Karolina fund: Útisvín í Ölfusi

Grísir í Gerðakoti
Auglýsing

Þau Hallur og Berg­lind keyptu nýlega jörð­ina Gerða­kot í Ölf­usi og hafa verið að koma sér hægt og rólega fyrir ásamt börn­um. Sam­hliða bústör­f­unum eru þau að gera upp húsa­kost­inn á jörð­inni og starfa einnig sem grunn­skóla­kenn­arar í Hvera­gerði. Þau eiga sam­tals fimm börn. Til stendur að nokkrir grísir bæt­ist í hóp­inn á næst­unni en síð­asta sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörð­inni sinni og ólu þau með það að leið­ar­ljósi að geta fært fólki svína­kjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru 21 hæna, 4 han­ar, 6 endur og 11 ung­ar, einn gæsa­karl ásamt hundi og ketti. Berg­lind og Hallur hafa mik­inn áhuga á umhverf­is­vernd og nátt­úr­unni og vilja helst rækta allt með líf­rænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða ein­hver bið á því að það náist allt. Í vor byrj­uðu Gerða­kots­bænd­urnir með hópsöfn­unar­á­tak þar sem þau freista þess að koma hug­myndum sínum á fram­færi í sam­starfi við Karol­ina Fund. Átakið gengur vel og hefur vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það á síð­unni hér. Kjarn­inn hitti Hall og Berg­lindi og tók þau tali.

Hver er ástæðan fyrir því að þið viljið rækta útisvín?

Ástæðan fyrir því að við viljum rækta útisvín er fyrst og fremst sú að dýra­vel­ferð er okkur ofar­lega í huga og með þessu fram­taki okkar þá von­umst við til þess að fleiri fylgi okkar for­dæmi og haldi frjáls útisvín. Við teljum að þetta stuðli að bættri aðstöðu og vel­ferð svín­anna höfð að leið­ar­ljósi í ræktun þeirra. Auk þess viljum við gefa fólki kost á að versla svína­kjöt þar sem fólk getur full­vissað sig um að vel­ferð dýr­anna var ávallt höfð að leið­ar­ljósi á lífs­leið þeirra.

Auglýsing


Margt fólk lætur sig annt um dýra­vel­ferð og vill eiga mögu­leika á að kaupa kjöt af dýrum vit­andi til þess að skepnan bjó ekki við þröngan kost eða upp­lifði ein­hvers konar van­líðan á sinni lífs­leið. Við vonum að með þessu fram­taki okkar þá náum við mögu­lega að opna augu fólks fyrir þessum mögu­leika og að fólk velji frekar að borga nokkrum krónum meira fyrir kjötið vit­andi til þess að skepnan lifði góðu og frjálsu lífi í stað þess að stuðla að fjölda­fram­leiðslu í kjöt­iðn­að­inum fyrir það eitt að fá kjötið aðeins ódýr­ara á diskinn.

Hvernig aðstöðu ætlið þið að setja upp fyrir dýr­in, og er hún ólík hefð­bund­inni aðstöðu að ein­hverju leyti?

Í fyrra byggði Hallur skýli handa dýr­unum og lagði garðslöngur með stopp­krana á end­anum handa þeim að drekka úr. Við girtum smá svæði og þar voru svínin um sum­ar­ið. Vand­inn var auð­vitað að svæðið var ekki nógu vel girt og heldur ekki nóg stórt eða skipu­lagt. Núna langar okkur að girða af stærra svæði og hafa svæðið þannig að hægt sé að færa hóp­inn á ferskt svæði með litlum til­kostn­aði, byggja ný skýli og leggja pípu­lagnir handa þeim þannig að ekki leki eða detti úr sam­bandi eins og átti til að ger­ast í fyrra. Einnig langar okkur að byggja litla rétt svo auð­velt verði að flytja grís­ina þegar þar að kemur og minna stress mynd­ist á flutn­ings­deg­in­um.

