Mynd: Baldur Kristjánsson Kristrún Frostadóttir Mynd: Baldur Kristjánsson
Mynd: Baldur Kristjánsson

„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“

Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki. Kristrún segir að það þurfi að endurskoða fjármagnstekjustofninn, leggja auknar álögur á fákeppnismarkaði, hækka veiðigjöld og skoða útgönguskatt á þá sem selja kvóta. Peningarnir sem þetta á að skila vill hún nota til að fullfjármagna velferðarkerfi sem hafa verið veikt til að koma skattalækkunum í framkvæmd.

Þau skila­boð sem rík­is­stjórnin er að senda til fólks á Íslandi um að það verði ráð­ist í almennar skatta­lækk­anir til að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra, en á sama tíma muni grunn­þjón­ustan versna, eru ekki góð skila­boð. Við verðum að losna úr þessu hug­ar­fari að þetta sé bar­átta hvers fyrir sig. Það er verið að ala á Thatcher-is­ma, um að það sé ekk­ert til sem heitir sam­fé­lag, heldur bara ein­stak­lingar og fjöl­skyld­ur. Um að ríkið gefi fólki meiri tekjur og það finni svo út úr sínum mál­um, en á sama tíma sé til dæmis heil­brigð­is­kerfið og önnur vel­ferð­ar­kerfi van­fjár­mögn­uð. Við vitum alveg hvaða hópar líða fyrir þá van­fjár­mögn­un.“

Þetta segir Kristrún Frosta­dótt­ir, sem sæk­ist eftir því að verða næsti for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á lands­fundi flokks­ins í næsta mán­uð­i. 

Sú efna­hags­stefna sem sé rekin hér­lend­is, og hefur verið rekin á und­an­förnum árum, dragi úr til­finn­ing­unni um að fólk til­heyri. „Það þarf að taka heið­ar­legt sam­tal um það hvernig við vindum ofan af ákveðnum hlut­um. Og fólk þarf að sjá að þeir pen­ingar sem verði sóttir með því renni inn í rétta far­vegi. Í dag­legt líf fólks.“

Í fyrstu fylgiskönn­un­inni sem birt var eftir til­kynn­ingu Kristrúnar mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar 15,5 pró­sent og hefur ekki mælst hærra síðan í jan­úar 2021. Það virð­ist vera hljóm­grunnur fyrir því sem Kristrún er að segja.

Vill þrengri kjarna­stefnu til að breikka flokk­inn

Það er ljóst að verði Kristrún kjörin for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar þá muni hún koma með aðrar áherslur en verið hafa í for­grunni í stefnu flokks­ins. Kjarna­stefnan verður þrengri með áherslu á hús­næð­is­­mál, heil­brigð­is­­mál, sam­­göng­­ur, góða atvinnu og kjör fólks. 

Í fram­boðs­ræðu sinni, sem flutt var 19. ágúst, sagði hún þetta vera lyk­il­inn að því að búa til breið­ari og stærri flokk með trú­verð­ug­leika. „Við eigum enga ann­­arra kost á völ að mínu mati, því vand­inn sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Kann­­anir hafa sýnt að kjós­­endur eiga erfitt með að festa hönd á það fyrir hvað Sam­­fylk­ingin stend­­ur. Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokk­­ur­inn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í land­in­u.“

Síðan þá hefur verið mikið rætt um þá mála­flokka sem hún nefndi ekki í ræð­unni, en hafa verið fyr­ir­ferða­miklir í stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar á und­an­förnum árum. Og kallað eftir afstöðu hennar til þeirra. Ein slík stefna hefur verið að vilja ekki sam­starf við ákveðna stjórn­mála­flokka, nánar til­tekið Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Mið­flokk­inn. 

