Karolina fund: Útisvín í Ölfusi

Grísir í Gerðakoti
Auglýsing

Þau Hallur og Berglind keyptu nýlega jörðina Gerðakot í Ölfusi og hafa verið að koma sér hægt og rólega fyrir ásamt börnum. Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa einnig sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga samtals fimm börn. Til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni en síðasta sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni sinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, einn gæsakarl ásamt hundi og ketti. Berglind og Hallur hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist allt. Í vor byrjuðu Gerðakotsbændurnir með hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að koma hugmyndum sínum á framfæri í samstarfi við Karolina Fund. Átakið gengur vel og hefur vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það á síðunni hér. Kjarninn hitti Hall og Berglindi og tók þau tali.

Hver er ástæðan fyrir því að þið viljið rækta útisvín?

Ástæðan fyrir því að við viljum rækta útisvín er fyrst og fremst sú að dýravelferð er okkur ofarlega í huga og með þessu framtaki okkar þá vonumst við til þess að fleiri fylgi okkar fordæmi og haldi frjáls útisvín. Við teljum að þetta stuðli að bættri aðstöðu og velferð svínanna höfð að leiðarljósi í ræktun þeirra. Auk þess viljum við gefa fólki kost á að versla svínakjöt þar sem fólk getur fullvissað sig um að velferð dýranna var ávallt höfð að leiðarljósi á lífsleið þeirra.

Auglýsing

Margt fólk lætur sig annt um dýravelferð og vill eiga möguleika á að kaupa kjöt af dýrum vitandi til þess að skepnan bjó ekki við þröngan kost eða upplifði einhvers konar vanlíðan á sinni lífsleið. Við vonum að með þessu framtaki okkar þá náum við mögulega að opna augu fólks fyrir þessum möguleika og að fólk velji frekar að borga nokkrum krónum meira fyrir kjötið vitandi til þess að skepnan lifði góðu og frjálsu lífi í stað þess að stuðla að fjöldaframleiðslu í kjötiðnaðinum fyrir það eitt að fá kjötið aðeins ódýrara á diskinn.

Hvernig aðstöðu ætlið þið að setja upp fyrir dýrin, og er hún ólík hefðbundinni aðstöðu að einhverju leyti?

Í fyrra byggði Hallur skýli handa dýrunum og lagði garðslöngur með stoppkrana á endanum handa þeim að drekka úr. Við girtum smá svæði og þar voru svínin um sumarið. Vandinn var auðvitað að svæðið var ekki nógu vel girt og heldur ekki nóg stórt eða skipulagt. Núna langar okkur að girða af stærra svæði og hafa svæðið þannig að hægt sé að færa hópinn á ferskt svæði með litlum tilkostnaði, byggja ný skýli og leggja pípulagnir handa þeim þannig að ekki leki eða detti úr sambandi eins og átti til að gerast í fyrra. Einnig langar okkur að byggja litla rétt svo auðvelt verði að flytja grísina þegar þar að kemur og minna stress myndist á flutningsdeginum.

Hefðbundið svínaeldi er talsvert ólíkt, þar eru svínin inni allt sitt líf, og það er ýmsum takmörkunum háð að setja þau út. Venjulega þurfa svínabændur líka að hafa mjög marga gripi því lítið er upp úr eldinu að hafa annars. Grísirnir eru oft aldir upp kannski 15 til 20 saman í króm og stækka þar saman. Þeir hlaupa ekki um á bæjarhlaðinu og hafa takmarkaða möguleika til að vera óþekkir.

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíðina á bænum?

Við erum full af hugmyndum og teljum okkur allir vegir færir. Við erum gríðarlega spennt fyrir framtíðinni í kotinu okkar en með tíð og tíma þá sjáum við meðal annars fyrir okkur að vera með lífræna grænmetisræktun þar sem við munum bjóða lífrænt ræktað grænmeti til sölu. Við höfum nú þegar kannað ferlið að fá lífræna vottun á framleiðslu okkar og þegar það er í höfn þá getum við kallað framleiðsluna okkar lífræna. Við erum með skógrækt í samstarfi við Suðurlandsskóga og ætlum við okkur að halda því áfram. Draumur húsfreyjunnar er að opna sitt eigið kaffihús á jörðinni þar sem boðið verður upp á heimagert bakkelsi í afar sérstöku húsnæði sem verður einskonar torfgróðurhúsakaffihús og ætti að vekja lukku erlendra sem og innlendra gesta. 

Við viljum að Gerðakot sé fallegur staður og fyrir hvern þann sem hingað kemur þá mun gesturinn upplifa eitthvað nýtt hvert sem litið er, hvort sem það er fallegur handmálaður steinn, frjáls svín, girnilegt lífrænt grænmeti, gómsætar veitingar eða snjöll ræktunarbeð sem ættu að vekja áhuga hjá öllum sem hingað koma þá viljum við að fólk fari héðan ánægt og vilji koma aftur.

Grísir í Gerðakoti.

Hvað er hægt að fá hjá ykkur fyrir áheitin?

Fyrir áheitin er hægt að fá svínakjöt, fyrir 15 evrur (2.100 kr.) bjóðum við upp á kíló á grillið, hnakka eða aðrar sneiðar. Fyrir 2.800 krónur (20 evrur) fær fólk kíló af beikoni, fyrir 70 evrur (um 10.000 krónur) fær fólk jólasteikina, 2-3 kílóa steik hrygg eða skinku. Við vorum með það líka í boði í fyrra og fólk var almennt mjög ánægt með þetta. Fyrir 100 evrur eða um 14.200 krónur bjóðum við fólki að koma heim á bæinn og skoða og fá kaffi og nýbakað. Við vildum bjóða upp á það líka fyrir fólk sem kannski vil ekki kjöt eða útlendinga sem eru kannski bara að ferðast um eða hvað eina, stundum vil fólk bara hjálpa og þá getur það það með þessu og 5 evra framlagi. Fyrir 150 evrur eða um 22.000 krónur fær fólk að lágmarki 10 kíló af kjöti, eftir tegundum og ætti að geta átt svolítið í frystinum. Kjötið er allt unnið af kjötmeisturum frá Krás á Selfossi og allt pottþétt með alla vinnslu og slátrun. 

Við vonum auðvitað að sem flestir vilji koma svona á koppinn hér á landi, þetta er gert talsvert á Norðurlöndunum. Ein af fyrirmyndum okkar er í Noregi þar sem bændur hafa verið með útigrísi í boði í mörg ár og náð mjög góðum tökum á eldinu. Svona nýsköpun er oft ekki möguleg nema með aðstoð fólks og þess vegna viljum við biðja alla sem hafa áhuga eða vilja að við höldum áfram að prófa að styrkja okkur á síðunni okkar.

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None