Karolina Fund: Ris og fall vídeóspólunnar

Vídjótar
Auglýsing

Óli Gneisti Sól­eyj­ar­son, þjóð­fræð­ingur og áhuga­maður um ­kvik­mynda­gerð, er að safna fjár­magni til að fram­leiða heim­ild­ar­mynd um þá ­menn­ingu sem varð til þegar víd­eó­spólan komst í hendur almenn­ings á Íslandi. Um „ris og fall víd­eó­spól­unn­ar“, eins og hann kallar það. Kjarn­inn hitti Óla Gneista og tók hann tali.

Um hvaða leyti kem­ur víd­eó­spólan til Íslands?

„Ein fyrstu merkin um komu víd­eó­spól­unnar til Íslands er þegar skemmti­staðir fóru að aug­lýsa sýn­ingar á tón­list­ar­mynd­bönd­um. Þá var ­tekið sér­stak­lega fram hvaða tón­list­ar­menn yrðu spil­að­ir. Þetta var um 1978 sem það gerð­ist.

Auglýsing

Annar gleymdur þáttur í sögu víd­eó­spól­unnar á Íslandi eru víd­eó­kerfin sem voru í raun kap­al­sjón­varps­stöðv­ar. Oft var þetta bara ­mynd­bands­tæki í kjall­ar­anum á fjöl­býl­is­húsum en það voru líka til stærri kerf­i og það voru til að mynda tölu­verðar fram­kvæmdir í Breið­holt­inu þegar verið var að grafa strengi í jörð. En þar sem leyfi skorti frá rétt­höfum þá hurfu þessi ­kerfi.

Betamax vídjótækið.Fræg­asti hluti upp­hafs­ára mynd­bands­tækn­innar var stríð VHS og Beta­max. Það stríð teygði sig auð­vitað til Íslands. Gæðin voru Bet­unnar en nota­gildið lá í VHS. Ég man sem krakki eftir því að hafa þurft að læra mun­inn svo ég veldi ekki óvart Beta­spólu.

Lík­lega var það árið 1981 sem mynd­bands­spólan varð hluti af ­ís­lenskri dæg­ur­menn­ingu. Það áttu ekki nærri því allir tæki en það virtu­st allir vera að tala um spól­urn­ar.

Fólk reyndi að berj­ast gegn víd­eó­spól­unni og ýmsu sem henn­i tengd­ist. Það voru búnir til bann­listar og efni var gert upp­tækt. Fólk var lík­a hrætt um að mynd­bands­tækið yrði barnapía og sá ótti var örugg­lega á rök­um reistur þó mín kyn­slóð hafi lík­lega kom­ist alveg merki­lega ósködduð í gegn­um það."

Hvenær tel­urðu að hápunkt­ur víd­eó­spól­unnar hér á landi hafi ver­ið?

„Mér finnst eig­in­lega að hápunkt­ur­inn hafi verið árin áður en DVD kom á mark­að­inn. Þá var spólan kjarn­inn í afþrey­ing­ar­menn­ing­unni. Það var komið gott úrval á leig­unum og það var líka hægt að kaupa sér kvik­myndir og ­sjón­varps­þætti á boð­legu verði og maður gat því byggt upp sitt eigið safn. Það var hægt að kaupa tómar spólur á boð­legu verði og taka upp efni.

Ekki voru allir alltaf ánægðir með það efni sem hægt var að horfa á á vídeóspólunum.Nú gæti ég verið að ýkja þetta upp af því að þarna er ég rétt innan við tví­tugt en fyrir kvik­mynda­á­huga­mann eins og mig þá var þetta al­veg dásam­legur tím­i."

Telur þú að það hafi átt sér stað ein­hverjar sam­fé­lags­breyt­ingar með komu víd­eó­spól­unn­ar?

„Ef heim­ild­ar­myndin á sér ein­hverja rann­sókn­ar­spurn­ingu þá er þetta lík­lega hún. Spólan breytti miklu. Hún rauf auð­vitað að miklu leyt­i ­rík­is­ein­ok­un­ina. Það er eitt­hvað sætt við sam­fé­lagið sem beið næstum í heild sinni árið 1983 eftir því að vita hver skaut J.R. en að flestu öðru leyti er það frekar óspenn­andi í augum okkar í dag. Það er ekki bara fjöl­breytnin sem varð til að lífga upp á afþrey­ing­ar­menn­ing­una heldur þurftum við ekki lengur að beygja okkur jafn mikið undir dag­skrá sjón­varps­ins. Við gátum tekið upp þátt á þriðju­dags­kvöldi og sparað okkur hann fram á sjón­varps­laust fimmtu­dags­kvöld.

Vináttufélag video-sjúklinga var stofnað í kjölfar þess að videosýkin breiddist um allt land.Kvik­mynda­húsin voru fyrst mjög ósátt við spól­urnar en tóku þær seinna upp á arma sér og ráku sínar eigin leig­ur. Það var líka þannig að Ís­lend­ingar höfðu þurft að bíða lengi eftir að myndir kæmu í bíó. Í því villta vest­urs ástandi sem ríkti fyrstu árin þá voru myndir oft komnar á leig­urn­ar áður en þær komu í bíó. Mig grunar að það hafi orðið til þess að Ísland fékk mynd­ir ­fyrr í bíó en áður hafði þekkst.

En auð­vitað var víd­eó­spólan líka snar þáttur í því að auka hlut banda­rískrar afþrey­ing­ar­menn­ingar á Íslandi og um leið að gera ensk­una enn ­stærri hlut af íslenskri menn­ingu. Þá var textun á mynd­bands­spólum mik­il­vægt skref til að við­halda íslensk­unni. Slíkar tak­mark­anir voru mögu­legar þegar um raun­veru­legar landamæra­hindr­anir var að ræða. Í dag erum við í allt öðrum ­sporum og við getum verið sátt eða ósátt við það.

Kannski er stóra breyt­ingin samt sú að afþrey­ing­ar­menn­ing hætti allt í einu að vera einnota. Flestar bíó­myndir komu í bíó og síð­an ­mögu­lega í sjón­varp­inu. Myndir og sjón­varps­þættir eign­uð­ust fram­halds­líf. Það að bíó­myndir og sjón­varps­þættir í dag geta byggt á enda­lausum vís­unum í eldra efni er mögu­legt vegna þess að eldra efnið var til taks. Á Íslandi birtist þetta kannski helst í því að fólk horfði aftur og aftur á ára­mótaskaup og gat vitnað í þau fram og til baka. Mig grunar að það end­ur­tekn­ingin sé stór hlut­i af ástæð­unni fyrir því að margir telja skaupin 1984-1986 vera þau bestu. Þau voru nefni­lega tekin upp á öðru hverju heim­il­i."

Verk­efnið er að finna hér. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None