Arnar Þór

Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu

Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Hversu mikið hærri er þó óljóst, enda hönnunarferli flestra verka skammt á veg komið – og í því ferli fást svörin. Kjarninn ræddi við Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og Arndísi Ósk Ólafsdóttur Arnalds forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um kostnaðaráætlanir í verðbólgufári og mikla mannaflaþörf fyrirhugaðra framkvæmda.

Verð­bólga er á flugi sem ekki hefur sést hér á landi frá því skömmu eftir hrun. Ísland er ekki eyland í þessum efn­um, virð­is­keðjur heims­ins eru í hæga­gangi vegna far­ald­urs­ins og stríðs­ins og það er nán­ast allt að verða dýr­ara, líka efnið sem þarf til að byggja vegi, brýr og veg­stokka.

Þær miklu fram­kvæmdir sem eru framundan í sam­göngu­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu koma eflaust ekki til með að verða ósnortnar af þessum hrær­ingum í efna­hags­mál­um.

Blaða­maður Kjarn­ans sett­ist niður með þeim Arn­dísi Ósk Ólafs­dóttur Arn­alds for­stöðu­manni verk­efna­stofu Borg­ar­línu og Bryn­dísi Frið­riks­dóttur svæð­is­stjóra Vega­gerð­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á dög­unum og ræddi meðal ann­ars um kostn­að­ar­á­ætl­anir þeirra verk­efna sem eru framund­an, í ljósi verð­bólgu­tíð­ar.

Upp­færð kostn­að­ar­á­ætlun Borg­ar­línu á næsta ári

Spurð út í kostn­að­ar­á­ætlun Borg­ar­línu segir Arn­dís að hún verði upp­færð eftir hvert hönn­un­ar­stig verks­ins, en um þessar mundir er fyrsta lota Borg­ar­línu í for­hönn­un.

„Við munum upp­færa kostn­að­ar­á­ætl­un­ina eftir for­hönn­un, sem verður lokið á næsta ári,“ segir Arn­dís og bætir við að eftir hvert hönn­un­ar­stig minnki óvissan um væntan kostnað við fram­kvæmd­irn­ar.

Með fyrstu lot­unni er átt við þann kafla sem verður byggður upp fyrir Borg­ar­línu á milli Hamra­borgar og Ártúns­höfða með við­komu í mið­borg Reykja­vík­ur, en þetta verk á að klár­ast í áföngum á árunum 2026 og 2027 og er lengsta og um leið dýrasta lota borg­ar­línu­fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Í kostn­að­ar­á­ætlun fyrsta lot­unnar sem sett var fram sam­hliða frum­drögum verks­ins í upp­hafi árs 2021 var heild­ar­kostn­aður áætl­aður 24,9 millj­arðar króna, en þar af voru 18,65 millj­arðar sem féllu undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sam­kvæmt honum á alls að veita rúmum 49 millj­örðum króna í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu.

Er frum­drögin komu út var kostn­að­ar­ó­vissan metin 40 pró­sent. Það má búast við því að töl­urnar gætu orðið eitt­hvað hærri í upp­færðri kostn­að­ar­á­ætl­un, en þær liggja ekki fyrir á þessum tíma­punkti.

„Við munum að sjálf­sögðu koma út með þær upp­lýs­ing­arnar um leið og þær tölur liggja fyr­ir. Um er að ræða opin­bert fé og það skiptir mjög miklu máli að það sé allt uppi á borð­u­m,“ segir Arn­dís.

„Stál­verð er að hækka og olía hefur verið að hækka og við erum með­vituð um það og það mun vænt­an­lega sjást í næstu kostn­að­ar­á­ætl­un,“ bætir hún við.

En er eitt­hvað sem bendir til þess að þetta verði ein­hver veru­leg breyt­ing?

„Ég bara get ekki svarað því, því ég er ekki með þessar tölur í hönd­unum eins og er,“ segir Arn­dís.

Bryn­dís svarar því hins vegar til að í dag sé ekk­ert sem endi­lega bendi til þess að veru­legar breyt­ingar verði á kostn­að­ar­á­ætlun fyrstu lotu Borg­ar­línu, en það sé vissu­lega óvissa til stað­ar.

