Karolina fund: Setja á stofn fæðingastofu

Arney Þórarinsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir
Auglýsing

Björkin er fyrirtæki sem var stofnað árið 2009 og er rekið af tveimur ljósmæðrum, þeim Arney Þórarinsdóttur og Hrafnhildi Halldórsdóttur. Þær hafa síðustu fimm árin sinnt yfir 200 fjölskyldum í heimafæðingu. Björkin býður einnig uppá námskeið, ráðgjöf, nálastungur o. fl. fyrir verðandi og nýja foreldra í Lygnu fjölskyldumiðstöð, þar sem Björkin hefur aðstetur. 

Starfsemi Bjarkarinnar er í stöðugri þróun og nú eru fjórar ljósmæður að bætast í hópinn, þær Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Emma Swift, Gréta Matthíasdóttir og Jenný Árnadóttir. Björkin undirbýr nú opnun fæðingastofu fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu. Fyrst og fremst er fæðingastofan hugsuð fyrir konur sem koma utan af landi til að fæða börnin sín þar sem ekki er fæðingaþjónusta þar sem þær búa. Konur sem búa á höfuðborgarsvæðinu og kjósa að fæða í heimilislegu umhverfi með ljósmóður sem þær þekkja, verða að sjálfsögðu líka velkomnar. Kjarninn hitti þær Arneyju og Hrafnhildi og tók þær tali.

Auglýsing

Hver er hugmyndin og sagan á bak við fæðingarstofuna Björkina?

Víða á nágrannalöndum  okkar eru starfandi ljósmóðurrekin fæðingaheimili. Konur geta þar valið milli þess að fæða á sjúkrahúsi, heima hjá sér eða á fæðingaheimili í umsjá ljósmóður. Hér á landi hefur ekki verið starfandi fæðingaheimili síðan 1996 þegar fæðingaheimilið við Eiríksgötu var lagt niður. Okkur hefur lengi þótt vanta þennan valkost fyrir barnshafandi konur á íslandi. Það sem varð til þess að við ákváðum nú að fara af stað og opna fæðingastofu  var að á undanförunum árum hefur fæðingastöðum á landsbyggðinni verið að fækka. Barnshafandi konur búsettar út á landi hafa í auknum mæli þurft að koma til Reykjavíkur til að fæða börnin sín. Konur sem eru í þessum sporum hafa verið að óska eftir þjónustu frá okkur þegar þær koma til Reykjavíkur. Sumar hafa leigt íbúð sem þær fæddu í, einhverjar hafa fætt heima hjá ættingjum en svo hafa aðrar ekki haft aðstöðu þar sem þær gátu hugsað sér að fæða og gátu því ekki valið heimafæðingu. 

Fæðing. Okkur finnst því mikilvægt að  opna fæðingastofu til að mæta þessari þörf. Með opnun fæðingastofunnar getum boðið stærri hóp kvenna uppá samfellda þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Samfelld þjónusta er þannig að sama ljósmóðirin fylgir konuninni í gegnum lok meðgöngu, fæðinguna og svo þegar barnið er fætt. Fæðingastöðum á landsbyggðinni hefur ekki bara fækkað,  því fæðingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur líka fækkað. Fyrir tveimur árum voru Hreiðrið og fæðingadeildin á Landspítalanum sameinuð. Hreiðrið var ljósmóðurrekin fæðingadeild innan Landspítalans þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu gátu valið að fæða börn sín. Með lokun Hreiðursins var því valkostum fæðandi kvenna enn fækkað. 

Fjölmargar rannsóknir benda til þess að öruggara sé fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu að fæða utan hátæknisjúkrahúss, annað hvort á heimilum sínum eða á fæðingarheimilum með aðstoð ljósmóður. Haustið 2014 voru gefnar út nýjar NICE leiðbeiningarnar um meðgöngu og fæðingarhjálp í Bretlandi. Þar er mælt með því að hraustar konur í eðlilegri meðgöngu, sérstaklega þær konur sem áður hafa fætt, fæði heima hjá sér eða á fæðingaheimilum í umsjá ljósmóðuri því útkoma þeirra sé betri þar en á hátæknisjúkrahúsum. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa löngum stuðst við þessar leiðbeiningar og því er nú tímabært að fæðingaheimili á íslandi verði að veruleika. 

