Eitt sinn hippi...

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bókina Stúlka með höfuð, sem Þórunn Jarla Valdimarsdóttir skrifar og gefin er út undir merkjum JPV.

Auglýsing



„Maður fyr­ir­gefur með munn­in­um, stundum með­ hug­an­um. Aldrei i hjart­anu, það er svo villt. Ég verð reið nú er ég skrif­a þetta, því að barnið í mér er sko alls ekki búið að fyr­ir­gefa. Það er þó nóg­u kristi­legt til að skíta þær ekki út með því að líma illsku­mið­ann á þær und­ir­ ­nafni. Hefnd­inni í mér langar þó að gera það, hún er þarna rétt við hjarta.“

Þór­unn Jarla Valdi­mars­dóttir er ein­stök í íslenska ­rit­höf­unda­garð­in­um. Frum­legur skáld­sagna­smiður en ekki síður frum­leg­ur sagn­fræð­ingur sem leyfir hinum sér­stæða stílista sem leikur lausum hala í lygi­sög­unum hennar að setja mark sitt á fram­setn­ingu efnis sem stendur að öðru ­leyti föstum fótum í fræði­legum aga og við­ur­kenndum rann­sókn­ar­vinnu­brögð­um.

Auglýsing

Stúlka með höfuð, kápa.Fyrstu bók­ina í þessum ævi­sögu­lega þrí­leik hef ég því miður ekki ­les­ið, en Stúlka með maga (2014) þótti mér feiki­vel heppnuð að þessu leyt­i. Stíll Þór­unn­ar, en kannski ekki síður afstaða hennar til bjást­urs og bresta ­fólks­ins sem hún skrifar um, setur einatt ferskan blæ á kunn­ug­lega hlut­i: ald­ar­fars­lýs­ing­ar, sam­skipta­máta og sið­ferð­is­við­mið for­tíð­ar­inn­ar.

Þegar hún beinir stíl­vopnum sínum og lífs­sýn að sinni eigin ævi ­ger­ast aðrir hlut­ir.+

Samt er það líka í þess­ari bók, þetta ein­staka sjón­ar­horn henn­ar, þessi óstöðuga blanda af mjúkum skiln­ingi sem öll við­fangs­efnin mæta og hrein­skiln­is­legri hörku sem oft birt­ist og hverfur for­mála­laust. Gott dæmi til­vitn­unin hér að ofan, um ein­elti eða stríðni nokk­urra skóla­systra henn­ar. Hefði nokkur annar sjálfsævi­sögu­rit­ari afgreitt málið svona?

Ein­elti sem Þór­unn kafar ekki í, lýsir varla og virð­ist reynd­ar hvorki hafa verið lang­vinnt né alvar­legt. Og það er ljótt að segja það en sá ævi­fer­ill sem lýst er hér virð­ist svo mjúkur og áfalla­mildur að það er á mörk­unum að hann sé í frá­sögur fær­andi. Alla­vega þykja mér hin ein­stöku grein­ing­ar­tæki Þór­unnar malla í hæga­gangi lengst af, eftir dra­mað í kringum skiln­að ­for­eldr­anna og þýð­ingu hans fyrir hina ungu stúlku.

Eitt af því sem mér hefur fund­ist svo magnað við sagn­fræði­bæk­ur Þór­unnar er sú til­finn­ing að hún sé að segja manni allt sem hún veit. Smá­at­rið­i um fatn­að, mat og reið­tygi í Snorra frá Húsa­felli, upp­taln­ingar um inn­kaup ­for­feðra hennar í Ólafs­vík í Stúlku með maga. Lykt. Hefur ein­hver sagn­fræð­ing­ur/­rit­höf­undur okkar verið eins örlátur með og for­dóma­laus gagn­vart þef? Þessi hirðu­semi segir manni að öllum steinum hafi verið velt, auk þess sem frá­sagn­irnar af smælk­inu fylla mynd­ina.

Hér hefur Þór­unn eðli máls sam­kvæmt allt annan aðgang að við­fangs­efni sínu. Fyrir vikið fáum við til­finn­ingu fyrir miklu meira „vali“, að margt sé ósagt. Það er tiplað á tánum í frá­sögn­inni. Allir eru meira og m­inna fal­legir og dásam­leg­ir, syst­urnar ynd­is­leg­ar, vin­irnir upp til hópa vitr­ing­ar. Elsk­hug­arnir prúð­menni.

Sem er fábært. Örugg­lega satt. Þór­unn nýtur þess að segja frá­ þessu öllu, maður heyrir hana skríkja stíl­rænt þegar hún rekur kyn­lífs­vakn­ing­u sína, og sýtir fal­lega ógripin tæki­færi í þeim efn­um. Eins var gaman að sjá hið marg­um­skrif­aða við­fangs­efni „borg­ar­barn fer í sveit“ tekið Jörlu­tök­um. Og ­Mexíkó, sem hefði auð­veld­lega getað enst henni heila bók, finnst mér. Auð­vit­að er hér ferskur tónn í þeirri lýs­ingu tíma­bils­ins sem allar minn­inga­bæk­ur ­jafnladra hennar eru smám saman að skapa í sam­ein­ingu.

En lengst af vantar við­nám­ið. Tog­streitu efnis og frá­sagn­ar­máta. Fjar­lægð­ina sem gefur gild­is­dómum og grein­ingum vigt. Lífs­háska? Ekki það að ég óski eftir meiri erf­ið­leikum í for­tíð höf­und­ar. En að hásk­anum fjar­ver­and­i hefði hún þurft að kafa dýpra. Þrengja sjón­ar­horn­ið. Mögu­lega setja styttra ­tíma­bil undir smá­sjána.

Aldrei verður Stúlka með höfuð samt minna en skemmti­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None