Auglýsing

Rétt fyrir mið­nætti á gamlárs­kvöld var saman kom­inn mik­ill fjöldi fólks við dóm­kirkj­una í Köln til að fylgj­ast með flug­elda­sýn­ingu á ára­mót­un­um. Meðal þeirra voru yfir þús­und karl­menn af arab­ískum og norð­ur­-a­frískum upp­runa og réð­ust hópar þeirra að konum á svæð­inu eftir að flug­elda­sýn­ingin hófst. Yfir 600 konur leit­uðu til lög­reglu og lýstu hvernig menn­irnir áreittu þær, káf­uðu á þeim, rifu af þeim klæðin og rændu af þeim verð­mæt­um. Tvær nauðg­anir hafa verið kærð­ar. Kon­urnar lýsa algjörri óreiðu og full­komnu mátt­leysi lög­reglu. 

Atburð­ar­rás kvölds­ins er enn að mörgu leyti óskýr. Lög­reglan hefur borið kennsl á 31 árás­armann, þar af  13 hæl­is­leit­endur en eng­inn þeirra er grun­aður um kyn­ferð­is­af­brot. Árás­ar­menn­irnir eru af ýmsum þjóð­ern­um, meðal ann­ars frá Alsír, Marokkó, Íran, Sýr­landi, Serbíu, Írak, Þýska­landi og Banda­ríkj­un­um. Lög­reglan í Köln hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að gera lítið úr atburð­un­um, en blaða­full­trúi hennar sagði á nýárs­dag að nóttin hefði verið til­tölu­lega róleg. Það var ekki fyrr en fjórum dögum síðar sem fréttir af árás­unum birt­ust eftir að skýrslu lög­reglu­manns var lekið til fjöl­miðla. Fjöl­margir frétta­miðlar hafa fjallað um málið og er það meðal ann­ars for­síðu­um­fjöllun nýjasta tölu­blaðs The Economist. 

Hið týnda aðal­at­riði

Fjöl­miðlar og lög­regla hafa verið sökuð um að hylma yfir atburð­ina af ótta við að þeir væru vatn á myllu þeirra sem vilja tak­marka komu flótta­manna til Evr­ópu. Gagn­rýnin hefur beinst að flótta­manna­stefnu Ang­elu Merkel í stað aðal­at­riðis þessa atburð­ar; mátt­leysis hins vest­ræna rétt­ar­kerfis við að taka á kyn­ferð­is­brotum gegn kon­um. 

Auglýsing

Fyrstu við­brögð borg­ar­stjóra Kölnar voru að benda konum á að koma sér upp ákveðnum hátt­ern­is­reglum til að koma í veg fyrir árás­ir. Hvatti hún konur meðal ann­ars til að halda sig í hæfi­legri fjar­lægð frá karl­mönnum og ferð­ast um í hóp­um. Lög­reglu­stjóri Kölnar var rek­inn eftir að hafa síend­ur­tekið varið við­brögð og við­búnað lög­reglu. Þýska lög­reglan hefur auk þess lengi verið gagn­rýnd fyrir að taka ekki almenni­lega á kyn­ferð­is­brot­um, til að mynda á Októ­ber­fest, en þýski femínist­inn Anne Wizorek telur að þar séu um 200 kyn­ferð­is­brot framin á ári hverju. Hún segir árás­irnar í Köln óhugn­an­leg­ar, en þýskar konur hafi lengi mátt verj­ast kyn­ferð­is­brotum frá sam­löndum sín­um.

Það á að refsa þeim sem brjóta lög. Í til­viki flótta­manna leggur flótta­manna­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna þá skyldu á flótta­menn að þeir fylgi lögum og reglum í hæl­is­land­inu. Flótta­menn eru hins­vegar líkt og annað fólk mis­jafn­ir. Mis­jafn­lega klár­ir, mis­jafn­lega góð­ir, mis­jafn­lega lög­hlýðn­ir. Það þýðir því ekki að yfir­færa lög­brot manns yfir á þann sam­fé­lags­hóp sem hann til­heyr­ir, hvort sem við­kom­andi er inn­flytj­andi á nýárs­gleði, Þjóð­verji á Októ­ber­fest eða Íslend­ingur í Eyj­u­m. 

