Karolina Fund: Reykjavik Media vinnur fyrir lesendur

Panamaskjölin, sem Reykjavík Media hefur unnið úr, hafa ollið straumhvörfum í íslensku samfélagi. Söfnun fyrirtækisins á Karolina Fund lýkur á miðnætti. Það hefur þegar safnað nær 100 þúsund evrum.

Reykjavík media
Auglýsing

Jóhannes Kr. Kristjánsson er margverðlaunaður rannsóknarblaðamaður og einn íslenskra blaðamanna sem er félagi í International Consortium of Investigative Journalists. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að koma á fót nýju fjölmiðlafyrirtæki, að nafni Reykjavik Media. Samstarfsmaður Jóhannesar er Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður. Hann starfaði fyrir DV í um fimm ára skeið og síðan Vísi, þar sem hann setti sér að skrifa fréttagreinar með aðferðum gagnablaðamennsku. En þar kafaði hann dýpra í málin en yfirleitt er gert í íslenskum fjölmiðlum.


Rannsóknir Jóhannesar á svokölluðum Panamaskjölum sem hófust fyrir tæpu ári síðan ollu straumhvörfum í íslensku samfélaginu eftir að Kastljósþáttur RÚV, sem unninn var í samstarfi við Reykjavik Media, fór í loftið þann 3. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið fundu þeir Jóhannes Kr. og Aðalsteinn fyrir miklum stuðningi og ákváðu að setja af stað söfnun til að geta komið nýjum fréttamiðli Reykjavik Media á koppinn. Kjarninn hitti Aðalstein og tók hann tali.

Auglýsing

Hvers vegna völdu þið að fara þessa leið til að fjármagna Reykjavik Media?

Við sáum tækifæri til að tengjast beint við lesendur og áhorfendur okkar. Við erum að vinna fyrir þá og því fannst okkur rökrétt að reyna að fara þessa leið til að treysta grunn fyrirtækisins."

Verkefnið ykkar sló öll met í hópfjármögnunarsamhengi Karolina Fund, var þetta eitthvað sem þið áttuð von á?

Jóhannes Kr. Kristjánsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Reykjavík Media. Nei þetta kom okkur skemmtilega á óvart. Við fundum fyrir miklum áhuga frá fólki eftir að fyrsta fréttin okkar var birt í samstarfi við Kastljós. Við opnuðum söfnunina dálítið fyrr en við höfðum ætlað okkur vegna þessa. Við náðum svo markmiðinu á fyrsta sólarhringnum, sem sýnir áhugann sem við fundum fyrir."

Hvaða áhrif hefur það á starfsemi Reykjavik Media að söfnunin hefur gengið framar öllum vonum?

 Við stöndum á sterkari fótum en við hefðum annars gert. Markmiðið sem við settum okkur var algjört lágmark til að tryggja áframhaldandi fréttavinnslu Reykjavik Media."

Verkefnið er að finna hér


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None