Vill sjá mið-vinstri­st­jórn

Kristrún segir að hún sé þeirra skoð­unar að það sé ekki skyn­sam­legt að móta fyr­ir­fram ein­hvers­konar stjórn­ar­sam­starf áður en kosið sé. „En ég held að það liggi samt sem áður alveg fyrir í því hvernig ég tala hvernig stjórn ég vil sjá. Það sem ger­ist oft í þess­ari úti­lok­un­arpóli­tík er að það fer allt að snú­ast um hina flokk­anna. Þá sem eru úti­lok­að­ir. Ég vil hins vegar að fólk kjósi Sam­fylk­ing­una af því að það hefur trú á henni og treystir því að hún fari ekki inn í stjórn til að gefa eftir sín kjarna­mál og treysti okkur til að standa við þau lof­orð. 

Það er auð­vitað alveg aug­ljóst að það eru sumir flokkar sem eru að fara að verða erf­ið­ari en aðrir í slíku sam­starfi. En ég sé ekki ástæðu fyrir því að fara í stórar yfir­lýs­ingar hvað það varð­ar­.“ 

Kristrún tilkynnti um formannsframboð í Iðnó 19. ágúst síðastliðinn.
Mynd: Baldur Kristjánsson

Hún vonar að kjós­endur treysti henni til þess að standa við þetta út frá því hvernig hún talar á þingi. „Það liggur fyrir að neit­un­ar­valdið gagn­vart þessum aðgerðum sem við viljum ráð­ast í hefur legið hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ég væri að binda hendur mínar stór­kost­lega gagn­vart öllum stærstu umbótum sem þarf að gera ef ég myndi fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf og fjár­mála­ráðu­neyt­inu yrði haldið óbreyttu. Mið-vinstri­st­jórn er aug­ljós­lega það sem við viljum sjá. Það er það sem þarf að ger­ast. Það þarf að breyta um for­ystu og það þarf jafn­að­ar­menn í hana. Mér finnst það lyk­il­at­rið­ið. Að senda þau skila­boð að það séu flokkar sem eru ekki lengst til hægri sem geti stýrt efna­hags­málum þannig að fólk geti upp­lifað öryggi og að það sé ekki verið að fara að setja rík­is­sjóð á haus­inn. Að það sé rekin ábyrg efna­hags­stefna sem styðji við vel­ferð­ar­mál.“

Neit­un­ar­valdið hefur legið í fjár­mála­ráðu­neyt­inu

Kristrúnu hefur verið tíð­rætt um að leggja áherslu á kjarn­ann í vel­ferð­ar­mál­um. Aðspurð hver þessi kjarni sé nákvæm­lega segir hún að hann vera ákveðna til­finn­ingu sem ein­kennir sós­í­alde­mókrat­íska flokka: vel­ferð­ar­mál, efna­hags­mál, almanna­þjón­usta. „Það blasa til dæmis við okkur risa­stórar áskor­anir í heil­brigð­is­málum sem meiri­hluti þjóð­ar­innar er á að þurfi að laga. Sama á við um hús­næð­is­mál­in. Ég get líka rætt í því sam­hengi fjár­mögnun á líf­eyr­is- og trygg­ing­ar­mál­u­m. 

Hingað til hefur verið neit­un­ar­vald í fjár­mála­ráðu­neyt­inu gagn­vart því að ganga í þessi verk­efni. Þetta eru mál sem bitna á nán­ast öllum heim­ilum í land­inu. Ef það á að vera ein­hver trú­verð­ug­leiki til staðar um það hvernig tek­ist er á við þessi mál þá þarf að vera skýr rík­is­fjár­mála- og skatta­stefna. Skýr stefna um hvernig við ætlum að breyta þessum mál­um. Þarna liggja póli­tísku lín­urnar um hvernig á að reka grunn­sam­fé­lag.“

Hún segir núver­andi rík­is­stjórn hafa kom­ist upp með það að láta eins og svo sé ekki. „Það er ein póli­tík ráð­andi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu en svo er rekin vel­ferð­ar­póli­tík í öðrum ráðu­neytum án þess að þau verk­efni séu fjár­mögn­uð. Þetta þarf að afvopna.“

