Karolina Fund: Nýtt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó

Skjaldborg
Auglýsing

Áhugafólk um áframhaldandi kvikmyndasýningar í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði safnar fyrir nýju sýningarkerfi. Hópurinn hefur unnið að söfnuninni í tvö ár með nokkrum hléum en af miklum krafti undanfarnar vikur. Að söfnunarhópnum standa einstaklingar úr röðum Lionsklúbbs Patreksfjarðar, Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda og Kvikmyndaklúbbsins Kittýjar. Kjarninn hitti Öldu Davíðsdóttur og tók hana tali.

 Hver er saga Skjaldborgarbíós?

Skjaldborg var byggð snemma á síðustu öld sem samkomuhús Patreksfirðinga, það var vígt 1935 og er talið að fljótlega eftir það hafi verið byrjað að sýna kvikmyndir í húsinu. Það eru því ansi margar kynslóðir sem hafa farið í bíó í Skjaldborg og þær eldri einnig á dansleiki í húsinu, t.d. ömmur og afar fólks í söfnunarhópnum. Patreksfirðingar hafa því sterkar taugar til Skjaldborgar og það hefur mikil áhrif á að brottfluttir íbúar eru að styrkja söfnunina jafnt og þeir sem búa á staðnum."

Auglýsing


 Hvað breytingar eru nauðsynlegar til starfsemi bíósins geti haldið áfram?

Til að starfsemi bíósins geti haldið áfram er nauðsynlegt að koma upp stafrænum sýningarbúnaði. Í húsinu er eingöngu vél sem getur sýnt af filmum en kvikmyndir eru alveg hættar að berast til landsins á filmu. Filmuvélin fær að vera áfram í húsinu, stafrænu græjurnar taka ekki eins mikið pláss og geta fortíðin og nútíðin því fengið að vera hlið við hlið í sýningarklefanum. Fyrir utan að kaupa kerfið og koma því fyrir þarf lagfæringar á sýningarklefa, rafmagni og fleiru.

Hvaða merkingu hefur Skjaldborgarbíó fyrir samfélagið?

Skjaldborgarbíó hefur mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið, ekki aðeins vegna þeirrar sögu sem húsið geymir, heldur er það stór hluti af menningarframboði á svæðinu, sem er allir sunnanverðir Vestfirðir en ekki eingöngu Patreksfjörður. Aðgengi að menningu er eitt af því sem skiptir máli þegar fólk velur sér stað til búsetu og er Skjaldborg því hluti af mun stærri heildarmynd en bara að bjóða upp á sýningar fyrir kvikmyndaáhugafólk.

Í Skjaldborg eru einnig haldnar leiksýningar, tónleikar, beinar útsendingar frá stórum íþróttaviðburðum o.fl. Kvikmyndasýningar hafa verið uppistaðan í þeirri starfsemi sem fer fram í Skjaldborg og er hætt við að dofni yfir öllu öðru ef ekki er hægt að halda þeirri starfsemi áfram.

Stærsti viðburðurinn yfir árið í bíóinu er Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, en næsta vor verður hún haldin í tíunda sinn. Hátíðin er löngu búin að tryggja sig í sessi sem einn af stærri menningarviðburðum landsins en þar hefur nútíminn einnig lagt innreið sína og sífellt fleiri myndir sem berast hátíðinni eru á stafrænu formi.

Fyrir utan að geta einfaldlega ekki sýnt kvikmyndir á stafrænu formi eru gæðin í hljóð og mynd einnig orðin það léleg að það er ekki ásættanlegt að bjóða kvikmyndagerðarfólki að frumsýna myndirnar sínar í Skjaldborg. Það mun breytast til bóta við að skipta um kerfi og skiptir líka gríðarlega miklu máli. Þetta vita vinir hátíðarinnar sem sést á því hversu margir hafa styrkt söfnunina."

Skjaldborgarbíó.Eitthvað að lokum?

Söfnunin fyrir nýja sýningarkerfinu hefur staðið yfir í tvö ár, heildarupphæðin sem þarf að safna er tíu milljónir og fyrir mánuði síðan var búið að safna átta milljónum. Söfnunarhópurinn ákvað að blása til hópfjármögnunar á Karolinafund til að ná inn síðustu tveimur milljónunum og stendur sú söfnun yfir til miðnættis laugardaginn 5. nóvember. Það er því enn hægt að styrkja verkefnið á Karolina Fund."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None