Hvað þurfið þið að gera til að koma fæðingarstofunni Björkinni á laggirnar? 

Við erum að gera breytingar á húsnæðinu þar sem fæðingastofan verður. Þegar framkvæmdum er lokið tekur við að innrétta fæðingastofuna sem mun verða mjög heimilisleg og þægileg. Þar verður allt til staðar fyrir eðlilegar fæðingar. Við höfum þegar fjármagnað breytingarnar á húsnæðinu, en ákváðum að nýta hópfjármögnun til þess að geta innréttað stofuna þannig að hún mæti sem allra best þörfum kvenna um þægindi og notalegheit. Hópfjármögnunina notum við líka til að kaupa nauðsynlegan útbúnað sem þarf við eðlilegar fæðingar. 

Söfnunin er í gangi á Karolina Fund en henni lýkur nú í dag, sunnudag. Hún hefur gengið mjög vel og viðbrögðin við fæðingastofunni hafa verið mjög jákvæð. Við munum nota það sem safnast umfram takmarkið til þess að útbúa þægilega setustofu fyrir fjölskyldurnar og aðstandendur þeirra. Við áætlum að stofan verði tilbúin til notkunar í júní á þessu ári og hlökkum mikið til að taka á móti fyrstu fjölskyldunni í nýju fæðingarstofunni. Það verður stór stund þegar fyrsta barnið fæðist. Það segir sig sjálft að svona starfsemi þarfnast þess að við fylgjum ýmsum reglugerðum og hún þarf m.a. starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og landlæknisembættisins. Þessu fylgir mikil pappírsvinna, en allt gengur þetta vel og við mætum hvarvetna miklum velvilja. Allt verður þetta þess virði að lokum, og gaman að vinna að  því að láta drauma kvenna og okkar um fæðingarstofu verða að veruleika.

Hvernig þjónustu komið þið til með að veita konum og aðstandendum þeirra? 


Konur sem koma til með að velja að fæða í fæðingastofu Bjarkarinnar fá samfellda þjónusta ljósmóður á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Konurnar verða í mæðravernd á sinni heilsugæslustöð í byrjun meðgöngu en sækja þjónustu frá ljósmæðrum Bjarkarinnar frá 32. viku meðgöngu. Konan og fjölskyldan ef vill koma í 3-5 í mæðraskoðanir til okkar fram að fæðingu. Þegar fæðingin fer að stað eru konurnar í sambandi við ljósmóðurina sína sem tekur á móti henni á fæðingarstofunni þar sem barnið svo fæðist. Eftir fæðinguna dvelur fjölskyldan fyrstu tímana eftir fæðinguna á fæðingarstofunni en fer svo heim, og fær svo heimaþjónustu frá ljósmóðurinni sinni fystu dagana eftir fæðinguna. 

Ef konan er utan af landi fær hún heimaþjónustu þar sem hún hefur aðsetur á meðan hún dvelur á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmæður munu vinna í pörum eða þrjár saman og sinna ákveðnum fjölda kvenna. Þannig tryggjum við að það að verði alltaf ljósmóðir sem konan þekkir með henni í fæðingu. Við leggjum áherslu á að allar ljósmæðurnar sem vinn hjá Björkinni vinni eins og munum vinna eftir bestu bestu þekkingu hverju sinni. Rannsóknir benda til að ef konur fá þjónustu sömu ljósmóður í gegnum meðgöngu fæðingu og sængurlegu, styttir það legutíma á spítala, fækki inngripum og bæti útkomu fæðinga auk þess sem konur eru ánægðari með fæðinguna sína.  Við vonum að með því að opna fæðingarstofuna munum við bæta þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra með þarfir þeirra að leiðarljósi. Við erum sannfærðar um mikilvægi þess að konur hafi val og geti valið þann fæðingarstað sem best hentar þörfum þeirra og fjölskylda þeirra. Best af öllu væri að konur gætu út um allt land fætt börnin sín sem næst heimilum sínum.

Verkefnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None