Verið að ala á van­trú á vel­ferð­ar­kerf­unum

Frá því að Kristrún kom inn í stjórn­málin í fyrra hefur hún markað sér skýra stöðu sem tals­maður ann­ars konar efna­hags­mála­stefnu en ríkt hefur hér­lendis und­an­farin ár. Hún er óhrædd við að segja það upp­hátt að það þurfi að styrkja tekju­stofna til að borga fyrir betri almanna­þjón­ustu og setja fram gagn­rýni hvernig núver­andi stjórn­völd hafi farið í þver­öf­uga átt. „Við sáum það á síð­asta kjör­tíma­bili að það var farið mjög mark­visst í skatta­lækk­anir með mjög breiðum pensli, en líka í ákveðnar sér­tækar gluf­ur. Það er verið að ala á ákveð­inni ein­stak­lings­hyggju og draga úr sam­trygg­ing­unni. Besta dæmið um það er að það var sett á frá­drátt­ar­bærni á skatti til að gefa til góð­gerð­ar­mála. Þetta er stefna sem byggir á banda­ríska mód­el­inu. Að fólk greiði ekki bara inn í sam­trygg­ing­una og treysti hinu opin­bera til að fjár­magna almennu neysl­una heldur að fólk sem á pen­ing geti valið hvað það styð­ur.“

Sjálf hefði hún valið að sjá þá 40-50 millj­arða króna sem veittir voru til skatta­lækk­unar á síð­asta kjör­tíma­bili not­aða til að verja vel­ferð­ar­kerfi. „Það sem mér finnst alvar­legt við núver­andi póli­tískt ástand að það er verið að senda þau skila­boð að það standi til að laga þessi vel­ferð­ar­mál. Síðan koma fjár­lög og það er ekk­ert að frétta. Á borði er farin sú leið að lækka skatta og veikja tekju­stofna. Það er ekki vilji til að setja á nauð­syn­legar álögur eða höfða til nauð­syn­legrar sam­fé­lags­legrar ábyrgðar hjá breiðu bök­un­um. Þess í stað er sagt við fólk að það séu ekki til pen­ing­ar. Að það sé ekki hægt að fjár­magna hlut­ina. Að það sé ein­hver inn­byggður ómögu­leiki til stað­ar. 

Það er ekki meirihluti fyrir nýju stjórnarskránni á þingi

Í stefnu Samfylkingarinnar er tekið fram að flokkurinn vilji að Alþingi samþykki breytingar á stjórnarskrá sem byggjast á tillögum stjórnlagaráðs og þeim þjóðarvilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012.

Aðspurð um afstöðu sinnar til nýju stjórnarskrárinnar segist hún hafa verið alveg hreinskilin með það að hún vilji ekki fara í vegferð á næsta kjörtímabili sem hún sjái ekki fram á að geta skilað í höfn. „Það hefur ekki verið þingmeirihluti fyrir nýju stjórnarskránni. Það hafa líka verið skiptar skoðanir um hvaða hluta stjórnarskrárinnar það eigi að endurskoða. Ég vil að við leggjum áherslu á mál sem við vitum að við getum skilað af okkur.

Það þýðir ekki að það sé ekki ákveðin réttlætisákvæði þarna sem á að tala fyrir og að það eigi að koma málinu í einhverskonar farveg. En ég vil ekki senda þau skilaboð út til almennings að við getum ekki komist áfram í kjarna-velferðarmálum nema að við fáum nýja stjórnarskrá. Ég vil ekki stunda þannig pólitík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt annað. Það þýðir ekki að allt sé sett til hliðar, heldur hvar stóru áherslurnar eiga að liggja og hvert beina eigi orkunni. Þetta er þekkt fyrirbæri úr pólitík og lífinu að manni hættir til að færast of mikið í fang. Og þá komum við allt of litlu í verk.“

Með því er verið að ala á van­trú fólks á vel­ferð­ar­kerf­un­um. Fyrir vikið er fólk farið að spyrja sig hvort það sé yfir­höfuð ger­legt að reka þau. Og þá fer fólk að leita eigin leiða til að fá lausn á sínum mál­u­m.“

Þessu þarf að snúa við að mati Kristrún­ar.

