Ekki séns að afþakka starfið

Reynir Jóhannesson er aðstoðarsamgönguráðherra Noregs. Fyrir rúmum áratug var hann 18 ára bæjarfulltrúi fyrir Framfaraflokkinn. Hann reyndi að hætta í stjórnmálum 2013 en gafst upp eftir tvær vikur þegar hann fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað.

Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra Noregs.
Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra Noregs.
Auglýsing

Íslend­ing­ur­inn Reynir Jóhann­es­son tók rúm­lega þrí­tugur við emb­ætti aðstoð­ar­sam­göngu­mála­ráð­herra Nor­egs síð­asta sum­ar. Hann hafði þá starfað sem póli­tískur ráð­gjafi sam­göngu­ráð­herr­ans Ketil Sol­vik-Ol­sen í eitt og hálft ár, fyrir Fram­fara­flokk­inn (n. Fremskitts­parti­et). 

Núver­andi rík­is­stjórn Nor­egs tók við kefl­inu 2013 og er borg­ara­leg minni­hluta­stjórn Hægri flokks­ins og Fram­fara­flokks­ins, með for­sæt­is­ráð­herr­ann Ernu Sol­berg, for­mann Hægri flokks­ins, í broddi fylk­ing­ar. Sol­vik-Ol­sen er vara­for­maður Fram­fara­flokks­ins.  

„Ég er í raun með sama vald og ráð­herr­ann sjálf­ur,” segir Reyn­ir. „Nema ég mæti ekki til kóngs­ins á föstu­dög­um, ég tala ekki fyrir þingið og mæti ekki á rík­is­stjórn­ar­fundi. En ég get verið í for­svari fyrir öll önnur mál sem eru afgreidd í ráðu­neyt­inu og und­ir­skrift mín jafn­gildir und­ir­skrift ráð­herra.” 

Auglýsing

18 ára bæj­ar­full­túi í Nor­egi

Áhugi Reynis á stjórn­málum kvikn­aði snemma. Hann flutti átta ára gam­all með for­eldrum sínum frá Siglu­firði til Sandefjord í Nor­egi. Aðeins 18 ára að aldri var hann kos­inn bæj­ar­full­trúi Fram­fara­flokks­ins í bæn­um. Nokkrum árum síðar flutti hann til Íslands til að leggja stund á nám í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands. 

„Ég vann í Lands­bank­anum haustið 2008 og þá reynslu tek mér með mér út allt líf­ið. Að horfa upp á það sem var að ger­ast, á sama tíma og ég var að taka virkan þátt í póli­tík­inni á Íslandi, mót­aði mig mik­ið,” segir hann. Reynir tók virkan þátt í starfi InDefence-hóps­ins á þeim tíma. „Ég vann náið með Jóhann­esi [Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­manni for­sæt­is­ráð­herra] við und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina, sá um heima­síð­una og vann á net­inu við að ná inn und­ir­skrift­um. Þar fann ég fyrst hversu öfl­ugt verk­færi inter­netið er.” 

Ég vann í Lands­bank­anum haustið 2008 og þá reynslu tek mér með mér út allt líf­ið. Að horfa upp á það sem var að ger­ast, á sama tíma og ég var að taka virkan þátt í póli­tík­inni á Íslandi, mót­aði mig mikið.

Kom Fram­fara­flokknum á Net­kortið

Árið 2009 flutti Reynir aftur til Nor­egs ásamt konu sinni, þar sem ástríða hans fyrir stjórn­málum átti heldur betur eftir að halda áfram. 

„Ég þekkti Fram­fara­flokk­inn og hann þekkti mig. Ég hóf störf sem ráð­gjafi fyrir þing­flokk­inn skömmu síðar og gerði það næstu fjögur árin,” segir hann. Námið í HÍ nýtt­ist honum vel í kosn­inga­bar­átt­unni í Nor­eg­i. „Loka­verk­efnið mitt var um blogg og stjórn­mál. Á þeim tíma vorum við aðal­lega að not­ast við MySpace, Face­book var að byrja og svo voru blogg­in. Ég hjálp­aði flokkn­um, sér­stak­lega for­mann­inum og vara­for­mann­in­um, til að byggja sig upp með notkun nets­ins og sam­fé­lags­miðla í kosn­inga­bar­átt­unn­i.”  

