Karolina Fund: Ris og fall vídeóspólunnar

Vídjótar
Auglýsing

Óli Gneisti Sóleyjarson, þjóðfræðingur og áhugamaður um kvikmyndagerð, er að safna fjármagni til að framleiða heimildarmynd um þá menningu sem varð til þegar vídeóspólan komst í hendur almennings á Íslandi. Um „ris og fall vídeóspólunnar“, eins og hann kallar það. Kjarninn hitti Óla Gneista og tók hann tali.

Um hvaða leyti kemur vídeóspólan til Íslands?

„Ein fyrstu merkin um komu vídeóspólunnar til Íslands er þegar skemmtistaðir fóru að auglýsa sýningar á tónlistarmyndböndum. Þá var tekið sérstaklega fram hvaða tónlistarmenn yrðu spilaðir. Þetta var um 1978 sem það gerðist.

Auglýsing

Annar gleymdur þáttur í sögu vídeóspólunnar á Íslandi eru vídeókerfin sem voru í raun kapalsjónvarpsstöðvar. Oft var þetta bara myndbandstæki í kjallaranum á fjölbýlishúsum en það voru líka til stærri kerfi og það voru til að mynda töluverðar framkvæmdir í Breiðholtinu þegar verið var að grafa strengi í jörð. En þar sem leyfi skorti frá rétthöfum þá hurfu þessi kerfi.

Betamax vídjótækið.Frægasti hluti upphafsára myndbandstækninnar var stríð VHS og Betamax. Það stríð teygði sig auðvitað til Íslands. Gæðin voru Betunnar en notagildið lá í VHS. Ég man sem krakki eftir því að hafa þurft að læra muninn svo ég veldi ekki óvart Betaspólu.

Líklega var það árið 1981 sem myndbandsspólan varð hluti af íslenskri dægurmenningu. Það áttu ekki nærri því allir tæki en það virtust allir vera að tala um spólurnar.

Fólk reyndi að berjast gegn vídeóspólunni og ýmsu sem henni tengdist. Það voru búnir til bannlistar og efni var gert upptækt. Fólk var líka hrætt um að myndbandstækið yrði barnapía og sá ótti var örugglega á rökum reistur þó mín kynslóð hafi líklega komist alveg merkilega ósködduð í gegnum það."

Hvenær telurðu að hápunktur vídeóspólunnar hér á landi hafi verið?

„Mér finnst eiginlega að hápunkturinn hafi verið árin áður en DVD kom á markaðinn. Þá var spólan kjarninn í afþreyingarmenningunni. Það var komið gott úrval á leigunum og það var líka hægt að kaupa sér kvikmyndir og sjónvarpsþætti á boðlegu verði og maður gat því byggt upp sitt eigið safn. Það var hægt að kaupa tómar spólur á boðlegu verði og taka upp efni.

Ekki voru allir alltaf ánægðir með það efni sem hægt var að horfa á á vídeóspólunum.Nú gæti ég verið að ýkja þetta upp af því að þarna er ég rétt innan við tvítugt en fyrir kvikmyndaáhugamann eins og mig þá var þetta alveg dásamlegur tími."

Telur þú að það hafi átt sér stað einhverjar samfélagsbreytingar með komu vídeóspólunnar?

„Ef heimildarmyndin á sér einhverja rannsóknarspurningu þá er þetta líklega hún. Spólan breytti miklu. Hún rauf auðvitað að miklu leyti ríkiseinokunina. Það er eitthvað sætt við samfélagið sem beið næstum í heild sinni árið 1983 eftir því að vita hver skaut J.R. en að flestu öðru leyti er það frekar óspennandi í augum okkar í dag. Það er ekki bara fjölbreytnin sem varð til að lífga upp á afþreyingarmenninguna heldur þurftum við ekki lengur að beygja okkur jafn mikið undir dagskrá sjónvarpsins. Við gátum tekið upp þátt á þriðjudagskvöldi og sparað okkur hann fram á sjónvarpslaust fimmtudagskvöld.

Vináttufélag video-sjúklinga var stofnað í kjölfar þess að videosýkin breiddist um allt land.Kvikmyndahúsin voru fyrst mjög ósátt við spólurnar en tóku þær seinna upp á arma sér og ráku sínar eigin leigur. Það var líka þannig að Íslendingar höfðu þurft að bíða lengi eftir að myndir kæmu í bíó. Í því villta vesturs ástandi sem ríkti fyrstu árin þá voru myndir oft komnar á leigurnar áður en þær komu í bíó. Mig grunar að það hafi orðið til þess að Ísland fékk myndir fyrr í bíó en áður hafði þekkst.

En auðvitað var vídeóspólan líka snar þáttur í því að auka hlut bandarískrar afþreyingarmenningar á Íslandi og um leið að gera enskuna enn stærri hlut af íslenskri menningu. Þá var textun á myndbandsspólum mikilvægt skref til að viðhalda íslenskunni. Slíkar takmarkanir voru mögulegar þegar um raunverulegar landamærahindranir var að ræða. Í dag erum við í allt öðrum sporum og við getum verið sátt eða ósátt við það.

Kannski er stóra breytingin samt sú að afþreyingarmenning hætti allt í einu að vera einnota. Flestar bíómyndir komu í bíó og síðan mögulega í sjónvarpinu. Myndir og sjónvarpsþættir eignuðust framhaldslíf. Það að bíómyndir og sjónvarpsþættir í dag geta byggt á endalausum vísunum í eldra efni er mögulegt vegna þess að eldra efnið var til taks. Á Íslandi birtist þetta kannski helst í því að fólk horfði aftur og aftur á áramótaskaup og gat vitnað í þau fram og til baka. Mig grunar að það endurtekningin sé stór hluti af ástæðunni fyrir því að margir telja skaupin 1984-1986 vera þau bestu. Þau voru nefnilega tekin upp á öðru hverju heimili."

Verkefnið er að finna hér.


 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None