Vill skoða nýt­ingu per­sónu­af­sláttar vegna fjár­magnstekna

Kristrún segir að það séu tekju­stofnar til þar sem svig­rúm er til að sækja meira. Hún bendir meðal ann­ars á þá miklu aukn­ingu sem varð á fjár­magnstekjum í fyrra, en þær juk­ust um 65 millj­arða króna á árinu 2021, sem er mesta aukn­ing milli ára síðan 2007. Af þeim 181 millj­arði króna sem féll til í slíkar tekjur fór 81 pró­sent til efstu tekju­tí­und­ar­inn­ar. Fyrir vikið hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur þessa hóps, sem átti fyrir mest, vel umfram tekjur allra ann­arra tekju­hópa. Á sama tíma jókst skatt­byrði  90 pró­sent lands­manna á meðan að skatt­byrði rík­ustu tíu pró­sent­anna dróst sam­an. 

Kristrún segir það blasa við að gríð­ar­leg mis­skipt­ing sé fólgin í þess­ari stöðu. Það sé ekki ein­ungis hennar per­sónu­lega póli­tíska mat heldur skoðun allra hag­fræð­inga sem viti hvernig vaxta­á­kvarð­anir virka. „Þetta er afleið­ing af ákvörðun sem er tekin af stjórn­völd­um.“

Hún vill þó ekki gagn­rýna Seðla­banka Íslands fyrir þá mis­skipt­ingu. Hans hlut­verk sé að huga að verð­stöð­ug­leika. Hið póli­tíska umboð til að vinna gegn ójöfn­uði liggi hjá rík­is­stjórn­inni. „Það þarf að end­ur­skoða fjár­magnstekju­stofn­inn og skatt­pró­sent­una sem lögð er á slíkar tekj­ur. Sú end­ur­skoðun þarf að leiða af sér jafn­vægi. Til að ná því mark­miði er hægt að fara alls­konar leiðir og það er mik­il­vægt að fest­ast ekki í nákvæmum útfærsl­um. En loka­mark­miðið þarf að vera skýrt.“

Að því sögðu þá hefur hún velt ýmsum leiðum fyrir sér til að kom­ast að því mark­miði. „Það eru til dæmis sumir eldri borg­arar sem lifa að miklu leyti af fjár­magnstekj­um. Sparn­aði sem þeir eiga. Það væri hægt að skoða að vera með per­sónu­af­slátt sem nær yfir bæði launa­tekjur og fjár­magnstekjur í stað þess að vera með skatt­frelsi í fjár­magnstekj­um. Þannig að ef þú ert bara Jói út í bæ en ekki Þor­steinn Már, þá get­urðu nýtt per­sónu­af­slátt­inn Við verðum að passa okkur sem sam­fé­lag að ráð­ast í skatta­af­slætti sem allir fá. Það er það versta við þessar skatta­breyt­ingar sem hafa verið inn­leidd­ar. Það er allt í lagi að taka til­lit til fólks í ákveðnum stöð­um. Eins og eldri borg­ar­ana sem ég nefndi áðan.“

Opin fyrir þrepa­skiptum fyr­ir­tækja­skatti

Það er, að mati Kristrún­ar, hægt að sækja við­bót­ar­tekjur til ann­arra en þeirra ein­stak­linga sem mynda rík­asta hóp lands­ins. „Á bak­við mörg stór fyr­ir­tæki á fákeppn­is­mörk­uðum er ein­hvers­konar sam­fé­lags­gerð. Staða þeirra féll ekki af himnum ofan. Það er eitt­hvað sem gerði þessum aðilum kleift að skara fram úr og ná þeirri stöðu sem þeir eru í. Í stað þess að við­hafa orð­ræðu um að þarna þrí­fist ógeðs­leg græðgi og eng­inn megi græða pen­inga þá verður að höfða til ábyrgðar fólks. Ef það hefur notið góðs af því að far­veg­ur­inn í sam­fé­lag­inu hent­aði því mjög vel, sama hvort það sé ein­stak­lingur eða fyr­ir­tæki, þá á við­kom­andi að finna til ábyrgð­ar. Og það er ekk­ert óeðli­legt að hann borgi álag fyr­ir.“

Að sögn Kristrúnar liggur neitunarvaldið gagnvart þeim breytingum sem hún hefur viljað ráðast í hjá fjármálaráðuneytinu og Sjálfstæðisflokknum.
Mynd: Baldur Kristjánsson

Hún telur að það þurfi að skoða að leggja á fákeppn­is­rentu á almennum fyr­ir­tækja­mark­aði. Staða stórra fyr­ir­tækja á fákeppn­is­mörk­uðum sé allt önnur en staða ein­yrkja, lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í land­inu. „Þetta þarf fyrst að greina með stórri úttekt og kort­leggja í kjöl­farið svo við getum áttað okkur á hvort, og þá hvaða, fyr­ir­tæki séu að fá umfram­rentu bara út frá því hvernig upp­bygg­ing­in á mark­aðnum er. Þetta gæti falið í sér þrepa­skiptan fyr­ir­tækja­skatt. Það gæti verið ein leið að mark­mið­inu. Það væri líka mögu­legt að leggja sér­tækan skatt á fákeppn­is­mark­aði. Ef þú ert að reka fyr­ir­tæki sem skarar fram úr vegna þess að þú ert í rekstr­ar­um­hverfi sem er skapað af rík­inu og lokað af, og hvað þá innan mark­aðar þar sem erfitt er að vera með erlenda sam­keppni, þá snýst þetta ekki um að refsa þér fyrir að hafa náð að fara af stað með fyr­ir­tækið og kom­ist inn á fákeppnis­mark­að­inn, heldur að það sé ákveðin við­ur­kenn­ing á því að það er pró­senta af rent­unni sem er að detta niður hjá þér á hverju ári sem hefur ekk­ert með rekstr­ar­hæfi­leika þína að ger­a.“

Of lít­ill hluti af auð­lind­arent­unni rennur i rík­is­sjóð

Eitt stærsta svöðusárið sem er á íslensku þjóð­arsál­inni snýst um skipt­ingu á þeirri arð­semi sem fellur til vegna nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Heild­ar­hagn­aður sjáv­ar­út­vegs, fyrir skatta og gjöld, frá 2009 og til loka árs 2020 var um 665 millj­arðar króna. Af þeirri upp­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda, en rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Í aðdrag­anda kosn­­ing­anna í fyrra­haust voru gerðar ýmsar kann­­anir á skoðun almenn­ings á þeim kerfum sem Ísland hefur komið sér upp í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal þeirra var könnun sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­­ar­­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­­ar­inn­­­ar. Nið­­­ur­­­staðan var sú að 77 pró­­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­­­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst 2021, sögð­u 64 pró­­­sent lands­­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­­ur, að núver­andi útfærsla á kvóta­­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Aðspurð um þessi mál segir Kristrún það liggja skýrt fyrir að of lít­ill hluti af auð­lind­arent­unni sé að renna í rík­is­sjóð. „Það liggur alveg fyrir að staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er mis­jöfn eftir stærð. Það liggur líka fyrir að við erum með stór­út­gerð sem hefur mikið borð fyrir fyrir báru. Staðan í dag er þannig að við erum í stríðs­á­standi í Úkra­ínu og verð á ferskum fiski og sjáv­ar­fangi hefur rokið upp á sama tíma og heim­ilin í land­inu eru að brenna út af vaxta­hækk­un­um. Það hljóta allir að sjá að það er eitt­hvað rangt þarna.Mér finnst liggja bein­ast við að það sé end­ur­skoðuð álagn­ing þegar kemur að veiði­gjöldum og ég sé ekk­ert því til fyr­ir­stöð­u.“