Reynir í viðtali við NRK

„Við Ket­ill kynnt­umst þarna. Við unnum mikið að vid­eo­fram­leiðslu, netskrif­um, bloggum og ímynd­ar­sköpun á Face­book og Twitt­er. Þetta er orð­inn gíf­ur­lega mik­il­vægur hluti af póli­tík­inni í dag. Viku­lega erum við með sex hund­ruð þús­und til milljón Face­book-not­endur sem sjá hvað ráð­herr­ann er að ger­a,” segir Reyn­ir.  

Fékk nóg af póli­tík­inni

Eftir árang­urs­ríkt starf Reynis við kosn­inga­bar­áttu Fram­fara­flokks­ins árið 2013 ákvað hann að þó róa á önnur mið.  

„Ég var kom­inn með nóg af stjórn­mál­um. Eða það hélt ég. Ég tók starf hjá almanna­tengsla­fyr­ir­tæki í Osló þar sem ég átti að byggja upp staf­ræna miðlun fyrir fyr­ir­tækið og við­skipta­vini þeirra. En eftir ein­ungis tvær vikur hringdi Ket­ill, sem var þá nýorð­inn sam­göngu­mála­ráð­herra, og bauð mér starf sem póli­tískur ráð­gjafi. Og ég gat ekki sagt nei við því, það var ekki séns. Þetta gæti hafa verið eina tæki­færið sem mér býðst til þess að taka þátt í að stýra ráðu­neyti og land­i.”  

Ári síðar fékk Reynir stöðu­hækkun og var ráð­inn aðstoð­ar­ráð­herra. Hann ber nú ábyrgð á þáttum sem snúa að inter­net­inu, umhverf­is­málum í sam­göng­um, hafn­ar­mál­um, far­síma­kerf­inu og póst­þjón­ust­unni. Þar að auki sér hann um að setja saman fjár­lög ráðu­neyt­is­ins í heild. 

Þrír aðstoð­ar­ráð­herrar starfa í sam­göngu­ráðu­neyti Nor­egs, hver með sín ábyrgð­ar­svið. Reynir segir starfið afar frá­brugðið starfi póli­tísks ráð­gjafa, sem svipar til starfs aðstoð­ar­manns ráð­herra hér á land­i. 

 Og ég gat ekki sagt nei við því, það var ekki séns. Þetta gæti hafa verið eina tæki­færið sem mér býðst til þess að taka þátt í stýra ráðu­neyti og land­i. 

Harð­astur í inn­flytj­enda­málum

Beð­inn um að aðlaga Fram­fara­flokk­inn að íslenskum veru­leika, segir Reynir að hann sé eins konar blanda af Sjálf­stæð­is­flokknum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

„Stjórn­málaum­hverfið í Nor­egi er mjög ólíkt því íslenska. Fram­fara­flokk­ur­inn er harður á að lækka skatta og und­ir­strikar nauð­syn þess að fara var­lega í það hversu miklum skatt­pen­ingum skal verja í vel­ferð­ar­kerf­ið. Svo er flokk­ur­inn þekktur fyrir að vera mjög harður í inn­flytj­enda­mál­u­m,” segir hann. „Auð­vitað verður umræðan mjög hörð og ég veit af eigin reynslu að það er erfitt að útskýra þessi mál því maður er alltaf settur í ein­hvern bás og er mis­skil­inn. Ég hef ekk­ert á móti útlend­ingum heldur er flokk­ur­inn ein­ungis með harða inn­flytj­enda- og flótta­manna­stefnu. Við erum harð­asti flokk­ur­inn hvað varðar inn­flytj­endur í Nor­egi, þó ekki eins öfga­fullir og hörð­ustu flokk­arnir ann­ars staðar í Evr­ópu, eins og í Frakk­landi, Grikk­landi og Hollandi. Okkar flokkur er mjög frjáls­lynd­ur, en hefur samt tekið að sér þennan hluta af umræð­unn­i,” segir Reyn­ir. 

 Við erum harð­asti flokk­ur­inn hvað varðar inn­flytj­endur í Nor­egi, þó ekki eins öfga­fullir og hörð­ustu flokk­arnir ann­ars staðar í Evr­ópu, eins og í Frakk­landi, Grikk­landi og Hollandi. 

Á fundi vegna réttarhalda Anders Bering Breivik

Eitt að flytja - annað að fá hluta af kerf­inu 

Reynir segir grund­vall­ar­stefnu Fram­fara­flokks­ins vera lægri skattar og minni opin­ber afskipti af fólki og fyr­ir­tækj­u­m. 

„Á níunda ára­tugnum byrj­aði inn­flytj­enda­um­ræðan í Nor­egi og hún er enn mjög stórt mál. Í ár gætu komið á bil­inu 30.000 til 60.000 flótta­menn til lands­ins og um tíma var talið að þeir gætu orðið 100.000. Maður sá það sem gerð­ist þegar Svíar voru með tárin í aug­unum að loka landa­mær­unum og allt fór úr bönd­un­um. Við þurfum að passa upp á að þeir sem koma séu raun­veru­lega að flýja stríð því hingað koma margir sem okkar stofn­anir upp­götva að búa ann­ars staðar í heim­in­um, mögu­lega í löndum þar sem er stríð, en reyna að nýta sér tæki­færin til að kom­ast inn í önnur lönd. Eitt er að flytja, en annað er að fá hluta af kerf­inu okk­ar. Við erum með ákveðin fjár­lög og erum að reyna að hjálpa eins mörgum og við get­um. Það er fólk raun­veru­lega að flýja stríð, en svo er fólk sem er bara að leita sér að betra lífi. Og það er líka allt í lagi, en þá er það fólk að taka pen­inga frá þeim sem eru raun­veru­lega að flýja stríð. Og það er ekki ótak­markað af pen­ingum hér held­ur, þó að Nor­egur sé ríkt land. Þetta er stóra málið nún­a.” 

Fregnir voru af því á dög­unum að Norð­menn væru að taka fé úr olíu­sjóðnum í fyrsta sinn. Reynir segir sjóð­inn þó alltaf að stækka, þó að það sé minna sem fari í hann. Tekj­urnar séu lægri núna út af lækk­andi olíu­verði, en sjóð­ur­inn tap­aði 300 millj­örðum norskra króna það sem af er ári miðað við und­an­farin ár. 

„Hann er samt alltaf að stækka. Þegar ég flutti til Nor­egs voru um 4.000 millj­arðar norskra króna í hon­um, nú eru þeir um 7.000. Það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu.”

Eins og efsta deild fót­bolta fyrir stjórn­málanörd

Reynir hefur verið aðstoð­ar­ráð­herra í tæpt ár en hefur unnið náið með sam­göngu­ráð­herr­anum í rúm tvö ár. Og hann er svo sann­ar­lega ekki kom­inn með leið á stjórn­málum á nýjan leik. 

„Þetta er bara lífið mitt. Ætli fót­bolta­bullur geti ekki skilið þetta - þegar maður er kom­inn upp í efstu deild stjórn­málanör­danna þá yfir­tekur þetta allt. Núna er ég kom­inn út á völl­inn í stað þess að sitja í stúkunni. Þá nýtir maður tæki­fær­in, vinnur sextán tíma á dag og reynir eftir fremsta megni að eiga fjöl­skyldu­líf líka. Sem betur fer á ég þol­in­móða fjöl­skyldu sem skilur að þetta er tæki­færi sem kemur kannski ekki aft­ur.” 

Skrif­stofan liggur yfir House of Cards og Borgen

Sjón­varps­þættir um líf og störf stjórn­mála­manna hafa senni­lega aldrei verið eins vin­sælir og nú. Spurður hvort hann sam­sami sig þáttum eins og Borgen, West Wing, House of Cards og Scandal segir Reynir vissu­lega svo ver­a. 

„Auð­vitað horfir öll skrif­stofan á House of Cards. Við horfum líka á Borgen og að mínu mati er það, sem betur fer, mun nær raun­veru­leik­anum heldur en það fyrr­nefnda,” segir Reyn­ir. „Borgen er gert að miklu drama, en það er rosa­lega margt þar sem við getum sam­samað okk­ur.” 

Spurður hvort hann hafi þá upp­lifað sig sem Casper Juul þegar hann vann sem póli­tískur ráð­gjafi ráð­herra hlær Reynir og segir að svo hafi verið að ein­hverju leyt­i. 

„Maður var alltaf að kljást við fjöl­miðla, ríf­ast við þá, berj­ast fyrir því að það fari út réttar upp­lýs­ing­ar, þær upp­lýs­ingar sem maður vill að fari út og að and­stæð­ing­ur­inn stýri ekki hvernig litið er á hlut­ina,” segir hann. 

