Karolina Fund: Hljóðtækni á vígvöllum heimsstyrjaldarinnar síðari

Hvað gerist þegar Sveinbjörn Bjarki Jónsson, úr hljómsveitum eins og Mind in Motion og Scope, og President Bongo úr GusGus leiða saman hesta sína? Sonic Deception (Radio Bongo) gerist.

Sonic Deception (Radio Bongo)
Auglýsing

Snemma á síðasta ári leiddu þeir Sveinbjörn Bjarki Jónsson og Stephan Stephensen saman hesta sína eftir að hafa skipst á hugmyndum um nokkurn tíma.

Stephan, sem er auðvitað vel þekktur frá sínum dögum með Gus Gus, Gluteus Maximus og nú nýlega sem President Bongo, heyrði af verkefni sem Sveinbjörn Bjarki hafði byrjað á en ekki klárað og langaði að heyra meira.

Sveinbjörn Bjarki hafði verið að búa til tónlist frá unga aldri og var m.a. meðlimur hljómsveita á borð við Mind in Motion og Scope, áður en hann fór að starfa með tónlistarfólki eins og Móu, Bang Gang, Bellatrix, Silvíu Nótt, NLO, Páli Óskari og Togga. Eftir að hafa rætt saman um þemað í þessu tiltekna verkefni, ákváðu þeir að reyna að koma því út. Með hjálp Karolina Fund er gamall draumur að rætast, fyrsta sólóplatan.

Kjarninn hitti Sveinbjörn Bjarka Jónsson og tók hann tali.


Er þetta í fyrsta skipti sem þið tveir vinnið að verki saman?

Þrátt fyrir að hafa verið mikið í kringum GusGus frá því að fjöllistahópurinn var stofnaður og þekkt nánast alla meðlimi, hafa vegir okkar Stephan ekki legið saman fyrr en nú nýlega.

Við deildum aðstöðu fyrir hljóðverin okkar í nokkra mánuði og samgangurinn varð alltaf meiri og meiri, þangað til það kom að því að Stephan flutti til Berlínar.Áður en það gerðist var búið að ákveða þemað fyrir verkefnið og leggja nokkurn línurnar fyrir útgáfuna sem átti í fyrstu aðeins að vera 2-3 lög.

Auglýsing

Stuttu seinna voru 4 lög tilbúin og 2 ný bættust fljótlega við. Ég saknaði bassatrommunnar sem ég heyrði alltaf milli herbergjanna okkar svo mikið að ég yfirgaf húsnæðið og koma mér upp aðstöðu heima. Fyrir mig var það algjör himnasending að fá að vinna með Stephan í þessu verkefni mínu, þar sem drifkrafturinn og trúin á verkefnið er slíkur hjá honum að ég gat ekki hætt.


Við völdum svo að fara leið hópfjármögnunar til að fjármagna verkefnið og eftir að hafa kynnt það fyrir Karolina Fund var ekki aftur snúið. Síðustu ár hafa vínyl plötur verið að koma sterkar inn aftur, sem er mjög skemmtilegt format. Það er líka format sem við þekkjum báðir vel og kunnum vel við."

Hvað hafið þið verið að fást við í listinni undanfarið?

 Stephan hefur á undanförnum mánuðum verið að fylgja eftir útgáfu Serengeti sem President Bongo og DJ út um allan heim. Hann er svo alltaf með fjölmörg járn í eldinum, sem ég veit ekki hvort ég megi segja frá hér.

Ég hef verið frekar upptekin í þessu verkefni, en þó alltaf eitthvað að vinna með Togga. En við erum að vinna í nokkrum nýjum lögum núna og vonandi útgáfu seinna á árinu.

Nýlega var svo gamla hljómsveitin Mind in Motion kölluð á svið á Sónar og spilaði þar lög sem hafa legið í dvala síðan 1992. Kannski kemur Scope saman næst, hver veit."

Þið talið um að hugmyndin tengist notkun hljóðtækni á vígvöllum heimsstyrjaldarinnar síðari, hvernig kemur það saman?

 Ég hafði verið með þessa hugmynd í kollinum nokkur ár í raun og veru áður en Stephan tók að sér að stýra skútnni í höfn.

Þemað í verkefninu var mér náttúrlegt ef hægt er að orða það þannig, þar sem ég hef mikin áhuga á sögu og þá ekki síst stríðssögu og mínar uppáhalds myndir gerast í kringum seinni heimsstyrjöld og það þarf að vera snjór helst.

Sveinbjörn Bjarki JónssonÍ leit minni að áhugaverðum heimildarmyndum um WW2 fann ég áhugaverða lýsingu á viðfangsefni sem heillaði mig. Notkun á hljóði í hernaði.

Bretar höfðu sett á laggirnar heila herdeild af listamönnum og tæknimönnum sem áttu að finna leiðir til að blekkja andstæðinga sína í stríðinu.

Fyrst voru það uppblástnu skriðdrekarnir og flugvélarnar, en svo kom það sem heillaði mig helst. Upptökur af stríðstækjum, öskrum og sprengingum voru settar á stálþræði sem síðan voru spilaðir út á vígvellina í gegnum risa stór hljóðkerfi.

Þetta fannst mér magnað. Tæknin sem þetta fólk hafði yfir að ráða var frumstæð miðað við það sem við höfum í dag. En ég átti í engum vandræðum með að finna innblástur þarna.

Platan inniheldur samt ekki sprengingar og öskur (það er búið að gera þannig plötur), heldur er innblásin af verkum þessa lista- og tæknifólks."

Aðeins verða framleidd 300 eintök af þessum víny, en hægt er tryggja sér eintak af plötunni í forsölu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None