ráð­gjöf var hundsuð á meðan kosn­inga­bar­áttan stóð yfir þar sem hún var tví­mæla­laust ekki póli­tískt heppi­leg,“ sagði Johna, en kosn­ing­arnar í Þýska­landi fóru fram þann 26. sept­em­ber.

Norsk sjúkra­hús undir álagi – Bólu­settir þurfa ekki í próf í Sví­þjóð

Á Norð­ur­lönd­unum er staðan ansi mis­jöfn á milli ríkja. Í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi er fjöldi greindra smita á degi hverjum nú svip­aður eða jafn­vel meiri en þegar hann var hvað mestur á fyrri stigum far­ald­urs­ins, en í Sví­þjóð grein­ist hins vegar lítið af smitum um þessar mund­ir.

Þar var sú stefna tekin upp af hálfu heil­brigð­is­yf­ir­valda í upp­hafi þessa mán­aðar að hætta að hvetja bólu­sett fólk í skimun gegn veirunni þrátt fyrir að það fyndi fyrir ein­kennum veik­inda sem gætu bent til þess að þau væru með COVID-19. Skiptar skoð­anir eru á ágæti þessa í Sví­þjóð.

Far­alds­fræð­ingar hafa stigið fram og gagn­rýnt þessa breyttu stefnu og sagt hana leiða til þess að erf­ið­ara verði að kom­ast að því hvort far­ald­ur­inn í Sví­þjóð er í vexti eða ekki. Halda ætti áfram að beita smitrakn­ingu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar – ef fólk skili sér ekki í próf verði það erfitt.

Í til­kynn­ingu frá norsku rík­is­stjórn­inni í gær sagði að heil­brigð­is­þjón­usta víða um landið væri undir pressu vegna aukn­ingar í inn­lögn­um. „Ef okkur tekst ekki að snúa þessu við mun heilsu- og umönn­un­ar­þjón­usta brátt bogna. Sveit­ar­fé­lög með útbreidd smit þurfa að grípa til aðgerða,“ segir í til­kynn­ingu norskra yfir­valda.

Nýjar aðgerðir sem eiga við um allt land voru líka kynnt­ar, en hver sá sem er óbólu­sett­ur, yfir 18 ára aldri og býr á sama heim­ili og ein­hver sem grein­ist með COVID-19 hefur frá og með morg­un­deg­inum skyldu til þess að und­ir­gang­ast nokkur COVID-19 próf – eitt á dag í heila viku ef sjálfs­próf eru not­uð, en annan hvern dag á sama tíma­bili ef farið er í PCR-­próf.

Jonas Gahr Store forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA

Að auki boða norsk stjórn­völd að þau ætli að skoða að útvíkka notkun á COVID-19-pass­an­um, sem heldur utan um bólu­setn­ing­ar, nýleg veik­indi eða nýleg nei­kvæð próf. Haft er eftir Jonas Gahr Støre for­sæt­is­ráð­herra í til­kynn­ingu stjórn­valda að athugað verði hvort kröfur um notkun hans á stöðum eins og næt­ur­klúbb­um, tón­leika­stöð­um, íþrótta­leikjum og leik­húsum séu fýsi­leg­ar.

„Nú þegar búið er að bjóða öllum sem vilja bólu­setn­ingu er ein­fald­ara að hugsa sér að nota COVID-19-vott­orðið til að koma í veg fyrir stór hópsmit,“ er haft eftir Støre.

Ekk­ert vín eftir mið­nætti á mörgum finnskum krám

Finnar eru um þessar mundir að sjá fleiri smit en nokkru sinni fyrr í far­aldr­inum og það sem meira er, fjöldi sjúkra­húsinn­lagna er einnig að nálg­ast þá toppa sem urðu þegar allt sam­fé­lagið var óbólu­sett. Sanna Marin for­sæt­is­ráð­herra hefur lýst stöð­unni sem alvar­legri, sam­kvæmt fréttum rík­is­fjöl­mið­ils­ins Yle.

Á fundi finnsku rík­is­stjórn­ar­innar í gær­kvöldi var ákveðið að byrja að láta tak­mark­anir um starf­semi veit­inga­staða- og kráa ná til fleiri hér­aða lands­ins og munu þær teygja sig um allan suð­vest­ur­hluta lands­ins frá og með morg­un­deg­in­um.

Þessar tak­mark­anir fela það helst í sér að það verður að hætta að afgreiða áfengi á mið­nætti og að gesta­fjöldi er skertur niður í allt að 50 pró­sent af því sem staðir hafa starfs­leyfi fyr­ir.

Almennt mega 50 manns koma saman í rýmum og við­burð­um, en við­burða­haldr­ar, veit­inga­staðir og krár geta fengið und­an­þágur frá þessum reglum með því að skylda við­skipta­vini sína til að nýta COVID-19-vott­orð til að sýna fram á að þeir séu bólu­sett­ir, hafi staðið af sér veik­indi eða séu með nýtt próf.

Staðan er einna erf­ið­ust í höf­uð­borg­inni Helsinki og þar er heil­brigð­is­kerfið byrjað að eiga í vand­ræð­um. Þar stendur til að tak­marka sam­komur inn­an­dyra meira en nú er, í næstu viku, sam­kvæmt frétt Yle.

Sjúkra­hússinn­lögnum í Dan­mörku hefur farið fjölg­andi und­an­farnar vik­ur, þó staðan sé langt um betri nú en þegar bólu­setn­ing var ekki orðin útbreidd síð­asta vet­ur. Enn er þó ekki búið að grípa til aðgerða ann­arra en þeirra að taka upp kór­ónu­veirupass­ann á nýjan leik – og krefj­ast sönn­unar á bólu­setn­ingu, afstöðnum veik­indum eða nýlegu nei­kvæðu prófi fyrir þátt­töku í við­burð­um.

Kjör­sókn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem þar fóru fram í dag er líka sögð með besta móti og ekki er að sjá að áhyggjur af veirunni hafi haldið kjós­endum heima.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar