Karolina Fund: Hefur verið líkt við James Blake og Bon Iver

einar indra
Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn ein­ar­Indra stefnir á útgáfu í næsta mán­uð­i og er þessa dag­ana að hóp­fjár­magna hana inná Karol­ina Fund. Í gær var nýtt lag frum­flutt á tón­list­ar­síð­unni Vult­ure Mag­azine og kemur platan út staf­rænt 10. mars á íslensku plötu­út­gáf­unni Möller Records og svo í fram­hald­inu kem­ur ­geisla­diskur og vinyl-­plata.

Ein­ar­indra er solo verk­efni tón­list­ar­manns­ins þar sem hann fléttar saman raf­tón­list og söng í dáleið­andi hljóð­heim sem gagn­rýnend­ur hafa líkt við tón­list á borð við James Blake og Bon Iver.

Hann hóf ungur að braska í tón­list­inni og var þá til­rauna­kennd raf­tón­list mest áber­andi en seinna meir, þá fór hann að feta sig inn á önnur svið án þess þó að stíga mikið fram á sjón­ar­svið­ið. Það tók all­nokkur ár fyrir hann að full­móta þann hljóð­heim sem nú er kom­inn, en það var ­fyrir þremur árum sem fyrsta lagið birt­ist með honum á safn­skíf­unni „Helga“ hjá hinni íslensku raf­tón­list­ar­út­gáfu Möller Records. Ári seinna eða árið 2004 gaf ein­ar­Indra svo út fjög­urra laga plötu hjá sömu útgáfu sem fékk góða dóma hér­lendis og er­lend­is.

AuglýsingNú er hann kom­inn með efni í nýja plötu og verður hún­ tví­skipt þar sem hún inni­heldur ann­ars­vegar lögin hans en einnig munu fjór­ir ­ís­lenskir raf­tón­list­ar­menn, þeir Futuregrap­her, Bistro Boy, Gunnar Jóns­son Coll­ider og Brilli­ant­inus, end­ur­hljóð­blanda eitt lag hver.

Þá mun umslag plöt­unnar prýða mál­verk eftir breska list­mál­ar­ann Nik­hil Kirsh sem mun eflaust njóta sín vel á stórri vinyl-­plötu.

Eins og gengur og ger­ist með slíkar hóp­fjar­magn­anir þá hljóta stuðn­ings­menn gjafir og má þar nefna staf­rænt ein­tak af plöt­unn­i, ­geisla­diskinn, árit­aða vinyl­plötu eða jafn­vel tón­leika heima í stofu hjá sér­. Einnig munu allir sem styðja við gerð plöt­unnar fá aðra plötu í fullri lengd ­sem er óút­gefin og inni­heldur sveimtón­list sem Einar hefur verið að vinna að und­an­farin ár og prófað sig áfram með í yoga.

Söfn­unin er á Karol­ina Fund þessa dag­anna og hægt er að ­styrkja verk­efnið með því að fara inná www.karolina­fund.com.

Kjarn­inn hitti ein­ar­Indra og tók hann tali.

Hver er bak­grunnur þinn í list­inni og hvaðan kem­ur á­hug­inn?

„Ég ólst upp á Húsa­vík og var meira að spá í að verða bónd­i, ­dýra­læknir eða ofur­hetja heldur en að gera eitt­hvað í tón­list. Var þó í tón­list­ar­skól­anum sem var góður grunnur og ynd­is­legt að hafa haft kost á því en það var ekki fyrr en á mennta­skóla­ár­unum sem áhug­inn á að semja tón­list fór að ­kvikna og var ég þá far­inn að grúska í raf­tón­list­inni tals­vert. Það hefur tek­ið nokkur ár að slípa þetta til sem ég er að gera þessa dag­ana og er ég stöðugt að læra nýja hluti. Það er líka mikið af flottri tón­list í gangi í heim­in­um, sem hefur stöðug áhrif á mann, þú getur nán­ast fundið 20 nýjar flott­ar tón­list­ar­mann­eskj­ur/­bönd á hverjum degi ef þú leggur þig smá fram við það.“

EinarIndra.Hvers konar tón­list ertu að vinna að?

„Það er mjög mis­jafnt hvað ég er að gera dags­dag­lega. Það ­getur verið eitt­hvað klúbba hús tón­list, d&b, sveim, hip hop eða hvað sem er. En lögin sem ég klára og gef frá mér eru aðal­lega tvenns­konar þessa dag­anna. Það sem er á þessarri plötu mætti flokka sem ein­hvern sam­bræð­ing á raf­tón­list og indie, indi­etron­ica eða sálar raf­tón­list. Lag­línur eru yfir­leitt unnar á píanó eða í gegnum söng sem er síðan unnið lengra með synt­hum og trommu­heil­um. Það er ákveð­inn ein­fald­leiki í þeim til að byrja með sem síð­an ­fær á sig nokkur lög af raf­hjúp­um.

Tón­listin er dálítið eins og kaffi­boð sem ég býð vinum í, oft koma kunn­ingjar sem ég kann­ast við í heim­sókn sem eru eins og lag­línur sem poppa upp, ég vil ekk­ert endi­lega fá þá og losna ekki auð­veld­lega við þá held­ur en stundum stundum reyn­ast þeir ansi góð­ir. Góðu vin­irnir eru hlut­arnir í lög­unum sem eru ávallt í ein­hverju formi, bara mis­mun­andi bún­ingum og takt­arn­ir eru kaffið, alger­lega nauð­syn­legir til þess að halda partý­inu gang­andi, og ég er mis­háður þeim eftir dög­um.“

Er ein­hver rauður þráður í tón­list­inni á plöt­unni eða ein­hver boð­skapur sem þig lang­aði að koma út í kosmósið?

„Til þess að ég sé sáttur við tón­list­ina þá þarf að ver­a á­kveðið hjarta í henni, ákveðin til­finn­ing, að þetta er teng­ing við eitt­hvað ­meira en hvers­dags­leik­ann. Það er mun meiri texti í lög­unum á þessarri plöt­u, þetta eru allt ein­hvers­konar sögur sem má túlka á ýmsa vegu. Ég tengi einnig ­mikið við hljóð­heima og flott hljóð þannig að ég nota mikið til hljóð sem ég bý til í tölv­unni eða koma úr synt­hum sem mér þykir vænt um. Held að það kom­i einnig ákveð­inn kraftur úr hlið­rænum synt­hum, það er ein­hvers­konar æðri kraft­ur ­sem flæðir um í raf­rás­unum eins og Bob Moog heit­inn vildi meina. En rauð­i ­þráð­ur­inn á plöt­unni er svo sem ekk­ert bylt­ing­ar­kenndur eða friður á jörð dæmi, ­meira bara að langa að gera töff tón­list sem er þó ekki til­gerð­ar­leg og kem­ur frá hjart­an­u.“ 

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None