Hægt að ná fram rétt­læti með útgöngu­skatti

Eitt af því sem marga lands­menn svíður undan er þegar útgerð­ar­menn selja afla­heim­ild­ir, sem eru skil­greindar í lögum sem þjóð­ar­eign, fyrir háar fjár­hæð­ir. Önnur birt­ing­ar­mynd þess er þegar þjóð­ar­eignin er látin ganga milli kyn­slóða, líkt og er að eiga sér stað víða nú þegar þeir útgerð­ar­menn sem hafa byggt upp fyr­ir­tæki á grund­velli kvóta­kerf­is­ins eru margir hverjir að kom­ast á ald­ur. Við það verður gríð­ar­leg til­færsla á auði milli kyn­slóða. 

Kristrún segir það skýrt að það þurfi að auka rétt­læti í þess­ari atvinnu­grein. „Við getum ekki horft á tugi millj­arða lenda hjá litlum hópi á meðan að við erum með van­fjár­magnað vel­ferð­ar­kerf­i.“

Það verði þó líka að vera hægt að tala um sjáv­ar­út­veg sem mik­il­væga og sterka atvinnu­grein án þess að því sé alltaf blandað saman við þá stöðu að fáir útvaldir ein­stak­lingar séu að hagn­ast ótrú­lega mik­ið, til dæmis með því að að sýsla með veiði­heim­ild­ir. „Það sjá það allir að það er komið ein­hver allt önnur staða upp þegar fólk byrjar að selja sig út úr grein­inni. Þá hættir þetta að snú­ast um rekstr­ar­ör­yggi fyr­ir­tækja eða atvinnu­ör­yggi á svæð­inu. Þá fer þetta bara að snú­ast um hvað ein­stak­ling­ur­inn tekur með sér af auð­lind­inn­i.“

„Ég er sjálf stuðningsmaður Evrópusambandsins“

Stefnumál sem hefur einkennt Samfylkinguna sterkt undanfarin ár, en Kristrún minntist ekki á í framboðsræðu sinni, er innganga Íslands í Evrópusambandið. Kannanir sem gerðar hafa verið í ár sýna að viðsnúningur hefur orðið hjá þjóðinni í afstöðu til þess, en í Þjóðarpúlsi Gallup sem birtist í mars voru 47 prósent hlynntir inngöngu á meðan að 33 prósent voru á móti. Það var í fyrsta sinn sem mælst hafði meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu í könnunum fyrirtækisins frá árinu 2009. Könnun sem Prósent gerði í júní sýndi mjög svipaða niðurstöðu.

Kristrún segir að stefna Samfylkingarinnar í þessum málaflokki sé mjög skýr og verði það áfram. „Við höfum verið fylgjandi Evrópusambandsaðild. Ég er sjálf stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ég er hins vegar líka meðvituð um það að eins og er þá er ekki þingmeirihluti fyrir málinu þótt kannanir séu að fara upp á við varðandi viðhorf þjóðarinnar gagnvart aðild. Fyrsta skrefið fyrir mér er að spyrja þjóðina hvort við eigum að fara í þetta verkefni. Leggja aðildarviðræður í þjóðaratkvæðagreiðslu og taka svo stöðuna í kjölfarið.

