Ekki skamma þig – ekki skamma aðra

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West birti mynd af sér nakinni fyrir nokkru. Hún er ein fjölmargra sem verða fyrir líkams-skömm.

Kim Kardashian West er samfélagsmiðlastjarna. Fáir eru með fleiri fylgjendur en hún í heiminum.
Kim Kardashian West er samfélagsmiðlastjarna. Fáir eru með fleiri fylgjendur en hún í heiminum.
Auglýsing
Nýlega hefur mikið verið í umræð­unni hin svo­kall­aða lík­ams­-­skömm (e. body-s­ham­ing) og þá í sér­stak­lega í ljósi nýrrar vit­unda­vakn­ingar hjá fyr­ir­tæk­inu Dove sem hrint­i af stað verk­efni sem þeir köll­uðu The Body Project. Það smit­að­ist út á fleiri vett­vanga eins og til dæmis með her­ferð­ina #sönn­fegurð hér á Íslandi. Umræð­an hefur einnig kom­ist á flug vegna ákveð­innar sjálfs­myndar (e. sel­fie) sem raun­veru­leika­stjarnan Kim Kar­dashi­an-West tók af sér, og hún birti á Twitt­er að­gangi sínum 7. mars síð­ast­lið­inn. Á mynd­inni sést Kim á evu-­klæð­unum í bað­her­berg­is­spegli sín­um.



Auglýsing

Margir hneyksl­uð­ust á upp­á­tæk­inu og þótti það bera með sér athygl­is­sýki og ósið­semi. Með þessu hafi stjarn­an marg­um­tal­aða ein­ungis ætlað sér að brjóta inter­net­ið" (sem og hún gerði - enn einu sinni) til þess eins að vekja á sér athygli. Sumir sögðu jafn­vel að þörf hennar fyrir að hneyksla reglu­lega með ljós­myndum af lík­ama sínum væri til að tryggja það að hún yrði ekki gleymd innan um flóð frétta um aðrar stjörn­ur. Tekj­ur hennar grund­vall­ast jú af því að hún njóti vin­sælda, en vin­sældir hennar má vafa­laust rekja til þess hversu mikið alheims­augað hvílir á henni og fjöl­skyldu henn­ar. Áður hefur hún brotið inter­net­ið" með for­síðu­mynd Paper mag­azine þar sem ­föngu­legur aft­ur­endi stjörn­unnar var í lyk­il­hlut­verki. Heim­ur­inn virð­ist einnig seint geta gleymt því hvernig frægð hennar reis eftir umdeilt klám­mynd­band sem hún­ ­gerði ásamt þáver­andi kærasta sínum Ray J og lak út fyrir 13 árum.

Borin saman við Bieber

Sjálfan alræmda hefur á stuttum tíma skapa mikla umræðu um lík­ams­-­skömm­ina í sam­fé­lag­inu en ótal margir tjáðu sig um málið á hinum ýmsu ­sam­fé­lags­miðl­um. Ýmsir bentu á að Kim hefði lík­leg­ast aldrei vakið eins hörð við­brögð ef hún væri þykk­ari í holdum því þá hefði henni mögu­lega ver­ið hampað fyrir að vera stolt af lík­ama sín­um. Skömmin fælist þá í raun í því að hún skuli sýna lík­ama sinn á sama tíma og hún liti út eins og klippt út úr ­tíma­rit­i. 

Justin Bieber birti þessa mynd á Instagram. Hann eyddi henni síðar.Að auki var bent á mynd sem að stór­stjarnan Justin Bieber birti af ­sér á Instagram aðgangi sínum þar sem hann stendur berrass­aður í frí­inu sín­u. Sú mynd fékk ein­ungis jákvæð við­brögð aðdá­enda söngv­ar­ans knáa,  þó hann afsak­aði síðar mynd­birt­ing­una og ákvað að eyða mynd­inni. Hún hafi ein­ungis átt að vera grín og ástæða þess að Bieber eyddi henni hafi verið sú að hann hafi ekki áttað sig á að það væru mjög ung­ar stúlkur að fylgj­ast með hon­um. 

Kim hefur hins vegar ekk­ert viljað afsaka, enda þykir henni engin ástæða til. Hún sendi frá­ ­sér til­kynn­ingu stuttu eftir mynd­birt­ing­una á Twitter þar sem hún sagði að „nú væri komið nóg“. 

Hún tal­aði þar um að vera orðin lang­þreytt á að vera sífellt m­innt á for­tíð sína og sett í ein­hvern fyr­ir­fram ákveð­inn ramma. Hún sagð­ist ver­a stolt af lík­ama sínum og að það að líða vel í eigin skinni sé vald­efl­andi. Hún­ m­innti einnig á druslu-­skömm­ina sem í sí­fellu skýtur upp koll­inum í sam­fé­lagi okk­ar. Í lokin hvatti hún aðrar kon­ur til að taka skref í átt að yfir­ráði yfir eigin lík­ama og láta ekki aðra segja ­sér til hvernig þær eigi að haga sér.