Hvað ef næsti Steve Jobs er (ekki) meðal flótta­manna?

Fjöl­miðlar og grein­endur sem styðja flótta­manna­stefnu Ang­elu Merkel hafa lagt áherslu á að flótta­menn hafi jákvæð áhrif á efna­hag þeirra ríkja sem taka á móti þeim. Nýlegar tölur fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins benda til að svo sé. Fjöl­margir hafa einnig deilt mynd á sam­fé­lags­miðlum þar sem bent er á að faðir Steve Jobs var sýr­lenskur flótta­mað­ur. Það er þekkt aðferð innan rétt­inda­bar­áttu að reyna að sann­færa þann sem völdin hefur um að það sé hans hagur að virða mann­rétt­indi minni­hluta­hópa. Má þar nefna bar­áttu kvenna á stríðs­hrjáðum svæðum fyrir þátt­töku í frið­ar­við­ræð­um. Bent hefur verið á að kven­leg mildi og umhyggja geti leitt til far­sælli frið­ar­samn­inga. Það má vel vera, en fyrst og fremst eiga konur rétt á að taka þátt í upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins og að hlustað sé á skoð­anir þeirra. 

Mögu­lega leyn­ist næsti Steve Jobs meðal þeirrar millj­ónar flótta­manna sem flúði til Evr­ópu árið 2015. Kannski ekki. Það breytir ekki þeirri stað­reynd að vest­rænum ríkjum ber skylda til að virða mann­rétt­indi flótta­manna og hæl­is­leit­anda sam­kvæmt flótta­manna­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Samn­ing­ur­inn sam­inn við for­dæma­lausar aðstæður

Sumir halda því fram að flótta­manna­straum­ur­inn nú sé án for­dæma og flótta­manna­samn­ing­ur­inn hafi ekki verið hugs­aður fyrir við­líka aðstæð­ur. Það er rétt, að sam­an­lagður fjöldi flótta­manna, hæl­is­leit­anda og vega­lausra hefur aldrei verið meiri síðan í seinni heims­styrj­öld­inni. Flótta­manna­samn­ing­ur­inn var hins­vegar sam­þykktur í júli 1951, sex árum eftir að seinni heim­styrj­öld­inni lauk. Meg­in­land Evr­ópu var í rúst, tugir millj­óna manna þurftu að flýja heim­ili sín og meira en milljón þeirra var hæl­is­laus þegar flótta­manna­samn­ing­ur­inn var sam­þykkt­ur. Evr­ópa á að miklu leyti heið­ur­inn af flótta­manna­kerf­inu sem ríkir enn í dag. Hörmu­legar aðstæður þeirra sem flúðu stríðs­á­tök og ofsóknir nas­ista voru þeim sem skrif­uðu samn­ing­inn í fersku minni. Þeir þekktu raun­veru­leika sem fæstir núlif­andi Evr­ópu­búa geta gert sér í hug­ar­lund. 

Fjöl­margir flótta­menn hafa for­dæmt árás­irnar í Köln. Einn þeirra er Sýr­lend­ing­ur­inn Bas­heer Alzaalan sem skrifar í The Guar­dian. Bas­heer ótt­ast að allir flótta­menn verði dæmdir fyrir gjörðir fámenns minni­hluta. Á sama tíma fjölgar árásum á inn­flytj­endur í Þýska­landi. Karl­menn víg­bú­ast til þess að verja konur fyrir inn­flytj­end­um. Líkt og kyn­ferð­is­brot þekk­ist ekki í vest­rænni menn­ing­u. 

Köln er ein birt­ing­ar­mynd ofbeldis gegn kon­um. Óhugn­an­leg birt­ing­ar­mynd. En með því að ein­blína ein­ungis á þann fjölda inn­flytj­enda sem tók þátt í árás­unum er hætt við að rétt­indum tveggja ólíkra hópa sé ógn­að. Ann­ars vegar rétt­indum kvenna til lífs án ofbeldis og hins vegar rétt­indum flótta­manna til lífs. Nú er hætt við að umræðan leiði okkur á verri stað. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None