Þetta umboð sem ég er að reyna að sækja mér sem formaður felur í sér að við verðum að passa að færast ekki of mikið í fang. Ég vil ekki að fólkið í landinu haldi að við getum ekki fjármagnað heilbrigðiskerfið, komið skikk á húsnæðismál og önnur mikilvæg velferðarmál án þess að ganga í Evrópusambandið eða að innganga sé eina lausnin á þeim málum. Ég vil að fólk með jafnaðarmannataug geti kosið Samfylkinguna þótt það sé tortryggið gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Það á ekki að koma í veg fyrir að við getum fjármagnað velferðarkerfin og brotið upp þessa pattstöðu sem er til staðar.“

Hún telur að það sé hægt að inn­leiða leiðir sem tryggi aukna sann­girni í þessum mál­um. „Það er hægt að skoða þætti eins og útgöngu­skatt úr grein­inni. Í sumum til­fellum þá getur sala á auð­linda­rétt­indum haft slæm áhrif á sam­fé­lagið vegna þess að kvóti er fluttur í burtu.

Þetta er eitt­hvað sem ég held að sé mik­il­vægt að rýna og er mál sem ég er sjálf að skoða að stilla upp, hvort sem það yrði í formi við­bótar fjár­magnstekju­skatts eða í annarri útfærslu.“ 

Finnst allt í lagi að það sé verka­skipt­ing milli flokka

Annar mála­flokkur sem Kristrún hefur ekki tala mikið um frá því að hún til­kynnti fram­boð eru lofts­lags­mál. Ákveð­innar óánægju hefur gætt með það á meðal hóps innan Sam­fylk­ing­ar­innar sem sér mikil tæki­færi í auk­inni áherslu á þann mála­flokk, og á umhverf­is­mál, í ljósi þess að Vinstri græn sæta gagn­rýni fyrir sína með­höndlun á hon­um. 

Kristrún segir ekk­ert breyt­ast í lofts­lags­málum verði hún for­mað­ur. „Þessi mál fara ekki úr stefnu flokks­ins. Lofts­lags­mál eru risa­stórt rétt­læt­is­mál. Stað­reyndin er sú að það eru flokkar á Alþingi sem leggja mikla áherslu á lofts­lags­mál og með mjög flotta stefnu sem við getum sam­ein­ast um. En mun­ur­inn á okkur og sumum öðrum flokkum er að við munum ekki fara í rík­is­stjórn með flokki sem vill ekki fjár­magna til­lögur í þessum mála­flokki.“

Það séu skila­boð Sam­fylk­ing­ar­innar inn í næstu rík­is­stjórn. Að umbóta­mál verði fjár­mögn­uð. „Mér finnst allt í lagi að það sé verka­skipt­ing á milli flokka. Raun­veru­leik­inn er sá að ef við förum í rík­is­stjórn þá erum við fara í fjöl­flokka rík­is­stjórn­ar­sam­starf. Ég vil að okkar hluti í verka­skipt­ing­unni snú­ist um trú­verð­ug­leika þegar kemur að efna­hags­málapóli­tík þegar kemur að því að hrinda vel­ferð­ar­á­herslum í fram­kvæmd. Og mér finnst allt í lagi að dreifa áherslum með öðrum flokk­um. Það breytir því ekki að þetta er í for­gangi sem grund­vallar mál­efni í Sam­fylk­ing­unn­i.“

Besta sem Ísland hefur gert í auð­linda­málum er Lands­virkjun

Eitt stærsta úrlausn­ar­efni stjórn­mála, jafnt hér á Íslandi sem alþjóð­lega, í nán­ustu fram­tíð snýr að orku­mál­um. Í Evr­ópu snýst það um skort á orku. Á Íslandi, þar sem orkan er næg, snýst það um hver næstu skref í orku­öflun verða, í hvaða ramma þau verði stigin og hvernig eigi að nýta þá við­bót­ar­orku sem getur fallið til. 

Þar á meðal eru ákvarð­anir um hvort og  hvernig farið verði í upp­bygg­ingu á vind­orku, hvort hún eigi að eiga sér stað á for­sendum sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar eða hvort það eigi að hleypa einka­að­ilum að borð­in­u. 

