Karolina Fund: Hefur verið líkt við James Blake og Bon Iver

einar indra
Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn ein­ar­Indra stefnir á útgáfu í næsta mán­uð­i og er þessa dag­ana að hóp­fjár­magna hana inná Karol­ina Fund. Í gær var nýtt lag frum­flutt á tón­list­ar­síð­unni Vult­ure Mag­azine og kemur platan út staf­rænt 10. mars á íslensku plötu­út­gáf­unni Möller Records og svo í fram­hald­inu kem­ur ­geisla­diskur og vinyl-­plata.

Ein­ar­indra er solo verk­efni tón­list­ar­manns­ins þar sem hann fléttar saman raf­tón­list og söng í dáleið­andi hljóð­heim sem gagn­rýnend­ur hafa líkt við tón­list á borð við James Blake og Bon Iver.

Hann hóf ungur að braska í tón­list­inni og var þá til­rauna­kennd raf­tón­list mest áber­andi en seinna meir, þá fór hann að feta sig inn á önnur svið án þess þó að stíga mikið fram á sjón­ar­svið­ið. Það tók all­nokkur ár fyrir hann að full­móta þann hljóð­heim sem nú er kom­inn, en það var ­fyrir þremur árum sem fyrsta lagið birt­ist með honum á safn­skíf­unni „Helga“ hjá hinni íslensku raf­tón­list­ar­út­gáfu Möller Records. Ári seinna eða árið 2004 gaf ein­ar­Indra svo út fjög­urra laga plötu hjá sömu útgáfu sem fékk góða dóma hér­lendis og er­lend­is.

AuglýsingNú er hann kom­inn með efni í nýja plötu og verður hún­ tví­skipt þar sem hún inni­heldur ann­ars­vegar lögin hans en einnig munu fjór­ir ­ís­lenskir raf­tón­list­ar­menn, þeir Futuregrap­her, Bistro Boy, Gunnar Jóns­son Coll­ider og Brilli­ant­inus, end­ur­hljóð­blanda eitt lag hver.

Þá mun umslag plöt­unnar prýða mál­verk eftir breska list­mál­ar­ann Nik­hil Kirsh sem mun eflaust njóta sín vel á stórri vinyl-­plötu.

Eins og gengur og ger­ist með slíkar hóp­fjar­magn­anir þá hljóta stuðn­ings­menn gjafir og má þar nefna staf­rænt ein­tak af plöt­unn­i, ­geisla­diskinn, árit­aða vinyl­plötu eða jafn­vel tón­leika heima í stofu hjá sér­. Einnig munu allir sem styðja við gerð plöt­unnar fá aðra plötu í fullri lengd ­sem er óút­gefin og inni­heldur sveimtón­list sem Einar hefur verið að vinna að und­an­farin ár og prófað sig áfram með í yoga.

Söfn­unin er á Karol­ina Fund þessa dag­anna og hægt er að ­styrkja verk­efnið með því að fara inná www.karolina­fund.com.

Kjarn­inn hitti ein­ar­Indra og tók hann tali.

Hver er bak­grunnur þinn í list­inni og hvaðan kem­ur á­hug­inn?

„Ég ólst upp á Húsa­vík og var meira að spá í að verða bónd­i, ­dýra­læknir eða ofur­hetja heldur en að gera eitt­hvað í tón­list. Var þó í tón­list­ar­skól­anum sem var góður grunnur og ynd­is­legt að hafa haft kost á því en það var ekki fyrr en á mennta­skóla­ár­unum sem áhug­inn á að semja tón­list fór að ­kvikna og var ég þá far­inn að grúska í raf­tón­list­inni tals­vert. Það hefur tek­ið nokkur ár að slípa þetta til sem ég er að gera þessa dag­ana og er ég stöðugt að læra nýja hluti. Það er líka mikið af flottri tón­list í gangi í heim­in­um, sem hefur stöðug áhrif á mann, þú getur nán­ast fundið 20 nýjar flott­ar tón­list­ar­mann­eskj­ur/­bönd á hverjum degi ef þú leggur þig smá fram við það.“

EinarIndra.Hvers konar tón­list ertu að vinna að?

„Það er mjög mis­jafnt hvað ég er að gera dags­dag­lega. Það ­getur verið eitt­hvað klúbba hús tón­list, d&b, sveim, hip hop eða hvað sem er. En lögin sem ég klára og gef frá mér eru aðal­lega tvenns­konar þessa dag­anna. Það sem er á þessarri plötu mætti flokka sem ein­hvern sam­bræð­ing á raf­tón­list og indie, indi­etron­ica eða sálar raf­tón­list. Lag­línur eru yfir­leitt unnar á píanó eða í gegnum söng sem er síðan unnið lengra með synt­hum og trommu­heil­um. Það er ákveð­inn ein­fald­leiki í þeim til að byrja með sem síð­an ­fær á sig nokkur lög af raf­hjúp­um.

Tón­listin er dálítið eins og kaffi­boð sem ég býð vinum í, oft koma kunn­ingjar sem ég kann­ast við í heim­sókn sem eru eins og lag­línur sem poppa upp, ég vil ekk­ert endi­lega fá þá og losna ekki auð­veld­lega við þá held­ur en stundum stundum reyn­ast þeir ansi góð­ir. Góðu vin­irnir eru hlut­arnir í lög­unum sem eru ávallt í ein­hverju formi, bara mis­mun­andi bún­ingum og takt­arn­ir eru kaffið, alger­lega nauð­syn­legir til þess að halda partý­inu gang­andi, og ég er mis­háður þeim eftir dög­um.“

Er ein­hver rauður þráður í tón­list­inni á plöt­unni eða ein­hver boð­skapur sem þig lang­aði að koma út í kosmósið?

„Til þess að ég sé sáttur við tón­list­ina þá þarf að ver­a á­kveðið hjarta í henni, ákveðin til­finn­ing, að þetta er teng­ing við eitt­hvað ­meira en hvers­dags­leik­ann. Það er mun meiri texti í lög­unum á þessarri plöt­u, þetta eru allt ein­hvers­konar sögur sem má túlka á ýmsa vegu. Ég tengi einnig ­mikið við hljóð­heima og flott hljóð þannig að ég nota mikið til hljóð sem ég bý til í tölv­unni eða koma úr synt­hum sem mér þykir vænt um. Held að það kom­i einnig ákveð­inn kraftur úr hlið­rænum synt­hum, það er ein­hvers­konar æðri kraft­ur ­sem flæðir um í raf­rás­unum eins og Bob Moog heit­inn vildi meina. En rauð­i ­þráð­ur­inn á plöt­unni er svo sem ekk­ert bylt­ing­ar­kenndur eða friður á jörð dæmi, ­meira bara að langa að gera töff tón­list sem er þó ekki til­gerð­ar­leg og kem­ur frá hjart­an­u.“ 

Verk­efnið er að finna hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None