Karolina Fund: Hefur verið líkt við James Blake og Bon Iver

einar indra
Auglýsing

Tónlistarmaðurinn einarIndra stefnir á útgáfu í næsta mánuði og er þessa dagana að hópfjármagna hana inná Karolina Fund. Í gær var nýtt lag frumflutt á tónlistarsíðunni Vulture Magazine og kemur platan út stafrænt 10. mars á íslensku plötuútgáfunni Möller Records og svo í framhaldinu kemur geisladiskur og vinyl-plata.

Einarindra er solo verkefni tónlistarmannsins þar sem hann fléttar saman raftónlist og söng í dáleiðandi hljóðheim sem gagnrýnendur hafa líkt við tónlist á borð við James Blake og Bon Iver.

Hann hóf ungur að braska í tónlistinni og var þá tilraunakennd raftónlist mest áberandi en seinna meir, þá fór hann að feta sig inn á önnur svið án þess þó að stíga mikið fram á sjónarsviðið. Það tók allnokkur ár fyrir hann að fullmóta þann hljóðheim sem nú er kominn, en það var fyrir þremur árum sem fyrsta lagið birtist með honum á safnskífunni „Helga“ hjá hinni íslensku raftónlistarútgáfu Möller Records. Ári seinna eða árið 2004 gaf einarIndra svo út fjögurra laga plötu hjá sömu útgáfu sem fékk góða dóma hérlendis og erlendis.

Auglýsing


Nú er hann kominn með efni í nýja plötu og verður hún tvískipt þar sem hún inniheldur annarsvegar lögin hans en einnig munu fjórir íslenskir raftónlistarmenn, þeir Futuregrapher, Bistro Boy, Gunnar Jónsson Collider og Brilliantinus, endurhljóðblanda eitt lag hver.

Þá mun umslag plötunnar prýða málverk eftir breska listmálarann Nikhil Kirsh sem mun eflaust njóta sín vel á stórri vinyl-plötu.

Eins og gengur og gerist með slíkar hópfjarmagnanir þá hljóta stuðningsmenn gjafir og má þar nefna stafrænt eintak af plötunni, geisladiskinn, áritaða vinylplötu eða jafnvel tónleika heima í stofu hjá sér. Einnig munu allir sem styðja við gerð plötunnar fá aðra plötu í fullri lengd sem er óútgefin og inniheldur sveimtónlist sem Einar hefur verið að vinna að undanfarin ár og prófað sig áfram með í yoga.

Söfnunin er á Karolina Fund þessa daganna og hægt er að styrkja verkefnið með því að fara inná www.karolinafund.com.

Kjarninn hitti einarIndra og tók hann tali.

Hver er bakgrunnur þinn í listinni og hvaðan kemur áhuginn?

„Ég ólst upp á Húsavík og var meira að spá í að verða bóndi, dýralæknir eða ofurhetja heldur en að gera eitthvað í tónlist. Var þó í tónlistarskólanum sem var góður grunnur og yndislegt að hafa haft kost á því en það var ekki fyrr en á menntaskólaárunum sem áhuginn á að semja tónlist fór að kvikna og var ég þá farinn að grúska í raftónlistinni talsvert. Það hefur tekið nokkur ár að slípa þetta til sem ég er að gera þessa dagana og er ég stöðugt að læra nýja hluti. Það er líka mikið af flottri tónlist í gangi í heiminum, sem hefur stöðug áhrif á mann, þú getur nánast fundið 20 nýjar flottar tónlistarmanneskjur/bönd á hverjum degi ef þú leggur þig smá fram við það.“

EinarIndra.Hvers konar tónlist ertu að vinna að?

„Það er mjög misjafnt hvað ég er að gera dagsdaglega. Það getur verið eitthvað klúbba hús tónlist, d&b, sveim, hip hop eða hvað sem er. En lögin sem ég klára og gef frá mér eru aðallega tvennskonar þessa daganna. Það sem er á þessarri plötu mætti flokka sem einhvern sambræðing á raftónlist og indie, indietronica eða sálar raftónlist. Laglínur eru yfirleitt unnar á píanó eða í gegnum söng sem er síðan unnið lengra með synthum og trommuheilum. Það er ákveðinn einfaldleiki í þeim til að byrja með sem síðan fær á sig nokkur lög af rafhjúpum.

Tónlistin er dálítið eins og kaffiboð sem ég býð vinum í, oft koma kunningjar sem ég kannast við í heimsókn sem eru eins og laglínur sem poppa upp, ég vil ekkert endilega fá þá og losna ekki auðveldlega við þá heldur en stundum stundum reynast þeir ansi góðir. Góðu vinirnir eru hlutarnir í lögunum sem eru ávallt í einhverju formi, bara mismunandi búningum og taktarnir eru kaffið, algerlega nauðsynlegir til þess að halda partýinu gangandi, og ég er misháður þeim eftir dögum.“

Er einhver rauður þráður í tónlistinni á plötunni eða einhver boðskapur sem þig langaði að koma út í kosmósið?

„Til þess að ég sé sáttur við tónlistina þá þarf að vera ákveðið hjarta í henni, ákveðin tilfinning, að þetta er tenging við eitthvað meira en hversdagsleikann. Það er mun meiri texti í lögunum á þessarri plötu, þetta eru allt einhverskonar sögur sem má túlka á ýmsa vegu. Ég tengi einnig mikið við hljóðheima og flott hljóð þannig að ég nota mikið til hljóð sem ég bý til í tölvunni eða koma úr synthum sem mér þykir vænt um. Held að það komi einnig ákveðinn kraftur úr hliðrænum synthum, það er einhverskonar æðri kraftur sem flæðir um í rafrásunum eins og Bob Moog heitinn vildi meina. En rauði þráðurinn á plötunni er svo sem ekkert byltingarkenndur eða friður á jörð dæmi, meira bara að langa að gera töff tónlist sem er þó ekki tilgerðarleg og kemur frá hjartanu.“ 

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None