Kristrún segir það nokkuð skýrt í sínum huga að orku­mál séu lífs­kjara­mál. „Við erum að sjá met­hagnað hjá Lands­virkjun í dag, sem rennur til sam­fé­lags­ins, út af stöð­unni í heim­inum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu á meðan að staðan í Evr­ópu er allt önn­ur. Ég held að það liggi alveg fyrir að eitt það besta sem við höfum gert í auð­linda­málum er að vera með það fyr­ir­komu­lag sem er í kringum Lands­virkj­un. Þetta er einn af fáum hlutum í auð­linda­nýt­ingu sem við höfum gert alveg rétt. Þess vegna finnst mér mjög sér­stakt að við séum komin út í ein­hverja aðra umræðu á þessu nýja skeiði í orku­mál­um, að það sé ekki bara sjálf­gefið að við höldum þessu mód­eli. Mér finnst það algjör­lega sjálf­gef­ið. Það þýðir ekki að Lands­virkjun þurfi að vera í öllum útfærsl­um. En mér finnst skipta miklu máli að vind­orkan fari inn í ramma­á­ætlun og það sé heild­ar­yf­ir­sýn yfir þessa fram­kvæmd.“

Öruggt orku­að­gengi fyrir alla for­gangs­mál

Hún segir að mið­stýr­ing sé ekk­ert sér­stakt mark­mið hjá sér í líf­inu. „Það eru sumir mark­aðir sem eru betri ef þeir eru ekki eins mið­stýrðir og aðrir og ég trúi á blandað hag­kerfi. Ríkið þarf ekki að vera með putt­ana í öllu. En á þessum mark­aði, orku­mark­aði, þá trúi ég á að það virki best. Varð­andi vind­ork­una er svo skýrt að þær útfærslur sem eru hag­stæðastar fyrir okk­ur, ef við förum þá leið að nýta hana, eiga að snú­ast um hvar við stillum upp görð­unum og hversu margar vind­myllur við verðum með. Þá þarf að vera með yfir­sýn. Það er ekki hægt að vera bara með ein­hvern mann út í bæ að reisa eina vind­myllu ein­hvers­stað­ar. Í ofaná­lag þá þurfum við að huga að því hvert rentan af þessu lekur þegar þetta fer af stað og hvert orkan fer.“

Kristrún les þjóðina þannig að það þurfi fyrst að koma aðgengi allra að öruggri orku í lag innanlands áður en hægt sé að taka samtal um alþjóðlegar skuldbindingar.
Mynd: Baldur Kristjánsson

Annar flötur á umræð­unni um orku­mál snýst um hvort Ísland eigi áfram að vera lok­aður orku­mark­aður og tryggja þannig for­gangs­að­gang að ódýrri orku fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu en selja rest­ina til fyr­ir­tækja, aðal­lega í meng­andi iðn­aði, sem byggi hér verk­smiðjur eða hvort landið eigi að tengj­ast öðrum orku­mörk­uð­um, til dæmis með lagn­ingu sæstrengs, og ná þannig í hærra verð fyrir ork­una sem hægt yrði að nýta til ann­arra sam­fé­lags­legra verk­efna. 

Kristrún segir ljóst að staðan sem er uppi í Evr­ópu í dag, þar sem orku­verð hefur marg­fald­ast vegna stríðs­ins í Úkra­ínu, hafi breytt við­horfi margra til þess­ara mála. „Mér finnst full­kom­lega eðli­legt að fólk sem býr í Norð­ur­-­Evr­ópu, þar sem er ekki orku­skort­ur, setji spurn­ing­ar­merki við það að vera sett í þá stöðu að geta þurft að upp­lifa miklar orku­verðs­hækk­an­ir. Þetta er erfið umræða að taka þegar það er ekki búið að skapa traust varð­andi orku­af­hend­ingu innan kerf­is­ins. Við höfum ekki leyst málin þannig að aðgengi að orku víða úti á landi sé öruggt þrátt fyrir að eiga alla þessa orku. Mér finnst for­gangs­mál að leysa þá stöðu áður en við förum að ræða þátt­töku í alþjóð­legu sam­starfi um orku. Þannig les ég bara þjóð­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiViðtal