When you're like I have nothing to wear LOL pic.twitter.com/UlSLZb1fp1
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) March 7, 2016
Margir hneyksluðust á uppátækinu og þótti það bera með sér athyglissýki og ósiðsemi. Með þessu hafi stjarnan margumtalaða einungis ætlað sér að „brjóta internetið" (sem og hún gerði - enn einu sinni) til þess eins að vekja á sér athygli. Sumir sögðu jafnvel að þörf hennar fyrir að hneyksla reglulega með ljósmyndum af líkama sínum væri til að tryggja það að hún yrði ekki gleymd innan um flóð frétta um aðrar stjörnur. Tekjur hennar grundvallast jú af því að hún njóti vinsælda, en vinsældir hennar má vafalaust rekja til þess hversu mikið alheimsaugað hvílir á henni og fjölskyldu hennar. Áður hefur hún „brotið internetið" með forsíðumynd Paper magazine þar sem föngulegur afturendi stjörnunnar var í lykilhlutverki. Heimurinn virðist einnig seint geta gleymt því hvernig frægð hennar reis eftir umdeilt klámmyndband sem hún gerði ásamt þáverandi kærasta sínum Ray J og lak út fyrir 13 árum.
Borin saman við Bieber
Sjálfan alræmda hefur á stuttum tíma skapa mikla umræðu um líkams-skömmina í samfélaginu en ótal margir tjáðu sig um málið á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Ýmsir bentu á að Kim hefði líklegast aldrei vakið eins hörð viðbrögð ef hún væri þykkari í holdum því þá hefði henni mögulega verið hampað fyrir að vera stolt af líkama sínum. Skömmin fælist þá í raun í því að hún skuli sýna líkama sinn á sama tíma og hún liti út eins og klippt út úr tímariti.Að auki var bent á mynd sem að stórstjarnan Justin Bieber birti af sér á Instagram aðgangi sínum þar sem hann stendur berrassaður í fríinu sínu. Sú mynd fékk einungis jákvæð viðbrögð aðdáenda söngvarans knáa, þó hann afsakaði síðar myndbirtinguna og ákvað að eyða myndinni. Hún hafi einungis átt að vera grín og ástæða þess að Bieber eyddi henni hafi verið sú að hann hafi ekki áttað sig á að það væru mjög ungar stúlkur að fylgjast með honum.
Kim hefur hins vegar ekkert viljað afsaka, enda þykir henni engin ástæða til. Hún sendi frá sér tilkynningu stuttu eftir myndbirtinguna á Twitter þar sem hún sagði að „nú væri komið nóg“.
Hún talaði þar um að vera orðin langþreytt á að vera sífellt
minnt á fortíð sína og sett í einhvern fyrirfram ákveðinn ramma. Hún sagðist vera
stolt af líkama sínum og að það að líða vel í eigin skinni sé valdeflandi. Hún
minnti einnig á druslu-skömmina sem í
sífellu skýtur upp kollinum í samfélagi okkar. Í lokin hvatti hún aðrar konur
til að taka skref í átt að yfirráði yfir eigin líkama og láta ekki aðra segja
sér til hvernig þær eigi að haga sér.
“Hey, guys. I wanted to write a post elaborating on my tweets last night. In all seriousness, I never understand why people get so bothered by what other people choose to do with their lives.
I don’t do drugs, I hardly drink, I’ve never committed a crime—and yet I’m a bad role model for being proud of my body?
It always seems to come back around to my sex tape. Yes, a sex tape that was made 13 years ago. 13 YEARS AGO. Literally that lonnng ago. And people still want to talk about it?!?!
I lived through the embarrassment and fear, and decided to say who cares, do better, move on. I shouldn’t have to constantly be on the defense, listing off my accomplishments just to prove that I am more than something that happened 13 years ago.
Let’s move on, already. I have.
I am empowered by my body. I am empowered by my sexuality. I am empowered by feeling comfortable in my skin. I am empowered by showing the world my flaws and not being afraid of what anyone is going to say about me. And I hope that through this platform I have been given, I can encourage the same empowerment for girls and women all over the world.
I am empowered by my husband, who is so accepting and supportive and who has given me a newfound confidence in myself. He allows me to be me and loves me unconditionally.
I feel so lucky to have grown up surrounded by strong, driven, independent women. The life lessons I’ve learned from my sisters, my mother and my grandmother, I will pass along to my daughter. I want her to be proud of who she is. I want her to be comfortable in her body. I don’t want her to grow up in a world where she is made to feel less-than for embracing everything it means to be a woman.
It’s 2016. The body-shaming and slut-shaming—it’s like, enough is enough. I will not live my life dictated by the issues you have with my sexuality. You be you and let me be me.
I am a mother. I am a wife, a sister, a daughter, an entrepreneur and I am allowed to be sexy.
#happyinternationalwomensday”
Ekki almenningseign
Yfirlýsingin minnir nokkuð á það hvað brjóstabyltingin - eða #FreeTheNipple-baráttan-
vildi koma á framfæri: konur ráða yfir líkama sínum og það hvort horft sé á
ákveðna líkamsparta á kynferðislegan hátt eða ekki er undir þeim sjálfum komið.
Líkami Kim hefur vissulega verið notaður í gegnum tíðina sem söluvara í hinum
ýmsu tímaritum, og ferill hennar hófst að mörgu leyti á því að líkami hennar
var sýndur kynferðislega í kynlífsmyndbandi. Kim gæti því verið að minna á og
taka til baka valdið sem hún hefur yfir líkama sínum með þessari umdeildu
sjálfu og yfirlýsingunni sem henni fylgdi. Myndbirtingin er á hennar
persónulega aðgangi og myndin tekin af henni sjálfri og því er það hún sjálf sem
hefur valdið. Undir myndinni ritar hún síðan brandara sem er á engann hátt
kynferðislegur í eðli sínu.
Spurningin er þá hvort að skömmin sem samfélagið vill ýta undir sé einungis
vegna þess að Kim Kardashian-West sé kona, eða hvort það sé vegna þess að hún
er í góðu formi. Mögulega þykir einhverjum stjarnan ekki geta umflúið eigin
fortíð, að kynlífsmyndbandið einhvern veginn skilgreini hana sem manneskju og
líkamsveru og þar af leiðandi verði líkami hennar ávallt undiropinn
kynferðislegu áhorfi. Kim er mikið í sviðsljósinu og hún er opinber stjarna,
enda með sjónvarpsþátt þar sem milljónir manna geta fylgst með henni næstum
daglega og gæti það mögulega ruglað einhverja sem halda að þar með sé hún orðin
að almenningseign. Með myndinni minnir Kim á að svo sé ekki, hún ræður yfir sér
og sínum líkama og að þó hún kjósi að sýna sinn meira en aðrir að þá þýði það
ekki að hann sé falur almenningi.