„Það sem við þekkj­um, eins og Arn­dís sagði, er að óvissan minnkar eftir hvert hönn­un­ar­stig. Við tókum í fyrri kostn­að­ar­á­ætlun fyrir frum­drög Borg­ar­línu þum­al­putta­ó­vissu varð­andi til dæmis veitu­mál, sá þáttur skýrist nánar eftir næstu kostn­að­ar­á­ætlun sem verður gerð eftir for­hönnun og er kannski stærsta breytan sem getur haft áhrif, en við höfum ekki enn séð hvernig það mun þróast,“ segir Bryn­dís.

En þetta á kannski ekk­ert bara við um Borg­ar­línu heldur bara allar fram­kvæmd­irnar sem eru undir í þessum sam­göngusátt­mála?

„Já, og þar sem við erum með stál og steypu vitum við ekk­ert hvernig ein­inga­verð mun þró­ast núna á kom­andi mán­uð­um, en sú óvissa er til staðar um allan heim. Það er því stór óvissu­þáttur lík­a,“ segir Bryn­dís.

Haldið þið að 120 millj­arðar dugi fyrir öllum verk­efnum sam­göngusátt­mál­ans?

„Nú væri gott að hafa krist­alskúlu,“ segir Arn­dís og hlær. „Tím­inn verður bara að leiða það í ljós held ég, við erum á þeim stað í hönnun á þessum verkum að við erum ekki farin að sjá þessar end­an­legu áætl­an­ir,“ bætir Bryn­dís við.

„En við vitum að kostn­aður vegna Sæbraut­ar­stokk­urs verður ekki 2,2 millj­arðar eins og sett var í sátt­mál­ann,“ segir Bryn­dís, en raunar hefur legið fyrir allt frá und­ir­ritun sam­göngusátt­mál­ans að það verk­efni yrði tölu­vert dýr­ara en þeir millj­arðar sem voru eyrna­merktir því í sátt­mál­an­um.

Í dag er horft til þess að áætl­aður kostn­aður við stokk­inn verði 14,5 millj­arðar króna, sam­kvæmt fjár­fest­inga­yf­ir­liti á vef Betri sam­gangna. Hvað kostnað við umferð­ar­stokka varðar segir Bryn­dís að það skipti miklu hvað er fyr­ir­hugað að hafa ofan á þeim.

Hugmyndir sem unnið er út frá gera ráð fyrir því að töluvert byggingarmagn verði ofan á stokknum við Sæbrautina.
Arkís

„Það er allt annað að byggja lok sem á að bera stíga eða garða eða nokk­urra hæða bygg­ing­ar. Þar getur líka orðið hlaup í kostn­að­i,“ segir Bryn­dís.

Mann­afla­þörfin áhyggju­efni

Sam­kvæmt mats­á­ætlun sem lögð var fram vegna Sæbraut­ar­stokks í síð­asta mán­uði var gengið út frá því að um 250 árs­verk yrðu unnin við bygg­ingu stokks­ins. Blaða­maður spurði út í mann­afla­þörf allra þeirra verk­efna sem eru framundan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en auk fram­kvæmda við gerð veg­stokka á að fara að ráð­ast í umbreyt­ingar á götum vegna Borg­ar­línu og fleira á allra næstu árum.

Erum við nóg af fólki til að sinna öllum þessum verk­efn­um, þegar við ætlum líka að vera að byggja hérna ein­hverjar 3.000 íbúðir á ári?

„Þetta er rosa­lega góð spurn­ing. Við höfum alveg átt nokkur sam­töl um þetta,“ segir Arn­dís og Bryn­dís bætir því við að umræða hafi verið um mann­afla­þörf bæði á verk­taka­mark­aði og ekki síður á ráð­gjafa­mark­an­um. „Þetta er stöðugt áhyggju­efni hjá okk­ur,“ segir hún.

„Við ætlum okkur að vera með kynn­ingar eftir sum­ar­frí fyrir verk­tak­ana, um hvað er á döf­inni á næstu miss­erum, þannig að við áttum okkur á því hvað verk­taka­mark­að­ur­inn getur tekið af öllum þessum verkum og líka til þess að gefa þeim „signal“ ef þeir vilja leita sér erlendra sam­starfs­að­ila eða inn­lendra sam­starfs­að­ila,“ segir Bryn­dís og bætir við að næsti vetur muni fara í að eiga þessi sam­töl að ein­hverju leyti.

Vantar fleiri verk­fræð­inga í þessa geira

Hún bætir við að það þurfi svo eig­in­lega að fara að ræða meira um það opin­ber­lega hversu umfangs­miklar fram­kvæmdir eru fyr­ir­hug­að­ar, „þannig að fólk átti sig á því að sam­göngu­mál, vega­mál, gatna­mál og frá­veitu­mál og fleira séu mark­aðir sem verði mikið að gera í næstu árin og að það sé mjög snið­ugt hjá þeim sem eru í verk- og tækni­fræði að velja þetta fag­svið.“

„Ég held við séum ekki alveg nógu góð að tala um allt sem er í gangi hjá okk­ur. Nú er ég sam­göngu­verk­fræð­ingur og ég held að maður viti hverjir allir eru, þetta er ekki stór bransi, og svo bæt­ast veg­hönn­uðir við. Og þú þekkir frá­veitu­mál­in,“ segir Bryn­dís við Arn­dísi sem jánkar því að það sé „mjög lít­ill“ bransi hér á landi.

„Ég held að það megi gjarnan tala um það sem er í vændum svo fólk átti sig á því að það sé áhuga­vert að fara inn á þessa braut,“ segir Bryn­dís.

Arn­dís bætir því við að við séum núna á spenn­andi tím­um, þar sem í tengslum við Borg­ar­línu séu erlendir ráð­gjafar að störfum og hug­myndin sé að þeir skilji þekk­ingu eftir hér­lendis og að það séu ráð­gjaf­arnir með­vit­aðir um að gera. „Ef maður er að fara í verk­fræði, þá held ég að í sam­göngu- og veitu­málum verði alla­vega nóg að gera næstu árin,“ segir hún.

Sam­göngu­verk­fræði snú­ist um að skapa umhverfi fyrir ólíka sam­göngu­máta

Bryn­dís, sem er sam­göngu­verk­fræð­ing­ur, segir að þegar hún sjálf var að velja sér fag­svið hafi umhverf­is­verk­fræði verið að rísa sem svið innan verk­fræð­inn­ar, ef til vill í takt við auknar áherslur á bæði lofts­lags- og umhverf­is­mál.

„Fólk áttar sig almennt ekki á því að sam­göngu­verk­fræði er svo nátengd skipu­lags- og umhverf­is­málum að þú ert að vinna í sömu verk­um, í raun og veru, þú ert að reyna að skapa umhverfi fyrir ólíka sam­göngu­máta, svo fólk geti valið hvernig það ferðast,“ segir hún.

Í sam­tali við blaða­mann sagð­ist Bryn­dís stundum upp­lifa umræð­una um kostnað við Borg­ar­línu með svip­uðum hætti og hún upp­lifði umræðu um gerð hjóla­stíga á árum áður.

„Þegar við vorum að byrja að hanna og leggja hjóla­stíga hérna upp úr 2000-2005 þá fussað fólk og svei­aði yfir verði á kíló­metra, þetta væri nú bara pen­ingum illa varið en um leið og þeir fóru að rísa fór fólk að nota þá og það er eng­inn að kvarta yfir því núna að við séum að leggja hjóla­stíga. Það er meira kvartað yfir því að við leggjum ekki nóg af hjóla­stíg­um.

Við erum bara framar í umræðu með Borg­ar­línu, en ég trúi því að þetta verði sam­bæri­legt og með hjóla­stíg­ana, að um leið og við förum að keyra Borg­ar­línu og fólk fer að átta sig á þessu þá bara vex þörfin og umræðan um að gera meira,“ segir Bryn­dís.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal