Berndsen er verkefni sem byrjaði árið 2008 í Hollandi. Þar kynntust Davíð Berndsen og Sveinbjörn Thorarensen, byrjuðu að fikta á gömul hljómborð og semja músík undir miklum áhrifum nýrómantískrar stefnu. Kjarninn hitti Davíð Berndsen og tók hann tali.
Hvað er hljómsveitin Berndsen með á prjónunum þessa dagana?
„Þessa dagana erum við að steikjast inn í stúdíóinu! Því sólin skín beint inn og veðrið búið að vera svo æðislegt síðustu daga.
Annars erum við að klára upptökur fyrir okkar þriðju plötu Alter Ego og höfum sett upp síðu á Karolina Fund til að fjármagna framleiðslu á Vinyl, Cd og myndbandgerð og öllu sem fylgir plötuútgáfu. Svo förum við bráðum til Finnlands á spila á sumarhátíð í Turku sem verður aldeilis gaman og auðvitað að plana framhaldið eftir að platan kemur út, þá hefst mikil vinna að kynna nýja efnið og spila vonandi út um allan heim.“
Hvaða áhrifa er að gæta á plötunni?
„Okkur langaði til að gera eitthvað öðruvisi en okkar síðustu tvær plötur, Lover in the dark og Planet Earth. Þannig ég fór að hlusta mikið á Bryan Ferry, David Bowie, Prefab Sprout og allt þetta besta frá the 80´s til að finna innblásturinn.“
Vinnurðu að þessu verkefni einn eða koma fleiri tónlistarmenn að gerð plötunnar?
„Margir halda að Berndsen sé sóló verkefni en það eru margir sem eru bak við tjöldin, Einn æsku félagi minn hann Hrafnkell Gauti Sigurðarson betur þekktur sem Keli gítar hefur hjálpað gríðarlega mikið með nýju plötuna ásamt auðvitað Hermigervilinum. Svo höfum við fengið góða vini til að spila inn á plötuna og þeir eru of margir til að telja upp hér! Mæli með að kíkja á Karolina Fund síðuna fyrir þá sem hafa áhuga að kynna sér verkefnið enn frekar!“
Verkefni er að finna hér.