Karolina fund: Setja á stofn fæðingastofu

Arney Þórarinsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir
Auglýsing

Björkin er fyr­ir­tæki sem var stofnað árið 2009 og er rekið af tveimur ljós­mæðrum, þeim Arney Þór­ar­ins­dóttur og Hrafn­hildi Hall­dórs­dótt­ur. Þær hafa síð­ustu fimm árin sinnt yfir 200 fjöl­skyldum í heima­fæð­ingu. Björkin býður einnig uppá nám­skeið, ráð­gjöf, nála­stungur o. fl. fyrir verð­andi og nýja for­eldra í Lygnu fjöl­skyldu­mið­stöð, þar sem Björkin hefur aðstet­ur. 

Starf­semi Bjark­ar­innar er í stöðugri þróun og nú eru fjórar ljós­mæður að bæt­ast í hóp­inn, þær Harpa Ósk Val­geirs­dótt­ir, Emma Swift, Gréta Matth­í­as­dóttir og Jenný Árna­dótt­ir. Björkin und­ir­býr nú opnun fæð­inga­stofu fyrir hraustar konur í eðli­legri með­göngu. Fyrst og fremst er fæð­inga­stofan hugsuð fyrir konur sem koma utan af landi til að fæða börnin sín þar sem ekki er fæð­inga­þjón­usta þar sem þær búa. Konur sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og kjósa að fæða í heim­il­is­legu umhverfi með ljós­móður sem þær þekkja, verða að sjálf­sögðu líka vel­komn­ar. Kjarn­inn hitti þær Arn­eyju og Hrafn­hildi og tók þær tali.

Auglýsing

Hver er hug­myndin og sagan á bak við fæð­ing­ar­stof­una Björk­ina?

Víða á nágranna­lönd­um  okkar eru starf­andi ljós­móð­ur­rekin fæð­inga­heim­ili. Konur geta þar valið milli þess að fæða á sjúkra­húsi, heima hjá sér eða á fæð­inga­heim­ili í umsjá ljós­móð­ur. Hér á landi hefur ekki verið starf­andi fæð­inga­heim­ili síðan 1996 þegar fæð­inga­heim­ilið við Eiríks­götu var lagt nið­ur. Okkur hefur lengi þótt vanta þennan val­kost fyrir barns­haf­andi konur á íslandi. Það sem varð til þess að við ákváðum nú að fara af stað og opna fæð­inga­stofu  var að á und­an­för­unum árum hefur fæð­inga­stöðum á lands­byggð­inni verið að fækka. Barns­haf­andi konur búsettar út á landi hafa í auknum mæli þurft að koma til Reykja­víkur til að fæða börnin sín. Konur sem eru í þessum sporum hafa verið að óska eftir þjón­ustu frá okkur þegar þær koma til Reykja­vík­ur. Sumar hafa leigt íbúð sem þær fædd­u í, ein­hverjar hafa fætt heima hjá ætt­ingjum en svo hafa aðrar ekki haft aðstöðu þar sem þær gátu hugsað sér að fæða og gátu því ekki valið heima­fæð­ing­u. 

Fæðing. Okkur finnst því mik­il­vægt að  opna fæð­inga­stofu til að mæta þess­ari þörf. Með opnun fæð­inga­stof­unnar getum boðið stærri hóp kvenna uppá sam­fellda þjón­ustu á með­göngu, í fæð­ingu og sæng­ur­legu. Sam­felld þjón­usta er þannig að sama ljós­móð­irin fylgir kon­un­inni í gegnum lok með­göngu, fæð­ing­una og svo þegar barnið er fætt. Fæð­inga­stöðum á lands­byggð­inni hefur ekki bara fækk­að,  því fæð­inga­stöðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur líka fækk­að. Fyrir tveimur árum voru Hreiðrið og fæð­inga­deildin á Land­spít­al­anum sam­ein­uð. Hreiðrið var ljós­móð­ur­rekin fæð­inga­deild innan Land­spít­al­ans þar sem hraustar konur í eðli­legri með­göngu gátu valið að fæða börn sín. Með lokun Hreið­urs­ins var því val­kostum fæð­andi kvenna enn fækk­að. 

Fjöl­margar rann­sóknir benda til þess að örugg­ara sé fyrir hraustar konur í eðli­legri með­göngu að fæða utan hátækni­sjúkra­húss, annað hvort á heim­ilum sínum eða á fæð­ing­ar­heim­ilum með aðstoð ljós­móð­ur. Haustið 2014 voru gefnar út nýjar NICE leið­bein­ing­arnar um með­göngu og fæð­ing­ar­hjálp í Bret­landi. Þar er mælt með því að hraustar konur í eðli­legri með­göngu, sér­stak­lega þær konur sem áður hafa fætt, fæði heima hjá sér eða á fæð­inga­heim­ilum í umsjá ljós­móð­uri því útkoma þeirra sé betri þar en á hátækni­sjúkra­hús­um. Íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa löngum stuðst við þessar leið­bein­ingar og því er nú tíma­bært að fæð­inga­heim­ili á íslandi verði að veru­leika. 

