Karolina Fund: Bók um mikla lífsreynslu á stuttri ævi

Karolina fund
Auglýsing

Í undirbúningi er útgáfa bókarinnar SPOR. Ævi Guðrúnar Árnýjar Guðmundsdóttur frá Hurðarbaki. Höfundur bókarinnar er dr. Guðmundur Sæmundsson háskólakennari. Hann hefur gefið út allmargar bækur, auk þess sem hann hefur skrifað mikinn fjölda greina. Guðmundur hefur nú ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur Kolka, og bróður, Hreiðari Þór Sæmundssyni, ráðist í að gefa út þessa bók. Kjarninn tók höfund bókarinnar tali um bókina og tilurð hennar.

Höfundur bókarinnar er dr. Guðmundur Sæmundsson háskólakennariHvers vegna valdirðu að skrifa um móði þína, Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur frá Hurðarbaki í Flóa, er eitthvað í sögu hennar eða persónuleika sem var kveikjan að því?

 Móðir mín heitin eignaðist sjö börn en missti þrjú þeirra á unga aldri og varð að sjá á eftir  einu í viðbót í fóstur. Hún andaðist svo 45 ára að aldri eftir erfið veikindi sem staðið höfðu árum saman. Með bókinni langar mig til þess að kynna hana fyrir þeim afkomendum hennar sem aldrei fengu tóm til að kynnast henni, sem og öðrum. Þeir sem þekktu hana hafa einnig kannski gaman af að rifja upp kynnin af henni. Bókin hverfist að verulegu leyti um erfiða lífsreynslu hennar og þá miklu sorgaratburði sem hún upplifði. Þeir mörkuðu líka djúp spor í sálarlíf pabba og mömmu og einnig í hugum okkar afkomenda þeirra."

Hvernig tengist þú aðalsögupersónunni?

Mamma fæddist 27. febrúar 1920 að Hurðarbaki í Flóa þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar voru Þuríður Árnadóttir (1894 – 1985) og Guðmundur Kristinn Gíslason (1890-1954) og var hún elsta barn þeirra. Ég er elstur af þeim börnum hennar sem komust til fullorðinsára en bræður mínir heita Hreiðar Þór, Sigurður Rúnar og Matthías Viðar sem er látinn."

Bókin fjallar um Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur frá Hurðarbaki í Flóa.Breyttist eitthvað tengingin við það að rannsaka sögu hennar?

Já, svo sannarlega. Vissulega á ég góða mynd af henni sem móður því að ég var orðinn 19 ára þegar hún lést. Hins vegar þekkti ég hana aldrei eins og fullorðinn sonur þekkir fullorðna móður sína. Sá kunningsskapur komst hins vegar á með okkur við að skrifa þessa bók. Mér finnst ég þekkja hana miklu betur en áður og skilja hana."

Eru þetta þín fyrsta ævisöguskrif?

Það má segja það. Að vísu ritstýrði ég æviminningabók föður míns, Sæmundar Bergmann Elimundarsonar, sem hann skrifaði árið 2000 í tilefni 85 ára afmælis síns, Hugleiðingar og minninabrot. Hann lést svo örfáum árum síðar. Sú bók sýndi mér hve dýrmætt það er fyrir afkomendur að eiga aðgang að slíkum minningum um látna ástvini og forfeður. Það var þá sem hugmyndin að bókinni um mömmu kviknaði."

Hvaða merkingu hefur það að skrá sögu Guðrúnar Árnýjar?

Fyrir þá sem lesa munu bókina verður margt að fræðast um hina svokölluðu „Hurðarbaksætt“ sem státar af mörgu góðu fólki. Í bókinni er margskonar fróðleikur um ætt og uppruna, niðjatal, bernskuheimili og margt fleira. En mikilvægast tel ég að geti orðið það að fólk kynnist betur þeirri yndislegu konu sem mamma var, þrátt fyrir allt andstreymið. Hún var alveg sérstök kona og hæfileikarík. Meðal annars hafði hún sterka miðils- og spádómshæfileika sem reynt er að gera grein fyrir í bókinni."

Auglýsing

Er ekki dýrt að gefa út slíka bók?

Jú, það kostar mikið fé og varla hægt að búast við að bókin seljist í stóru upplagi. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina sem verður prentuð hjá Samskiptum í Reykjavík en formlegur útgefandi verður BláSkógar ehf. Bókin verður 96 síður í B5-broti, límd í kjöl og litprentuð, jafnt kápa sem innsíður. Vegna kostnaðarins stendur yfir söfnun á vegum fjármögnunarvefsins Karolina Fund til að fjármagna hana. Útgáfan er háð því að þessi söfnun gangi vel."

Hér er hægt að sjá Karolina Fund-síðu verkefnisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None