Karolina Fund: Ris og fall vídeóspólunnar

Vídjótar
Auglýsing

Óli Gneisti Sól­eyj­ar­son, þjóð­fræð­ingur og áhuga­maður um ­kvik­mynda­gerð, er að safna fjár­magni til að fram­leiða heim­ild­ar­mynd um þá ­menn­ingu sem varð til þegar víd­eó­spólan komst í hendur almenn­ings á Íslandi. Um „ris og fall víd­eó­spól­unn­ar“, eins og hann kallar það. Kjarn­inn hitti Óla Gneista og tók hann tali.

Um hvaða leyti kem­ur víd­eó­spólan til Íslands?

„Ein fyrstu merkin um komu víd­eó­spól­unnar til Íslands er þegar skemmti­staðir fóru að aug­lýsa sýn­ingar á tón­list­ar­mynd­bönd­um. Þá var ­tekið sér­stak­lega fram hvaða tón­list­ar­menn yrðu spil­að­ir. Þetta var um 1978 sem það gerð­ist.

Auglýsing

Annar gleymdur þáttur í sögu víd­eó­spól­unnar á Íslandi eru víd­eó­kerfin sem voru í raun kap­al­sjón­varps­stöðv­ar. Oft var þetta bara ­mynd­bands­tæki í kjall­ar­anum á fjöl­býl­is­húsum en það voru líka til stærri kerf­i og það voru til að mynda tölu­verðar fram­kvæmdir í Breið­holt­inu þegar verið var að grafa strengi í jörð. En þar sem leyfi skorti frá rétt­höfum þá hurfu þessi ­kerfi.

Betamax vídjótækið.Fræg­asti hluti upp­hafs­ára mynd­bands­tækn­innar var stríð VHS og Beta­max. Það stríð teygði sig auð­vitað til Íslands. Gæðin voru Bet­unnar en nota­gildið lá í VHS. Ég man sem krakki eftir því að hafa þurft að læra mun­inn svo ég veldi ekki óvart Beta­spólu.

Lík­lega var það árið 1981 sem mynd­bands­spólan varð hluti af ­ís­lenskri dæg­ur­menn­ingu. Það áttu ekki nærri því allir tæki en það virtu­st allir vera að tala um spól­urn­ar.

Fólk reyndi að berj­ast gegn víd­eó­spól­unni og ýmsu sem henn­i tengd­ist. Það voru búnir til bann­listar og efni var gert upp­tækt. Fólk var lík­a hrætt um að mynd­bands­tækið yrði barnapía og sá ótti var örugg­lega á rök­um reistur þó mín kyn­slóð hafi lík­lega kom­ist alveg merki­lega ósködduð í gegn­um það."

Hvenær tel­urðu að hápunkt­ur víd­eó­spól­unnar hér á landi hafi ver­ið?

„Mér finnst eig­in­lega að hápunkt­ur­inn hafi verið árin áður en DVD kom á mark­að­inn. Þá var spólan kjarn­inn í afþrey­ing­ar­menn­ing­unni. Það var komið gott úrval á leig­unum og það var líka hægt að kaupa sér kvik­myndir og ­sjón­varps­þætti á boð­legu verði og maður gat því byggt upp sitt eigið safn. Það var hægt að kaupa tómar spólur á boð­legu verði og taka upp efni.

Ekki voru allir alltaf ánægðir með það efni sem hægt var að horfa á á vídeóspólunum.Nú gæti ég verið að ýkja þetta upp af því að þarna er ég rétt innan við tví­tugt en fyrir kvik­mynda­á­huga­mann eins og mig þá var þetta al­veg dásam­legur tím­i."

Telur þú að það hafi átt sér stað ein­hverjar sam­fé­lags­breyt­ingar með komu víd­eó­spól­unn­ar?

„Ef heim­ild­ar­myndin á sér ein­hverja rann­sókn­ar­spurn­ingu þá er þetta lík­lega hún. Spólan breytti miklu. Hún rauf auð­vitað að miklu leyt­i ­rík­is­ein­ok­un­ina. Það er eitt­hvað sætt við sam­fé­lagið sem beið næstum í heild sinni árið 1983 eftir því að vita hver skaut J.R. en að flestu öðru leyti er það frekar óspenn­andi í augum okkar í dag. Það er ekki bara fjöl­breytnin sem varð til að lífga upp á afþrey­ing­ar­menn­ing­una heldur þurftum við ekki lengur að beygja okkur jafn mikið undir dag­skrá sjón­varps­ins. Við gátum tekið upp þátt á þriðju­dags­kvöldi og sparað okkur hann fram á sjón­varps­laust fimmtu­dags­kvöld.

Vináttufélag video-sjúklinga var stofnað í kjölfar þess að videosýkin breiddist um allt land.Kvik­mynda­húsin voru fyrst mjög ósátt við spól­urnar en tóku þær seinna upp á arma sér og ráku sínar eigin leig­ur. Það var líka þannig að Ís­lend­ingar höfðu þurft að bíða lengi eftir að myndir kæmu í bíó. Í því villta vest­urs ástandi sem ríkti fyrstu árin þá voru myndir oft komnar á leig­urn­ar áður en þær komu í bíó. Mig grunar að það hafi orðið til þess að Ísland fékk mynd­ir ­fyrr í bíó en áður hafði þekkst.

En auð­vitað var víd­eó­spólan líka snar þáttur í því að auka hlut banda­rískrar afþrey­ing­ar­menn­ingar á Íslandi og um leið að gera ensk­una enn ­stærri hlut af íslenskri menn­ingu. Þá var textun á mynd­bands­spólum mik­il­vægt skref til að við­halda íslensk­unni. Slíkar tak­mark­anir voru mögu­legar þegar um raun­veru­legar landamæra­hindr­anir var að ræða. Í dag erum við í allt öðrum ­sporum og við getum verið sátt eða ósátt við það.

Kannski er stóra breyt­ingin samt sú að afþrey­ing­ar­menn­ing hætti allt í einu að vera einnota. Flestar bíó­myndir komu í bíó og síð­an ­mögu­lega í sjón­varp­inu. Myndir og sjón­varps­þættir eign­uð­ust fram­halds­líf. Það að bíó­myndir og sjón­varps­þættir í dag geta byggt á enda­lausum vís­unum í eldra efni er mögu­legt vegna þess að eldra efnið var til taks. Á Íslandi birtist þetta kannski helst í því að fólk horfði aftur og aftur á ára­mótaskaup og gat vitnað í þau fram og til baka. Mig grunar að það end­ur­tekn­ingin sé stór hlut­i af ástæð­unni fyrir því að margir telja skaupin 1984-1986 vera þau bestu. Þau voru nefni­lega tekin upp á öðru hverju heim­il­i."

Verk­efnið er að finna hér. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None