Karolina Fund: Ris og fall vídeóspólunnar

Vídjótar
Auglýsing

Óli Gneisti Sól­eyj­ar­son, þjóð­fræð­ingur og áhuga­maður um ­kvik­mynda­gerð, er að safna fjár­magni til að fram­leiða heim­ild­ar­mynd um þá ­menn­ingu sem varð til þegar víd­eó­spólan komst í hendur almenn­ings á Íslandi. Um „ris og fall víd­eó­spól­unn­ar“, eins og hann kallar það. Kjarn­inn hitti Óla Gneista og tók hann tali.

Um hvaða leyti kem­ur víd­eó­spólan til Íslands?

„Ein fyrstu merkin um komu víd­eó­spól­unnar til Íslands er þegar skemmti­staðir fóru að aug­lýsa sýn­ingar á tón­list­ar­mynd­bönd­um. Þá var ­tekið sér­stak­lega fram hvaða tón­list­ar­menn yrðu spil­að­ir. Þetta var um 1978 sem það gerð­ist.

Auglýsing

Annar gleymdur þáttur í sögu víd­eó­spól­unnar á Íslandi eru víd­eó­kerfin sem voru í raun kap­al­sjón­varps­stöðv­ar. Oft var þetta bara ­mynd­bands­tæki í kjall­ar­anum á fjöl­býl­is­húsum en það voru líka til stærri kerf­i og það voru til að mynda tölu­verðar fram­kvæmdir í Breið­holt­inu þegar verið var að grafa strengi í jörð. En þar sem leyfi skorti frá rétt­höfum þá hurfu þessi ­kerfi.

Betamax vídjótækið.Fræg­asti hluti upp­hafs­ára mynd­bands­tækn­innar var stríð VHS og Beta­max. Það stríð teygði sig auð­vitað til Íslands. Gæðin voru Bet­unnar en nota­gildið lá í VHS. Ég man sem krakki eftir því að hafa þurft að læra mun­inn svo ég veldi ekki óvart Beta­spólu.

Lík­lega var það árið 1981 sem mynd­bands­spólan varð hluti af ­ís­lenskri dæg­ur­menn­ingu. Það áttu ekki nærri því allir tæki en það virtu­st allir vera að tala um spól­urn­ar.

Fólk reyndi að berj­ast gegn víd­eó­spól­unni og ýmsu sem henn­i tengd­ist. Það voru búnir til bann­listar og efni var gert upp­tækt. Fólk var lík­a hrætt um að mynd­bands­tækið yrði barnapía og sá ótti var örugg­lega á rök­um reistur þó mín kyn­slóð hafi lík­lega kom­ist alveg merki­lega ósködduð í gegn­um það."

Hvenær tel­urðu að hápunkt­ur víd­eó­spól­unnar hér á landi hafi ver­ið?

„Mér finnst eig­in­lega að hápunkt­ur­inn hafi verið árin áður en DVD kom á mark­að­inn. Þá var spólan kjarn­inn í afþrey­ing­ar­menn­ing­unni. Það var komið gott úrval á leig­unum og það var líka hægt að kaupa sér kvik­myndir og ­sjón­varps­þætti á boð­legu verði og maður gat því byggt upp sitt eigið safn. Það var hægt að kaupa tómar spólur á boð­legu verði og taka upp efni.

Ekki voru allir alltaf ánægðir með það efni sem hægt var að horfa á á vídeóspólunum.Nú gæti ég verið að ýkja þetta upp af því að þarna er ég rétt innan við tví­tugt en fyrir kvik­mynda­á­huga­mann eins og mig þá var þetta al­veg dásam­legur tím­i."

Telur þú að það hafi átt sér stað ein­hverjar sam­fé­lags­breyt­ingar með komu víd­eó­spól­unn­ar?

„Ef heim­ild­ar­myndin á sér ein­hverja rann­sókn­ar­spurn­ingu þá er þetta lík­lega hún. Spólan breytti miklu. Hún rauf auð­vitað að miklu leyt­i ­rík­is­ein­ok­un­ina. Það er eitt­hvað sætt við sam­fé­lagið sem beið næstum í heild sinni árið 1983 eftir því að vita hver skaut J.R. en að flestu öðru leyti er það frekar óspenn­andi í augum okkar í dag. Það er ekki bara fjöl­breytnin sem varð til að lífga upp á afþrey­ing­ar­menn­ing­una heldur þurftum við ekki lengur að beygja okkur jafn mikið undir dag­skrá sjón­varps­ins. Við gátum tekið upp þátt á þriðju­dags­kvöldi og sparað okkur hann fram á sjón­varps­laust fimmtu­dags­kvöld.

Vináttufélag video-sjúklinga var stofnað í kjölfar þess að videosýkin breiddist um allt land.Kvik­mynda­húsin voru fyrst mjög ósátt við spól­urnar en tóku þær seinna upp á arma sér og ráku sínar eigin leig­ur. Það var líka þannig að Ís­lend­ingar höfðu þurft að bíða lengi eftir að myndir kæmu í bíó. Í því villta vest­urs ástandi sem ríkti fyrstu árin þá voru myndir oft komnar á leig­urn­ar áður en þær komu í bíó. Mig grunar að það hafi orðið til þess að Ísland fékk mynd­ir ­fyrr í bíó en áður hafði þekkst.

En auð­vitað var víd­eó­spólan líka snar þáttur í því að auka hlut banda­rískrar afþrey­ing­ar­menn­ingar á Íslandi og um leið að gera ensk­una enn ­stærri hlut af íslenskri menn­ingu. Þá var textun á mynd­bands­spólum mik­il­vægt skref til að við­halda íslensk­unni. Slíkar tak­mark­anir voru mögu­legar þegar um raun­veru­legar landamæra­hindr­anir var að ræða. Í dag erum við í allt öðrum ­sporum og við getum verið sátt eða ósátt við það.

Kannski er stóra breyt­ingin samt sú að afþrey­ing­ar­menn­ing hætti allt í einu að vera einnota. Flestar bíó­myndir komu í bíó og síð­an ­mögu­lega í sjón­varp­inu. Myndir og sjón­varps­þættir eign­uð­ust fram­halds­líf. Það að bíó­myndir og sjón­varps­þættir í dag geta byggt á enda­lausum vís­unum í eldra efni er mögu­legt vegna þess að eldra efnið var til taks. Á Íslandi birtist þetta kannski helst í því að fólk horfði aftur og aftur á ára­mótaskaup og gat vitnað í þau fram og til baka. Mig grunar að það end­ur­tekn­ingin sé stór hlut­i af ástæð­unni fyrir því að margir telja skaupin 1984-1986 vera þau bestu. Þau voru nefni­lega tekin upp á öðru hverju heim­il­i."

Verk­efnið er að finna hér. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None