Hefð­bundið svína­eldi er tals­vert ólíkt, þar eru svínin inni allt sitt líf, og það er ýmsum tak­mörk­unum háð að setja þau út. Venju­lega þurfa svína­bændur líka að hafa mjög marga gripi því lítið er upp úr eld­inu að hafa ann­ars. Grís­irnir eru oft aldir upp kannski 15 til 20 saman í króm og stækka þar sam­an. Þeir hlaupa ekki um á bæj­ar­hlað­inu og hafa tak­mark­aða mögu­leika til að vera óþekk­ir.

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur fram­tíð­ina á bæn­um?

Við erum full af hug­myndum og teljum okkur allir vegir fær­ir. Við erum gríð­ar­lega spennt fyrir fram­tíð­inni í kot­inu okkar en með tíð og tíma þá sjáum við meðal ann­ars fyrir okkur að vera með líf­ræna græn­met­is­ræktun þar sem við munum bjóða líf­rænt ræktað græn­meti til sölu. Við höfum nú þegar kannað ferlið að fá líf­ræna vottun á fram­leiðslu okkar og þegar það er í höfn þá getum við kallað fram­leiðsl­una okkar líf­ræna. Við erum með skóg­rækt í sam­starfi við Suð­ur­lands­skóga og ætlum við okkur að halda því áfram. Draumur hús­freyj­unnar er að opna sitt eigið kaffi­hús á jörð­inni þar sem boðið verður upp á heima­gert bakk­elsi í afar sér­stöku hús­næði sem verður eins­konar torf­gróð­ur­húsa­kaffi­hús og ætti að vekja lukku erlendra sem og inn­lendra gesta. 

Við viljum að Gerða­kot sé fal­legur staður og fyrir hvern þann sem hingað kemur þá mun gest­ur­inn upp­lifa eitt­hvað nýtt hvert sem litið er, hvort sem það er fal­legur hand­mál­aður steinn, frjáls svín, girni­legt líf­rænt græn­meti, góm­sætar veit­ingar eða snjöll rækt­un­ar­beð sem ættu að vekja áhuga hjá öllum sem hingað koma þá viljum við að fólk fari héðan ánægt og vilji koma aft­ur.

Grísir í Gerðakoti.

Hvað er hægt að fá hjá ykkur fyrir áheit­in?

Fyrir áheitin er hægt að fá svína­kjöt, fyrir 15 evrur (2.100 kr.) bjóðum við upp á kíló á grillið, hnakka eða aðrar sneið­ar. Fyrir 2.800 krónur (20 evr­ur) fær fólk kíló af beikoni, fyrir 70 evrur (um 10.000 krón­ur) fær fólk jólasteik­ina, 2-3 kílóa steik hrygg eða skinku. Við vorum með það líka í boði í fyrra og fólk var almennt mjög ánægt með þetta. Fyrir 100 evrur eða um 14.200 krónur bjóðum við fólki að koma heim á bæinn og skoða og fá kaffi og nýbak­að. Við vildum bjóða upp á það líka fyrir fólk sem kannski vil ekki kjöt eða útlend­inga sem eru kannski bara að ferð­ast um eða hvað eina, stundum vil fólk bara hjálpa og þá getur það það með þessu og 5 evra fram­lagi. Fyrir 150 evrur eða um 22.000 krónur fær fólk að lág­marki 10 kíló af kjöti, eftir teg­undum og ætti að geta átt svo­lítið í fryst­in­um. Kjötið er allt unnið af kjöt­meist­urum frá Krás á Sel­fossi og allt pott­þétt með alla vinnslu og slátr­un. 

Við vonum auð­vitað að sem flestir vilji koma svona á kopp­inn hér á landi, þetta er gert tals­vert á Norð­ur­lönd­un­um. Ein af fyr­ir­myndum okkar er í Nor­egi þar sem bændur hafa verið með úti­grísi í boði í mörg ár og náð mjög góðum tökum á eld­inu. Svona nýsköpun er oft ekki mögu­leg nema með aðstoð fólks og þess vegna viljum við biðja alla sem hafa áhuga eða vilja að við höldum áfram að prófa að styrkja okkur á síð­unni okk­ar.

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None