Þar sem rík­is­stjórnin er minni­hluta­stjórn er hún í sam­starfi við Kristi­lega flokk­inn (n. Kristelig Fol­ke­parti) og Vinstri (n. Ven­stre). „Þessir fjórir flokkar vinna saman í yfir 90 pró­sent mála og fjár­lög­um. Við þurfum alltaf að sækja meiri­hluta í þing­inu og þá kemur svo­lítið Borgen-á­stand,” segir hann. 

Mynd: Samgönguráðuneyti Noregs

Meiri per­sónu­leg harka á Íslandi

En það er víðar en í Nor­egi þar sem stjórn­málin minna á sjón­varps­þætti. Ísland hefur legið undir smá­sjá inn­lendra og erlendra fjöl­miðla und­an­farið vegna fregna af eignum ráða­manna í skatta­skjól­u­m. 

„Ég les alltaf fréttir um málin heima á Íslandi. Þetta er líka margt fólk sem ég þekki og hef unnið með,” segir Reyn­ir. „En ég vil ekki tjá mig um inn­an­rík­is­mál ann­arra landa þar sem ég er hluti af rík­is­stjórn Nor­egs. En ég var í stúd­entapóli­tík­inni á Íslandi og var með í Sjálf­stæð­is­flokknum og Heimdalli, þannig að ég þekki eitt­hvað til. Það er mik­ill munur á íslenskum og norskum stjórn­mál­um, auð­vitað bæði vegna stærð­ar­mun­ar­ins, en stærsti mun­ur­inn er sá að það er meiri per­sónu­leg harka á Íslandi. Það er sótt harðar að manni sem ein­stak­lingi. Ég vil ekki hafa neina skoðun á því hvort menn hafi gert rétt eða rangt, en mér finnst meiri áhersla lögð á mál­efnin sjálf  í Nor­egi, og það verður oft harka í því, en á Íslandi er það oft mað­ur­inn sem verður aðal­mál­ið. Ég sé það síður í Nor­eg­i.”  

Reynir segir mjög mik­il­vægt að fjöl­miðlar og almenn­ingur veiti stjórn­mála­mönnum aðhald. „En svo þarf að passa að fólk fái ekki illt í mag­ann við til­hugs­un­ina um að fara út í póli­tík og ótt­ist að ein­hver komi og éti sig. En það er líka mis­jafnt hvernig stjórn­mála­menn kljást við umtal, hvort þeir segja satt eða ósatt. Það er auð­vitað mjög stór hluti af þessu öllu sam­an­.” 

En það er líka mis­jafnt hvernig stjórn­mála­menn kljást við umtal, hvort þeir segja satt eða ósatt. 

Reynir Jóhannesson og Ketil Solvik-Olsen

Vonar að orð­sporið þoli stjórn­málin

Næstu kosn­ingar í Nor­egi verða haustið 2017. Það er því mögu­legt að eftir eitt og hálft ár verði Reynir að leita sér að annarri vinnu. Hann er full­kom­lega með­vit­aður um það og segir alla átta sig á að svona störf séu bundin við tíma­bil. 

„Ég veit alltaf að þetta er tíma­bundið starf. En ég gæti hætt á morgun og verið mjög ánægður með mína vinnu. Og ég hef ekki hug­mynd um hvað mig langar að gera næst.” Spurður hvort hann gæti hugsað sér að vinna í póli­tík­inni á Íslandi, bendir Reynir á að hann sé norskur rík­is­borg­ari og búi þar með konu og börn. Norsk póli­tík sé hans póli­tík. 

„Ég mundi þó aldrei úti­loka neitt. Ég er norskur stjórn­mála­maður þannig að það er erfitt að tjá sig um að vinna sem póli­tíkus í öðrum lönd­um, en að vinna við sam­skipta­mál, fjar­skipta­mál eða star­fræna miðl­un, sem ég hef mik­inn áhuga á, er eitt­hvað sem ég gæti hugsað mér í fram­tíð­inn­i,” segir hann. „Ég vona bara að orð­spor mitt verði ekki ónýtt eftir stjórn­mál­in, sem ég efast stór­lega um að verði. Svo er ég ungur þannig að ég á nóg eft­ir.” 

 Ég veit alltaf að þetta er tíma­bundið starf. En ég gæti hætt á morgun og verið mjög ánægður með mína vinnu. Og ég hef ekki hug­mynd um hvað mig langar að gera næst. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None