Jakobína sigurðardóttir
Auglýsing

Ingi­björg ­Azima er að vinna að útgáfu tón­listar við ljóð ömmu sinn­ar, Jak­obín­u ­Sig­urð­ar­dótt­ur. Laga­flokk­ur­inn, sem hún nefnir Vor­ljóð á ýli, var sam­inn á ár­unum 2006 -2014 í útsetn­ingu fyrir sópran, ten­ór, klar­inett, harm­ónikku, fagott, selló og kontra­bassa. 

Kjarn­inn hitti Ingi­björgu og tók hana tali.

Auglýsing

Hver er sagan á bak­við verk­efn­ið? 

Þetta verk­efni sér nokkuð langa sögu. Upp­hafið má rekja til hausts­ins 2006, þá var ég ­bú­sett í Stokk­hólmi og var að upp­lifa ein­hvers­konar kafla­skil í lífi mínu þar ­sem ég var að prófa nýja hluti sem tón­list­ar­mað­ur, hafði áður verið að spila ­mikið og kenna en þarna var ég farin að stjórna kórum og var mikið að skoða íslenska og sænska kór­tón­list á þessum tíma. Þá allt í einu eitt­hvert kvöldið kem­ur þetta lag fljúg­andi við ljóð ömmu minn­ar, Vor­ljóð á ýli. 

Ég fann strax að þetta var ein­hvers­konar send­ing frá ljóð­inu, það vildi fá svona trega­fullt lag þar ­sem það er svo fal­legur íslenskur tregi í þessu ljóði ömmu minn­ar. Síð­an nokkrum árum síðar kemst vin­kona mín, Ólöf Sig­ur­sveins­dóttir selló­leik­ari að því að ég á þetta lag, hún er þá að vinna mikið með söng­konu, Mar­grét­i Hrafns­dóttur og þær hrein­lega panta það af mér að semja fleiri lög við ljóð ömmu minn­ar. Ég tók þeirri áskorun með fiðr­ildi í mag­anum og komst fljót­lega að því að það voru mörg fleiri ljóð en Vor­ljóð á ýli sem hrein­lega sendu frá sér­ tóna þegar ég fór að skoða þau. Þannig að ég var ekki lengi að semja lögin í laga­flokknum Vor­ljóð á ýli, þau eru 9 á disknum en ég á fleiri til­búin sem bíða ­seinna tíma. 

En það tók mörg ár að þróa tón­list­ina, finna réttu hljóð­færa­skip­an og að sífellt stækka og betrumbæta útsetn­ing­arnar á lög­un­um. Þar hefur mað­ur­inn m­inn, Hörður Braga­son verið mér ómet­an­leg aðstoð og sam­starfs­að­ili af best­u ­gerð, alltaf hvatt mig til að gera meira og betur og ausið úr skálum þekk­ing­ar og list­rænnar til­finn­ing­ar.

En þetta eru sem­sagt 9 ár frá því að fyrsta lagi að full­búnum geisla­diski."

Jakobína Sigurðardóttir

Eru fleiri sem standa að þessu verk­efni með þér?

Þeir ­sem standa að verk­efn­inu með mér eru í raun fjöl­marg­ir. Ég hef þegar nefn­t Hörð, mann­inn minn, en hann hefur fyrir utan að útsetja með mér tón­list­ina einnig stjórnað upp­tök­um. Stöll­urnar Ólöf Sig­ur­sveins­dóttir og Mar­grét Hrafns­dótt­ir, sem eiga stóran þátt í að laga­flokk­ur­inn varð til, eru með­al­ flytj­enda ásamt Giss­uri Páli Giss­ur­ar­syni, ten­ór, Grími Helga­syn­i, klar­inett­leik­ara, Ave Kara Silla­ots, harm­ónikku­leik­ara, Snorra Heim­is­syn­i, fagott­leik­ara, Gunn­hildi Höllu Guð­munds­dótt­ur, selló­leik­ara og Ric­hard Korn ­kontra­bassa­leik­ara. Þetta er tón­list­ar­deild­in, síðan eru það frá­bærir lista­menn ­sem hafa hannað með mér umslagið en umslagið fyrir diskinn er óvenju­legt, það er lítil ljóða­bók með öllum ljóð­unum sem eru flutt á disknum og sjálf­ur disk­ur­inn er fram­ar­lega í vasa. 

Það eru Mar­grét H. Blön­dal lista­kona og Arn­ar Freyr Guð­munds­son hönn­uður sem eiga heið­ur­inn af þessu bókaumslagi og ég er al­veg sér­stak­lega ánægð og stolt yfir þess­ari ein­stöku hönn­un. Síðan eru það tækni­menn­irn­ir í stúdíó Sýr­landi sem eru orðnir miklir góð­kunn­ingjar mínir enda hófust ­upp­tökur í jan­úar 2014 og lauk til­tölu­lega nýver­ið. Þar fer fyrstur Páll Sveinn Guð­munds­son upp­töku­meist­ari en hann hefur tekið lang­mestan hluta lag­anna upp­ auk þess að hljóð­blanda með mér og Herði. Síðan hefur Sveinn Kjart­ans­son einnig komið að upp­tökum og hann master­aði að lokum diskinn."

Hvers konar tón­list mun óma af plöt­unni?

Tón­list­in ­sem ómar af disknum eru í eðli sínu íslensk sönglög, þetta er mjög lagræn tón­list og lögin eru hér inn­blásin af mögn­uðum ljóðum og fyrst og fremst í þjón­ust­u þeirra ef svo má að orði kom­ast. Hljóð­heim­ur­inn er síðan að mörgu leyt­i ó­venju­legur því það er t.d ekk­ert píanó með í hljóm­sveit­inni en yfir­leitt heyrum við sönglög flutt með píanói og rödd og kannski 1 - 2 hljóð­færum með til­ skreyt­ing­ar. Hér er það harm­ónikkan sem setur mjög sér­stakan blæ á alla tón­list­ina, hún er svo fjöl­hæft hljóð­færi - getur verið allt frá mýkst­u ­strengja­sveit yfir í mis­kunn­ar­lausa sekkj­ar­pípu­deild þegar á þarf að halda - og allt þar á milli! Einnig ríkir ákveðið jafn­ræði milli söngv­ara og hljóð­færa, text­inn er auð­vitað alltaf mik­il­vægastur en hljóð­færin eru oft í hlut­verki ­með­söngv­ara frekar en und­ir­leik­ara og pásu­skreyt­ara.

Þannig að þó að tón­listin flokk­ist eflaust sem klass­ísk þá er ýmis­legt í hljóð­færa­skipan og hljóma­ferlum sem er miklu meira inn­blásið úr þjóð­lagatón­list og popptón­list. Ég held að tón­listin eigi að geta höfðað til mjög margra því hún fer ekki beint í eina skúffu."

Ljóð sem er á plötunni.

Verk­efnið má finna, og styrkja, áKarol­ina Fund. Þar er hægt er að kaupa diskinn í einu eða fleiri ein­tökum og einnig miða á útgáfu­tón­leika sem verða mið­viku­dags­kvöldið 11. nóv kl 20.00 í Safna­hús­inu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None