Hvað þurfið þið að gera til að koma fæð­ing­ar­stof­unni Björk­inni á lagg­irn­ar? 

Við erum að gera breyt­ingar á hús­næð­inu þar sem fæð­inga­stofan verð­ur. Þegar fram­kvæmdum er lokið tekur við að inn­rétta fæð­inga­stof­una sem mun verða mjög heim­il­is­leg og þægi­leg. Þar verður allt til staðar fyrir eðli­legar fæð­ing­ar. Við höfum þegar fjár­magnað breyt­ing­arnar á hús­næð­inu, en ákváðum að nýta hóp­fjár­mögnun til þess að geta inn­réttað stof­una þannig að hún mæti sem allra best þörfum kvenna um þæg­indi og nota­leg­heit. Hóp­fjár­mögn­un­ina notum við líka til að kaupa nauð­syn­legan útbúnað sem þarf við eðli­legar fæð­ing­ar. 

Söfn­unin er í gangi á Karol­ina Fund en henni lýkur nú í dag, sunnu­dag. Hún hefur gengið mjög vel og við­brögðin við fæð­inga­stof­unni hafa verið mjög jákvæð. Við munum nota það sem safn­ast umfram tak­markið til þess að útbúa þægi­lega setu­stofu fyrir fjöl­skyld­urnar og aðstand­endur þeirra. Við áætlum að stofan verði til­búin til notk­unar í júní á þessu ári og hlökkum mikið til að taka á móti fyrstu fjöl­skyld­unni í nýju fæð­ing­ar­stof­unni. Það verður stór stund þegar fyrsta barnið fæð­ist. Það segir sig sjálft að svona starf­semi þarfn­ast þess að við fylgjum ýmsum reglu­gerðum og hún þarf m.a. starfs­leyfi heil­brigð­is­eft­ir­lits og land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Þessu fylgir mikil papp­írs­vinna, en allt gengur þetta vel og við mætum hvar­vetna miklum vel­vilja. Allt verður þetta þess virði að lok­um, og gaman að vinna að  því að láta drauma kvenna og okkar um fæð­ing­ar­stofu verða að veru­leika.

Hvernig þjón­ustu komið þið til með að veita konum og aðstand­endum þeirra? 



Konur sem koma til með að velja að fæða í fæð­inga­stofu Bjark­ar­innar fá sam­fellda þjón­usta ljós­móður á með­göngu, í fæð­ingu og sæng­ur­legu. Kon­urnar verða í mæðra­vernd á sinni heilsu­gæslu­stöð í byrjun með­göngu en sækja þjón­ustu frá ljós­mæðrum Bjark­ar­innar frá 32. viku með­göngu. Konan og fjöl­skyldan ef vill koma í 3-5 í mæðra­skoð­anir til okkar fram að fæð­ingu. Þegar fæð­ingin fer að stað eru kon­urnar í sam­bandi við ljós­móð­ur­ina sína sem tekur á móti henni á fæð­ing­ar­stof­unni þar sem barnið svo fæð­ist. Eftir fæð­ing­una dvelur fjöl­skyldan fyrstu tím­ana eftir fæð­ing­una á fæð­ing­ar­stof­unni en fer svo heim, og fær svo heima­þjón­ustu frá ljós­móð­ur­inni sinni fystu dag­ana eftir fæð­ing­una. 

Ef konan er utan af landi fær hún heima­þjón­ustu þar sem hún hefur aðsetur á meðan hún dvelur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ljós­mæður munu vinna í pörum eða þrjár saman og sinna ákveðnum fjölda kvenna. Þannig tryggjum við að það að verði alltaf ljós­móðir sem konan þekkir með henni í fæð­ingu. Við leggjum áherslu á að allar ljós­mæð­urnar sem vinn hjá Björk­inni vinni eins og munum vinna eftir bestu bestu þekk­ingu hverju sinni. Rann­sóknir benda til að ef konur fá þjón­ustu sömu ljós­móður í gegnum með­göngu fæð­ingu og sæng­ur­legu, styttir það legu­tíma á spít­ala, fækki inn­gripum og bæti útkomu fæð­inga auk þess sem konur eru ánægð­ari með fæð­ing­una sína.  Við vonum að með því að opna fæð­ing­ar­stof­una munum við bæta þjón­ustu við barns­haf­andi konur og fjöl­skyldur þeirra með þarfir þeirra að leið­ar­ljósi. Við erum sann­færðar um mik­il­vægi þess að konur hafi val og geti valið þann fæð­ing­ar­stað sem best hentar þörfum þeirra og fjöl­skylda þeirra. Best af öllu væri að konur gætu út um allt land fætt börnin sín sem næst heim­ilum sín­um.

Verk­efnið er að finna hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None