Hey, guys. I wanted to write a post ela­borat­ing on my tweets last night. In all ser­ious­ness, I never und­er­stand why people get so bothered by what other people choose to do with their lives.

I don’t do drugs, I hardly drink, I’ve never committed a cri­me—and yet I’m a bad role model for being proud of my body?

It alwa­ys ­seems to come back around to my sex tape. Yes, a sex tape that was made 13 ye­ars ago. 13 YEARS AGO. Liter­ally that lonnng ago. And people still want to talk about it?!?!

I lived t­hrough the emb­arrass­ment and fear, and decided to say who cares, do bett­er, move on. I shouldn’t have to con­stantly be on the defen­se, list­ing off my accompl­is­h­ments just to prove that I am more than somet­hing that happ­ened 13 ye­ars ago.

Let’s move on, alr­ea­dy. I have.

I am empowered by my body. I am empowered by my sexu­ality. I am empowered by feel­ing com­forta­ble in my skin. I am empowered by showing the world my flaws and not being afraid of what anyone is going to say about me. And I hope that throug­h t­his plat­form I have been given, I can encourage the same empowerment for girls and women all over the world.

I am empowered by my hus­band, who is so accept­ing and supp­ortive and who has given me a new­found con­fidence in myself. He all­ows me to be me and loves me unconditionally.

I feel so lucky to have grown up sur­rounded by strong, dri­ven, independent women. The life les­sons I’ve lear­ned from my sisters, my mother and my grand­mother, I will pass along to my daught­er. I want her to be proud of who she is. I want her to be com­forta­ble in her body. I don’t want her to grow up in a world where she is made to feel less-t­han for embracing everyt­hing it means to be a wom­an.

It’s 2016. The body-s­ham­ing and slut-s­ham­ing—it’s like, enough is enough. I will not live my life dict­ated by the issues you have with my sexu­ality. You be you and let me be me.

I am a mother. I am a wife, a sister, a daughter, an entrepreneur and I am all­owed to be sexy.

#happy­internationa­lwomens­day”

Ekki almenn­ings­eign

Yf­ir­lýs­ingin minnir nokkuð á það hvað brjósta­bylt­ingin - eða #FreeTheNipp­le-bar­átt­an- vildi koma á fram­færi: konur ráða yfir lík­ama sínum og það hvort horft sé á á­kveðna lík­ams­parta á kyn­ferð­is­legan hátt eða ekki er undir þeim sjálfum kom­ið. Lík­ami Kim hefur vissu­lega verið not­aður í gegnum tíð­ina sem sölu­vara í hin­um ýmsu tíma­rit­um, og fer­ill hennar hófst að mörgu leyti á því að lík­ami henn­ar var sýndur kyn­ferð­is­lega í kyn­lífs­mynd­bandi. Kim gæti því verið að minna á og ­taka til baka valdið sem hún hefur yfir lík­ama sínum með þess­ari umdeild­u ­sjálfu og yfir­lýs­ing­unni sem henni fylgdi. Mynd­birt­ingin er á henn­ar ­per­sónu­lega aðgangi og myndin tekin af henni sjálfri og því er það hún sjálf sem hefur vald­ið. Undir mynd­inni ritar hún síðan brand­ara sem er á eng­ann hátt kyn­ferð­is­legur í eðli sínu.



Spurn­ingin er þá hvort að skömmin sem sam­fé­lagið vill ýta undir sé ein­ung­is ­vegna þess að Kim Kar­dashi­an-West sé kona, eða hvort það sé vegna þess að hún­ er í góðu formi. Mögu­lega þykir ein­hverjum stjarnan ekki geta umflúið eig­in ­for­tíð, að kyn­lífs­mynd­bandið ein­hvern veg­inn skil­greini hana sem mann­eskju og lík­ams­veru og þar af leið­andi verði lík­ami hennar ávallt und­ir­op­inn kyn­ferð­is­legu áhorfi. Kim er mikið í sviðs­ljós­inu og hún er opin­ber stjarna, enda með sjón­varps­þátt þar sem millj­ónir manna geta fylgst með henni næst­u­m dag­lega og gæti það mögu­lega ruglað ein­hverja sem halda að þar með sé hún orð­in að almenn­ings­eign. Með mynd­inni minnir Kim á að svo sé ekki, hún ræður yfir sér­ og sínum lík­ama og að þó hún kjósi að sýna sinn meira en aðrir að þá þýði það ekki að hann sé falur almenn­ing­i. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None